Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 21 SÍÐUSTU árin hjá föðurmínum voru honum erf-ið. Elli kerling sótti áhann og heilsan var far-in að gefa sig. Einkum var það andleg hrörnun, sem leiddi til þess að erfitt var að skilja hann einan eftir. Hann fékk að vísu, lengst af, inni hjá góðu fólki á dval- arheimili, en hjúkrun var þar ekki aðgengileg og þegar hann þurfti á spít- alavist að halda, fékk ég á tilfinninguna að hann væri óvel- komið gam- almenni og „því miður, þessi maður verður að fara út á morgun“, sögðu læknarnir og spítalinn, þótt hann væri eng- an veginn fær um að búa einn, sökum þess að hann var orðinn gamall. Og veik- ur. Það var á þessum árum sem ég upplifði þann veruleika að heilbrigðiskerfinu hjá okkur er ábótavant. Og gömlu fólki út- hýst, fólki sem hefur alið aldur sinn við að borga skatta og skyld- ur og reynst nýtir þjóðfélags- þegnar. En gleymist þegar á reynir; þegar það þarf á því að halda að njóta þeirra elda sem það fyrst kveikti. Þess vegna kom mér ekki á óvart, þegar til stóð að loka deild- inni fyrir heilabilaða gamlingja. Í annars ágætu heilbrigðiskerfi er ekki rúm fyrir afgangsstærðir. Þegar þeir liggja best við höggi sem ekki geta björg sér veitt. Ég man eftir því úr sveitinni í gamla daga, að rollunum sem ekki voru tvílembdar, var slátrað. Hér áður fyrr voru þau börn bor- in út, sem voru til trafala eða komu óboðin í heiminn. Og það fólk, sem ekki gat björg sér veitt í harðindum, drapst úr hor. Ekki er langt síðan vel upplýst þjóð í miðri Evrópu skipulagði útrým- ingaherferð gegn þeim sem voru ekki nógu vel af Guði gerðir. Fötluðum eða vangefnum. Og er ekki boðskapurinn sá, nú til dags, að gamlingjarnir eru reknir fyrst, þegar hagræða þarf í rekstr- inum? Gamalt heilabilað fólk! Hvað á það upp á dekk? Er þetta ekki gamla reglan úr sláturtíðinni og nýja móttóið í markaðsvæðing- unni? Er nema von þótt sömu að- ferðum sé beitt, þegar menn eru, blóðugir upp fyrir axlir, að reyna ná endum saman í spítalarekstr- inum? Skyldi nokkurn undra þótt þetta þetta fólk fari öfugt fram úr á morgnana! Annars dettur mér ekki í hug að halda að þessi fyrirætlun um lokun deildarinnar hafi stafað af mannvonsku eða illum hvötum. Stjórnendum Landspítalans er vorkunn. Þeim er gert að reka batteríið án þess að fá til þess nægilegt fé. Það er vitlaust gefið, sagði formaður Læknafélagsins og þegar vitlaust er gefið verður spilamennskan í sama dúr. Eng- inn leið að láta spilið ganga upp. Nema þá með örþrifaráðum. Og svo koma alþingismenn upp úr sandkassanum og benda á söku- dólga og benda á nauðsyn einka- væðingar og upplýst hefur verið að Íslendingar borgi meira til heilbrigðismála en flestar aðrar þjóðir. Allt er þetta gott og blessað og gamall og frekar hvimleiður siður að kenna öðrum um eða benda á aðrar lausnir, sem þó eru ekki í sjónmáli. Aðalatriðið er þó hitt, sem þetta snýst um, að við erum flest sammála um að hjúkrun og aðhlynning, ekki síst þeirra, sem verst eru settir, sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af skyldum sam- félagsins, án tillits til kyns, bú- setu, efna eða aldurs. Okkur hryllir við og hrökkvum upp með andfælum og hneykslan þegar það spyrst út að loka eigi á gam- alt heilaskert fólk og senda það heim. Eða bara eitthvað annað. Út í buskann. Við erum eflaust öll reiðubúin til að greiða skattana með glöðu geði, til að standa undir spít- alarekstrinum. Til að standa und- ir samfélagsþjónustunni. Sumir hafa sagt í þessari lotu, að ekkert geti bjargað vaxandi kostnaði í heilbrigðismálum, nema hækk- aðir skattar, en á móti segi ég, að fyrst má gera þá kröfu til fjár- lagavaldsins og alþingis að betur sé farið með skattpeningana og meðan við horfum upp á fjár- austur í nýtilbúin sendiráð í fjar- lægum löndum, fáránlegar til- lögur um jarðgöng á afskekktum vegum og bruðl með opinbert fé, þá er það engin útgönguleið og engin málamiðlun að selja fólki þá hugmynd að hækka beri skatta til að standa undir sjúkra- húskostnaði. Atlagan að sjúkravist heila- skertra einstaklinga á Landakoti rann út í sandinn og mér dettur ekki í hug að halda annað, en að ferill málsins og aðdragandi hafi verið mistök og misskilningur frá upphafi. En einhversstaðar í kerfinu varð þessi dæmalausa della sett fram sem hugmynd að sparnaði og óhjákvæmlegt annað en að draga þá ályktun að þessi tilraun stafi af ómeðvituðu virð- ingarleysi gagnvart sjúklingum af þessu tagi og er að því leyti angi af þeirri óhugnanlegu þróun í þjóðfélaginu, sem lýsir sér í minni miskunn, minni mannúð, minni og hverfandi nærgætni, gagnvart þeim sem minna mega sín. Þess sér víðar merki. Meðan við Íslendingar getum státað af sæmilegri velmegun og virðingarverðri samhjálp, er það stílbrot af versta tagi, siðlaus framkoma og fyrirætlan, að svipta ósjálfbjarga fólk á efri ár- um, þeirri aðstöðu og aðbúnaði, sem því er búin. Almennt tel ég að það sé til hreinnar skammar hvernig við látum það reka á reiðanum, hvað verður um elstu borgarana, ellilífeyrisþegana, eft- ir allt sem þetta fólk hefur lagt á sig. Og á inni hjá okkur. Ekki gleyma því að sú tíð rennur upp, fyrr en varir, að það er komið að okkur sjálfum, að kalla eftir því sem við eigum inni hjá því samfélagi, sem við höfum átt þátt í að skapa. Og þá viljum engin afgangs- stærð vera. Jafnvel þótt við verð- um heilaskertir gamlingjar. Öfugir fram úr HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram ebs@isholf. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.