Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ við eigum heima í ESB,“ segir hún, en reiknað er með að aðildarsamn- ingurinn verði borinn undir þjóðar- atkvæði seinni part næsta árs. „Lýð- skrumarar gætu til dæmis reynt að gera sér mat úr áhyggjum bænda,“ bendir hún á. „Við verðum að styrkja umræðuna um Evrópusambandið, fá alla þjóðfélagshópa til að taka þátt í henni. Og við fulltrúar stjórnvalda þurfum að vera sjálfsgagnrýnir,“ bætir Hübner við. Marek Jastrzebski, sem svarar fyrir landbúnaðarmál í pólska sendi- ráðinu í Berlín og Morgunblaðið hitti einnig að máli, bendir á dæmi um hvað verið sé að gera til að vekja at- hygli almennings, ekki sízt til sveita, á því sem er breytist með inngöng- unni í ESB. Hinn 11. júní lagði upp frá forsetahöllinni í Varsjá hópur ungra pólskra bænda á reiðhjólum í leiðangur til Brussel, með viðkomu m.a. í Berlín, Hollandi og víðar, með viðræðum við starfssystkin í ýmsum þeirra héraða sem þeir hjóluðu um á leiðinni. Pólskir fjölmiðlar fluttu ít- arlegar fréttir af þessum leiðangri og þátttakendurnir, sem komu frá öllum héruðum Póllands, lögðu að loknum leiðangrinum vafalaust sitt af mörkum, hver í sinni heimasveit, til að veita sínu fólki áreiðanlegar upplýsingar um það sem í raun í vændum væri og hvernig vænlegast sé að búa sig undir þær breytingar. Jastrzebski viðurkennir hins veg- ar fúslega að margt fólk til sveita hafi mjög skakka mynd af því sem í vændum sé og það virtist móttæki- legt fyrir neikvæðum áróðri af því tagi sem Radio Maria sé þekkt fyrir. Sveitamenn séu, í Póllandi sem ann- ars staðar, gjarnan þrjóskir og fastir á sinni meiningu, svo að erfitt sé við þetta að eiga. Jöfn samkeppnis- staða lykilatriði Pawel Samecki, sem var um árabil einn aðalsamningamanna Pólverja í aðildarviðræðunum við ESB og Morgunblaðið hitti að máli í Varsjá, segir að í deilunni sem nú stendur sem hæst um landbúnaðarþátt aðild- arviðræðnanna sé aðalatriðið að framleiðendur landbúnaðarvara búi eftir stækkun ESB – hvort sem er í gömlum eða nýjum aðildarríkjum – við sömu reglur; að þeim sé ekki mis- munað. Hér sé kjarni málsins ekki sá að af skattfé Vestur-Evrópubúa sé dælt svo eða svo miklum peningum í vasa bænda í austurhluta álfunnar. Alls ekki. „Við gætum vel unað við að beingreiðslur yrðu afnumdar með öllu. En það yrði þá að gilda fyrir alla,“ segir Samecki. Verði þær hug- myndir sem núna eru uppi á borðinu að veruleika gæti útkoman orðið sú, að mati Sameckis, að pólskur land- búnaður yrði með öllu ósamkeppn- isfær; niðurgreiddar landbúnaðar- vörur frá Vestur-Evrópu myndu flæða inn í Pólland, þar sem innlend framleiðsla yrði dýrari. Því sé það réttlætismál að svo verði bundið um hnúta, að þessi staða komi ekki upp. Í þeim tillögum, sem fram- kvæmdastjórn ESB hefur lagt fram um landbúnaðarmál í aðildarsamn- ingunum við umsóknarríkin, er m.a. gert ráð fyrir að beingreiðslur til bænda – sem er einn stærsti út- gjaldaþátturinn úr sjóðum ESB skv. núgildandi reglum sameiginlegrar landbúnaðarstefnu sambandsins – verði innleiddar í áföngum í nýju að- ildarríkjunum. Hugmyndin er að austur-evrópsku bændurnir fái á fyrsta árinu eftir ESB-inngönguna sem nemur 25% af þeim bein- greiðslum sem kollegar þeirra í eldri aðildarlöndunum fá, og þetta hlutfall verði fært upp í 100% á 10 árum. En það er reyndar allsendis óvíst að samið verði á þessum nótum, þar sem núverandi ESB-löndin fimmtán munu ekki koma sér endanlega sam- an um sameiginlega samningsaf- stöðu um þessi mestu deiluatriði landbúnaðarmálanna fyrr en að loknum þingkosningum í Þýzka- landi, sem fram fara hinn 22. þessa mánaðar. Málið er viðkvæmt í Þýzkalandi, þar sem landið hefur lengi verið stærsti nettó-framlags- greiðandi til sameiginlegra sjóða ESB og óttast að sitja uppi með stærstan hluta þeirrar miklu kostn- aðaraukningar, sem útfærsla bein- greiðslukerfisins til nýju aðildarríkj- anna hefði í för með sér. Þjóðverjar – og hinar helztu nettó-framlagsþjóð- irnar Bretar, Hollendingar og Svíar – berjast reyndar fyrir því að bein- greiðslukerfið verði afnumið með öllu, sem liður í uppstokkun sameig- inlegu landbúnaðarstefnunnar. Sjálfsþurftarbúskapur Að mati Sameckis, sem vinnur nú m.a. að því að stýra sérfræðingaút- tekt á landbúnaðarþætti aðildarvið- ræðnanna í umboði pólskra stjórn- valda, ættu bæði Pólverjar og Evrópusambandið sjálft að líta á inn- göngu landsins í það sem tækifæri til að hrinda í framkvæmd þörfum um- bótum á pólskum landbúnaði. Þar eru framleiðslueiningarnar flestar mjög litlar – nærri 70% pólskra búa eru minni en 8 hektarar. Til sam- anburðar má nefna, að meðalbú í Þýzkalandi er tíu sinnum stærra. Samtals teljast búin í landinu vera hátt í tvær milljónir. Stór hluti hinna u.þ.b. sjö milljóna Pólverja sem hafa viðurværi sitt af landbúnaði framleiðir ekkert eða lít- ið sem ekkert fyrir markaðinn, held- ur stundar sjálfsþurftarbúskap. Margir þessara smábænda stunda reyndar landbúnað aðeins sem aukabúgrein og hafa tekjur af öðrum störfum, oft „svart“, en svarta hag- kerfið, sem hvergi birtist í opinber- um hagtölum, er enn býsna um- fangsmikið í landinu. Þörfin á nútímavæðingu í pólsku samfélagi er mest áberandi í sveitum landsins. Þótt Varsjá og aðrar stærri borgir státi nú af nýtízkulegum verzlunum og skrifstofubyggingum, börum og farsímaauglýsingum er öðru vísi um að litast í dreifbýli og hnignandi iðnaðarbæjum. Í sveita- þorpum Austur-Póllands fær gestur gjarnan á tilfinninguna að tíminn hafi staðið í stað í allt að því heila öld. Og ástandið í bæjum og íbúðar- hverfum verkamanna í héruðum þar sem flestir höfðu áður atvinnu af iðn- aði sem nú er úreltur, s.s. á námu- og stáliðjusvæðunum í Slésíu, er víða slæmt. Þar er dapurleg arfleifð kommúnistatímans oft yfirþyrmandi – gráar íbúðarblokkir í niðurníðslu, götur og gangstéttir ónýtar af við- haldsskorti, fátækt, félagsleg upp- lausn, alkóhólismi. Milljónir Pólverja búa við þessar aðstæður og því ljóst að gríðarlegt átak þarf til að bæta úr. Að mati Sameckis er mikilvægast að nýta það tækifæri sem nú gefst til nútímavæðingar pólsks landbúnaðar með hjálp Evrópusambandsins, að leggja áherzlu á byggðaþróun í dreifbýli – Samecki og ritstjórinn Sarjusz-Wolski eru báðir á þeirri skoðun, að þetta atriði sé þegar á heildina er litið mun mikilvægara en beinn stuðningur við einstaka bænd- ur. Frá pólskum bæjardyrum séð væri þó gallinn við þetta sá, að sam- kvæmt gildandi reglum ESB verður pólska ríkið að fjármagna byggða- þróunarverkefni til helminga á móti hverri evru sem frá ESB kemur, á meðan allur beinn framleiðslustuðn- ingur í landbúnaði kemur alfarið úr sameiginlegum sjóðum sambands- ins. Beðið eftir jólasveininum En hér sér Sarjusz-Wolski reynd- ar einnig eitt stærsta vandamálið – að Pólverjar séu ekki að gera nóg til að búa sig undir þau vinnubrögð sem viðhafa verður ef t.d. bændur, sveit- arfélög og aðrir aðilar í Póllandi eiga að geta uppfyllt sett skilyrði fyrir að þiggja fjárhags- og aðra aðstoð frá ESB. „Það eru allt of margir sem bíða bara aðgerðalausir og virðast trúa því að ESB sé eins konar jóla- sveinn sem komi til Varsjár með full- an poka af peningum þegar landið verður gengið í sambandið. Þetta er mjög skaðleg afstaða, því við munum ekki geta nýtt okkur þá möguleika sem aðildin býður uppá nema við til- einkum okkur leikreglurnar. Og uppá það vantar því miður mikið,“ segir ritstjórinn. Stjórnsýslan, eink- um í héraði, sé víða langt frá því að vera í stakk búin til að standast þær kröfur sem gerðar eru til umsýslu- aðila hinna ýmsu aðstoðaráætlana ESB, svo sem SAPARD-áætlunar- innar, sem snýst um stuðning við umbóta- og atvinnuþróun í landbún- aðarhéruðum. Að sögn Sarjusz-Wolskis er það því miður fyrirsjáanlegt, að pólska stjórnsýslan muni enn eiga langt í land með að læra þessar leikreglur þegar að aðildinni kemur og því muni mörg evran, sem með betri undirbúningi væri hægt að sækja, verða sýnd veiði en ekki gefin. Það sé jafnvel viss hætta á að þetta gangi svo langt, að Pólland yrði nettó- framlagsgreiðandi til sameiginlegra sjóða ESB fyrst eftir inngönguna! Þetta væri hugsanlegt, þar sem af hálfu ESB er það ófrávíkjanleg krafa að ný aðildarríki greiði full „aðildargjöld“, sem eru fast hlutfall af þjóðartekjum (þetta hlutfall er nú 1,27%), en alls óvíst væri hvort pólska stjórnsýslan væri strax eftir aðildina fær um að sækja það úr sjóðum ESB, sem Pólverjum ætti að standa opið að fá. Til þess þurfa Pól- verjar að læra að fylla út eyðublöðin frá Brussel a.m.k. eins vel og Írar hafa gert á liðnum árum og sjá til þess að á fót sé komið skilvirkt kerfi sem fært sé um að koma ESB-að- stoðinni til skila til réttra aðila og verkefna. Þak á styrkina Samkvæmt útreikningum Jarosl- avs Pietras, eins aðalsamninga- manns Póllands í aðildarviðræðun- um, sem Morgunblaðið hitti í Berlín, má búast við því að aðildargjöld Pól- lands verði á fyrsta aðildarárinu um 2.560 milljónir evra. Að því gefnu að pólska stjórnsýslan taki sér tak og verði fær um að sækja það sem Pól- landi á að geta staðið til boða úr hin- um ýmsu sjóðum – og að svo miklu leyti sem á þessu stigi málsins er hægt að gizka á þær upphæðir – reiknar Pietras með því að heildar- upphæðin sem Pólverjar fái til baka frá ESB á fyrsta aðildarárinu (2004) verði liðlega 2.800 milljónir evra. Í pólskum fjölmiðlum hafa þó birzt aðrar tölur í þessu sambandi. Á grundvelli tillagna framkvæmda- stjórnar ESB að samningsafstöðu sambandsins í landbúnaðar- og byggðastyrkjamálunum (sem ráð- herraráð ESB hefur enn ekki sam- þykkt) hefur verið reiknað út, að Pól- land muni eiga kost á samtals 13,8 milljörðum evra, andvirði um 1.200 milljarða króna, í styrki á árunum 2004-2006. Þar sem ESB heldur fast í þá reglu, að ekkert land fái meira í styrki úr sjóðum sambandsins en sem nemur að hámarki 4% af lands- framleiðslu viðtökulandsins, verður að sögn Pietras sú regla út af fyrir sig til þess að setja þak á styrki ESB til Póllands og hinna nýju aðildar- ríkjanna, m.t.t. þess hve landsfram- leiðsla þeirra er lítil í hlutfalli af landsframleiðslu núverandi ESB- landa. Ótti í eldri aðildarríkjunum um að nýju aðildarríkin sogi til sín ógrynni fjár sé því ástæðulaus, að hans mati. Sjávarútvegshagsmunum fórnað Evrópusambandsaðildin mun krefjast frekari fórna af sumum Pól- verjum, hjá því verður tæpast kom- izt. Hér að ofan hefur staðan í pólsk- um landbúnaði verið rædd, en við blasir að jafnvel milljónir manna, sem fram til þessa hafa haft viður- væri sitt af landbúnaði, munu þurfa að finna sér annan starfsvettvang á næstu árum. Og það þurfa væntan- lega margir pólskir sjómenn einnig: Pólland er hið eina tilvonandi nýju aðildarlandanna, þar sem sjávarút- vegur er umtalsverður. Störf tengd sjávarútvegi eru um 40.000 í landinu. Í þessum málaflokki lagði pólska stjórnin upp í aðildarviðræðurnar með kröfur um ýmiss konar sérregl- ur og undanþágur frá reglum sjáv- arútvegsstefnu ESB, en þegar til kastanna kom endaði með því að samningamenn Pólverja féllu frá þessum undanþágukröfum er þeir gengu til bráðabirgða frá samning- um um sjávarútvegskafla aðildar- samningsins í júní sl. Fórnuðu þeir þar með minni hagsmunum fyrir meiri, enda hafa þeir samið um ýms- ar sérreglur og tímabundnar undan- þágur í öðrum málaflokkum, þar sem stjórnin álítur meiri hagsmuni í húfi, svo sem í umhverfismálum, varðandi innleiðingu ýmissa staðla sem erfitt og dýrt er að uppfylla, varðandi regl- ur um kaup útlendinga á landi (sem er viðkvæmt mál einkum m.t.t. þess að fram til ársins 1945 var stór hluti þess lands sem nú er innan landa- mæra Póllands þýzkt) og þannig mætti áfram telja. Pólskir sjómenn hafa hótað að loka öllum höfnum landsins síðar í þessum mánuði til að vekja athygli eigin ríkisstjórnar á vanda atvinnu- greinarinnar. Pólskir útvegsmenn óttast að stærri og betur útbúnum skipum frá öðrum ESB-ríkjum verði hleypt inn í pólsku fiskveiðilögsög- una í Eystrasalti, þrátt fyrir að regla sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB um „hlutfallslegan stöðugleika“ ætti að tryggja pólska fiskveiðiflot- anum megnið af veiðiheimildunum. Vandinn er sá að flotinn er að miklu leyti úreltur. Talsmenn útvegs- manna fara fram á að þeim verði veittur aðlögunarfrestur til að fá betra tækifæri til að búa sig undir samkeppnina. Sem liður í aðildarundirbúnings- aðstoð ESB við Pólland var stofn- aður sérstakur þróunarsjóður ætlað- ur til að styðja við endurskipulagn- ingu og nútímavæðingu pólsks sjávarútvegs, en hingað til hafa pólsk stjórnvöld verið ófær um að sækja þetta fé, að því er talsmenn hagsmunaaðila segja. Snertifletir við íslenzka hagsmuni Hagsmunir Íslands og Póllands varðandi stækkun ESB tengjast helzt á tveimur sviðum, það er varð- andi viðskipti með sjávarafurðir og frjálsa flutninga vinnuafls. Með stækkun sambandsins mun Evr- ópska efnahagssvæðið einnig stækka; öll nýju ESB-aðildarríkin eiga einnig að verða aðilar að EES- samningnum. Þannig mun „fjórfrels- ið“ svokallaða ganga í gildi milli Pól- lands og Íslands, sem m.a. felur í sér að pólskir verkamenn geta komið og leitað sér vinnu á Íslandi, sem þeim er ekki heimilt nú. Við inngöngu Póllands í ESB mun ennfremur fríverzlunarsamningur- inn, sem Ísland og hin EFTA-ríkin gerðu við það og önnur tilvonandi ESB-lönd í Mið- og Austur-Evrópu, falla úr gildi og samningar Íslands við ESB taka við. Í fríverzlunar- samningnum við Pólland er kveðið á um tollfrelsi fyrir sjávarafurðir, en samningarnir við ESB eru ekki svo hagstæðir. Væntanlega verður þessu að einhverju leyti mætt með toll- frjálsum kvóta fyrir íslenzkan fisk. Fastlega má reikna með því að þessi kvóti miðist við viðskipti síðustu ára, og m.t.t. þess hve lítil þau hafa verið verður hann að öllum líkindum mjög takmarkaður. Með inngöngu Póllands í ESB og EES munu íslenzkum aðilum einnig opnast ýmis tækifæri, til dæmis til fjárfestinga í pólskum sjávarútvegi, sem ESB/EES-aðildin auðveldar þar sem um þær munu gilda sam- ræmdar reglur ESB með tilheyrandi réttaröryggi o.s.frv. Ennfremur verða pólskar skipasmíðastöðvar, sem Íslendingar hafa mikið skipt við, komnar inn á Evrópska efnahags- svæðið og þannig í betri aðstöðu til að bjóða í verk sem Íslendingum er skylt að bjóða út á EES-svæðinu. Danuta Hübner, Evrópumálaráð- herra Póllands, sagði aðspurð í sam- tali við Morgunblaðið að pólsk stjórnvöld væru vel meðvituð um að Pólland ætti samhliða ESB-inngöng- unni einnig að gerast aðili að EES- samningnum. Um þetta efni hefði meira að segja verið haldin ráðstefna í Varsjá í fyrrahaust. „Ég sé ekki nein vandkvæði á því að Pólland ger- ist aðili að EES um leið og það geng- ur í Evrópusambandið,“ sagði hún. auar@mbl.is Ungmenni í VarsjáUngir borgarbúar eru sá hópur Pólverja sem lítur aðildina að ESB jákvæðustum augum, eldra fólk í sveitum hefur neikvæðustu afstöðuna. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á næsta ári um inngöngu Póllands í ESB. Næsta sunnudag: Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland og Slóvenía. Pawel SameckiDanuta Hübner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.