Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
inni í myndinni, sem áttu að gerast í
Múrmansk, en voru tekin í Halifax,
höfðum við hugsað okkur að taka í
Hvalfirði.“
Ráðning Ingvars og Karls
Tveir Íslendingar tengdust gerð
myndarinnar. Eins og áður segir var
Karl leikmyndahönnuður og Ingvar
Sigurðsson er í veigamiklu aukahlut-
verki. Sigurjón er spurður hvort
hann hafi haft milligöngu um að þeir
voru fengnir til starfans. „Það má
segja það. Ég kynnti Kalla fyrir
Kathryn þegar við vorum að undir-
búa tökur á hinni myndinni, sem við
unnum saman, „The Weight of Wat-
er“. Það tókst með þeim gott sam-
starf og því var eðlilegt framhald að
hann tæki að sér K-19, þótt hún væri
tíu sinnum stærri. Til þess þurfti þó
hugrekki hjá hinum framleiðendun-
um, því hann hafði aldrei gert mynd
af þessari stærðargráðu áður. En við
sýndum Harrison Ford hvað Karl
hafði gert í „The Weight of Water“ og
hann var mjög ánægður, sagði bara:
„Sjálfsagt mál, ráðið þann sem ykkur
finnst bestur.““
Hvað Ingvar varðar segir Sigurjón
að ekki hafi verið áhugi á dæmigerð-
um amerískum leikurum í aukahlut-
verkin, þar sem myndin er um rúss-
neska áhöfn. „Við horfðum meira til
Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu.
Kathryn hafði séð Engla alheimsins á
myndbandi og litist vel á Ingvar. Ég
lét hann því útbúa sýnishorn á mynd-
bandi og útvega meðmæli og á þeim
forsendum var hann
ráðinn í hlutverkið.
Þá höfðu þau aldrei
hist. Enn og aftur
þarf visst áræði hjá
leikstjóra til að taka
svoleiðis áhættu, en
þetta er nú mynd um
hugrekki þannig að
ekki sakar að hafa
hugrakkan leik-
stjóra.“
Á tökustað á
hverjum degi
Sigurjón var á
tökustað allan tím-
ann og kom að öllum
stigum undirbún-
ingsins og eftir-
vinnslunnar. „Það
eru til margar gerðir
af framleiðendum,
en skapandi framleiðendur verða að
fylgjast vel með, því stórar fjárhags-
legar ákvarðanir eru teknar á hverj-
um degi. Það þýðir ekkert að bíða
með þær, því þá geta tapast tökudag-
ar sem er afar kostnaðarsamt. Einn
tökudagur getur kostað 30 milljónir
króna. Því verður framleiðandinn að
fylgjast með atburðarásinni frá degi
til dags og vonandi koma með einhver
innlegg sem nýtast í sköpunarferlinu.
Eftirvinnslan er ekki síður mikilvæg,
en þá verður myndin til. Ég var við
allar klippingar og á hverri einustu
sýningu á myndinni. Fyrsta gróf-
klippta útgáfan af K-19 var 3 tímar og
það tók átta mánuði að fullvinna
myndina eftir að tökum lauk.“
Leigði rússneskan kafbát
Það var Sigurjón sem hafði milli-
göngu um leigu á rússneskum kafbáti
fyrir gerð myndarinnar, og er hann
líklega fyrstur Íslendinga til að ráða
yfir kafbáti. „Það var nú ævintýri út
af fyrir sig,“ segir Sigurjón. „Þetta
var rússneskur kafbátur sem við
fundum í St. Pétursborg, en ekki í
Rússlandi heldur í Flórída. Hann var
í eigu Finna og þeir voru í vandræð-
um með hann vegna þess að þeir
höfðu ekki getað staðið skil á hafn-
argjöldum í Pétursborg.
Það er nokkuð sem fellur í skaut
framleiðanda, að koma að öllum þátt-
um kvikmyndagerðarinnar og hinum
ótrúlegustu. Það tók þrjá mánuði að
ganga frá samningum um kafbáta-
leiguna. Í raun stóðum við frammi
fyrir því að þetta var eini kafbáturinn
í heiminum sem við gátum leigt og
hentaði fyrir tökurnar. Við hefðum
hugsanlega getað fundið kafbát í Pól-
landi, en þá hefðum við þurft að taka
atriðin í Gdansk og þar er ekki sami
aðbúnaður fyrir kvikmyndagerð og í
Kanada.“
Borin saman við Das Boot
Sumir gagnrýnendur hafa borið
myndina saman við frægustu kaf-
bátamynd allra tíma, Das Boot. Sig-
urjón segir að allar kafbátamyndir
sem gerðar hafi verið hafi verið skoð-
aðar við gerð „K-19: The Widow-
maker“. „Þar skarar Das Boot fram
úr, þannig að þetta eru meðmæli,“
segir Sigurjón. „En það er kannski
fyrst og fremst af því Das Boot er
mjög persónuleg saga og það sama á
við um okkar mynd. Hún er í raun og
veru ekki í líkingu við þær kafbáta-
myndir sem hafa komið frá Holly-
wood undanfarinn áratug.“
Kafbátamyndir eru í eðli sínu
krefjandi viðfangsefni, þar sem sögu-
sviðið er takmarkað og tökurnar í
þröngu rými. Leikstjórinn þarf því að
vera einkar hugmyndaríkur til að það
hamli honum ekki. Sigurjón tekur
undir að það hafi verið erfitt að vinna
við þessar aðstæður. „Ekki síst af því
kafbáturinn var byggður í réttri
stærð og því var oft erfitt að athafna
sig. Oft eru bátarnir hafðir stærri til
að leysa þann vanda, en við vildum
hafa þetta sem líkast raunveruleik-
anum. En við réðum við þetta því við
vorum með úrvals tæknimenn og
leikara. Það gat samt reynt á menn
að vera inni í litlum klefum allt að 15
tíma á dag.“
Önnur mynd
frumsýnd í haust
Sigurjón er sem áður segir að
vinna að annarri mynd með Kathryn
Bigelow, sem nefnist „The Weight of
Water“. Hann er aðalframleiðandi og
í aðalhlutverkum eru ekki ómerkari
leikarar en Sean Penn, Sarah Polley,
Catherine McCormack og Elizabeth
Hurley. Einnig tveir af helstu leik-
urum Dana, Ulrich Thomsen, sem Ís-
lendingar þekkja vel úr Veislunni eða
„Festen“, og Anders W. Berthelsen,
sem lék m.a. í „Mifunes sidste sang“.
„Þetta er allt öðruvísi mynd,“ segir
Sigurjón. „Hún er byggð á banda-
rískri metsölubók, annars vegar
skáldsögu um ung hjón í nútímanum.
Þau fara á vettvang að rannsaka tvö
morð sem gerðust meðal norskra inn-
flytjenda sem voru að setjast að í
Bandaríkjunum um aldamótin og eru
byggð á sannsögulegum atburðum.
Ákveðnir atburðir fara að gerast í nú-
tímasögunni, sem endurspegla at-
burði í fortíðinni. Myndin kemur út í
Bandaríkjunum í haust og hefur
fengið jákvæð viðbrögð. Ég er líka
ánægður með þá mynd, enda er gam-
an að fást við ólík verkefni.“
Spacey í
endurgerð Elling
Mörg fleiri verkefni eru í vinnslu
hjá Sigurjóni á ýmsum stigum.
„Verkefnið sem komið er einna lengst
er mynd sem Baltasar Kormákur
leikstýrir á næsta ári, „A Little Trip
to Heaven“. Það verður hans fyrsta
mynd á ensku. Hún gerist bæði í N-
Ameríku og á Íslandi. Erlendir leik-
arar verða í aðalhlutverkum, en ís-
lenskir leikarar koma einnig við sögu.
Svo er ég að vinna að bandarískri
endurgerð á myndinni Elling, sem ég
keypti réttinn að. Kevin Spacey er
meðframleiðandi og verður í aðalhlut-
verki.“
Eitthvað að lokum? „Mér finnst
mikilvægt að vekja athygli á því að
þrír Íslendingar eru í lykilhlutverk-
um í „K-19: The Widowmaker“ og
það eru ákveðin tímamót í mynd af
þessari stærðargráðu. Líklega verð-
ur bið á því að það endurtaki sig.
Þetta var að vissu leyti persónulegur
metnaður hjá mér, en þó svo að ég
hafi átt þátt í því, þá hefði það aldrei
gerst ef þessir einstaklingar væru
ekki svona hæfir.“
!
"#$%&
!%'(
&%'()'
pebl@mbl.is
ÞÓTT K-19: The Widow-maker sé þannigdramatísk spennu-mynd, byggð á sann-sögulegum atburðum
úr miðju kaldastríðinu, fer ekki
hjá því að einn grunnþátta hennar
hafi almenna heimspólitíska vísun
eða boðskap á þeim tímum þegar
stórveldi boða hugsanlegan stríðs-
rekstur í Austurlöndum og
hryðjuverk skapa hættu, sem rík-
isstjórnir deila um hvernig bregð-
ast eigi við.
Árið er 1961, þegar Sovétríkin
geta með kjarnorkuvopnum sín-
um eytt heimsbyggðinni tvisvar
og Bandaríkin tíu sinnum. En eins
og flestir vita er einu sinni nóg.
Meira en nóg. K-19, sem fær svo
hið ískyggilega viðurnefni The
Widowmaker, er leynilegur sov-
éskur kjarnorkukafbátur af full-
komnustu gerð, en þó ekki full-
komnari en svo að í jómfrúrferð
hans koma upp ýmis tæknileg
vandamál og það stærst að
kjarnaofninn ofhitnar. Kælibún-
aður kafbátsins ræður ekki við
vandann og bilun hans veldur því
að áhöfnin, sem glímir við vanda-
samar viðgerðir, stendur and-
spænis lífshættulegri geislun.
K-19 lýsir hugrekki og fórnfýsi
þessarar áhafnar við að reyna að
forða meiriháttar kjarnorkuslysi,
sem gæti haft afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir jarðarbúa og heims-
friðinn.
Viðbrögð valdsins
Engin neyðaráætlun var fyrir
hendi og áhöfnin lengi vel sam-
bandslaus við stjórnstöðina í landi
því loftnet bátsins hafði einnig
skemmst. Vegna sovéskrar laga-
greinar sem bannar „breytingar á
ríkiseignum“ án leyfis stjórnvalda
gat yfirmaður kafbátsins í raun
ekki brugðist við til viðgerða
nema gerast lögbrjótur í leiðinni.
Hann ákvað að brjóta lög.
Skömmu síðar, eftir að viðgerð á
kjarnaofninum hafði tekist farsæl-
lega og loftskeytasamband komist
á, stóð kafbátaforinginn frammi
fyrir annarri erfiðri ákvörðun.
Sovéskur díselkafbátur var þá
kominn á vettvang og beið þess að
taka áhöfn K-19 um borð, en sum-
ir voru þá þegar nær dauða en lífi
vegna geislunar. Foringinn bað
yfirmenn sína í landi um leyfi til
að áhöfnin yfirgæfi kafbátinn.
Þeirri beiðni var hafnað. Hann
gekk því gegn beinni skipun og
gat búist við því að verða fangels-
aður við komuna til Moskvu.
Þetta gerist þegar kafbáturinn er
á Norður-Atlantshafi, miðja vegu
milli Grænlands og Íslands.
Örlagasaga áhafnarinnar á
K-19 hafði verið þögguð niður í
heimalandi hennar í þrjá áratugi
þegar fjölmiðlar tóku að fjalla um
hana eftir að „glasnostið“ gekk í
garð snemma á 10. áratug síðustu
aldar. Síðan sýndi National Geo-
graphic heimildarþátt um at-
burðina og það voru yfirmenn
kvikmyndadeildar þess fyrirtækis
sem vöktu athygli leikstjórans
Kathryn Bigelow á þeim. Hún fór
nokkrar ferðir til Rússlands til að
kynna sér málið, ræddi við þá úr
áhöfninni sem komust lífs af og
ekkjur hinna sem ekki voru svo
lánsamir.
Tveir skipstjórar á sama skipi
Í myndinni taka höfundar sér
nokkur skáldaleyfi. Eitt það
helsta er að þeir skapa drama-
tíska spennu og átök milli yfir-
manns kafbátsins og næstráð-
anda, sem í raunveruleikanum var
ekki fyrir hendi. Yfirmaðurinn hét
réttu nafni Nicolai Zateyev en
persónan, sem Harrison Ford
leikur, heitir Alexei Vostrikov.
Næstráðandi hét í raun Vladimir
Yenin en persónan, sem Liam
Neeson leikur, nefnist Mikhail
Polenin. Bigelow og handritshöf-
undurinn Christopher Kyle gera
Polenin að fyrrum yfirmanni báts-
ins, sem lækkaður hefur verið í
tign fyrir að neita að grípa til til-
tekinna ráðstafana sem gætu
stofnað öryggi áhafnarinnar í
hættu. Polenin er því gerður að
aðstoðarmanni kafbátaforingjans
Vostrikovs. Um þetta atriði segir
Harrison Ford: „Þarna fengum
við stórkostlegt dramatískt tæki-
færi sem felst í tveimur skipstjór-
um á sama skipi.“ Bigelow segir:
„Þótt persónur myndarinnar séu
skáldaðar eru þær engu að síður
að verulegu leyti byggðar á því
sem eftirlifendur úr áhöfninni
sögðu okkur. Yenin (Polenin/Nee-
son) var félaginn, maðurinn sem
áhöfnin fékk sér í glas með. En ef
menn stóðu frammi fyrir baráttu
upp á líf og dauða vildu þeir frek-
ar að Zatayev (Vostrikov/Ford)
stæði við stjórnvölinn og tæki
ákvarðanirnar. Menn voru hrædd-
ir við hann, en treystu honum
jafnframt í einu og öllu.“
Hin mannlega vídd
Einnig leikararnir fóru í kynn-
ingarferðir til Moskvu til að fá til-
finningu fyrir mönnunum sem
þeir áttu að túlka. Liam Neeson
hitti þannig ekkju Vladimirs Yen-
in, „heillandi konu með yndislegt
blik í auga,“ segir hann. „Við
fengum okkur kaffi saman og hún
sagði mér með aðstoð túlks frá því
hversu mikið hún hefði elskað eig-
inmann sinn og saknaði hans dag-
lega. Hann hefði oft verið með
spaugsyrði á vör og haft ríkan
kaldhæðinn húmor. Bara að heyra
eitthvað af þessu tagi færir manni
nýja mannlega vídd á persónuna,
hversdagslíf raunverulegs fólks.“
Leikarar fengu einnig að þjálfa
sig um borð í raunverulegum kaf-
bát, þar sem myndin var mestan-
part tekin í Kanada, en einnig í
Rússlandi. Karl Júlíusson leik-
myndahönnuður byggði K-19
samkvæmt ítarlegum rannsókn-
um á þeim takmörkuðu gögnum
sem kvikmyndagerðarfólkið
komst yfir, en enn eru mörg
þeirra leynileg. „Þetta var afar
líkt því að koma saman raðþraut,“
segir Karl. „Í upphafi vissum við
lítið en smátt og smátt bættust
upplýsingabrotin við.“
Ekki bregðast okkur
Þegar kvikmyndagerðarfólkið
kom á dvalarheimili gamalla kaf-
bátamanna í Sankti Pétursborg
hitti það eftirlifendur þessa at-
burðar, sem þagað hafði verið yfir
áratugum saman. „Þessir menn
þurftu að fara heim og láta eins
og ekkert hefði gerst,“ segir
Kathryn Bigelow. „Þegar þeir
lögðust inn á spítala til að fá bein-
mergsflutning vegna geislunar-
innar var hin opinbera skýring að
þeir væru að gangast undir með-
ferð við taugaveiklun. Tveir
þeirra drógu mig afsíðis og sögðu
í geðshræringu: Þú verður að
segja þessu sögu. Ekki bregðast
okkur.“
Nú hafa Bigelow og samstarfs-
menn hennar sagt sögu þeirra.
Samkvæmt fréttum í vikunni fer
því fjarri að söguhetjurnar séu
sáttar við þá frásögn og telja að
Hollywood hafi brugðist þeim. En
sem fyrr greinir virðist sagan enn
vera tímabær, þegar ríkisstjórnir
tefla fram hervaldi sínu og skáka
hver annarri. Og annar rússnesk-
ur kafbátur, Kúrsk, lenti í sjáv-
arháska þegar K-19: The Wid-
owmaker var á undirbúningsstigi.
Sá atburður var ekki þaggaður
niður heldur sýndur í beinni sjón-
varpsútsendingu um heim allan.
Kalda stríðinu var lokið, þótt öðr-
um kunni því miður að vera enn
ólokið. Sigurjón Sighvatsson segir
að sagan af Kúrsk hafi kristallað
þá staðreynd fyrir sér. „Það skipti
engan mann nokkru máli að um
Rússa var að ræða. Þarna var ein-
faldlega fólk í lífshættu og það eru
sammannlegar kringumstæður
sem allir geta skilið.“
Sögnin að segja
– ekki þegja
„K-19: The Widowmaker
er ekki kvikmynd um stríð
heldur um það hugrekki
sem ákvörðun um að fara
ekki í stríð krefst,“ segja
aðstandendur mynd-
arinnar og skírskota
kannski um leið til sam-
tímaatburða í alþjóða-
stjórnmálum. Árni
Þórarinsson fjallar um
hina umdeildu K-19, sem
frumsýnd er hérlendis um
helgina, en Sigurjón Sig-
hvatsson er meðal fram-
leiðenda, Karl Júlíusson
gerir leikmynd og Ingvar
E. Sigurðsson er í auka-
hlutverki.
Átök um borð í kjarnorkukafbát: Harrison Ford sem Alexei Vostrikov og
Ingvar E. Sigurðsson sem Gorelov.
ath@mbl.is