Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 37
✝ Áskell Hannes-son Egilsson
fæddist á Grenivík
við Eyjafjörð 28.
ágúst 1938. Hann
lést á Akureyri 1.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Ás-
kels, faðir: Egill Ás-
kelsson sjómaður á
Grenivík, síðar
bóndi í Hléskógum í
Höfðahverfi, hrepp-
stjóri og kennari.
Egill var f. í Aust-
ari-Krókum í
Fnjóskadal 28.2.
1907, d. 25.1. 1975, sonur Áskels
Hannessonar þaðan og Laufeyj-
ar Jóhannsdóttur frá Skarði í
Dalsmynni Bessasonar, Laufey f.
1877, d. 1927. Móðir: Sigurbjörg
Guðmundsdóttir húsmóðir á
Grenivík og í Hléskógum, f.
22.8. 1905 á Lómatjörn í Höfða-
hverfi, d. 10.12. 1973, dóttir
Guðmundar Sæmundssonar f.
1861, útvegsbónda á Grenivík,
síðar bónda á Lómatjörn, og
Valgerðar Jóhannesdóttur hús-
freyju þar, f. 1875 á Þöngla-
bakka í Fjörðum, Jónssonar
Reykjalín.
Systkin Áskels: 1) Sigurður f.
1934, skipasmiður, Reykjavík, 2)
Lára f. 1935, sjúkraliði, Reykja-
vík, 3) Bragi f. 1937, læknanemi,
d. 1958, 4) Valgarður f. 1940,
læknir og rithöfundur, Reykja-
vík, 5) Egill f. 1942, eðlisfræð-
ingur og rithöfundur, Reykjavík,
6) drengur f. 1944, d. s. á., 7)
Laufey f. 1947, hjúkrunarfræð-
ingur og söngkona, Reykjavík.
Áskell kvæntist 21.8. 1960
Svölu Halldórsdóttur læknarit-
ara, f. 13.6. 1942 á Seyðisfirði,
dóttur Halldórs Lárussonar
netagerðarmanns, f. 1915 í Nes-
kaupstað, d. 1977, og Jósefínu
Ágústsdóttur Blöndal, f. 1913 á
Seyðisfirði. Börn Áskels og
Svölu eru: 1) Hjördís verslunar-
maður, f. 5.5. 1960, maki Stefán
Traustason skipa-
smiður. Börn
þeirra: Monika,
maki Ísleifur Örn
Einarsson, eiga
tvær dætur; Halldór
Áskell og Svala
Hrund. 2) Egill
sölustjóri, f. 8.10.
1962, sambýliskona
Sólrún Stefánsdótt-
ir. Dætur þeirra: Ír-
is, Alma, Lena og
Vaka. 3) Halldór
Ómar sölustjóri, f.
20.4. 1965, sam-
býliskona Hulda S.
Ringsted, skildu, þeirra dætur:
Dagný Elísa og Sigrún Dóra. 4)
Þórir Guðmundur sjúkraþjálfari,
f. 4.3. 1971, kvæntur Hugrúnu
Felixdóttur leiðbeinanda, þeirra
synir: Sindri Vilmar, Nökkvi
Þeyr og Þorri Mar. 5) Sævar
Lárus sjómaður, f. 3.10. 1979,
unnusta Dísa Hrönn Kolbeins-
dóttir. Áskell nam skipasmíðar á
Akureyri hjá Skapta Áskelssyni
föðurbróður sínum, og vann við
það lengst af ævi sinni. Um hríð
rak hann með frændum sínum,
skipasmiðum, bátasmíðastöðina
Vör hf. á Akureyri. Fyrr á árum
var Áskell mikið til sjós á skip-
um Gjögurs hf., m.a. sem vél-
stjóri; fór fyrst á vetrarvertíð 15
ára, þá frá Grindavík. Á síðari
árum annaðist Áskell smíða-
kennslu við grunnskóla á Ak-
ureyri. Ungur var Áskell með
öflugustu sundmönnum landsins
og keppti oft í þeirri íþrótt.
Hann söng í Karlakór Akureyr-
ar Geysi um langt skeið sem ten-
ór og tók mikinn þátt í félagslífi
kórsins svo og íþróttafélagsins
Þórs. Áskell var einnig áhuga-
maður um hestamennsku og
fjallaferðir.
Áskell verður borinn til mold-
ar frá Glerárkirkju á Akureyri á
morgun, mánudaginn 9. septem-
ber, og hefst athöfnin klukkan
14.
Elsku pabbi. Að setjast niður og
skrifa minningargrein um þig,
mann á besta aldri sem aldrei var
veikur allt sitt líf þar til þú greind-
ist með krabbamein fyrir tveimur
árum er erfitt. Þú varst alltaf til
staðar og kunnir allt, gast allt, t.d.
það að hrista einn bílskúr fram úr
erminni, ekkert mál. Hesthúsin
bæði sem þú byggðir, æskuheim-
ilið í Lönguhlíðinni, að ég tali nú
ekki um alla fallegu bátana sem þú
og þínir félagar byggðu í gegn um
árin niðri í Vör. Þetta voru engir
smá skip fyrir okkur guttana að
horfa á og það var stórkostlegt að
fylgjast með á stundum tveimur
þrjátíu tonna eikarbátum fæðast
hægt og rólega hlið við hlið í stóru
skemmunni. Allt saman glæsilegir
bátar sem bera ykkur í Vör merki
um vandvirkni og fagurt hand-
bragð. Það voru miklir hátíðisdag-
ar á þessum árum þegar til stóð að
sjósetja, maður var ekkert smá
grobbinn þegar maður sagði við
strákana: „Nei, ég get ekki verið
með, ég er að fara niður í Vör með
pabba, við erum að fara að sjósetja
Sjöfnina,“ eða einhvern annan af
bátunum ykkar. Yfirleitt varst þú í
vöðlum úti í sjó að redda hinu og
þessu . Bátunum var rennt fram
eins langt og kostur var, síðan
beðið eftir flóði og þá flutu þeir
upp. Þetta voru miklir dagar og að
ég tali nú ekki um þegar bátarnir
voru afhentir eigendum, þá höfðuð
þið þann sið að margir aðstand-
endur og börn fóru gjarnan með er
siglt var út fjörðinn. Ekki laust við
að maður hafi verið grobbinn af
því að eiga pabba sem gat smíðað
svona skip. Öllum var síðan skutl-
að í land á Grenivík. Þetta voru
engar smá siglingar fyrir okkur
krakkana, allir karlarnir syngjandi
með eitthvað í glösum og snittu-
bakkar úti um allt. Einhvern veg-
inn heyri ég það og sé í minning-
unni þegar mamma var á bílnum á
bryggjunni að ná í okkur og segir:
„Keli minn, ertu ekki að koma?“
„Eigum við ekki að fara að drífa
okkur?“ „Ertu ekki búinn að fá
nóg, Keli minn?“ Ég held reyndar
að hún hafi vitað það í mörg ár að
það var ekki bara það að þú vildir
ekki koma strax sjálfur. Heldur
vildi fólkið hvar sem þú komst, al-
veg sama hvað var um að vera,
ekki sleppa þér í burtu vegna þess
að þú varst svo skemmtilegur og
það reyndi þess vegna með öllum
ráðum að halda þér örlítið lengur.
Enn í dag ef ég sé einhvern af bát-
unum ykkar, þá segi ég með stolti
við alla sem með mér eru: „Pabbi
smíðaði þennan bát.“
Margar minningar koma upp í
hugann úr réttunum þar sem þú
ert að ræða við alla gömlu karlana
hlæjandi og syngjandi með þeim.
Þar varst þú í essinu þínu. Ég man
alltaf þegar ég var lítill gutti hvað
mér fannst skrýtið hvað pabbi
varð þreyttur á leiðinni heim úr
réttunum. Þessi sama þreyta sæk-
ir reyndar á mig eftir réttir nú í
seinni tíð. Skál.
Ekki er hægt að minnast þín
öðruvísi en að tala um hestana.
Þeir voru þitt helsta áhugamál,
ásamt því að syngja í Geysi. Við
vorum búnir að fara í marga reið-
túrana saman í gamla daga og ég
held að það sé ekki vitlaust að
vitna í Villa í Húsey og segja:
„Þeir eru góðir þessir gráu,“ eins
og hann sagði við okkur einhvern-
tímann í stóðrekstri. Betri ferða-
hesta held ég að sé erfitt að finna
en þessa gráu þína tvo og þeir
vissu líka alltaf hvar þeir höfðu
þig. Þú þurftir alltaf að vera að
brasa eitthvað og þér leið illa ef þú
hafðir ekkert að gera. Erfitt var
að skipta sér af því sem þú varst
búinn að ákveða, eins og t.d. núna
í vor þegar þú varst orðinn veikur
sá ég um hestana fyrir þig. Þá
hringdi mamma einu sinni í mig og
sagðist ætla að skutla þér upp í
hesthús, vegna þess að þú værir
alveg friðlaus þarna heima. Ég
sagðist koma eftir hálftíma og
mamma tók af þér loforð um að þú
myndir taka því rólega og bíða eft-
ir mér með að gera í húsunum.
Þegar ég kom varst þú búinn að
öllu og ég sá að það hafði tekið
verulega á þig. Ég svona hálfpart-
inn skammaði þig fyrir en sé það
núna að þetta var eitthvað sem þú
varðst að fá að gera, en þetta
reyndist vera í síðasta skiptið sem
þú gafst klárunum þínum.
Þú söngst í Karlakórnum Geysi,
síðar Karlakór Akureyrar Geysi, í
fjöldamörg ár og varst búinn að
reyna að fá okkur bræðurna til að
prófa að koma á æfingu. Alltaf var
því borið við að við hefðum ekki
tíma. Við værum í fótbolta, körfu
eða skallablaki o.s.frv. og enginn
tími væri í það að syngja. Í vetur
komst þú upp í vinnu til mín og
horfði mjög íbygginn á svip á mig,
svo íbygginn að ég fékk í magann
og hugsaði: „Guð, hvað ætlar hann
að segja mér?“ Þú sagðir: „Egill,
þú verður eiginlega að koma núna
og syngja með í smá skemmtun
sem kórinn ætlar að setja upp með
lögum eftir Jónas og Jón Múla.
Það vantar svo mikið unga menn í
þetta.“ Ég var svo feginn þegar að
það var bara þetta sem þú vildir
að ég samþykkti þetta strax og
mætti með þér á næstu æfingu. Ég
er búinn að mæta á allar æfingar
og hef sungið með kórnum síðan.
Ekki varð það langur tími sem við
sungum saman í kórnum en ég
held að það hafi ekki endilega ver-
ið tilgangurinn hjá þér, heldur sá
að koma mér af stað. Ég er viss
um að þú ert sæll og ánægður með
það að hafa komið „stráknum“ í
kórinn fyrir rest. Takk fyrir það.
Ég reyni halda verki þínu áfram
og koma restinni af strákunum
þínum í hann.
Ég gæti eflaust haldið áfram
endalaust að tala um þig vegna
þess að ég hef jú átt þig að alla
mína ævi en nú er komið að þátta-
skilum í lífi mínu og ég vil bara að
lokum þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur öll í gegn
um tíðina og fyrir góða skapið þitt
sem alltaf var til staðar, elsku
pabbi minn.
Þinn sonur
Egill.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Elsku frændi Áskell. Sárt er að
sjá þér á bak, svo alltof, alltof
snemma. Þú, sem varst enn á fullu
í lífi og strarfi, alltaf til taks að
styðja hið góða og farsæla, hvar
sem þess var þörf. Nú koma ekki
fleiri vísur frá þér vinur, þær voru
ekki lengi að formast og fæðast í
þínum huga til ómældrar skemmt-
unar okkur öllum, því kveðskapur
og söngur voru svo mikils ráðandi
í þínum hugarheimi.
Ég þakka þér af hjarta allar
góðu stundirnar, sem þú fórnaðir
af þínum dýrmæta tíma, að líta til
frænku, í spjall um kóra og söng,
eða um nýjar vísur, sem fæddust
svo leikandi létt og streymdu fram
af þínum vörum. Þær stundir voru
fljótar að líða, bjart var yfir í okk-
ar hugarheimum, engir skuggar
finnanlegir.
Oft barst talið þá að kórnum
þínum. Þar var áhuginn fölskva-
laus og umhyggjan á hæsta stigi.
Þú varst vandaður maður til orðs
og æðis, aldrei heyrðust aðfinnslur
eða neikvætt tal um þína sam-
ferðamenn. Slíkt var fjarri þínum
göfuga og hreina hugsunarhætti.
Ég kveð þig klökkum huga,
kæri vinur og frændi. Farðu vel!
Elsku Svala og börn, innilegar
samúðarkveðjur.
Sigríður Guðmundsd. Schiöth.
ÁSKELL HANNES-
SON EGILSSON
Fleiri minningargreinar um Ás-
kel Hannesson Egilsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
!" # $!%
&'( !) * + )
!)
,)& -
./!)
! (")"0)
! " #
!"
# $ %
&'
()* +
( # ( ,
-. $ $ / - '
%)*,0
! "
# $%& "
&' " & &'
( ) !
!
"
!
# $
%%
&
!"#$%
%& ##' (
%#$%
!() & #$% ) *" ##'
!" & ##' )+! ,'$%
-- ')---
!"
# $ % &"
' $"
()* $+ "
$,$+ +) " -# -# "
$+ +) " . ) # "
) $+ +) "
$+ " / +) "
.
#+ +() +) "
() "
0 010 0 01