Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ H LYNUR telur myndlist eiga að vera pólitíska; eigi að vekja umræðu, og óhætt er að segja að honum hafi tekist það með verki sem sýnt var í smábæn- um Marfa í Texas, heimaríki George W. Bush Bandaríkjaforseta, á dögunum. Hlynur er 33 ára, fæddur og uppalinn á Ak- ureyri. Hann varð stúdent frá MA 1988, stund- aði síðan nám við Myndlistarskólann á Akur- eyri, Myndlista- og handíðaskólann og lauk mastersnámi í Hannover í Þýskalandi 1997. Þau Kristín Þóra Kjartansdóttir, eiginkona hans, hafa verið búsett í nokkur ár í Hannover þar sem hún er nú í doktorsnámi en eru flutt heim, þótt þau séu „með annan fótinn í Hann- over“. Viðbrögðin urðu ákaflega sterk, svo ekki sé meira sagt, við sýningu Hlyns í Marfa. Svo fór nefnilega að sýningunni var lokað vegna utanað- komandi þrýstings. Hún var reyndar opnuð aft- ur nokkrum dögum síðar – þegar Hlynur hafði breytt listaverkinu. Verkið er næsta óvenjulegt; fjórar setningar skrifaðar á vegg, bæði á ensku og spænsku. Fyrsta setningin var þessi: Ísrael, Bandaríkin og Bretland eru hin raun- verulegu möndulveldi hins illa Síðan kom þessi: Ariel Sharon er mesti hryðjuverkamaðurinn Þá kom: George W. Bush er fábjáni Og loks: Og Ísland er aðal bananalýðveldið Hlynur var gestalistamaður hjá Chinati- stofnuninni sem mínimalistinn Donald Judd stofnaði á sínum tíma í þessum 2.500 manna bæ, úr alfaraleið úti í eyðimörkinni. Judd tók sig til á sjötta áratug síðustu aldar og keypti mörg hús í bænum, og nú er staðurinn þekktur fyrir um- rætt listasafn. Talið er að þangað komi um 10.000 ferðamenn á ári. „Fólk gerir sér sérstaka ferð frá New York og Los Angeles, Houston auðvitað og meira að segja frá Evrópu, til að skoða safnið,“ segir Hlynur í samtali við Morg- unblaðið á föstudaginn, nýkominn heim til Ak- ureyrar. Átta gestalistamenn komast að hjá safninu árlega, Hlynur var einn þeirra og þau Lóa, fimm ára dóttir hans, brugðu undir sig betri fætinum og dvöldu ytra í mánaðartíma. Hlynur setti fyrst upp sýningu á verkum 48 listamanna sem hann safnaði saman en þar var ekki að finna hans verk. „Ég geri þetta oft. Hluti af mörgum mínum verkum er að setja upp sýn- ingu með öðrum. Og verkin mín snúast oft um einhvers konar tengsl við fólk og samskipti.“ Í Noregi tók hann einhverju sinni viðtöl við fólk á listasafni sem send voru beint út í safninu, listamaðurinn talaði reyndar íslensku allan tím- ann þanng að viðmælendur, m.a. norskir og breskir, skildu ekki orð af því sem hann sagði. „Og í Hannover setti ég einu sinni upp heitan pott á gangstétt og bauð fólki að fara í bað; þessi klisja að Íslendingar sitji alltaf saman í heitum potti og tali saman um þjóðmálin og veðrið.“ Er þetta myndlist? Verkið sem vakti hin hörðu viðbrögð í Texas var skrifað með úðabrúsa á vegg sem vissi út að fjölfarinni umferðargötu í bænum, og sást inn af götunni gegnum stóra glugga. Blaðamaður leyfir sér að spyrja Hlyn: Þegar þú gerir verk eins og þetta, ertu ekki gjarnan spurður að því hvort þetta sé virkilega mynd- list? „Jú, mjög oft. Og það er nánast sama hvað maður gerir, alltaf eru einhverjir sem spyrja að þessu.“ Hann segir langa hefð fyrir því að textar séu myndlist. „Þegar fólk spyr mig að þessu byrja ég alltaf á því að segja: Manzoni kúkaði í krukku og þá var spurt: Er þetta myndlist? Fólk spurði þess- arar spurningar líka þegar Picasso gerði mynd af kærustunni sinni og líka þegar abstraktmál- verkið kom fram, þannig að mat okkar á mynd- list hefur alltaf verið að breytast.“ Hlynur segir reiði fólks oft brjótast út gegn nútímamyndlist. „Það er nokkuð sem allir geta haft skoðun á, sagt að þetta sé fyrir neðan allar hellur.“ Listin þarf að vekja umræður, segir hann; á að vera pólitísk. „Ég held að myndlist hafi alltaf verið það; hafi alltaf tengst stjórnmálaumræðunni. Og mín skoðun er sú að myndlist eigi alls ekki að loka sig af inni í listasafni; að myndlist sé bara um myndlist, og ég held að hún hafi tengst mikið inn í daglega umræðu síðustu ár. Einu sinni var sagt: Myndlistin út til fólksins og risaskúlptúrar voru settir út um allt. Tilgang- ur minn er ekki að þröngva myndlist upp á al- menning heldur finnst mér tilgangur myndlistar að víkka sjónarhorn okkar þannig að við sjáum hlutina í öðru ljósi.“ Þú hefur ekki velt því fyrir þér að snúa þér að „venjulegri“ pólitík? „Jú, jú ég hef oft pælt í því, en ég er myndlist- armaður. Held að það sé miklu betra, en það getur vel verið að ég geti haft einhver pólitísk áhrif sem slíkur. Ég hef mínar pólitísku skoð- anir og ligg yfirleitt ekki á þeim.“ Er kannski einhver pólitískur angi í öllum þínum verkum? „Líklega er einhver þjóðfélagsgagnrýni eða einhver angi af pólitík í þeim mörgum og miklu sýnilegri í sumum en öðrum. Mér finnst pólitísk myndlist mjög áhugaverð. Margir sögðu í Marfa: Þetta er pólitískur áróður, er þetta myndlist? Hluti af verkinu eru viðbrögðin og umræðan og auðvitað gerði ég svona stuðandi texta til að fá viðbrögð. Verkinu lýkur ekki þegar ég er bú- inn að úða textann upp á vegg heldur er mein- ingin að koma af stað umræðu.“ En viðbrögðin urðu ívið hressilegri en þú gerðir ráð fyrir, ekki satt? „Jú, og allt öðru vísi. Þetta eru hörðustu við- brögð sem ég hef fengið; sýningu minni hefur aldrei áður verið lokað. Maður veit aldrei hver viðbrögðin verða og á opnuninni hélt ég að þetta væri fullkomlega misheppnað, vegna þess að það kom enginn til mín og var reiður. Á opn- uninni voru 30–40 manns; sumir sögðu ekki neitt eins og alltaf er, en aðrir sögðu: Frábært verk! Einmitt það sem við þurftum að fá að lesa. Ég bjóst við því að fólk kæmi á opnunina og yrði mjög reitt við mig og þá gæti ég útskýrt hlutina og talað við það, en hins vegar varð ég var við það að mjög margir keyrðu framhjá og stoppuðu, komu svo aftur með fleiri í bílnum og lásu textann í gegnum rúðurnar.“ Sýningunni lokað — verkið „leiðrétt“ Sýningin var opnuð á föstudagskvöldi og á mánudagskvöldi kom sýningarstjórinn, Mar- ienne Stockenbrand, heim úr helgarfríi í Houst- on. „Hún sagði varla halló við mig; kom bara og sagðist vilja fá leyfi hjá mér til þess að loka gluggunum. Hafði þá verið í símanum alla helgina því látlaust var hringt í hana vegna sýn- ingarinnar. Ég sagðist mjög vonsvikinn að hún skyldi spyrja mig að þessu yfirleitt og spurði hvort við ættum ekki að tala um verkið fyrst. En hún sagði nei; vildi fá leyfi til þess að loka glugg- unum strax.“ Þegar Hlynur sagðist vilja fá að sofa á hug- myndinni, áður en hann tæki ákvörðun, sagði sýningarstjórinn: „Nei, núna.“ Stockenbrand sagði Hlyn hafa skaðað stofn- unina mikið og hún vildi koma í veg fyrir frekari skaða með því að loka gluggunum. „Ég svaraði að ef hún liti þannig á málið skyldi hún bara gera það sem hún vildi. En hún sagðist ekki líta þannig á það heldur væri þetta staðreynd! Svo náði hún bara í papp- írsrúllu í skottið á bílnum sínum og límdi fyrir gluggana. Og ég horfði agndofa á!“ segir Hlyn- ur. Og hlær að þessu nú. „Hún baðst reyndar afsökunar á þessari framkomu sinni daginn eftir, sagðist hafa verið búin að keyra í 12 tíma í hitanum og búin að fá nóg af þessu; hefði verið pirruð. Sagði að við yrð- um að finna einhverja lausn, því hún treysti sér annars ekki til að taka pappírinn aftur af.“ Hlynur kom með tvær breytingartillögur; annaðhvort úðaði hann orðið ekki með rauðum stöfum inn í hverja setningu eða málaði yfir textann og skrifaði aðrar setningar, hina hlið málanna, með rauðum stöfum. Síðari hugmyndin varð ofan á og sýningin var opnuð á ný á fimmtudegi. „Leiðrétt“ var listaverk Hlyns svona: Norður-Kórea, Írak og Íran eru möndulveldi hins illa Osama Bin Laden er mesti hryðjuverkamað- urinn George W. Bush er góður leiðtogi og Ísland er ekki bananalýðveldi Þetta var það sem fólkið vildi lesa, eins og hann segir. Hlynur segir að þótt margir hafi orðið reiðir hafi einnig margir stutt hann. En skyldi fólk hafa undrast að hann var neyddur til að breyta verkinu? „Já, og ég var oft stoppaður í bænum á eftir af fólki sem var miður sín út af því.“ Bandaríkin eru það land í heiminum þar sem mest er predikað um tjáningarfrelsi, en Hlynur segir landsmenn e.t.v. viðkvæma fyrir því, innst inni, hvernig frelsið er notað. „Þetta er sérstak- lega skrýtið vegna þess að í myndlistinni er yf- irleitt meira frelsi en í daglegu lífi. En auðvitað vissu allir að það væru einhver takmörk á tján- ingarfrelsinu þótt annað standi í stjórnar- skránni þeirra og eins og sagt var við mig er allt- af einhver hópur Bandaríkjamanna sem væri alveg til í að sleppa þessu með tjáningarfrelsið úr stjórnarskránni! En ég held einmitt að á þessum síðustu tímum sé mjög mikilvægt að halda tjáningarfrelsinu á loft. Ein af skelfilegum afleiðingum hryðjuverk- anna fyrir ári er skerðing á mannréttindum víða í heiminum.“ Vikublað sem gefið er út í Marfa fjallaði heil- mikið um sýninguna og birti mörg lesendabréf, þar sem flestir hneyksluðust á sýningu Hlyns, þar á meðal bæjarstjórinn. „Reiði fólks beindist því miður að listasafninu, en ekki mér; fólk reiddist því að safnið skyldi leyfa mér að sýna þetta. Þrátt fyrir yfirlýsingu frá safninu að það þurfi ekki að vera á sömu skoðun og fram komi í listaverkinu. Og þetta eru ekki endilega mínar skoðanir heldur tilvitnanir í veggjakrot sem ég hef séð eða fullyrðingar sem settar hafa verið fram.“ Setningin um að Ísland sé aðalbananalýðveldið er frá Kolbrúnu Hall- dórsdóttur alþingismanni komin; birtist í New York Times þegar fjallað var um fyrirhugaðar framkvæmdir á hálendi Íslands vegna væntan- legra virkjunarframkvæmda. En hvað skyldi hafa sært fólk vestanhafs mest; að sjá þessar setningar svart á hvítu á vegg eða skiptir það máli að hér er um að ræða útlending sem „ræðst“ með þessum hætti inn í samfélagið? „Já, það skipti máli að ég er útlendingur. Margir sögðu: Við gagnrýnum okkar forseta en þú ert bara gestur hér og átt ekki að gera það. Ég myndi aldrei koma til Íslands eða Þýska- lands og gagnrýna ráðamenn þar, sem er auðvit- að algjört bull. Þetta gerir fólk, enda er það sjálfsagt. Það er nauðsynlegt að gagnrýna og gott fyrir lýðræðið.“ Ert þú listamaðurinn? Hlynur tók það til bragðs að fara út á meðal fólksins og ræða við það um listaverk sitt. „Í næsta skipti sem við Lóa fengum okkur mjólkurhristing á Dairy Queen heyrði ég að sex menn á næsta borði voru að tala um þetta verk. Ég labbaði bara til þeirra og sagði halló, ég er myndlistarmaðurinn. Má ég fá mér sæti hjá ykkur?“ Hvernig brugðust þeir við? „Ert þú myndlistarmaðurinn? spurði einn. Ég hélt það væri einhver arabískur terroristi sem hefði skrifað þetta. Næsti spurði hvort ég væri með gilda vegabréfsáritun. Síðan var þetta allt á góðum nótum og mjög áhugavert að heyra þeirra sjónarhorn á þessa hluti. Tveir fóru að vísu frá borðinu án þess að kveðja en voru svo sem ekkert vondir.“ Hvað særði fólk mest? „Bara allt held ég. Ég hef einmitt verið spurð- ur að þessu áður og hélt að rosalegasta setn- ingin væri sú að möndulveldi hins illa væru Bandaríkin, Bretland og Ísrael. En svo var það dálítið fyndið að helgina eftir er mynd á forsíðu New York Times frá mótmælum í Suður-Afríku vegna ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og þar sér maður, að vísu mjög lítið, á einum borða áletr- unina: Möndulveldi hins illa Bandaríkin, Bret- land, Ísrael. Ég hugsaði með mér að þetta væri ótrúleg til- viljun, en svo er í raun ekki, vegna þess að í hverri einustu mótmælagöngu er einn svona borði. Margir í Bandaríkjunum virðast hins veg- ar annaðhvort loka augunum fyrir því eða vita það bara ekki.“ Myndlistin er pólitísk Eru Ísrael, Bandaríkin og Bretland hin raunverulegu öxulveldi hins illa? Bush Bandaríkjaforseti fábjáni? Skapti Hallgrímsson ræðir við Hlyn Hallsson myndlistarmann sem vakti mikla reiði heimamanna í smábæ í Texasríki í Bandaríkjunum með lista- verki þar sem umræddar setningar var að finna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlynur Hallsson nýkominn heim til Akureyrar í rólegheitin: „Ég bjóst við því að fólk kæmi á opnun [sýningarinnar í Marfa] og yrði mjög reitt við mig og þá gæti ég útskýrt hlutina og talað við það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.