Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ O LOF Lagercrantz lést 23. júlí á heimili sínu í Stokk- hólmi. Hann var skáld og ritstjóri og á sínum tíma einn kunnasti Svíinn. Lagercrantz, sem var fæddur 1911 í Stokk- hólmi, var höfundur margra ljóðabóka og ritgerðasafna og atkvæðamikill gagnrýn- andi. Hann var menningarritstjóri Dagens Nyheter frá 1951 og annar tveggja aðalrit- stjóra 1960–75. Lagercrantz fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína um Dante: Från helvetet till paradiset (1964) og deildi verðlaununum með William Heinesen. Auk eigin minningabóka hefur Lager- crantz skrifað bækur (sumar þeirra birtust fyrst sem greinaflokkar í Dagens Nyheter) um Erik Axel Karlfeldt, Agnes von Krusen- stjerna, Stig Dagerman, fyrrnefnda Dantebók, Nelly Sachs, James Joyce, August Strind- berg, Joseph Conrad, Marcel Proust og Gunnar Ekelöf. Fyrsta ljóðabók Lagercrantz var Den döda fågeln (1935). Árið 1962 sendi hann frá sér Linjer, að hluta til undir áhrifum frá Dante. Linjer er endurnýjun í skáldskap Lagercrantz og nýstárlegasta ljóðabók hans. Mesta athygli vakti Lagercrantz fyrir skrif sín í Dagens Nyheter og ritstjórn- arstefnu sína sem oft var umdeild. Hann var kominn af borgaralegri fjölskyldu, faðirinn bankastjóri og móðirin af greifaættum, og sjónarmið hans oft mótuð af upprunanum. Á sjöunda áratugnum fór að bera á uppreisn sem lýsti sér í því að Lagercrantz var oft talinn til vinstri manna. Þessum tímamótum lýsir hann í bókinni Ett år på sextiotalet sem gerist á rúmu ári 1967–1968 en þar er líka skyggnst fram og aftur í tíma. Maður freistast til að halda að uppreisn Lagercrantz hafi ekki síst stafað af átökum hans sem ritstjóra við eigendur blaðsins, hina valdamiklu Bonnier-ætt sem var íhaldssöm. Stundum virðist hann til dæmis velja greinahöfunda og samstarfsmenn bein- línis í því skyni að storka eigendunum. Hann sækist eftir greinum frá fólki með sjálfstæðar skoðanir og ögrandi stíl. Eitt frægasta dæmið er grein eftir leik- ritahöfundinn Peter Weiss um Víetnam- stríðið en hún vakti heimsathygli á sínum tíma. Peter Weiss var kommúnisti að dómi eigenda blaðsins en það vill Lagercrantz ekki taka undir. Dæmi voru líka um að ritdómar um bækur rifu niður höfunda sem eigendunum voru þóknanlegir og stundum persónulegir vinir þeirra. Um þetta fjallar Lagercrantz í bókinni. Leiðaraskrif voru líka eldfim og var Lagercrantz ekki alltaf á sama máli og meðritstjóri hans, Sven- Erik Larsson. Sá síðarnefndi stóð eigendunum nær og vildi ekki koma þeim í uppnám. Mörgum blöskraði þegar Lag- ercrantz heimkominn frá Kína 1970 skrifaði mjög lofsamlega um menn- ingarbyltinguna. Það sem gerir bók Lagercrantz óvenju lifandi eru frásagnir hans af samstarfsmönnum, vinum og fjöl- skyldu. Hann segir frá ýmsum per- sónulegum högum og einkamálum á forvitnilegan hátt. Meðal þeirra sem lesandinn kynnist vel er vinur hans, Gunnar Ekelöf, á árum erfiðra veik- inda. Enn betur fær maður innsýn í heim Ekelöfs í bók Lagercrantz um hann: Jag bor i en annan värld men du bor ju i samma (1994). Frá Stokkhólmsárum mínum, 1962–63, eru mér margar greinar Lagercrantz minnisstæðar. Þær voru fyrst og fremst bókmennta- legar, enda ekki sá tími runninn upp þegar stjórnmálin virtust lita allt í Svíþjóð og flestir höfundar vinstrimenn og ákafir andstæðingar Bandaríkjanna. Ég kom nokkrum sinnum í heim- sókn á skrifstofu Olofs Lagercrantz í gamla Klarahverfinu og var ávallt vel tek- ið. Lagercrantz gaf sér tíma til að ræða við ungt skáld frá Íslandi og gaf góð ráð. Hann vildi kynna mig fyrir skáldum, einkum tveimur, Gunnari Ekelöf og Erik Lindeg- ren. Því miður fórst það fyrir, að sögn Lag- ercrantz vegna veikinda skáldanna beggja. Í eitt skipti varð ég vitni að löngu símtali á skrifstofu Lagercrantz. Vilhelm Moberg hringdi og meðal umræðuefna var hörð ádeila á Moberg í einhverju blaði. Lager- crantz spurði hvort hann ætlaði að svara og bauð liðsinni sitt. Lagercrantz virtist ekki ligja mikið á þrátt fyrir annir við ritstörfin. Hann var jafnan vel klæddur og með slaufu. Síðast hitti ég hann á Biskops Arnö löngu seinna og þá var hann sem áður forvitinn um ís- lensk efni, einkum íslenska rithöfunda. Við lát Halldórs Laxness hringdi ég í hann fyrir Morgunblaðið. Hann harmaði mjög dauða skáldsins, þessa yndislega rit- höfundar að hans mati. Hann sagðist nú vera á svipuðum aldri og vinur hans, Lax- ness, og það var eftirsjá í röddinni. Meðal þeirra sem skrifað hafa um skáld- skap Lagercrantz er Gunnar Brandell í Svensk litteratur 1900–1950. Brandell segir að með Dikter från mossan (1943) hafi orðið tímamót hjá Lagercrantz. Hann hafi snúið baki við kristindómi og heimi öryggis og lagt á háskalegri mið. Hið hefðbundna nægði honum ekki lengur. Kannski má segja að sama hafi gerst hjá ritstjóranum Lagercrantz á sjöunda ára- tugnum, fyrst með ljóðabókinni Linjer en síðan í daglegu starfi hans á blaðinu og við- horfi hans til umheimsins sem breyttist og átti sinn stóra þátt í að bylta sænsku menn- ingarlífi. Aðdáun hans á róttækum vinstrimönnum verður á köflum yfirdrifin eins og vel kemur fram í Ett år på sextiotalet. En Lagercrantz átti líka þátt í að greiða fyrir afhjúpunum gamla Sovétveldisins, m.a. með birtingu greina eftir Alexander Solsenitsín sem bár- ust leynilega til Vesturlanda. Hann varð þó fyrir vissum vonbrigðum því að grein eða réttara sagt bréf sem hann hélt að ætti að birtast fyrst í Dagens Nyheter kom daginn áður í Le Monde í Frakklandi. Til þess að leggja áherslu á orð Solsenits- íns skrifaði Lagercrantz leiðara. Ekki veit ég hvor lifir lengur, skáldið eða ritstjórinn Lagercrantz. Allt bendir þó til þess að bækur Lagercrantz um aðra rithöf- unda verði endingargóðar. Það er útilokað að slíkar bækur skrifi aðrir en góð skáld. Fræðimennska getur vissulega verið ágæt en innsæið og hugarflugið skipta alltaf miklu máli. Borgaralegur upp- reisnarmaður kveður AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is OLOF LAGERCRANTZ Mesta athygli vakti Lagercrantz fyrir skrif sín í Dagens Nyheter og ritstjórnarstefnu sína sem oft var umdeild. Hann var kominn af borgaralegri fjöl- skyldu, faðirinn bankastjóri og móðirin af greifaættum, og sjónarmið hans oft mótuð af upprunanum. SAGA Keikó er kunnflestum hér á landi,hver svo sem skoðunþeirra á umfangi stóra Keikó-málsins kann að vera. Það segir svo sitt um alþjóðlega frægð hans að þegar ,,Keikó“ og ,,Iceland“ er slegið upp á leitarsíðum á netinu koma nær fimm þús- und vefsíður í leitirnar. En hver er hann þessi frægasti háhyrningur heims? Hvað býr að baki ímyndinni? Er hann kannski heimakær og rólegur inni við beinið? Feiminn? Minni en maður hélt? Já, ef skyggnst er á bak við ímyndina kemur nokkuð óvænt í ljós: nefni- lega ekki neitt. Því hval- urinn Keikó er ekki til. Nafn Keikó skaust upp á stjörnuhimininn árið ’93 þegar hann lék titilhlut- verkið í kvikmyndinni Free Willy. Þar leikur hann há- hyrning sem á heima í skemmtigarði og vingast við ungan dreng. Drengurinn finnur leið til að koma Willy úr prísundinni út á ballarhaf og í lok myndarinnar sést Willy njóta frelsisins lang- þráða í félagsskap fjöl- skyldu og vina. Free Willy sló rækilega í gegn ásamt framhaldsmyndinni og svo þeirri þriðju, en fljótlega uppgötvuðu bandarískir uppeldisfræðingar að ungir aðdáendur Willy væru ansi hreint ruglaðir í ríminu. ,,Hvað með hvalinn sem leikur Willy?“ sögðu börnin, ,,á hann ekki ennþá heima í litlum tanki?“ Sagan af Willy var ekki sönn eftir allt saman. Hvalurinn sem fékk börnin til að tárast af gleði þegar hann sást fagna ný- fengnu frelsi í félagi við aðra frjálsa hvali var ennþá fangi. Þessu var kippt í lag hið snarasta. Leikaranum var skellt um borð í flugvél til að hann gæti raungert hlutverkið sem kom honum á kortið. Orðið að Willy. Fjöldi fólks fékk fulla vinnu við að aðstoða hann við þessi umskipti. Þjálf- arar, sjávarlíffræðingar og aðrir sérfræðingar tóku málið að sér, enda mikið í húfi og margir að fylgjast með. En viðbrögð leikarans voru önnur en þau sem bú- ist var við. Í stað þess að fagna frelsinu samstundis í stuði með öðrum hvölum, kaus hann að híma í litlu kvínni sinni, helst sem næst mannfólkinu. Þetta passaði náttúrlega engan veginn inn í söguþráðinn. Keikó átti, eins og Willy, að geysast spriklandi út á hið beljandi haf eins og kálfur að vori, í faðm félaga sinna. Nú fjór- um árum eftir að hvalurinn var fluttur hingað til lands tókst að koma honum út á rúmsjó og synti hann alla leið til Noregs. Þar leitar hann samt ekki uppi aðra hvali frekar en fyrri daginn heldur börn. Talsmenn Keikó-samtakanna lýsa áhyggjum sínum af því að norskum börnum sé leyft að leika við hann, því búið er að venja hann af samvistum við menn. Nú ,,á“ hann að leika við aðra hvali. Þannig var það í myndinni. Ég get ekki annað en staldrað við þessa yf- irgengilegu forræðishyggju sem drýpur af hverju orði og verki aðstandenda Keikó- samtakanna og annarra sem telja sig eiga tilkall til skepnunnar. Meira að segja bandarískir fjölmiðlar eru farnir að viðurkenna að eitt- hvað kaldhæðnislegt kunni að leynast í því að hvalur sé látin ganga í gegnum stranga þjálfun í mörg ár til að verða að skemmtikrafti og svo stranga þjálfun í mörg ár til að verða aftur ,,villtur“. Mér finnst vert að spyrja um tilgang þessa alls og fyrir hvern tilstandið sé. Ljóst er að það er ekki fyrir hvalinn sjálfan. Hann virðist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á því að lifa lífinu villtur og kannski ekki að undra miðað við aldur og fyrri störf. En aðstandendur hans vilja að hann lifi villtur og þennan vilja sinn yf- irfæra þeir á hann. Æv- intýrinu um ,,Keikó“ er dælt í skólabörn í Bandaríkj- unum. Þeim er sagt að sag- an af Willy sé að rætast, al- veg eins og í myndinni. Þá falla ,,Free Willy/Keiko“ samtökin undir ,,barnvæn“ góðgerðarsamtök, en San Francisco Chronicle sagði nýverið frá því að afmæl- isgjafir barna til barna séu að komast úr tísku þar um slóðir, í stað þess gefi börn andvirði afmælisgjafa til góðgerðarsamtaka – þar á meðal til ,,Free-Willy/ Keiko“ samtakanna. Kenn- arar og foreldrar vilja segja börnunum sínum að Keikó, sá sem lék Willy, sé að öðl- ast lífshamingjuna á ná- kvæmlega sama hátt og sá síðarnefndi. Þessi Keikó hafi verið í prísund en nú sé hann frjáls og þar af leið- andi glaður, alveg eins Willy varð. Frelsi er lykilhugtak í bandarískri menningu og með forsögu sinni má segja að Keikó sé orðinn hold- tekja þessa hugtaks hvort sem honum líkar betur eða verr. Og þess vegna skal hann vilja vera frjáls. Þá má velta fyrir sér hvort fleira búi að baki þessari gríðarlegu áherslu sem lögð er á mikilvægi frelsis til handa einni vol- aðri skepnu. Þessari um- ræðu er beint að börnum sem búa í landi þar sem þau fá sjaldan ef nokkurn tím- ann að leika lausum hala, þau eru undir stöðugu og sí- auknu eftirliti öllum stund- um. Þetta aukna eftirlit á svo líka við í heimi fullorð- inna og er spurning hvort ævintýrið um Willy og Keikó tengist á einhvern hátt þrá fólks, sem býr í eft- irlitssamfélagi og neyðist til að hafa stöðugt eftirlit með börnum sínum, eftir sams- konar frelsi. En raunveruleikinn fer sínar eigin leiðir og þrátt fyrir allan þann tíma, orku og peninga sem hafa farið í að reyna að raungera at- burðarás Free Willy þá tókst það ekki. Og þó að börnum í Bandaríkjunum sé sögð hin ævintýralega saga af Keikó sem öðlaðist það sama og Willy, þá er sú saga ekki sönn frekar en sagan af hinum síðarnefnda. Sá Keikó sem þau heyra sögur af er ekki til – hann er í besta falli vörumerki. Og eftir syndir snarruglaður hvalur við Noregsstrendur, hver er hann? Ég fæ ekki betur séð en að þrátt fyrir allt havaríið, þá standi flest- um alveg nákvæmlega á sama um það. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Hvalurinn sem er ekki til bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.