Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 11. ágúst sl.
skrifaði Ómar Krist-
jánsson, stjórnarmaður
í KFUM og K, skoðun í
blaðið undir fyrirsögn-
inni „Baráttan um Ísr-
ael“.
Fyrirsögnin gaf
strax tóninn um þann
einhliða málflutning
sem á eftir kom, en það
að kalla örvæntingar-
fulla baráttu Palestínu-
manna fyrir sjálfstæðu
ríki og mótspyrnu gegn
áratugalangri kúgun
Ísraela „baráttu um
Ísrael“ gefur strax til
kynna að um einhvers
konar innrás Palestínumanna í Ísr-
ael sé að ræða. Þvert á móti eru það
Ísraelar sem ryðjast inn á landsvæði
Palestínu, og það þvert á samþykktir
fyrri ára. Því væri nær að tala um
„baráttuna fyrir tilvist Palestínu“.
Vil ég hér að neðan gera athuga-
semdir við nokkur atriði í skrifum
Ómars.
1.
Ómar fjallar í grein sinni um hvað
honum þyki fréttaflutningur frá
svæðinu einhliða og hallur undir
málstað Palestínumanna. Ég ferðað-
ist um þennan hluta Mið-Austur-
landa sumarið 2000. Þá hafði frétta-
flutningur mótað skoðanir mínar á
þann hátt að ég hélt Palestínumenn
óheflaða villimenn sem herjuðu á al-
saklausa Ísraela.
Þegar á staðinn var komið sá ég þó
fljótt að í raun var staða mála ekki
svo einföld. Palestínumenn höfðu
þurft að þola undirokun af hálfu Ísr-
aela í hálfa öld, verið gerðir landlaus-
ir og markvisst látnir hírast í eymd.
Í kjölfar ferðar Sharons á Must-
erisfjallið í september sama ár fóru
fjölmiðlar um allan heim að gera sér
betur grein fyrir aðstöðu Palestínu-
manna og fréttaflutningur breyttist
frá því að vera einhliða með málstað
Ísraela yfir í að huga líka að áratuga-
langri kúgun á íbúum Palestínu.
Fréttir af svæðinu eru því orðnar
betri, ítarlegri og hlutlausari, og
Ómar ekki í neinni aðstöðu til að
halda öðru fram.
2.
Ómar minnist á fjölda fallinna skv.
skýrslu tekinni saman af Internat-
ional Policy [Institute] for Counter
Terrorism (skammst. ICT en ekki
ITC eins og Ómar misritar). Ég
þekki ekki smáatriði þessarar
skýrslu, en þykir þó þarft að benda á
nokkrar staðreyndir um stofnunina
sem að henni stendur:
Skv. heimasíðu hinnar alísraelsku
ICT-stofnunar (http://
www.ict.org.il/) er
stjórnarformaðurinn
fyrrverandi yfirmaður
innan Mossad, ísr-
aelsku leyniþjónust-
unnar. Allir aðrir að-
standendur þessara
samtaka eru Ísraelar,
og ber þar að nefna
starfsmenn utanríkis-
ráðuneytisins, her-
menn, lögreglumenn
og ekki síst Carmi Gill-
on, sendiherra Ísraels í
Danmörku, en harð-
lega var mótmælt þar í
landi þegar hann tók
við embættinu þar eð
hann var ábyrgur fyrir pyntingum á
allt að 100 manns í stjórnartíð sinni
yfir ísraelsku leyniþjónustunni.
Dæmi nú hver fyrir sig áreiðan-
leika þessarar skýrslu.
Ómar sér sérstaka ástæðu til að
nefna að samkvæmt skýrslunni voru
80% fórnarlamba Palestínumanna
óbreyttir borgarar (og tekur sér-
staklega fram að þar af hafi 30% ver-
ið konur). Hann minnist einnig á að
um 2.000 manns liggi limlestir eftir.
Hann sér hins vegar ekki ástæðu til
að koma með sömu tölfræðigrein-
ingu á fórnarlömbum Ísraelshers.
Né minnist hann yfirhöfuð á þau
börn og konur sem Ísraelsher hefur
myrt eða þá andófsmenn sem teknir
hafa verið af lífi án dóms og laga.
Hann minnist ekki á markvissar að-
gerðir Ísraela til að hefta aðgang
Palestínumanna að læknisþjónustu.
Hann minnist ekki á áratugalanga
kúgun af hálfu Ísraela þar sem pal-
estínsku þjóðinni hefur markvisst
verið haldið á steinaldarstigi. Hann
minnist ekki á sjúkrabílana sem eru
skotnir sundur og saman án þess að
ísraelski herinn hafi nokkuð því til
sönnunar að hryðjuverkamenn
leynist í þeim. Hann minnist ekkert
á ólöglegar handtökur og brottvís-
anir Ísraelshers á hjálparstarfs-
mönnum (er skemmst að minnast
máls Hrafnkels Brynjarssonar fyrr í
sumar).
Loks minnist Ómar ekki á það að
hryðjuverkaárásir, jafnhörmulegar
og þær eru, eru framkvæmdar af
stjórnlausum einstaklingum og
smáum hópum manna, en ákaflega
erfitt er fyrir hinn hruma Arafat að
hindra slíkar árásir, sérstaklega
þegar áratugalöng kúgun og með-
fylgjandi hatur rekur fólk áfram án
allrar skynsemi. Og hvað þá, eins og
Björk Vilhelmsdóttir minnist á í
grein sinni dags. 27. ágúst, þegar bú-
ið er að eyðileggja kerfisbundið
innra löggæslukerfi Palestínu.
Árásir ísraelska hersins eru hins
vegar nokkuð sem auðvelt er að
stjórna, enda allar skipanir um árás-
ir komnar beint frá ísraelskum yf-
irvöldum. Þannig er Arafat í erfiðri
aðstöðu til að stíga fyrsta skrefið, en
á móti er Ariel Sharon og Ísr-
aelsstjórn fullkomlega fær um að
eiga frumkvæði að friði.
3.
Ómar minnist á Jenín, í misheppn-
aðri tilraun til að draga upp ein-
hverskonar mynd af sakleysi Ísr-
aelsstjórnar, og segir hann að í
upphafi hefði verið haldið að mun
fleiri almennir borgarar hefðu fallið í
innrás Ísraelshers í borgina, en þeg-
ar upp var staðið hafi „aðeins“ um 50
manns fallið, og flestir undir vopn-
um. Það var ekki furða að frétta-
menn og fulltrúar hjálparstofnana
ályktuðu sem svo að fjöldamorð ættu
sér stað, enda var eyðileggingin
gríðarleg, auk þess sem hjálpar-
starfsmönnum og fréttamönnum var
ekki hleypt inn á svæðið. Fyrst að-
gerðirnar voru svona réttlætanlegar,
eins og Ómar heldur fram, hvað var
þá verið að fela? Voru þessir „u.þ.b.
50“ Palestínumenn sem féllu kannski
ekki „flestir með vopn“ eins og Ómar
virðist halda? Enginn er til frásagn-
ar um það nema Ísraelsher, sem
varla fer að játa á sig óneyddur morð
á óvopnuðum, saklausum borgurum.
Er Ómar búinn að gleyma að Ísr-
aelsstjórn leyfði SÞ ekki að fram-
kvæma hlutlausa rannsókn á atburð-
um í Jenín?
4.
Hins vegar hefur Ómar nokkuð til
síns máls þegar hann segir að Yasser
Arafat megi láta af völdum. Þótt
Arafat hafi gert palestínsku þjóðinni
mikið gagn, og sé án vafa mjög hæf-
ur leiðtogi, þá er hann umdeildur og
myndi gera þjóð sinni mestan greiða
með því að finna sér yngri, hraustari
og síður umdeildan arftaka. Hann
hefur þó stigið fyrsta skrefið í þá átt
ÍSRAELAR ERU FJARRI
ÞVÍ SYNDLAUSIR
Ásgeir Þ.
Ingvarsson
Það að segja skrif
Bjarkar ala á hatri og
andúð á gyðingum og
Ísraelum, segir Ásgeir
Ingvarsson, er fjar-
stæða og bendir til mik-
illar þröngsýni eða dóm-
greindarskorts hjá
Ómari að hann skuli
halda slíku fram.
Sannsöguleg stórmynd framleidd
af Sigurjóni Sighvatssyni.
Magnaður spennutryllir sem þú verður að sjá!
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
Í GOETHE-ZENTRUM
Námskeiðin hefjast 23. september. Skráning og
beiðni um upplýsingar í síma 551 6061 kl. 15-18 frá
þriðjudegi til föstudags og á netfanginu
goethe@simnet.is. Skráningu lýkur 20. september.
Byrjendur
mánudaga kl. 20-21.30; Katharina Gross
Grunnstig 1
mánudaga kl. 18-19.30; Katharina Gross
Grunnstig 2
þriðjudaga kl. 18-19.30; Magnús Sigurðsson
Miðstig
fimmtudaga kl. 18-19.30; Sigurborg Jónsdóttir
Talþjálfun
þriðjudaga kl. 20-21.30; Angela Schamberger
Talþjálfun og málfræði
miðvikudaga kl. 18-19.30; Angela Schamberger
Barnanámskeið
Yngri börn: laugardaga kl. 13.30-14.15; Katharina Gross
Eldri börn: laugardaga kl. 14.30-15.15; Katharina Gross
Námskeið haustið 2002: