Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 41 Höfum til sölu þetta glæsilega 1.572 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum, 984 fm neðri hæð og 588 fm efri hæð. Húsnæðið stendur á mjög áberandi stað í nýju og eftir- sóttu iðnaðar- og verslunarhverfi í Garðabæ og hentar sérlega vel fyrir heildsölu, iðnað eða verslun. Hús- næðið skilast einangrað að utan og klætt með garðapanil. Gólf vélslípuð. Lofthæð frá 3,60 m upp í 6 m og stórar innkeyrsludyr. Húsið stendur á 3.172 fm lóð sem skilast malbikuð. Nánari skilalýsing á skrifstofu okkar. Húsið er upp- steypt nú þegar. Einnig möguleiki að selja húsið í núverandi ástandi. Atvinnuhúsnæði Miðhraun - Garðabæ Sími 568 5556 Íbúð óskast til leigu Traustur aðili hefur beðið okkur að út- vega 4ra herb. íbúð í Reykjavík (Reykja- víkursvæðinu) til leigu. Leigutími yrði a.m.k. eitt ár. Traustar leigugreiðslur. All- ar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Íbúð í lyftublokk á Reykja- víkursvæðinu óskast - æski- leg stærð 120-160 fm - góð- ar greiðslur í boði Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 120-160 fm góða íbúð í lyftu- blokk á Reykjavíkursvæðinu. Íbúð á 1. hæð með beinu aðgengi, t.d. sérhæð, kemur einnig til greina. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLI Grettisgata - lítið fallegt ein- býli Fallegt um 82 fm einb. á eftirsóttum stað. Í kjallara er herbergi, þvotta- hús/geymsla og hol. Á hæðinni eru stofa, eldhús, baðherbergi og forstofa, en svefnloft er í risi. Húsið hefur allt verið tekið í gegn að utan og lítur vel út. Hita- lagnir og gler hafa verið endurnýjuð. Mjög skemmtileg eign. V. 12,5 m. 2677 Skagasel - einbýli - laust Erum með í einkasölu fallegt einbýlishús á tveimur hæðum, u.þ.b. 203 fm, ásamt 40 fm tvöföldum bílskúr. Húsið er í góðu ástandi, m.a. öll efri hæð hússins nýlega innréttuð með parketi, hurðum, skápum og innréttuðu baðherbergi með nudd- kari. Eignin er laus nú þegar. V. 23 m. 2660 Fagrabrekka Fallegt og vel viðhaldið 155 fm einbýlis- hús á einni hæð með stórri lóð, ásamt 40 fm bílskúr. Húsið skiptist þannig: For- stofa, hol, stofa með fallegum arni og borðstofa, eldhús, baðherbergi, þvotta- hús og þrjú svefnherbergi. Auk þess er björt og rúmgóð vinnustofa með 5 m lofthæð. Bílskúrinn er innréttaður sem vinnu- eða íbúðaraðstaða. Húsið er laust fljótlega. V. 20,9 m. 2601 RAÐHÚS Kambasel - endaraðhús Vandað um 227 fm endaraðhús sem er á tveimur hæðum auk baðstofulofts. Á neðri hæðinni er forstofa, hol/gangur, 4 svefnherb. og baðherb. auk 24,7 fm bíl- skúrs. Á efri hæðinni er eitt herb., stofur, eldhús, snyrting, þvottahús og búr. Bað- stofuloft er yfir hæðinni en þar er gott sjónvarpsherb. og eitt svefnherb. Mjög góð eign. V. 19,5 m. 2676 Grænlandsleið Höfum fengið í einkasölu stórglæsileg tvílyft raðhús á frábærum útsýnisstað. Húsin eru 244 fm með innbyggðum bíl- skúr og skiptast m.a. í stofu, eldhús, baðherbergi, snyrtingu, fataherbergi, borðstofu, þrjú herbergi o.fl. Húsin eru með glæsilegu útsýni og einstaklega björt með stórum útsýnisgluggum. Þetta eru mjög vönduð hús á eftirsóttum stað. Húsin afhendast tilbúin til innréttinga. Mjög hagstætt verð. 2672 4RA-6 HERB. Frostafold Stórglæsileg fimm herbergja 120 fm íbúð í fallegu litlu fjórbýlishúsi við Frost- afold. Eignin skiptist m.a. í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Sérþvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Vandaðar inn- réttingar. Toppeign. V. 16,7 m. 2654 Bláhamrar - glæsilegt útsýni - laus strax 4ra herb. um 108 fm íbúð með sérinng. af svölum í fallegu húsi. Lögn f. þvotta- vél á baði. Ákv. sala. V. 13,5 m. 2662 Naustabryggja - glæsileg 5 herbergja glæsileg 149 fm íbúð á einni hæð sem snýr til allra átta. Íbúðin skipt- ist í gang, þrjú herbergi, hol, baðher- bergi, þvottahús/geymslu og óvenju stórar og glæsilegar stofur. Fallegt út- sýni. V. 19,8 m. 2650 3JA HERB. Grandavegur - falleg 3ja herb. falleg og björt íbúð á 2. hæð í nýlegu húsi á eftirsóttum stað. Íbúðin skiptist m.a. í hol/gang, tvö herbergi, eldhús og stórar stofur. Sam. þvottah. á hæðinni. Gegnheilt parket. Allt parket er gegnheil eik. V. 13,2 m. 2636 Hraunbær Vorum að fá í sölu fallega u.þ.b. 80 fm íbúð á 1. hæð í Hraunbæ. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Falleg íbúð. 2663 Möðrufell - við Elliðaárdalinn 3ja herb. falleg og mjög vel með farin íbúð á 2. hæð í nýstandsettri blokk. Fal- legt útsýni og stutt í óspillta náttúruna í Elliðaárdalnum. V. 10,5 m. 2664 2JA HERB. Torfufell - björt 2ja herb. falleg og björt íbúð á 4. hæð (efstu) með stórum suðvestursvölum. Íbúðin er öll í mjög góðu ástandi. Parket. Ákv. sala. V. 7,4 m. 2641 Mjög glæsileg sex herbergja 132 fm íbúð á 2. hæð auk 22 fm bílskúrs í litlu fjölbýli (fjórar íbúðir) með frábæru út- sýni neðst í Fossvoginum. Íbúðin skiptist m.a. í eldhús, baðherbergi, tvær samliggjandi stofur, sjónvarpshol og fjögur herbergi. Nýtt eldhús og ný- standsett bað. Parket á flestum gólf- um. Kamína í stofu. Glæsileg eign. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. V. 17,9 m. 2576 Álfatún 21 - OPIÐ HÚS✝ Ketill Axelssonfæddist í Reykja- vík 20. apríl 1930. Hann lést á Landspít- alanum 29. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ax- el Ketilsson kaup- maður og Ólöf Björnsdóttir. Systkini Ketils eru Sigríður, látin, Axel, Soffía, El- ísabet, Björn og Ólöf. Fyrri kona Ketils var Margrét Jónsdóttir, f. 16. mars 1932, d. 31. ágúst 1988. Þau skildu. Seinni kona Ketils er Mar- grét Gunnlaugsdóttir, f. 11. mars 1938, dóttir hjónanna Gunnlaugs Kristinssonar og Steinunnar Ó. Thorlacius, þau eru bæði látin. Börn Ketils eru: 1) Axel, maki Laufey Torfadóttir. Börn þeirra eru Erla, Karen, Ketill (látinn), Ír- is, Katla Margrét og Axel. Barna- börn eru fjögur. 2) Jón. Börn hans eru Eva Lind, Arna Vigdís, Erla Bjarný, Hulda Björk og Guðjón Kári. Barnabarnið er eitt. 3) Gunnlaugur Örn. Sonur hans er Hilmar Már. 4) Björn Óli, maki Ingibjörg Lárusdóttir. Börn þeirra eru Sara, Ágúst Leó, Lárus og Anna María. 5) Soffía Ólöf, sambýlismaður Heimir Erlingsson. Ketill stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og tók sveinspróf í bifvéla- virkjun 1957 auk þess sem hann var í tvö ár í verslunarskóla í Englandi. Hann rak fyrst Tóbaksverslunina London, síðan London dömudeild og frá 1992 Café Paris. Ketill var mikill miðbæjarmaður og gerði sitt til að lífga upp á miðbæinn. Hann var félagi í Rotaryklúbbi Kópavogs um áratuga skeið. Útför Ketils verður gerð frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 9. september, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn, uppáhaldið mitt, mikið á ég erfitt með að kveðja þig og sætta mig við þá tilhugsun að hafa þig ekki lengur hjá mér. Nú er mikið tómarúm í hjarta mínu því óhætt er að segja að þú hafir átt stóran hluta af því. Hvernig ætli lífið verði án þín, klettsins sem ávallt stóðst mér við hlið og studdir og hvattir á allan hátt í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Öðlingur varst þú mikill og mjög svo jákvæður. Alltaf gast þú séð björtu hliðarnar á öllum málum. Þessir góðu eiginleikar þínir og það að þér var mjög umhugað um fólkið í kringum þig gerði það að verkum að fólki leið vel í návist þinni og sóttist eftir nærveru þinni. Mikið á ég eftir að sakna þess að sjá þig ekki sitja í stólnum þínum við gluggann á Ægisíðunni, þar sem þú varst vanur að vera og njóta útsýn- isins og lesa blöðin. Ég á líka eftir að sakna samverustunda okkar sem við áttum oft saman í hádeginu á Café París, þar spjölluðum við um heima og geima yfir súpudiski. Þú varst með eindæmum örlátur maður, ekki aðeins við þína nánustu heldur einnig við aðra og þá oft við þá sem áttu um sárt að binda eða leituðu til þín eftir stuðningi til að styrkja góð málefni. Satt best að segja varð ég aldrei vör við að þú vísaðir neinum á bug sem óskuðu eftir stuðningi frá þér. Þú varst mjög lífsglaður maður og hafðir mikinn lífsvilja, því er svo sárt að hugsa til þess að þitt góða hjarta hafi verið of veikt til þess að þú gætir lifað af aðgerðina sem þú fórst í. Daginn fyrir aðgerðina fór ég ásamt þér og mömmu á fund með hjúkrunarfræðingi þar sem við feng- um fræðslu um aðgerðina og upp- byggingu þína eftir hana. Hjúkrun- arfræðingurinn spurði þig m.a. hvort þú kviðir fyrir aðgerðinni, þú svaraðir því neitandi og kvaðst vera glaður yfir því að komið væri að þér að fara í aðgerðina og hlakkaðir svo til að fá heilsuna á ný. Það var svo margt sem þig langaði til að gera í framtíðinni. Við áttum svo sannar- lega ekki von á því að þú kæmir ekki heim eftir aðgerðina og ég veit að þú varst ekki tilbúinn að yfirgefa þenn- an heim. Þú hafðir svo margt að lifa fyrir, en ef ég þekki þig rétt pabbi minn þá veit ég að þú átt eftir að vera hér hjá okkur, fylgjast með okkur, leiðbeina okkur og jafnvel að fá að stjórna pínulítið. Þrátt fyrir sorgina yfir missi þín- um þá hef ég ákveðið að hugsa já- kvætt eins og þú gerðir alltaf og þakka fyrir að hafa haft þig hjá mér þó svona lengi. Ég er jafnframt þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp hjá jafn yndislegum manneskj- um og þér og mömmu. Allar þær fal- legu minningar sem ég á um þig hjálpa mér í sorginni. Öll þín góðu ráð, leiðbeiningar, heilræði og hvatning hafa reynst mér ómetan- legt veganesti og á ég ávallt eftir að vera þér þakklát fyrir það. Um leið og ég kveð þig pabbi minn og þinn mikla karakter þá langar mig til að þakka þér, ekki að- eins fyrir allt sem þú hefur kennt mér eða gefið mér, heldur einfald- lega fyrir að vera þú. Megir þú hvíla í friði, elsku pabbi. Soffía Ólöf Ketilsdóttir. Strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að tengdafaðir minn var enginn venjulegur maður, mikill persónu- leiki og ógleymanlegur öllum sem honum kynntust. Fyrstu árin hélt ég mig til hlés meðan ég var að átta mig á mann- inum en eftir því sem við kynntumst betur sá ég að ekkert þurfti að ótt- ast. Þvert á móti, hann reyndist vera bjargið sem leitað var skjóls undir og allar fjölskyldur vilja eiga en ekki öllum gefið. Ekki er auðvelt að lýsa Katli, en þannig er um stórbrotna karaktera, þeim verður ekki auðlýst. Hann hafði hreina og beina framkomu, kom til dyranna eins og hann var klæddur, fals og óhreinlyndi þekkti hann ekki. Oft hrjúfur á yfirborðinu, en ekki er allt sem sýnist því undir niðri var hann algjört góðmenni, eins og þeir gerast bestir. Hann var ekki að færa í stílinn eða orðlengja hlutina en kunni svo sannarlega að gleðjast í góðra vina hópi. Í raun þurfti afskaplega lítið til að gleðja hann, góðar einkunnir hjá börnum eða barnabörnum og brosið fór ekki af þann daginn. Hann var gestrisinn með afbrigð- um. Húsbóndi á sínu heimili. Sá um að verkin væru unnin, vel þurrkað af og allt snyrtilegt. Sjálfur tók hann engan þátt í húshaldinu. Ef einhver viðburður var í aðsigi, stór afmæli, útskrift barnanna o.þ.h. vildi hann hafa stórveislu, hvert sæti skipað, troðið sem í fjárrétt. Síðan átti fólk að taka hraustlega til matar og drykkjar og skála í gríð og erg. Ekki er hægt að kveðja Ketil án þess að minnast á Húsið. Austur- stræti 14, þetta „barn“ sem honum þótti svo undur vænt um, foreldra- arfleifð sem hann lagði mikið á sig til að eignast einn og hefur hann sýnt því þvílíka virðingu og alúð að eftir er tekið. Þarna hafði hann tækifæri til að heiðra minningu föð- ur síns sem keypti þetta fallega stórhýsi 1938. Það varð Katli þung raun að missa hann þegar hann var aðeins 11 ára gamall. Ræddi hann oft þá upplifun þó ekki ætti hann auðvelt með að tjá viðkvæmar til- finningar að öðru leyti. Það var hans frjóa hugsun, at- hafnasemin, skapferlið og örlætið sem gerði Ketil ógleymanlegan, allt þetta var langt umfram meðallag. Ég ætla að lokum að þakka mín- um kæra tengdaföður fyrir öll blóm- in sem hann hefur fært mér í gegn- um árin af ýmsum tilefnum t.d. konudegi, mæðradegi og brúðkaups- degi, því honum datt svona í hug að sonur sinn hefði eitthvað þarfara að gera en að vera að hlaupa í blóma- búðir. Hann þekkti sína þó manni fyndist að hann væri ekki að velta svona smámunum fyrir sér. Leikur einn væri að skrifa margar síður um ævi og störf Ketils en mér fannst að mjúka hliðin væri mörgum hulin og langaði að bæta örlítið úr því. Hjartans þakklæti fyrir allt. Laufey Torfadóttir. KETILL AXELSSON  Fleiri minningargreinar um Ketil Axelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                              !" #"$ %&&  '() *    $   +    $  ,-   $     $   !  $ !    $   .   )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.