Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Silver Shadow kemur og fer í dag. Árni Friðriksson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ik- an Suji kemur í dag, Lómur kemur á morg- un. Mannamót Aflagranda 40. Í vetur verður samsöngur undir stjórn Kára Friðriks- sonar á þriðjudögum kl. 14 og hefst þriðjud. 10. sept. Jóga hefst þriðjud. 10. sept. kl. 9, nokkur laus pláss, skráning í af- greiðslu s. 562 2571. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Búnaðarbankinn verður með afgreiðslu þriðjud. 10. sept. kl.10.15. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 myndlist. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 almenn handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Uppl. í s. 568 5052. Þriðjud. 17. sept. kl. 12.30. Haustlitaferð í Skorradalinn. Ullarselið á Hvanneyri heimsótt. Kaffiveitingar á Hvann- eyri. Skráning og greiðsla í síðasta lagi miðvikud. 11. sept. Allir velkomnir. Uppl. í s. 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Púttað verður á Lista- túni í dag, laugardag, kl. 10.30. Mánud. 16. sept. verður ferð í Þverárrétt í Borgarfirði. Lagt af stað frá Gjábakka kl: 8 og frá Gullsmára kl: 8.15. Áætluð koma um kl 10 þar verður dvalist ca 2–3 tíma Áætluð heim- koma er kl. 18. Tak- markað sætaframboð. Farin verður hópferð til Akureyrar á vegum FEBK vegna þátttöku í 20 ára afmæli Félags eldri borgara á Ak- ureyri, laugardaginn 12 október í Íþróttahöllinni á Akureyri Uppl. og srkáning í báðar ferðir í Gjábakka (s: 554-3400) og Gullsmára (s: 564- 5260). Ferðanefndin: Bogi Þórir (s: 554-0233 og Þráinn (s: 554-0999). Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leikfimi karla á þriðju- og fimmtudög- um, leikfimi kvenna á mánu- og mið- vikudögum. Skráning í hópastarfið er 9.–10. og 11 sept. kl. 14–15 í Fé- lagsmiðstöðinni í Kirkjuhvoli. Kynning á félagsstarfinu á haust- önn verður í Kirkjuhvoli 12. sept. kl. 14. Fótaað- gerðarstofan s. 899 4223. Garðakórinn – æfingar á mánud. kl. 17– 19 í Kirkjuhvoli. Allir velkomnir. Ferð eldri borgara á Akranes 14. sept. Skráning hjá Arn- dísi s. 565 7826 og 895 7826. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 10– 10.45 leikfimi, kl. 13 frjáls spilamennska Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag handavinna kl. 13. 30, brids og frjáls spilamennska kl. 13.30 og púttað á Hrafn- istuvelli kl 14–16. Or- lofsferð að Höfðabrekku 10–13 sept. rúta frá Hraunseli á þriðjudag kl. 10. Glerskurður, skráning hafinn. Leik- fimi eldri borgara er hafin í íþróttamiðstöðini Björk (gamla Hauka- húsið) á þriðju-, fimmtu- og föstudögum kl. 11.30, skráning og greiðslur í Hraunseli sími 555 0142. Myndlistafólk fundur á miðvikudaginn 11. sept. kl. 13.30 rætt um skipu- lag og tíma námskeiða í vetur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud: Dansleikur kl. 20 Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þorvaldur Lúð- víksson lögfræðingur er með viðtöl fyrir fé- lagsmenn á þriðjudög- um frá kl. 10–12 panta þarf tíma á skrifstofu FEB. Þriðjud: Skák kl. 13. Miðvikud: Göngu- hrólfar ganga frá Ás- garði Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla kl. 19.15. Rétt- arferð í Þverárrétt 15. september. Einnig verð- ur komið í Reykholt og að Deildartunguhver. Brottför frá Ásgarði kl. 12. Skráning hafin. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14. Hárgreiðslustofan opin 9–16.30. Landsbankinn aðra hverja viku. Sviða- veisla verður 20 sept. kl. 12. Kynning á vetr- arstarfi í Félagsmiðstöð- inni verður fimmtud. 12. sept. kl. 13.30, súkkulaði og rjómaterta í kaffinu. Akstursþjónusta í fé- lagsmiðstöðina s. 568 3132 Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun 9–16. 30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans,engin skráningargjöld. Á morgun hefst gler- skuður kl. 9. Huga Jó- hannessonar opin frá kl. 13–16.30 listamaðurinn á staðnum. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9–17. Hæg leikfimi (stólaleikfimi) hefst á morgun kl. 10.45, Kín- versk leikfimi hefst 17. sept. Skráið þátttöku sem fyrst. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 10. sept. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Spiluð félagsvist á mánudögum kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13.30 ganga. Fótaaðgerðir. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaað- gerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handa- vinnustofa. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna. Mánud. 9. sept. kl. 13 verður farið á handverkssýningu í fé- lags og þjónustu- miðstöðina í Hvassaleiti. Kaffiveitingar að lokinni sýningu. Síðan verður farið í skoðunarferð um Grafarvog m.a farið í Grafarvogskirkju, Bryggjuhverfi og fleira. Miðvikud. 18. sept. kl 13–16 byrjar fyrsti tré- skurðartími vetrarins, skráning hafin. Vitatorg. Vetrardag- skráin komin. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 handmennt almennt, glerbræðsla og frjáls spil. Laus pláss í eftirtöldum nám- skeiðum: bókband, myndlist, leirmótun, körfugerð, mósaík og smiðju. Upplýsingar í síma 561 0300. Allir ald- urshópar velkomnir. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar. Brids að Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst stundvíslega kl. 13. Nýir þátttakendur velkomnir. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 bridge. ITC harpa. Fyrsti fund- ur vetrarins verður þriðudaginn 10. sept. að Borgartúni 22 og hefst kl. 20. Sinawik í Reykjavík Að- alfundur þriðjudaginn 10. september í Sunnu- sal Hótel Sögu kl. 20. Í dag er sunnudagur 8. september, 251. dagur ársins 2002. Maríumessa hin s. Orð dagsins: Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það? (Lúk. 14, 34.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 háðsk, 8 þvingar, 9 at- vinnugrein, 10 ambátt, 11 hluta, 13 framkvæmir, 15 viðlags, 18 hugaða, 21 sníkjudýr, 22 á, 23 áform, 24 hrokafulla. LÓÐRÉTT: 2 hryggð, 3 blunda, 4 þjálfun, 5 húsfreyjur, 6 farkostur, 7 innyfli, 12 viðdvöl, 14 málmur, 15 fiskur, 16 stendur við, 17 lemjum, 18 vansæll, 19 sakaruppgjöf, 20 hafa undan. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gáski, 4 fíkin, 7 fátæk, 8 lærum, 9 afl, 11 atar, 13 dimm, 14 yrkir, 15 kusk, 17 ólán, 20 err, 22 lítri, 23 ældir, 24 aumra, 25 tauta. Lóðrétt: 1 gifta, 2 sötra, 3 iðka, 4 féll, 5 kerfi, 6 nemum, 10 fákur, 12 ryk, 13 dró, 15 kelda, 16 sýtum, 18 lyddu, 19 norpa, 20 eira, 21 rækt. ÞAÐ hringdi til mín ung kona úr austurbænum. Saga hennar var eins og svo margra annarrar dapurleg. Hún giftist ung og eignaðist 2 börn. Þau hjón tóku lán og keyptu sér íbúð. En róður- inn var þungur og þau unnu mikið bæði. Brátt fór þetta að bitna á hjónabandinu og það endaði með skilnaði. Hún reyndi allt hvað hún gat til að halda íbúðinni en hún lenti á nauðungarupp- boði. Hún fór á flæking með börnin. Henni var ráðlagt að sækja um leiguíbúð hjá Félagsbústöðum en þar var biðlistinn langur. Hún tók því á leigu 2ja herbergja íbúð á 60 þúsund á mánuði. Þá varð fjárhagurinn enn verri en var þó slæmur fyr- ir. Það var ekki til fyrir mat nema hluta mánaðarins. Skuldir sem hún þurfti að borga sátu á hakanum og hún hafði vart undan að taka á móti hótunarbréfum og stefnum frá lögfræðing- um. Í örvæntingu sinni leit- aði hún hjálpar félagsþjón- ustu en þar var ekki mikla hjálp að fá. Henni var bent þar á m.a. að leita til hjálp- arstofnana og einnig að fara í ráðgjöf með fjármálin. Þar var henni sagt að hætta að hafa sjónvarp, síma og fleira. Til hjálparstofnana gat hún ekki hugsað sér að leita. Ég er engin beininga- kerling sagði hún með grát- stafinn í kverkunum. Þegar hér var komið sögu var heilsa hennar orðin slæm af öllu þessu álagi. Margar andvökunætur mátti hún þola þar sem hún lá í myrkrinu og hugsaði í sífellu hvað hún gæti gert til að bjarga hlutunum en hún fann engin ráð. Henni kom jafnvel til hugar að setja börn sín í fóstur. Saga þess- arar konu er dæmi um það alvarlega ástand sem ríkir hér. Margt fólk lendir í fá- tæktargildrun sem það eyg- ir enga leið út úr. Rætt hefur verið og ritað mikið um þessi mál en það virðist lítið hreyfa við stjórnvöldum. Fátæktin ætti að vera eitt af aðalmál- um kosninganna næsta vor. Sigrún Á. Reynisdóttir. Tapað/fundið Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR með áletrun fannst fyrir ut- an Plantet City í Austur- stræti. Upplýsingar í síma 511 1640. Eyrnalokkur í óskilum EYRNALOKKUR, stjarna með steini, í eyru með göt- um fannst við Hótel Borg sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 552 5465. Tveir hringar í óskilum í langan tíma TVEIR hringar töpuðust fyrir utan Sundhöll Reykja- víkur fyrir einhverjum ár- um. Annar þeirra fannst aftur en tapaðist síðan. Hann er kominn aftur í leit- irnar, fannst á ólíklegasta stað. Ef einhver kannast við þetta, hringdu þá í síma 562 7086, Lilja. Frímúrarahringur í óskilum FRÍMÚRARAHRINGUR fannst í Hagkaupum í Skeif- unni 5. sept. Upplýsingar í síma 581 1303 eða 894 1816. Brúnt reiðhjól týndist BRÚNT fullorðins reiðhjól týndist frá Hátúni 4 sl. mið- vikudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 1509. Dýrahald Læða fæst gefins 5 MÁNAÐA bröndótt læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 566 8834. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Saga úr austurbænum Víkverji skrifar... VÍKVERJI las á dögunum sög-una Ást á rauðu ljósi eftir Hönnu Kristjánsdóttur, sem kom út fyrir margt löngu og hefur lengi ver- ið ófáanleg. Höfundurinn, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, hefur nú gefið söguna út á nýjan leik og er það vel. Sagan er bráðskemmtileg og vel skrifuð og ekki síst er gaman að velta fyrir sér breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu frá því hún var samin, árið 1960. Víkverji getur nefnt tvennt sem hann tók strax eftir við lestur bókarinnar: annars vegar hversu gríðarlega mikið sögupersón- urnar reykja og hins vegar að þegar aðalpersónurnar fóru saman að borða í Naustinu eitt hádegið fengu þær sér fyrst súpu og síðan steik! Nú til dags eru líklega ekki margir sem troða sig þannig út í hádeginu! En bókin er góð og hafi Jóhanna þökk fyrir endurútgáfuna. x x x VÍKVERJI hefur líka nýlokið viðað lesa þá frábæru bók Ævin- týri góða dátans Svejks í heimsstyrj- öldinni. Tékkinn Jaroslav Hašek skrifaði bókina sem kom fyrst út í heimalandi hans, Tékkóslóvakíu, á árunum 1920–23. Bókin kom fyrst út í þýðingu Karls Ísfeld 1942–43 og Mál og menning gaf sömu þýðingu út í kilju í fyrra. Víkverji á einungis eitt ráð til handa þeim sem hafa ekki lesið ævintýri Svejks: lesið bókina og það sem fyrst. Hún er stórkostleg. En ráðlegt er að hafa vasaklúta við höndina til þess að þerra tár sem kunna að spretta fram við hláturinn. x x x ÁSTÆÐA er til þess að þakkaRíkissjónvarpinu fyrir útsend- ingar frá gullmótunum í frjálsíþrótt- um í sumar. Síðasta mótið fór fram í Berlín á föstudagskvöldið og var skemmtilegt sem hin fyrri. RÚV sýndi einnig beint frá Evrópumótinu í München á dögunum, sem er þakk- arvert, en Víkverja, sem er mikill áhugamaður um frjálsíþróttir, finnst allt of lítið af þessu góða efni í sjón- varpinu. x x x EKKI er annað hægt en nefnasjónvarpsstöðina Sýn þegar farið er að tala um íþróttir í sjón- varpi. Þar er veislan hafin; enska knattspyrnan og Meistaradeildin í knattspyrnu og Víkverji bíður spenntur eftir spænsku knattspyrn- unni, markapökkunum, landsleikj- unum og öðru góðgæti sem þar verð- ur boðið upp á í vetur. Víkverji hefur stundum hvatt for- ráðamenn Sýnar til þess að sýna enn meira frá knattspyrnunni á Spáni en gert hefur verið. Þar er á ferðinni ein allra mesta skemmtun sem Víkverji getur hugsað sér. Breiddin er líklega ekki jafn mikil og t.d. í Englandi en þegar leikmannahópur Real Madrid er skoðaður hljóta mótherjarnir að skjálfa á beinunum. Nokkrir af allra fremstu leikmönnum heims eru nú þar saman komnir. Félagið keypti Portúgalann Luis Figo fyrir metfé fyrir tveimur árum, franska snilling- inn Zinedine Zidane fyrir enn meira í fyrra – og varð hann þar með dýr- asti knattspyrnumaður heims – og á dögunum nældi Real í brasilíska markaskorarann Ronaldo. Hvar endar þetta? Víkverji hefði a.m.k. ekkert á móti því að sjá hvern einasta leik Real í spænsku deildinni beint á Sýn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Á MYNDINNI eru bekkjar- systkin úr MR að halda upp á stúdentsafmæli, sennilega um 1930. Á myndinni eru, frá vinstri: Sveinbjörn Jónsson lög- fræðingur, Jóhanna Magn- úsdóttir apótekari, Gunnar Espólín Benediktsson lögfræð- ingur, séra Sigurður Ó. Lárusson prestur í Stykkishólmi og Pétur Sigurðsson há- skólaritari. Sá sem gæti borið kennsl á þá Hver þekkir fólkið? tvo sem eru lengst til hægri eru beðnir að hafa samband við dr. Braga Jósepsson í síma 568 4448.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.