Morgunblaðið - 08.09.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 08.09.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 25 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 IÐNAÐARBORGIN Manchester varð á níunda og tíunda áratugnum sú niðurnídda og atvinnulausa vagga sem fæddi af sér merkar þreifingar í rokktónlistarsögunni, breska nýbylgj- an átti þar mikilvægar rætur og á tí- unda áratungum fæddist þar „reif“- menningin. Í nýjustu mynd sinni, 24 Hour Party Peope setja þeir Michael Winterbottom og Frank Cottrell Boyce upp gleraugu sagnfræðingsins og fjalla um þetta fremur nýliðna tímabil í menningarsögunni. Fáum væri líklega jafnvel treystandi til verksins og Winterbottom, sem á að baki snilldarverk á borð við Jude, og hefur sýnt með myndum á borð við Welcome to Sarajevo að hann er op- inn fyrir margs konar nálgunum við söguefnið til að ná fram réttum áhrif- um. Hér sækir leikstjórinn í leikna heimildarmyndaformið, og notar það á afar frjálslegan hátt. Hann er með- vitaður um að „Sagan“ getur aldrei orðið annað en frásögn, og þegar sú hindrun er að baki, lætur hann ekkert stöðva sig í að draga magnaða mynd af hljómsveitunum, persónunum sem við sögu komu og umhverfinu sem mótaði þær, með hjálp sterkra leikara og óbilandi tilfinningu fyrir viðfangs- efninu. Miðpuntkur sögunnar er sjónvarps- maðurinn Tony Wilson sem hér er túlkaður á ógleymanlegan hátt af Steve Coogan. Tony Wilson starfaði um ára- bil hjá hinni sjoppulegu sjónvarpsstöð Granada, og gerði sér snemma grein fyrir mikilvægi þeirrar sköpunarmiðju sem var að verða til í breska rokkinu og þá ekki síst í Manchester. Í félagi við tvo vini sína stofnaði hann útgáfufyrir- tækið Factory Records, jafnframt því að reka hljómleikastað með sama nafni. Á þeim vettvangi kom hin goðsagna- kennda nýbylgjusveit Joy Division fram og skapaði sína tónlist, allt þar til að söngvarinn Ian Curtis fyrirfór sér árið 1980. Síðar kom Tony ásamt fleir- um á fót skemmtistaðnum Hacienda, sem varð heitasta „reif“ vöruskemma í heimi, og á sama tíma hafði Factory Records hljómsveitirnar Happy Mon- days og New Order á sínum snærum. Í myndinni gegnir Tony hlutverki nokkurs konar sögumanns, og sjón- varpsþular og leiðir hann áhorfendur í gegnum þá „heimssögulegu við- burði“ (eins og hann kallar þá) sem eru að eiga sér stað. Leiðsögn þul- arins er misjafnlega markviss, enda er Tony veikur á svellinu þegar að áfengi og óhóflegri sjálfselsku kemur. En um leið er Tony heillandi og snjöll sögumiðja sem varpar skáldlegu ljósi á tíðarandann og hræringarnar sem hann sjálfur er hluti af. Rödd hans er oft fjarverandi þegar stærstu „Sögu“- persónurnar koma fram. Ian Curtis og Joy Division stíga ókynntir á svið, kynna sig sjálfir með tónlistinni. Áhorfandinn er hins vegar búinn snemma undir innkomu Shaun Ryd- ers úr Happy Mondays, „skáldskap- arlegs jafningja Yeats“ að mati sögu- manns. Þeir sem þekkja til tón- listarinnar sem fjallað er um í 24 Hour Party People eiga nostalgíska upplifun í vændum, en aðrir munu örugglega njóta einstakrar leiðsagn- ar „Tony Wilsons“ um þessa nýliðnu sögu Manchesterborgar. Suðupottur sögunnarKVIKMYNDIRHáskólabíó Leikstjórn: Michael Winterbottom. Hand- rit: Frank Cottrell Boyce. Aðalhlutverk: Steve Coogan, Shirley Henderson, Sean Harris, Danny Cunningham og Andy Serkis. Sýning- artími: 115 mín. Bretland, Frakkland, Holland, 2002. 24 HOUR PARTY PEOPLE / SÓLARHRINGSDJAMMLIÐIÐ Heiða Jóhannsdóttir Ég er gestur nefnist nýr geisladiskur þar sem Reynir Guðsteinsson tenór synur við orgelundirleik Guðna Þ. Guðmundssonar. Þeim til fulltingis eru félagar úr Kór Bústaðakirkju. Á diskinum eru 14 söngvar sem Reynir hefur sung- ið við marg- víslegar kirkju- legar athafnir. Heiti disksins, Ég er gestur, er fengið úr ljóði séra Friðriks Friðrikssonar við lag eftir J. Lorenz en það lag hefur Reynir sungið allra laga oftast. Reynir Guðsteinsson fæddist í Vestmannaeyjum 10. maí 1933. Árið 1958 gerðist hann félagi í Karlakór Reyjavíkur, þar sem hann syngur enn, og hóf jafnframt söng- nám hjá Sigurði Demetz Franssyni. Reynir var í söngnámi við Söngskól- ann í Reykjavík hjá Nönnu Egils Björnsson og Magnúsi Jónssyni og lauk þaðan 6. stigs prófi í söng vorið 1980. Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. október 1948. Hann hóf árið 1965 nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk tónmenntakennaraprófi 1969. Sama haust hóf hann nám við Det Konge- lige danske musikkonservatorium í Kaupmannahöfn. Lauk þaðan kant- orprófi árið 1971 og meistaraprófi á orgel vorið 1976. Árið 1977 tók hann við starfi organista í Bústaðakirkju og starfaði þar óslitið þar til hann lést hinn 13. ágúst árið 2000. Útgefandi er Reynir Guðsteinsson. Upptökur fóru fram í Bústaðakirkju 1989 og er efnið óklippt. Hvert lag var sungið í einni óslitinni upptöku. Sig- urður Rúnar Jónsson stjórnaði upp- töku og setti efnið á geisladisk síðla árs 2001. Diskurinn er gefinn út í 200 eintökum. Hljómdiskurinn er til sölu í Kirkju- húsinu Laugavegi 31, Frækorninu Suðurhlíð 36, Vöruvali Vest- mannaeyjum, Tónborg Kópavogi og hjá útgefanda. Verð: 1.500 kr. Trúarlegir söngvar FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.