Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SLENSK orðabók kom fyrst út árið 1963, í rit- stjórn Árna Böðvars- sonar. Bókin var endur- skoðuð og gefin út að nýju árið 1983. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs annaðist útgáfuna í bæði skiptin en þegar bókaútgáfan var lögð niður árið 1992 keypti Mál og menn- ing útgáfuréttinn að orðabókinni. Eftir sameiningu forlaga er orða- bókin nú í höndum Eddu − miðlunar og útgáfu. Undanfarin sex ár hefur hópur fólks unnið að endurbótum á orða- bókinni. „Við nálguðumst verkið af auðmýkt, enda gerðum við okkur grein fyrir hversu mikið stórvirki orðabókin var á sínum tíma,“ segir Mörður Árnason ritstjóri. „Lýðveld- ið var aðeins 19 ára gamalt þegar bókin kom fyrst út og Menningar- sjóður, sem var opinbert forlag, kostaði kapps um að gefa út þessa bók á forsendum hins nýja þjóðríkis. Íslenska orðabókin var á sinn hátt rökrétt framhald af stofnun lýðveld- isins á Þingvöllum árið 1944.“ Mörður segir að starfsfólk orða- bókarinnar nú hafi ekki eingöngu fengið í arf þá bók sem Árni Böðv- arsson og samverkamenn hans skildu eftir sig með fyrri útgáfunum tveimur, heldur einnig metnaðinn sem fylgdi þessu brautryðjenda- verki. „Við tókum líka í arf frá þeim ákveðna sýn um hlutverk bókarinn- ar og mikilvægi íslenskunnar,“ segir Mörður, „stefnumörkun þeirra um að orðabókin endurspegli samhengið í íslenskri tungu frá Eddukvæðum til tölvualdar, og ekki síst þá áherslu sem í upphafi var lögð á málrækt og málstefnu í bókinni. Við höfum byggt okkar endursmíð á þessum hornsteinum þótt margt hafi breyst í málsamfélaginu og viðhorfum okkar til tungumálsins á þessum tæpu fjörutíu árum.“ Árni Böðvarsson skipaði sér í ákveðna orðabókarhefð, að sögn Marðar. „Hann byggði verk sitt fyrst og fremst á tveimur stoðum. Annars vegar Orðabók Blöndals frá um 1920, sem var og er mikið og merkilegt verk, en auðvitað tveggja- málabók, íslensk-dönsk, og hins veg- ar á ritmálssafni Orðabókar Háskól- ans, sem þá hafði starfað í hálfan annan áratug. Blöndalsorðabók á sér meðal annars rætur í Orðabók Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal frá lokum 18. aldar, þess sem ræktaði kartöflurnar og var gest- gjafi Eggerts Ólafssonar. Ég hef stundum kallað Blöndalsbók móður orðabókar Árna Böðvarssonar og Orðabók Björns er þá eiginlega amma þeirrar bókar! Hér liggur sem sé rauður þráður langt aftur í Ís- landssöguna. Þriðja stoðin hjá Árna voru svo nýyrðasöfn og frjó orða- smíð málfræðinga og sérfræðinga af ýmsu tagi.“ Í endurútgáfunni 1983 var ýmis- legt lagfært frá fyrstu útgáfu og tek- in inn ný orð sem bæst höfðu við eða lent utangarðs í frumútgáfunni. „Þá bættist Árna Böðvarssyni mikilvæg- ur samstarfsmaður sem var Ásgeir Blöndal Magnússon, höfundur Orð- sifjabókarinnar frá 1989. Ásgeir fór sínum öguðu höndum um bókina, en hans þáttur fólst ekki síst í að setja inn ýmislegt orðfæri og mállýskuorð sem ekki eða varla hafði komist á prent, og hafði meðal annars fengist í útvarpsþáttunum um íslenskt mál, svo að þar er ein stoðin í viðbót.“ Þegar Árni Böðvarsson og félagar unnu fyrstu útgáfuna þurftu þeir að uppfylla margvíslegar kröfur. Þá var ekki komin út samheitaorðabók, orð- takasafn, alfræðiorðabók eða slang- urorðabók, svo dæmi séu nefnd. „Að- staða okkar er allt önnur, og við þurfum ekki lengur að reyna að spanna öll svið. Nú er komnar fjöl- breytilegar handbækur og sérorða- bækur. Fræðimenn hafa aðgang að miklu safni á Orðabók Háskólans og frá Kaupmannahöfn berast fyrstu bindin í fullkominni fornmálsorða- bók. Af síðustu afrekum af þessu tagi er rétt að nefna bók Jóns Frið- jónssonar um íslensk orðatiltæki og Orðastað Jóns Hilmars Jónssonar, einkar vandaða bók á sínu sviði, og í haust kemur frá sama höfundi hug- takaorðabók, sem er fagnaðarefni. Notendur og áhugamenn um ís- lensku búa því við allt annan kost en um miðja síðustu öld, og þetta gerir okkur kleift að einbeita okkur að því sem hefðbundnar orðabækur gera best, að almennri merkingar- og notkunarlýsingu hvers orðs, að því að sýna þau í fjölbreyttum orðasam- böndum og setningastöðum með góðum dæmum, og að því að draga saman sem allra fjölbreytilegast safn orða, orðasambanda, heita og hugtaka sem víðast úr samfélaginu. Um leið á slík bók að veita áfram arfi fyrri alda, sem er einn helsti auður íslenskunnar og aðal hennar í augum fjölmargra erlendra manna.“ Stofnun í málsamfélaginu Íslensk orðabók er hin eina sanna orðabók í hugum þeirra sem hafa al- ist upp við hana, og er að öllu sam- anlögðu ein helsta metsölubók lýð- veldistímans. Enn skýtur gamla útgáfan upp kolli í fermingar- og út- skriftarmánuðum og tyllir sér efst á bóksölulistana. „Íslensk orðabók er í hugum þjóðarinnar ekki bara skrán- ing á orðaforða og orðnotkun, heldur um leið sjálf viðmiðunin þegar menn þurfa að fá aðstoð eða glöggva sig á tungumálinu. Mikilvægi hennar í málsamfélaginu hefur verið gríðar- legt. Þegar við fórum að vinna við bókina gengum við þess vegna til verksins af mikilli virðingu, bæði fyrir fræðistörfum og atorku frum- herjanna en ekki síður vegna þess að orðabókin er orðin ein af stofnunum málsamfélagsins.“ Endurskoðun orðabókar er mikil vinna og þrátt fyrir að reikna megi með ágætri sölu tekur að líkindum mörg ár að ná inn kostnaði. „Mál og menning, og síðan Edda á lokaárun- um, hefur þurft að leggja til verksins það sem nú er kallað þolinmótt fjár- magn og lagt í þetta lofsverðan metnað. Það hafa einnig fengist styrkir til verksins, bæði úr Lýð- veldissjóði heitnum og Málræktar- sjóði. Þá styrkir Menningarsjóður útgáfuna sjálfa á þessu ári. Þessir styrkir koma sér svo sannarlega vel, en eru þó í raun jaðarframlag. Í ná- grannalöndum eru svona bækur gefnar út með verulegum opinberum stuðningi og talið sjálfsagt mál.“ Þegar Mál og menning keypti út- gáfuréttinn kom í ljós að hjá Prent- smiðjunni Odda, sem hafði annast prentun bókarinnar, höfðu menn verið svo forsjálir að nýta rólegar stundir til að færa bókina í tölvutækt form. Það var gert með því að skanna inn síður úr bókinni sem setj- arar lagfærðu svo smám saman eftir megni. Oddi leyfði afnot af þessari tölvuskrá, sem auðveldaði Merði og hans fólki að hefja endurskoðunina. „Þessar textaskrár munuðu miklu. Íslensk orðabók er sjálf viðmiðunin Þriðja útgáfa Íslenskrar orðabókar kemur út hjá Eddu – miðlun og útgáfu hf. í lok október. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við orðabókarritstjórann, Mörð Árnason, um nýju útgáfuna, þrekvirki forvera hans og álitamál við orðabókargerð. Morgunblaðið/Kristinn Mörður Árnason: „Höfundar orðabókar af þessu tagi geta hins vegar ekki leyft sér að vera svo fræðilegir að þeir einangri sig frá málsamfélaginu og þeirri stefnu sem það hefur gagnvart tungumáli sínu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.