Morgunblaðið - 08.09.2002, Side 50

Morgunblaðið - 08.09.2002, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Silver Shadow kemur og fer í dag. Árni Friðriksson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ik- an Suji kemur í dag, Lómur kemur á morg- un. Mannamót Aflagranda 40. Í vetur verður samsöngur undir stjórn Kára Friðriks- sonar á þriðjudögum kl. 14 og hefst þriðjud. 10. sept. Jóga hefst þriðjud. 10. sept. kl. 9, nokkur laus pláss, skráning í af- greiðslu s. 562 2571. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Búnaðarbankinn verður með afgreiðslu þriðjud. 10. sept. kl.10.15. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 myndlist. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 almenn handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Uppl. í s. 568 5052. Þriðjud. 17. sept. kl. 12.30. Haustlitaferð í Skorradalinn. Ullarselið á Hvanneyri heimsótt. Kaffiveitingar á Hvann- eyri. Skráning og greiðsla í síðasta lagi miðvikud. 11. sept. Allir velkomnir. Uppl. í s. 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Púttað verður á Lista- túni í dag, laugardag, kl. 10.30. Mánud. 16. sept. verður ferð í Þverárrétt í Borgarfirði. Lagt af stað frá Gjábakka kl: 8 og frá Gullsmára kl: 8.15. Áætluð koma um kl 10 þar verður dvalist ca 2–3 tíma Áætluð heim- koma er kl. 18. Tak- markað sætaframboð. Farin verður hópferð til Akureyrar á vegum FEBK vegna þátttöku í 20 ára afmæli Félags eldri borgara á Ak- ureyri, laugardaginn 12 október í Íþróttahöllinni á Akureyri Uppl. og srkáning í báðar ferðir í Gjábakka (s: 554-3400) og Gullsmára (s: 564- 5260). Ferðanefndin: Bogi Þórir (s: 554-0233 og Þráinn (s: 554-0999). Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leikfimi karla á þriðju- og fimmtudög- um, leikfimi kvenna á mánu- og mið- vikudögum. Skráning í hópastarfið er 9.–10. og 11 sept. kl. 14–15 í Fé- lagsmiðstöðinni í Kirkjuhvoli. Kynning á félagsstarfinu á haust- önn verður í Kirkjuhvoli 12. sept. kl. 14. Fótaað- gerðarstofan s. 899 4223. Garðakórinn – æfingar á mánud. kl. 17– 19 í Kirkjuhvoli. Allir velkomnir. Ferð eldri borgara á Akranes 14. sept. Skráning hjá Arn- dísi s. 565 7826 og 895 7826. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 10– 10.45 leikfimi, kl. 13 frjáls spilamennska Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag handavinna kl. 13. 30, brids og frjáls spilamennska kl. 13.30 og púttað á Hrafn- istuvelli kl 14–16. Or- lofsferð að Höfðabrekku 10–13 sept. rúta frá Hraunseli á þriðjudag kl. 10. Glerskurður, skráning hafinn. Leik- fimi eldri borgara er hafin í íþróttamiðstöðini Björk (gamla Hauka- húsið) á þriðju-, fimmtu- og föstudögum kl. 11.30, skráning og greiðslur í Hraunseli sími 555 0142. Myndlistafólk fundur á miðvikudaginn 11. sept. kl. 13.30 rætt um skipu- lag og tíma námskeiða í vetur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud: Dansleikur kl. 20 Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þorvaldur Lúð- víksson lögfræðingur er með viðtöl fyrir fé- lagsmenn á þriðjudög- um frá kl. 10–12 panta þarf tíma á skrifstofu FEB. Þriðjud: Skák kl. 13. Miðvikud: Göngu- hrólfar ganga frá Ás- garði Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla kl. 19.15. Rétt- arferð í Þverárrétt 15. september. Einnig verð- ur komið í Reykholt og að Deildartunguhver. Brottför frá Ásgarði kl. 12. Skráning hafin. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14. Hárgreiðslustofan opin 9–16.30. Landsbankinn aðra hverja viku. Sviða- veisla verður 20 sept. kl. 12. Kynning á vetr- arstarfi í Félagsmiðstöð- inni verður fimmtud. 12. sept. kl. 13.30, súkkulaði og rjómaterta í kaffinu. Akstursþjónusta í fé- lagsmiðstöðina s. 568 3132 Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun 9–16. 30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans,engin skráningargjöld. Á morgun hefst gler- skuður kl. 9. Huga Jó- hannessonar opin frá kl. 13–16.30 listamaðurinn á staðnum. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9–17. Hæg leikfimi (stólaleikfimi) hefst á morgun kl. 10.45, Kín- versk leikfimi hefst 17. sept. Skráið þátttöku sem fyrst. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 10. sept. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Spiluð félagsvist á mánudögum kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13.30 ganga. Fótaaðgerðir. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaað- gerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handa- vinnustofa. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna. Mánud. 9. sept. kl. 13 verður farið á handverkssýningu í fé- lags og þjónustu- miðstöðina í Hvassaleiti. Kaffiveitingar að lokinni sýningu. Síðan verður farið í skoðunarferð um Grafarvog m.a farið í Grafarvogskirkju, Bryggjuhverfi og fleira. Miðvikud. 18. sept. kl 13–16 byrjar fyrsti tré- skurðartími vetrarins, skráning hafin. Vitatorg. Vetrardag- skráin komin. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 handmennt almennt, glerbræðsla og frjáls spil. Laus pláss í eftirtöldum nám- skeiðum: bókband, myndlist, leirmótun, körfugerð, mósaík og smiðju. Upplýsingar í síma 561 0300. Allir ald- urshópar velkomnir. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar. Brids að Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst stundvíslega kl. 13. Nýir þátttakendur velkomnir. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 bridge. ITC harpa. Fyrsti fund- ur vetrarins verður þriðudaginn 10. sept. að Borgartúni 22 og hefst kl. 20. Sinawik í Reykjavík Að- alfundur þriðjudaginn 10. september í Sunnu- sal Hótel Sögu kl. 20. Í dag er sunnudagur 8. september, 251. dagur ársins 2002. Maríumessa hin s. Orð dagsins: Saltið er gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju á þá að krydda það? (Lúk. 14, 34.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 háðsk, 8 þvingar, 9 at- vinnugrein, 10 ambátt, 11 hluta, 13 framkvæmir, 15 viðlags, 18 hugaða, 21 sníkjudýr, 22 á, 23 áform, 24 hrokafulla. LÓÐRÉTT: 2 hryggð, 3 blunda, 4 þjálfun, 5 húsfreyjur, 6 farkostur, 7 innyfli, 12 viðdvöl, 14 málmur, 15 fiskur, 16 stendur við, 17 lemjum, 18 vansæll, 19 sakaruppgjöf, 20 hafa undan. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gáski, 4 fíkin, 7 fátæk, 8 lærum, 9 afl, 11 atar, 13 dimm, 14 yrkir, 15 kusk, 17 ólán, 20 err, 22 lítri, 23 ældir, 24 aumra, 25 tauta. Lóðrétt: 1 gifta, 2 sötra, 3 iðka, 4 féll, 5 kerfi, 6 nemum, 10 fákur, 12 ryk, 13 dró, 15 kelda, 16 sýtum, 18 lyddu, 19 norpa, 20 eira, 21 rækt. ÞAÐ hringdi til mín ung kona úr austurbænum. Saga hennar var eins og svo margra annarrar dapurleg. Hún giftist ung og eignaðist 2 börn. Þau hjón tóku lán og keyptu sér íbúð. En róður- inn var þungur og þau unnu mikið bæði. Brátt fór þetta að bitna á hjónabandinu og það endaði með skilnaði. Hún reyndi allt hvað hún gat til að halda íbúðinni en hún lenti á nauðungarupp- boði. Hún fór á flæking með börnin. Henni var ráðlagt að sækja um leiguíbúð hjá Félagsbústöðum en þar var biðlistinn langur. Hún tók því á leigu 2ja herbergja íbúð á 60 þúsund á mánuði. Þá varð fjárhagurinn enn verri en var þó slæmur fyr- ir. Það var ekki til fyrir mat nema hluta mánaðarins. Skuldir sem hún þurfti að borga sátu á hakanum og hún hafði vart undan að taka á móti hótunarbréfum og stefnum frá lögfræðing- um. Í örvæntingu sinni leit- aði hún hjálpar félagsþjón- ustu en þar var ekki mikla hjálp að fá. Henni var bent þar á m.a. að leita til hjálp- arstofnana og einnig að fara í ráðgjöf með fjármálin. Þar var henni sagt að hætta að hafa sjónvarp, síma og fleira. Til hjálparstofnana gat hún ekki hugsað sér að leita. Ég er engin beininga- kerling sagði hún með grát- stafinn í kverkunum. Þegar hér var komið sögu var heilsa hennar orðin slæm af öllu þessu álagi. Margar andvökunætur mátti hún þola þar sem hún lá í myrkrinu og hugsaði í sífellu hvað hún gæti gert til að bjarga hlutunum en hún fann engin ráð. Henni kom jafnvel til hugar að setja börn sín í fóstur. Saga þess- arar konu er dæmi um það alvarlega ástand sem ríkir hér. Margt fólk lendir í fá- tæktargildrun sem það eyg- ir enga leið út úr. Rætt hefur verið og ritað mikið um þessi mál en það virðist lítið hreyfa við stjórnvöldum. Fátæktin ætti að vera eitt af aðalmál- um kosninganna næsta vor. Sigrún Á. Reynisdóttir. Tapað/fundið Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR með áletrun fannst fyrir ut- an Plantet City í Austur- stræti. Upplýsingar í síma 511 1640. Eyrnalokkur í óskilum EYRNALOKKUR, stjarna með steini, í eyru með göt- um fannst við Hótel Borg sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 552 5465. Tveir hringar í óskilum í langan tíma TVEIR hringar töpuðust fyrir utan Sundhöll Reykja- víkur fyrir einhverjum ár- um. Annar þeirra fannst aftur en tapaðist síðan. Hann er kominn aftur í leit- irnar, fannst á ólíklegasta stað. Ef einhver kannast við þetta, hringdu þá í síma 562 7086, Lilja. Frímúrarahringur í óskilum FRÍMÚRARAHRINGUR fannst í Hagkaupum í Skeif- unni 5. sept. Upplýsingar í síma 581 1303 eða 894 1816. Brúnt reiðhjól týndist BRÚNT fullorðins reiðhjól týndist frá Hátúni 4 sl. mið- vikudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 1509. Dýrahald Læða fæst gefins 5 MÁNAÐA bröndótt læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 566 8834. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Saga úr austurbænum Víkverji skrifar... VÍKVERJI las á dögunum sög-una Ást á rauðu ljósi eftir Hönnu Kristjánsdóttur, sem kom út fyrir margt löngu og hefur lengi ver- ið ófáanleg. Höfundurinn, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, hefur nú gefið söguna út á nýjan leik og er það vel. Sagan er bráðskemmtileg og vel skrifuð og ekki síst er gaman að velta fyrir sér breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu frá því hún var samin, árið 1960. Víkverji getur nefnt tvennt sem hann tók strax eftir við lestur bókarinnar: annars vegar hversu gríðarlega mikið sögupersón- urnar reykja og hins vegar að þegar aðalpersónurnar fóru saman að borða í Naustinu eitt hádegið fengu þær sér fyrst súpu og síðan steik! Nú til dags eru líklega ekki margir sem troða sig þannig út í hádeginu! En bókin er góð og hafi Jóhanna þökk fyrir endurútgáfuna. x x x VÍKVERJI hefur líka nýlokið viðað lesa þá frábæru bók Ævin- týri góða dátans Svejks í heimsstyrj- öldinni. Tékkinn Jaroslav Hašek skrifaði bókina sem kom fyrst út í heimalandi hans, Tékkóslóvakíu, á árunum 1920–23. Bókin kom fyrst út í þýðingu Karls Ísfeld 1942–43 og Mál og menning gaf sömu þýðingu út í kilju í fyrra. Víkverji á einungis eitt ráð til handa þeim sem hafa ekki lesið ævintýri Svejks: lesið bókina og það sem fyrst. Hún er stórkostleg. En ráðlegt er að hafa vasaklúta við höndina til þess að þerra tár sem kunna að spretta fram við hláturinn. x x x ÁSTÆÐA er til þess að þakkaRíkissjónvarpinu fyrir útsend- ingar frá gullmótunum í frjálsíþrótt- um í sumar. Síðasta mótið fór fram í Berlín á föstudagskvöldið og var skemmtilegt sem hin fyrri. RÚV sýndi einnig beint frá Evrópumótinu í München á dögunum, sem er þakk- arvert, en Víkverja, sem er mikill áhugamaður um frjálsíþróttir, finnst allt of lítið af þessu góða efni í sjón- varpinu. x x x EKKI er annað hægt en nefnasjónvarpsstöðina Sýn þegar farið er að tala um íþróttir í sjón- varpi. Þar er veislan hafin; enska knattspyrnan og Meistaradeildin í knattspyrnu og Víkverji bíður spenntur eftir spænsku knattspyrn- unni, markapökkunum, landsleikj- unum og öðru góðgæti sem þar verð- ur boðið upp á í vetur. Víkverji hefur stundum hvatt for- ráðamenn Sýnar til þess að sýna enn meira frá knattspyrnunni á Spáni en gert hefur verið. Þar er á ferðinni ein allra mesta skemmtun sem Víkverji getur hugsað sér. Breiddin er líklega ekki jafn mikil og t.d. í Englandi en þegar leikmannahópur Real Madrid er skoðaður hljóta mótherjarnir að skjálfa á beinunum. Nokkrir af allra fremstu leikmönnum heims eru nú þar saman komnir. Félagið keypti Portúgalann Luis Figo fyrir metfé fyrir tveimur árum, franska snilling- inn Zinedine Zidane fyrir enn meira í fyrra – og varð hann þar með dýr- asti knattspyrnumaður heims – og á dögunum nældi Real í brasilíska markaskorarann Ronaldo. Hvar endar þetta? Víkverji hefði a.m.k. ekkert á móti því að sjá hvern einasta leik Real í spænsku deildinni beint á Sýn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Á MYNDINNI eru bekkjar- systkin úr MR að halda upp á stúdentsafmæli, sennilega um 1930. Á myndinni eru, frá vinstri: Sveinbjörn Jónsson lög- fræðingur, Jóhanna Magn- úsdóttir apótekari, Gunnar Espólín Benediktsson lögfræð- ingur, séra Sigurður Ó. Lárusson prestur í Stykkishólmi og Pétur Sigurðsson há- skólaritari. Sá sem gæti borið kennsl á þá Hver þekkir fólkið? tvo sem eru lengst til hægri eru beðnir að hafa samband við dr. Braga Jósepsson í síma 568 4448.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.