Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HRYGGJASEL - 2 ÍBÚÐIR Mjög vandað 272 fm einbýlishús, kjallari og tvær hæðir. auk 54,6 fm tvöfalds bílskúrs. Í kjallara er mjög góð 2ja herb. íbúð auk geymslurýmis. Á 1. hæð er m.a. stórt eldhús, stórar stofur og sjónvarpsherbergi. á 2 hæð eru 4 góð svefnherbergi og baðherbergi. Tvöfaldur stór bílskúr. Verð 24,5 m. tilv. 5021 Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Við bjóðum þér að skoða þessa glæsilegu og mikið endurnýjuðu 97,6 fm 3ja herb. íbúð í þessu rómaða og barnvæna hverfi. Ný, glæsileg ljós viðarinnrétting (hlynur) og öll eldhústæki ný í eldhúsi. Ný falleg gólfefni. Íbúðin er öll ný máluð. Sérlega björt og rúmgóð stofa. 2 góð svefnherb. Þvottah. í íbúð. Verið er að mála utan húss og greiðir seljandi þann kostnað. Eignin er laus og til afh. nú þegar. Já, hér þarf ekkert annað að gera en að flytja inn! Þú hreinlega verður að skoða þessa íbúð. Gunnar, gsm 697 4951, sölumaður Hóls, verður á staðnum og tekur vel á móti þér og þínum . Áhv. 4,7 millj. húsbréf. Verð 11,7 millj. Opin hús í dag milli kl. 14-16 Kíktu við og skoðaðu þetta einstaklega glæsilega útsýni. Íbúðin er 86 fm og er í nettu fjölbýlishúsi í þessu rólega hverfi. 2- 3 svefnherbergi. Rúmgóð og björt stofa. Eldúsið er með nýlegri, sérsmíðaðri inn- réttingu. Íbúðin er í dag nýtt sem 4ra herb. Inga Birna tekur vel á móti þér. Hagstætt verð aðeins 10,5 millj. HÁBERG 3 - 3. HÆÐ TIL VINSTRI (ENDAÍBÚÐ) Þessi er laus nú þegar og til afh. strax. Mjög falleg 104 fm endaíbúð á 4. hæð (efstu) í góðu fjölbýli ásamt ca 21 fm bílskúr. 2 svalir. 3 góð svefnherbergi. Björt stofa. Glæsil. nýtt baðh. Sérlega barnvænt hverfi. Ingimar verður á staðnum og tekur á móti þér. Áhv. 6,4 millj. byggsj./húsbréf. Verð 12,9 millj. (1460) EYJABAKKI 20 - 1. HÆÐ TIL HÆGRI Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is ÁLFTAMÝRI 32 - 4. H.Z TIL VINSTRI ( ENDAÍBÚÐ) Opið hús í dag, sunnudag, á milli kl. 14 og 16. Um er að ræða gullfallegt og mikið endurnýjað 3ja íbúða 336 fm hús með 50 fm innb. bílskúr og 25 fm laufskála á frábærum útsýnisstað. Falleg ræktuð lóð. Gjörið svo vel að líta inn. Ingibjörg og Ingólfur taka vel á móti ykkur. OPIÐ HÚS JÖLDUGRÓF 13 - 3 ÍBÚÐIR Sími 568 5556 jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Nýtt - BÁSENDI Góð neðri sérhæð ásamt tveimur herbergjum í kjallara (búið að opna á milli, en auðvelt að breyta aftur). Tvíbýlishús um 123 fm, frábær staðsetn- ing. Gott hús. Ýmsir möguleikar. Nýr eignaskiptasamningur. Gæti verið til afhendingar fljótlega. Hagstæð lán áhvílandi. Verð 15,5 millj. Áhvíl. 7,2 millj. húsbr. Nr.9078 OPIÐ HÚS KLAPPARSTÍGUR - BÍLSKÝLI Falleg endaíb. á 2. hæð á góðum stað mið- svæðis í borginni ásamt merktu bílast. í bílageymslu. Frábært útsýni. Eikarparket á allri íbúðinni. Íbúðin er sérlega björt þar sem gluggar eru stórir. Þvottahús í íbúð. Stærð 108 fm + stæði. Verð 17,8 millj. Gunnbjörn tekur á móti ykkur í dag milli kl. 14-16. SUNNUDAGAR Í VETUR Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14 Opið í dag, sunnudag, frá kl. 12.00-14.00 Verið velkomin - það er heitt á könnunni HÁALEITISBRAUT Rúmgóð 4ra til 5 herb. íbúð á 1. hæð. Rúmgóð. V-svalir. Þvottah. í íbúð. Fallegar innrétt. Laus fljótlega. Verð 13,5 millj. Áhvíl. 8,1 millj. Nr. 2163. Nýtt - TRÖNUHJALLI – KÓP. Mjög góð 2ja herb. íbúð, neðri hæð í einbýli með sérinngangi. Falleg gólf- efni. Góð innrétting í eldhúsi. Rúmgott baðherbergi með tengi f. þvottavél. Ágætt hjónaherbergi. Stofan er góð með útgangi í garðinn. Gólf eru með parketi og flísum. Verð 9,8 millj. Nr. 2300. Nýtt - VEGHÚS Góð 3ja til 4ra herbergja 95 fm íbúð á tveimur hæðum á 3. og 4. hæð í fjölbýli. S-svalir. Hús gott og sameign mjög góð. Verð 12,9 millj. Nr. 2217. Nýtt - VESTURBERG Mjög góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Stærð 59,8 fm. Sérþvotta- hús í íbúðinni. Parket. Vestursvalir. Örstutt í flesta þjónustu. Áhvíl. húsbréf 5,1 millj. Verð 8.7 millj. VANTAR - VANTAR Fyrir einn af viðskiptavinum okkar leitum við nú að sérhæð eða raðhúsi m/bílskúr í AUSTURBÆNUM. Stærðin þarf að vera 130-200 fm. Ef þið eruð í söluhug, þætti okkur vænt um að heyra frá ykkur. Hafið samband við sölumenn. ATH.: Allt að STAÐGREIÐSLA í boði fyrir réttu eignina. ✝ Steinunn G. Sig-urgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu 27. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- geir F. Magnússon, f. 26.5. 1896, d. 31.5. 1987, verkstjóri, og Línbjörg Árnadóttir, f. 16.6. 1896, d. 16.10. 1966, húsfreyja í Reykjavík. Eftirlif- andi systkini Stein- unnar eru: Lárus, f. 22.10. 1923, Guðrún, f. 23.11. 1924, og Hallgerður f. 3.4. 1928. Látin eru: Hafsteinn, f. 6.2. 1927, d. 20.5. 1927, Ragna, f. 22.6. 1930, d. 19.9. 1937, og Áslaug, f. 26.4. 1929, d. 5.5. 1987. ir. Sambýliskona Ragnars er Guð- laug Friðriksdóttir, bókbindari. Hennar börn eru Lilja, Karl og Árný. 2) Helgi Rúnar, f. 4.8. 1949, kennari. Kona hans er Helga Stef- ánsdóttir, kennari. Þeirra dætur eru: A) Hrönn, f. 27.3. 1970, maki Ólafur H. Þórólfsson, þeirra börn eru Helgi og Sólrún Margrét. B) Kristjana, f. 31.7. 1972. Sonur hennar og Gríms Thorarensens er Egill. C) Guðrún, f. 1.7. 1975. Dótt- ir hennar og Sigurðar Arnar Jóns- sonar er Arna Kristín. D) Inga Rún, f. 7.1. 1987. 3) Ingi Garðar, f. 10.9. 1952, d. 13.7. 1980, húsgagna- smiður. Kona hans var Dagný Hildur Leifsdóttir, þeirra sonur er Davíð Örn, f. 29.7. 1973. Steinunn vann við verslunar- og skrifstofustörf áður en hún giftist. Þegar synirnir stálpuðust fór hún aftur út á vinnumarkaðinn, var með heimagistingu, sá um veislur og vann við verslunarstörf. Útför Steinunnar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík á morgun, mánudaginn 9. september, og hefst athöfnin klukkan 15. Hinn 14. júní 1947 giftist Steinunn Einari Helgasyni, bókbands- meistara. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Ragnar Gylfi, f. 10.11. 1947, bókbandsmeist- ari. Fyrri kona hans var Sigríður Magnea Jóhannsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: A) Steinunn Lín- björg, f. 8.9. 1970, maki Finnur Víkings- son, synir þeirra eru Baldur Þór og Arnþór Gylfi. B) Aðalheiður Kristín, f. 14.2. 1973, sambýlismað- ur Björn B. Björnsson, þeirra dótt- ir er Harpa Kristín. C) Einar Sveinn, f. 11.1. 1978, sambýliskona Geirdís Kristjánsdóttir, hennar börn eru Kristján, Sólrún og Heim- Í lífinu skiptast á skin og skúrir. Það sem við gleðjumst yfir í dag get- ur verið horfið á morgun. Að kynnast persónu sem veitir manni vináttu, ást og hlýju eru forréttindi sem ekki eru sjálfsögð. Kynni mín af Steinunni hófust er ég flutti inn á heimili henn- ar og Einars, eiginmanns hennar, þegar kynni mín af yngsta syni þeirra, Inga Garðari, hófust. Sam- skipti okkar Steinunnar voru strax frá byrjun óvenjulega náin og var hún mér sem móðir frekar en tengdamóðir alla tíð. Saman fórum við í gegnum erfiðan tíma er Ingi Garðar drukknaði í Gíslholtsvatni. Saman upplifðum við góða tíma á Rimini ásamt Davíð, syni okkar Inga Garðars. Alla tíð gat ég leitað til hennar með hvaða málefni sem var og studdum við hvor aðra í öllu sem að höndum bar. Steina tók nýjum eiginmanni mínum með sömu hlýju og mér áður. Börnin mín af seinna hjónabandi kölluðu hana „Steinu ömmu“ því að það var hún þeim svo sannarlega strax frá fæðingu þeirra. Mér er því efst í huga þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa átt samleið með Steinu minni í lífinu og kveð hana með innilegu þakklæti fyrir allt sem hún var mér og mínu fólki. Dagný Hildur Leifsdóttir. Mennirnir ætla en Guð ræður. Enn einu sinni erum við minnt á sannindi þessi við fráfall Steinunnar systur minnar 27. ágúst s.l. Enginn gerði sér grein fyrir að veikindi henn- ar væru jafn alvarleg og þau reynd- ust vera né svo snöggum endalokum. Því var höggvið stórt. En eftir lifa minningarnar. Það var stór systkinahópur sem ólst upp á Fálkagötu 30 á Grímsstað- arholti, öll fædd á árunum 1923-1930. Á þessum árum og áratuginn fram að seinna stríði var mikil fátækt í land- inu. En á Grímsstaðarholtinu var gott samfélag, gott, heiðarlegt fólk sem sýndi samstöðu þegar á þurfti að halda. Minningarnar um uppvaxtar- árin eru því margar góðar og skemmtilegar. Til dæmis þegar Ung- mennafélagið var stofnað og allt sem þar fór fram, skemmtanir sem allir aldurshópar tóku þátt í, ferðalög og fleira. Að sjálfsögðu tók Steina systir þátt í öllu þessu. Hún fór ung út á vinnumarkaðinn og vann aðallega við verslunar- og skrifstofustörf. Eftir að drengirnir hennar þrír fæddust sinnti hún heim- ilinu, en tók að sér ýmis verkefni þar til hún hóf störf aftur að fullu. Eins og gefur að skilja kynntist hún mörgu fólki á þessum árum og eign- aðist góðar vinkonur. Steina systir var að mörgu leyti gæfumanneskja. Hún eignaðist þrjá myndarlega drengi en varð fyrir STEINUNN SIGURGEIRSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.