Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 57 „ÞETTA er Blue Note í New York hérna á hinum enda línunnar, Norah er tilbúin að ræða við þig.“ Kemur ekki á óvart. Kemur ekki á óvart að umræddur starfsmaður til- kynni sérstaklega og – vel að merkja – með talsverðri áherslu hvaðan sím- talið kemur, hvert útgáfufyrirtækið er. Og það er ekki laust við að greina megi stoltið sem fylgir því. Blue Note. Þetta fornfræga útgáfufyrirtæki. Djassmerkið sem tryggir gæðin. Og það skal alveg viðurkennast, maður rak upp stór augu er maður handlék í fyrsta sinn eintak af Come Away With Me, fyrstu eiginlegu breiðskífu Noruh Jones, og sá að platan var gef- in út af Blue Note. Ekki bara vegna hefðarinnar ríku heldur einnig vegna þess að það er ekki á hverjum degi sem plata frá Blue Note ratar inn á borð deildar sem aðallega gerir dæg- urtónlistinni skil. Og það skal einnig viðurkennast að fegurð stúlkunnar á umslaginu fangaði athyglina. En auð- vitað varð það að aukaatriði um leið og sjálfur söngur hennar og píanóspil tók völdin. Þetta var í febrúar á þessu ári og blaðamanni varð þá strax ljóst að þessar lágstemmdu, sveitaskotnu blúsballöður ættu eftir að ná til stærri hlustendahóps en listamenn á Blue Note gera almennt. Nokkuð sem þessi hlédræga söngkona átti engan veginn von á eins og kom fram í stuttu samtali sem blaðamaður átti við hana símleiðis í vikunni sem leið. Ár rússíbanans „Ég er vissulega hálfringluð þessa dagana enda er ég mitt í æsilegri rússíbanaferð sem ég sé engan veg- inn fyrir endann á,“ segir Nóra er blaðamaður byrjar á að spyrja hana hvernig henni líði þessa dagana. „Nú þrái ég heitast að setjast niður, horfa til baka yfir liðið ár og njóta lánsins sem leikið hefur við mig,“ bætir hún við og ekki er laust við að greina megi þessa þreytu sem hún talar um á viðkvæmum og vinalegum málrómnum. Síðasta ár hefur sannarlega verið viðburðarríkt í lífi Nóru. Fjölmiðla- menn voru fljótir að taka Come Away With Me upp á sína arma, gagnrýn- endur hældu henni á hvert reipi og blaðamenn sýndi fortíð Nóru athygli, sérstaklega þeirri staðreynd að hún er dóttir gamla sítarleikarans Ravis Shankars. En það kom fljótlega á dag- inn að blaðamenn höfðu lítið upp úr því að garfa í ættfræðinni því Nóra hefur aðeins nýverið verið í sambandi við pabba. Með einstæðri móður sinni ólst hún upp í Dallas í Texas-ríki. Kornung hóf hún píanónám og drakk í sig mús- íkina sem tónelsk móðir hennar hlust- aði á öllum stundum; Ray Charles, Miles Davis, Billy Holiday, Hank Will- iams, Willie Nelson, Dolly Parton og Johnny Cash. Svolítið sérkennileg blanda af sveitatónlist og djassi, ólíkir listamenn sem þó sendu frá sér einn og sama tóninn, eina nótu, bláa nótu. Í menntaskóla sökkti hún sér fyrir alvöru ofan í djassinn og vakti brátt athygli fyrir óvenjuþroskaða rödd og liðtækan píanóleik. Árið 1996 hlaut hún nemendaverðlaun Down Beat tímaritsins fyrir djasssöng og laga- smíðar en raddböndin hvíldi hún þeg- ar háskólaárin tóku við því þá ein- beitti hún sér að því að öðlast æðri gráðu í djasspíanóleik. Eftir tveggja ára háskólanám sveif hún þó dáleidd í átt að bjarmanum frá skærum ljósum stórborgarinnar. Sumarlangt vann hún fyrir sér með því að leika á smá- klúbbum í New York en þegar laufin fóru að falla tók hún þá örlagaríku – og nú gæfuríku - ákvörðun að láta reyna frekar á klúbbaspilið. „Það var bara eitthvað svo heillandi við þetta líf, að vera umvafinn lista- mönnum, búa í lítilli íbúð á besta stað og leika á á kvöldin á reykmettuðum klúbbum fyrir þakkláta áhorfendur. Það var aldrei ætlunin að yfirgefa skólann en ég sé þó ekki eftir því núna því ég get alltaf lokið náminu seinna.“ Reglulega kom Nóra fram með fönk-bræðingssveitinni Wax Poetic en setti síðan saman sína eigin hljóm- sveit, sem síðar átti eftir að semja og leika með henni á umræddri Come Away With Me. Bláar nótur á silfurfati Plötusamninginn fékk hún nánast á silfurfati því henni nægði að senda nokkrar prufuupptökur til Blue Note og fyrr en varir var samningur inn- siglaður. En í ljósi þess að hún hefur aldrei álitið sig blátt áfram djasslista- mann, hafði hún þá ekki áhyggjur af því að hún yrði of brennimerkt af því að vera gefin út á þessu annálaða djassmerki? „Eiginlega ekki en ég hef þó alveg velt því fyrir mér. Þegar ég gerði samninginn þá var tónlistin samt mun djassskotnari en í dag. Blue Note hentar mér samt mjög vel, það er klassi yfir þessu merki.“ Samningurinn var undirritaður í byrjun árs 2001. Stór hluti ársins fór síðan í upptökur á plötunni umræddu, undir handleiðslu hinna gamalreyndu Craig Street (vann með Manhattan Transfer og k.d. lang) og Arif Mardin (upptökustjóri Arethu Franklin og Dusty Springfield). Eftir því sem á árið hefur liðið hafa kaupendur tekið við sér og nú hefur platan selst í 2 milljónum eintaka, sem er margfalt meira en aðrar nýjar plötur Blue Note og til marks um fenginn fyrir útgáfufyrirtækið þá er Nóra einungis annar listamaðurinn í sögu þess sem selur eina plötu í yfir milljón eintökum. „Þetta var tvöfalt lán, bæði fyrir mig og Blue Note, að leiðir okkar skuli hafa legið saman.“ Hötuð af hörðustu djössurum Blaðamenn hafa átt í mesta basli með að skilgreina tónlist Nóru. Fyrst héldu þeir hana djass, einkum út af Blue Note-tengingunni, en svo rann upp fyrir mönnum að hún ætti miklu meira skilt við blús, eða jafnvel þjóð- laga- og sveitatónlist. En þegar allt kemur til alls leikur Nóra einfaldlega popp, vandað og þægilegt popp, beint frá hjartanu. „Ég hef aldrei verið góð í því að skilgreina tónlist mína. Áhrif- in eru greinileg. Þetta er blátt áfram tónlist sem skýrir sig sjálf.“ Hún tekur undir með blaðamanni þegar hann getur sér til um að þessi sérkennilega blanda, tónlistarstíll hennar, eigi sér einkum skýringu í bakgrunni hennar, sveitatónlistina hafa hún frá uppeldinu í Texas, djass- inn úr skólanum og blúsinn New York-lífinu. Nokkuð hefur borið á titringi meðal hörðustu djassáhugamanna, að Blue Note skuli leggjast svo lágt að gefa út léttmeti eins og Nóru. Hún segist sannarlega hafa fundið fyrir þessum titringi, en lætur hann ekki angra sig. „Það undarlega er að þeir eru einu sem hafa stimplað mig sem einhverja djasssöngkonu. Sjálf hef ég aldrei gert það og ekki heldur Blue Note. En samt hata þeir mig. Ég myndi skilja þá heilshugar ef ég gæfi mig út fyrir að vera einhver djassgeggjari. En ég hef bara aldrei gert það.“ Hélt sig óútvarpsvæna Nóra segist kunna vel við sitt nýja breytta líf. „Þetta er náttúrlega það sem maður stefndi að,“ segir hún. „Svolítið ruglandi, en ég hlýt brátt að ná áttum. Eini munurinn í dag, frá því sem áður var, er hversu upptekin ég er, alltaf á ferðalögum.“ Og bjóst hún við að hún ætti eftir að ræða við blaðamann frá Íslandi? „Alls ekki,“ segir Nóra og hlær dátt. Hún segir líka erfitt að átta sig á tíðindum eins og þeim að hún eigi eina af söluhæstu plötum á Íslandi. „Það er eitthvað svo fjarstæðukennd til- hugsun ... Af öllum löndum í heiminu, ja hérna. Að hugsa sér!“ segir hún og virðist þægilega hlessa yfir þessum gleðitíðindum. „Mikið vildi ég koma og spila fyrir ykkur í þakklætisskyni.“ Nóra segir tilhugsunina um að tón- list hennar sé leikin á útvarpsstöðvum í löndum sem hún hefur ekki svo mik- ið sem hugsað út í, vera magnaða, en um leið hálf fáránlega. „Ég bjóst reyndar aldrei við því að tónlist mín yrði spiluð í útvarpi yfir höfuð, hélt hana ekki beint hentug til slíks brúks. Hefði ég sóst eftir því þá hefði ég örugglega gert plötuna svolítið út- varpsvænni, svona aðeins hressilegri. En það gleður mig að hafa ekki þurft að beygja mig og breyta tónlistinni til að öðlast athygli.“ Samið með pabba Á Come Away With Me eru lög eft- ir ýmsa höfunda, meðleikarar Nóru eiga flest, tveir standardar skipa mik- ilvægan sess, „Cold, Cold, Heart“ eft- ir Hank Williams og „The Nearness of You“ eftir Hoagy Carmichael og Ned Washington og sjálf á hún svo í þremur lögum. En hvað um framtíð- ina, hyggst hún semja meira? „Já, en vandinn er að ég hef aldei tíma til þess og því gengur óskaplega hægt að safna lögum í sarpinn. Samt vil ég að meirihluti laga á plötu kenndri við mig sé frumsaminn. Af þeim sökum er ég lánsöm að eiga þessa meðspilara að sem semja svo falleg lög.“ Nóra segist ekki hafa áhuga á því sem stendur að gefa út plötu sem ein- göngu innheldur hennar eigin lög. „Ekki vildi ég hlusta á þá plötu, ég er hreinlega ekki orðin nógu góður laga- smiður til þess. Þó vonast ég til að eiga nokkur góð á næstu plötu. Pabbi hefur samið tvö fyrir mig og það er yndislegt að geta unnið með honum. og vonandi gerum við meira af því í framtíðinni.“ Á þeim nótum framtíðarinnar lauk samtalinu. Nóra var lúin og þurfti að hvílast því brátt þarf hún að halda áfram tónleikareisunni og leika og syngja tónlist sína við sífellt meiri áhuga, tónlist á bláum nótum. Nóra á bláum nótum Norah Jones er nafn sem nýverið skaut upp koll- inum á listum yfir söluhæstu plötur. Nóra þessi er 23 ára Texas-stelpa sem dálæti hefur á gömlu djass-, blús- og sveitagoðsögnunum enda ber tón- list hennar þess merki. Skarphéðinn Guðmunds- son ræddi við Nóru um frægð, frama og framtíðina. Ein söluhæsta plata hérlendis það sem af ári er Come Away With Me með söngkonunni Noruh Jones skarpi@mbl.si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.