Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ STENDUR yfir loka-sprettur viðræðna umaðild Póllands og sjöannarra Mið- og Aust-ur-Evrópuríkja auk Miðjarðarhafseyríkjanna Möltu og Kýpur að Evrópusambandinu (ESB). Við lok danska ESB-for- mennskutímabilsins í desember nk. er að því stefnt að ganga frá aðild- arsamningum við þessi tíu ríki, með það fyrir augum að gera þeim kleift að verða fullgildir aðilar að sam- bandinu í ársbyrjun 2004. Pólland, með tæplega 39 milljónir íbúa, er langfjölmennasta landið af þessum tíu. Það er reyndar fjöl- mennara en öll hin níu ríkin til sam- ans. En það er fátækt. Áður en lengra er haldið er rétt að tína til nokkrar lykiltölur í þessu sambandi. Þjóðarframleiðsla Póllands, mæld í evrum, er um 2% af þjóðarfram- leiðslu ESB-landanna 15 og þjóðar- tekjur á mann (í evrum) eru um 20% af meðaltali ESB. Þjóðartekjur á mann reiknaðar eftir kaupmáttar- stuðli (PPS) eru í Póllandi um 39% af meðaltali ESB. Meðallaun í landinu (mæld í evrum) eru aðeins brot af því sem gengur og gerist vestar í álfunni og launamunur innanlands er líka mjög mikill, einkum og sér í lagi milli stærstu borganna og sveita. Vægi landbúnaðar er enn mikið í landinu. Hátt í fimmtungur vinnu- aflsins telst hafa viðurværi sitt af landbúnaði, þótt greinin skili innan við 4% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt útreikningum hagfræð- inga mun það taka áratugi að ná þjóðartekjum á mann í Póllandi upp í ¾ af meðalþjóðartekjum á mann í núverandi ESB-löndum. Sé miðað við þær bjartsýnu forsendur að hag- vöxtur í Póllandi verði að jafnaði um 3% meiri en í ESB (5,5% þar en 2,5% í ESB-löndunum 15) tæki það 25 ár að ná þessu marki. Hve bjartsýnar þessar forsendur eru sést gleggst á því, að hagvöxtur í Póllandi var á síð- asta ári 1,3% og verður á þessu ári væntanlega í kring um 1,7%. Sveifl- urnar hafa verið miklar. Árið 2000 var hann –2% en +7% árið þar á undan. Þessar tölur breyta því þó ekki, að landið er mikilvægur markaður ekki sízt fyrir vörur frá Vestur-Evrópu. Pólverjar hafa á síðustu 10 árum keypt vörur frá Evrópusambands- löndum fyrir um 60 milljarða evra (yfir 5.000 milljarða króna) hærri upphæð en þeir hafa flutt út til sömu landa. Pólland hefur á þessu tímabili reynzt stærri markaður fyrir vörur frá ESB en Rússland. Pólitískt vægi landsins er enda allmikið, þrátt fyrir hinn efnahagslega vanmátt. Óhætt er að fullyrða, að það verður engin stækkun ESB án Póllands. Stærð þess, landfræðileg lega, saga lands- ins og tengsl við önnur Evrópulönd leggst allt á eitt um að útiloka að framhjá því verði gengið í fyrstu lotu stækkunar Evrópusambandsins til austurs. Framfarir krefjast fórna Pólland gegndi mikilvægu hlut- verki í að binda enda á alræðisskeið kommúnismans í Mið- og Austur- Evrópu fyrir rúmum áratug og þótt umbótaþróuninni í landinu frá mið- stýrðum ríkissósíalisma til opins markaðshagkerfis og lýðræðis sé ekki lokið – og gangi að nokkru leyti hægar en í sumum hinna fyrrverandi austantjaldslandanna – hafa fram- farirnar verið miklar á þessum ára- tug; framfarir sem hafa krafizt um- talsverðra fórna af hálfu margra Pólverja. Endurskipulagning at- vinnulífsins hefur til að mynda leitt til mikils atvinnuleysis í vissum at- vinnugreinum og í vissum landshlut- um. Atvinnuleysi í Póllandi hefur á þessu ári mælzt á bilinu 17-18%; þetta hlutfall er mun hærra á þeim svæðum þar sem ástandið er alvar- legast. Pólverjar hafa þó almennt sýnt því skilning að umskiptin úr fátæktar- gildru hins kommúníska áætlanabú- skapar yfir í skilvirkt markaðshag- kerfi fást ekki átakalaust. Hefur þar eflaust haft sitt að segja hve mikinn þátt verkalýðsfélög áttu í að axla pólitíska ábyrgð á þessu umbylting- arferli. Til allrar hamingju eru líka já- kvæð teikn greinanleg í efna- hagsþróuninni. Á tímabilinu 1996- 2000 var hagvöxtur 4,9% að meðal- tali, tekizt hefur að koma böndum á verðbólguna og gengi pólska zlotýs- ins hefur styrkzt. Um þetta segir Danuta Hübner, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands, ábyrg fyrir Evrópumálum, sem jafn- framt er formaður ESB-aðlögunar- nefndar pólsku stjórnarinnar: „Það er lykilatriði að efla efnahagslífið. Kreppan í Vestur-Evrópu hefur því miður einnig dregið úr hagvexti í Póllandi og atvinnuleysi hefur au- kizt. Aftur á móti hefur verðbólga minnkað.“ Hún segir fókus efna- hagsstefnu stjórnarinnar beinast að vinnumarkaðnum. „Við einbeitum okkur að því að skapa aðstæður fyrir fjölgun nýrra starfa, að auðvelda mönnum að stofna ný fyrirtæki o.s.frv.“ Segir hún stjórnina binda vonir við að með inngöngunni í ESB takist að efla þessa þróun enn frek- ar. Vandamálin margvísleg Vandamál sem hægt er að benda á að við Póllandi blasi við inngönguna í ESB eru margvísleg, og skulu hér nokkur nefnd: Nútímavæðing og endurskipu- lagning landbúnaðar og annarra þátta atvinnulífs þjóðarinnar (s.s. kola-, stál- og efnaiðnaðar), byggða- þróun, umhverfismál, endurnýjun innviða á borð við vegakerfi, járn- brautir o.þ.h. Framfarir í öllum þess- um málaflokkum kosta mikið fé og því vonir bundnar við að sjóðir ESB verði hér að liði. Og nefna verður frjálsa flutninga vinnuafls, eitt lykilatriða „fjórfrels- isins“ á innri markaði Evrópu (frjáls- ir flutningar vöru, vinnuafls, fjár- magns og þjónustu). Þar sem tæpast verður hjá því komizt að hin nauð- synlega uppstokkun og nútímavæð- ing pólsks atvinnulífs muni leiða til enn aukins atvinnuleysis, má reikna með því að margir Pólverjar muni vilja freista gæfunnar í hinum ríkari hluta álfunnar. Ýmsar rannsókna- stofnanir á sviði efnahags- og vinnu- markaðsmála hafa reynt að spá fyrir um hve margir Pólverjar (og Tékk- ar, Ungverjar o.s.frv.) myndu í raun nýta sér frelsið til að leita sér vinnu í vestri. Rokka þær tölur á bilinu frá um 150.000 til yfir 500.000 á ári. Alls reikna þessar stofnanir með því að heildarfjöldi fólks sem muni flytja frá Mið- og Austur-Evrópuríkjunum til eldri aðildarríkjanna nemi á bilinu þremur til fimm milljónum fram til ársins 2020, eða á bilinu 4-7% af íbú- um þessara væntanlegu nýju aðild- arríkja. Að frumkvæði næstu ESB-grann- ríkja mið- og austur-evrópsku um- sóknarríkjanna, Þýzkalands og Austurríkis, hefur enda verið samið um að aðildarríki ESB geti frestað því í allt að 7 ár að opna fyrir frjálsa flutninga vinnuafls frá nýju aðildar- ríkjunum í austri, í því skyni að vernda vinnumarkað viðkomandi lands fyrir ásókn fólks úr austri sem tilbúið er að vinna fyrir lægra kaup en heimamenn. Við þessa upptalningu á helztu vandamálunum við aðildarundirbún- ing Póllands verður líka að nefna, að það mun vart hjá því komizt að þess- ar róttæku umbreytingar muni leiða til áframhaldandi pólitísks óstöðug- leika. Stjórnmálakerfið í landinu hef- ur ekki enn náð jafnvægi – miklar sveiflur eru í fylgi flokka og stjórnar- og ráðherraskipti tíð. Spilling er vandamál, einkum á lægri stigum stjórnkerfisins. Umbætur í stjórn- sýslunni og dómskerfinu ganga hægt og hafa þessi atriði ítrekað verið gagnrýnd í matsskýrslum ESB á að- ildarundirbúningi Pólverja. Lengst af hafa Pólverjar flestir þó litið Evrópusambandið mjög já- kvæðum augum og þrýst á um að landið fái aðild að því sem allra fyrst. Gengur misjafnlega að læra leikreglur ESB Pólland – hið lang- fjölmennasta tilvonandi nýrra aðildarríkja ESB – á við ýmis sértæk vandamál að stríða í að- ildarundirbúningi sín- um. Auðunn Arnórsson skrifar um þau í öðrum hluta greinaflokks um stækkun ESB til austurs. Hann ferðaðist um þetta stóra Evrópuland og komst m.a. að því hve landbúnaðarþáttur aðild- arviðræðnanna vegur þungt í huga Pólverja.    Morgunblaðið/Auðunn Höll menningarinnarAuglýsing fyrir hina umdeildu útvarpsstöð Radio Maria trónir hér fyrir framan „Höll menning- arinnar“ í miðborg Varsjár, sem var byggð sem gjöf Jósefs Stalíns Sovétleiðtoga til pólsku þjóðarinnar og var ein fyrsta byggingin sem reis upp úr rústum pólsku höfuðborgarinnar eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldar. Tæplega 39 milljónir Pólverja bætast brátt í raðir borgara Evrópusambandsins og EES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.