Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 39 Fyrstu minningar mínar eru mikið tengdar Sæmundarhlíð, sem er nú Holtsgata 10, í Reykjavík og því ynd- islega og glaða fólki sem þar bjó, en ég var aðeins 2ja ára þegar ég kynnt- ist þeim fyrst. Fyrstu árin átti ég heima hinum megin við Holtsgötuna og var stutt að hlaupa yfir til Ólafíu eða Lóu ömmu eins og ég kallaði hana – og má segja að hvar sem ég hefi átt heima í borginni, þá hefur alltaf verið stutt í Hlíðina. Í dag hefði Erna Jóna Sveinbjörns- dóttir Thompson orðið 85 ára ef henni hefði enst aldur, en hún lést í janúar árið 1999 og langar mig til að minnast hennar og Dúnu systur hennar, Guð- rúnar Sæmundínu Sveinbjörnsdóttur Borgen, en Dúna lést í apríl á þessu ári, þá 90 ára að aldri. Þær voru báðar fæddar í Sæmundarhlíð við Holts- götu í Reykjavík þar sem foreldrar þeirra bjuggu allan sinn búskap, eða 57 ár. Afi þeirra Sæmundur byggði þar hús á nítjándu öldinni. Það var sannkallað stórfjölskylduhús þar sem afi og amma, pabbi og mamma ásamt börnum, fósturbörnum og ýmsum skyldmennum bjuggu í sátt og sam- lyndi þrátt fyrir mikil þrengsli. Foreldrar þeirra systra voru Jón Sveinbjörn Sæmundsson úr Sæ- mundarhlíð og Ólafía (Lóa) Jónsdótt- ir. Hann var lengi leiðsögumaður á sumrin, mest með dönskum landmæl- ingamönnum, sem hér voru snemma á síðustu öld. Ég man eftir hesthús- inu í Sæmundarhlíð. Þá fóru mæling- armennirnir um landið á hestum. Þegar hestarnir voru í húsi safnaði móðir mín rúgbrauðsafgöngum handa þeim og fannst okkur systk- inunum gaman að fara með þá og gefa hestunum. Ég var að vísu skíthrædd við hestana, en bræður mínir hvergi bangnir. Ólafía var ættuð úr Breiðholti sem þá var fyrir ofan Reykjavík og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hún var saumakona og saumaði íslensku þjóðbúningana, peysuföt og upphlut af mikilli snilld. Einnig kenndi hún mörgum konum þessa list sína. Þar að auki var hún einstaklega hjálpleg með að aðstoða konur við hverslags saumaskap er þær leituðu til hennar. Systkinin í Hlíðinni voru Sigríður, gift Ágústi Böðvarssyni, Björg sem bjó alla tíð með foreldrum sínum og Bjarni Valur, slökkviliðsmaður til margra ára, giftur Bergljótu Sigurð- ardóttur auk þeirra Ernu og Dúnu. Einnig áttu þau einn hálfbróður sam- feðra, Axel Sveinbjörnsson, sem var alinn upp á Akranesi og bjó þar og starfaði alla ævi. Nú eru þau öll látin en eftir sitja góðar og ljúfar minn- ingar. Ég var bara barn að aldri þegar Dúna giftist, en man samt vel eftir henni frá þeim tíma. Man sérstaklega eftir því hvað mér fannst hún falleg og svo var hún svo ljúf. Dúna giftist dönskum rakara, August Borgen, sem hér starfaði um skeið og fluttist með honum til Kaupmannahafnar ár- ið 1934 og bjó þar alla tíð síðan. Aug- ust lést árið 1977. Hún kom í heim- sókn stuttu fyrir stríð en í þá daga var mikið mál að komast á milli landa. Eftir að stríðinu lauk komu þau nokkrum sinnum og hún æði oft eftir að hann lést. Síðast kom hún til lands- ins árið 1994 á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Hún var úti öll stríðsárin og var ævi hennar ekki dans á rósum þá. August hélt áfram iðn sinni fyrst eftir ✝ Jóna Erna Svein-björnsdóttir Thompson fæddist í Sæmundarhlíð í Reykjavík, 8. sept- ember 1917. Hún lést í Bandaríkjunum 27. janúar 1999. Guðrún Sæmundína Svein- björnsdóttur Borgen fæddist í Sæmundar- hlíð í Reykjavík 17. janúar 1912. Hún andaðist á elliheimili í Hellerup í Dan- mörku 7. apríl síðast- liðinn. að þau fluttu út. Vegna veikinda í baki varð hann að láta af henni og starfaði eftir það hjá stórfyrirtækinu Laurids Knudsen og var síðast móttökustjóri. Hann var einstakt snyrtimenni og það er mér minnisstætt þegar hann var að pússa gylltu, fallegu hnappana á einkennisbúningi sínum, eða hvern- ig hann pússaði skóna sína. Mjög gott samband var við fjölskyldu August, móður og systur sem bjuggu skammt frá. Systir hans, Kalla og hennar maður umvöfðu Dúnu og voru henni eins og bestu systkin. Dúna bjó í Kaupmannahöfn til ævi- loka. Hún tók þátt í samkomum Ís- lendingafélagsins í Höfn og hjálpaði þar mikið til. Einnig heimsótti hún og aðstoðaði íslenska sjúklinga sem þurftu að dvelja á sjúkrahúsum í Höfn, eins og reyndar fleiri íslenskar konur gerðu. Ég var í tvígang í heim- sókn hjá henni, bæði áður en August lést og svo seinna. Heimili þeirra var hlýlegt og fallegt og auðfundið að sömu góðu andarnir og í Sæmund- arhlíð ríktu þar. Hún var afar gestris- in og vildi allt gera til að gera heim- sóknina bæði skemmtilega og fróðlega. Við fórum á fallegu dönsku söfnin, í kirkjur og konungshallir sem stóð til boða að skoða, garðana – auk þess að skoða borgina sem henni þótti svo vænt um. Það var eins með Ernu, systur Dúnu, að hún var órjúfanlegur hluti æsku minnar. Hún og frænka hennar og jafnaldra, Margrét Jónsdóttir réðu sig sem barnapíur hjá foreldrum okkar og pössuðu okkur systkinin þrjú. Þess vegna er hún ofarlega í minningu æskuáranna. Þetta var stuttu eftir að fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur. Þær voru með okkur dinglandi með sér daginn út og dag- inn inn. Einnig aðstoðaði Erna mömmu með okkur að einhverju leyti á veturna meðan við vorum lítil. Hún var mikill KR-ingur, æfði leikfimi með þeim og tók einnig þátt í leiksýn- ingum eins og t.d. í Skuggasveini sem mér er í barnsminni að hafa séð í KR- húsinu (Bárunni). Hún tók mig með sér í leikfimi og fékk ég að vera með þó lítil væri, en því miður tókst henni ekki að smita mig af leikfimibakter- íunni. Það var gaman að hlusta á hana rifja upp þessa tíma seinna á ævinni og var oft hlegið dátt. Erna fór til Danmerkur stuttu fyr- ir stríð og vann þar við hanskasaum en náði að komast heim með síðustu ferð Gullfoss áður en allt lokaðist við meginlandið. Hún vann mikið við sauma, hannaði og saumaði fallega kjóla og ýmislegt fleira. Það lék allt í höndum hennar eins og mömmu hennar. Hún var afar hæfileikarík, en því miður var það með hana eins og fleiri Íslendinga á hennar aldri að tækifærin og fjármuni til náms skorti. Leið Ernu lá hins vegar vestur um haf. Fyrri maður Ernu var Haraldur Sigurðsson. Þau skildu. Þau áttu eina dóttur, Hrafnhildi sem flutti með móður sinni til Bandaríkjanna og er gift Bandaríkjamanni, Fred Heym- ann. Þau eiga tvö börn, Teresu Ólafíu (Lóu) og Fred (Skip). Hún fluttist til Ameríku árið 1947 og giftist þar, Edwin Stuart Thomp- son, sem kallaður var Tommy og bjuggu þau í New Jersey allan sinn búskap. Tommy lést árið 1971. Þau áttu einn son, Jón Stuart Thompson, giftur Susan og eru synir þeirra tveir, Andrew og Nicholas. Afkomendur Ernu búa allir í Bandaríkjunum. Erna átti afar glæsilegt heimili með fallegum íslenskum málverkum m.a. og fékk ég einu sinni tækifæri til að heimsækja hana til Ameríku ásamt manninum mínum. Þá var Tommy látinn. Það var mjög gott og gaman að vera með henni og vildi hún allt fyrir okkur gera sem hún mögu- lega gat. Munum við ætið minnast þess tíma með þakklæti. Eftir að hún flutti til Ameríku keypti hún sér íbúð á Vesturvallagötu 1 og bjó þar þegar hún kom í heim- sókn, en Tommy kom nokkrum sinn- um með henni og einnig börn hennar og barnabörn. Tommy var yndislegur maður, góðlyndur og glaður og hinn mesti höfðingi. Harmaði hún hann mjög er hann lést langt um aldur fram. Eftir að íbúðin við Vesturvallagötu og Sæmundarhlíðin voru seld, kom Erna nokkrum sinnum til landsins, en þá höfðu hún og Gísli Halldórsson arkitekt endurnýjað vináttu sína frá KR-árunum. Þau áttu mjög góð ár saman, bæði hér heima og í Ameríku og nutu lífsins eins og best var á kos- ið. Nú er allt þetta góða fólk úr Sæ- mundarhlíðinni horfið af sjónarsvið- inu, og vil ég þakka þeim öllum samfylgdina en minningar um þau munu hlýja mér um hjartarætur það sem eftir er – eins og hingað til. Ég bið Himnaföðurinn að ganga ætíð með þeim. Ásta Kristjánsdóttir. ERNA OG GUÐRÚN SVEINBJÖRNSDÆTUR Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar                                  ! " #$ %&' " ($ )$*! "+ &$* ($ ,-! ."(! * ""! ! " #$ + &$* ($ )!'$ + )-& * ""! &$*! &$* ($ -/0 + $&$*!* ""! 1!$1/!$ (& 1!$1!$1!$+                               !     "#" $    %  &    '      (  !"" #$%&'( & )''(%  (* % !+'& )''(% )"&! )+&&$  #$%&'( ,!+'&&$   ) ! )+&&$  *% * % !$ !*% *% *% ,                                   !!         ! !  " !  #    !       $    # !         % !         %  % !  $&' '(                      !"                     !     "     #  "  $%      #$%# &'(")"'*++ ,"$ )"'*++ )"- #$#"". ($.# )"'*++ /# -/%"".  #)"'*++  ' - /%"". $$.#$$$-                                       ! "# $%& '() ( *( +% % ,  ,,-(+,  (.(*+  (,"(,&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.