Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FAGNA ber hverri bók sem út kem-
ur um þá sem ruddu brautina í ís-
lenzkri samtímalist á síðustu öld. Út-
gáfa listaverkabóka tilviljunarkennd
og mjög ámælisvert að ekki skuli
meira vera hugað að þeim þætti ís-
lenzkrar þjóðmenningar. Ástæðurnar
margar en vafalítið helstar að mark-
aðurinn er lítill en kostnaður mikill,
einnig að hér eru menn ekki samstiga
um útlit skilvirkni og hönnun lista-
verkabóka á seinni tímum, sem gerir
slíkar eftirsóknarverðarari, þótt
margt hafi verið vel gert. Listaverka-
bækur yfirleitt einhæfar og staðlaðar,
formálar hátíðlegir og yfirdrifnir, á
stundum skrifaðir í þá veru að ekki er
fyrir hinn almenna lesanda að melta
þá til fulls. Listaverkabækur skulu
forvitnilegar til aflestrar, handhægar
í uppflettingu og síður hugsaðar sem
stöðutákn og stáss í bókahillum. Með
því að vanrækja þennan þátt menn-
ingarsögu okkar er verið að ómerkja
hann og lítilsvirða, auka um leið við
þá miklu fáfræði sem þegar er fyrir.
Þá er íslenzk sjónlistasaga frá upp-
hafi til nútímans ekki til, ekki einu
sinni myndlistarmannatal, en það er
margra með nokkra yfirsýn að gera
slíkum ítarleg og sannferðug skil.
Bókin, eða réttara kynningarritið
um Jóhannes Jóhanneson, er í stóru
broti sirka 28,5x25,5 cm og vel frá
henni gengið. Hins vegar er hönnun
og uppsetning mjög formleg og al-
menns eðlis, sker sig í engu úr svip-
uðum útgáfum. Athygli vekur hve
formáli Beru Nordal listsögufræð-
ings er stuttur og snubbóttur, eink-
um í ljósi þess að löngu er farinn að
fyrnast þáttur Jóhannesar í íslenzkri
myndlistarsögu, kann að vísa til þess
að samsetningu hans hafi borið brátt
að. Jafnvel nemendur MHÍ voru fyrir
nokkrum árum farnir að spyrja hver
þessi prófdómari lokaverkefna
þeirra, Jóhannes Jóhannesson, eig-
inlega væri sem okkur kennurunum
þótti meira en skondið á sínum tíma,
og hver skyldi þá þekkingin í al-
mennu skólunum í dag? Í ljósi þessa
hefði að ósekju mátt eyða fleiri síðum
í lesmál og kynna málarann og mann-
inn að baki myndverkanna ítarlegar.
Þá er ritið tileinkað hjónunum Álf-
heiði Kjartansdóttur og Jóhannesi
Jóhannesyni eins og skýrt er tekið
fram, en þó er ekki í einni línu minnst
á þá merku gáfu- og sómakonu sem
stóð sem klettur við hlið bónda síns
og bjó honum fagurt heimili, hvað þá
að mynd af henni sé finnanleg í bók-
inni.
Í aðfaraorðum aðstandenda Jó-
hannesar segir; að í tilefni lengi fyr-
irhugaðrar sýningar og að hann hefði
orðið áttræður 27. maí 2001, var fyr-
irhugað að út kæmi kynningarrit um
verk Jóhannesar og feril listamanns-
ins. Sem þó ekki væri ætlað að vera
tæmandi úttekt, heldur öllu fremur
eiguleg listaverkabók. Leituðu þeir til
nokkurra vina Jóhannesar um gerð
þess. Tók Bera Nordal að sér að
skrifa um listamanninn, Kristján Pét-
ur Guðnason að ljósmynda verkin,
Halldór J. Jónsson að hafa umsjón
um íslenzkum texta og Karla Krist-
jánsdóttir að annast ritstjórn. Eru þá
allir upptaldir er tóku beinan þátt í
tilorðningu bókarinnar, nema Menn-
ingarsjóður Búnaðarbankans sem
styrkti útgáfuna myndarlega. Loks
má geta þess að Halldór Björn Run-
ólfsson sá um þýðingu greinar úr
ensku, Bernard Scudder hafði um-
sjón með enskum texta, prentvinnsla
var í höndum Odda, Háskólaútgáfan
gaf út.
Miðað við upprunaleg stefnumörk
má segja að tilganginum hafi vissu-
lega verið náð, en mikið hefði ritið
orðið skilvirkara ef fleiri orðum hefði
verið eytt í listamanninn sjálfan, líf
hans og umhverfi. Einnig ef lesið
hefði verið í nokkur málverkanna á
heilli síðu við hlið þeirra í stað þess að
gera það rétt aðeins í upphafi formál-
ans, þótt eina myndin sem vísað er
sérstaklega til sé við hlið textans.
Mögulegt hefði verið að leita til nokk-
urra listfróðra til að annast þá hlið,
um leið skapa samræður um list-
sköpun Jóhannesar. Við lifum á tím-
um lágmarksfræðslu um þessi mál í
skólakerfinu og eðli málverksins í
sjálfu sér, jafnframt alla grunnþætti
þess sem og hugmyndafræðilegan
bakgrunn. Þegar myndefninu og hinu
frásagnarlega þætti sleppir eru flest-
ir komnir að endamörkum þekkingar
sinnar, en það er einmitt þá sem innri
lífæðar myndflatarins taka að skarast
og nýjar víddir opnast. Fæstir með-
taka þannig raunverulegt eðli mál-
verksins, einkanlega ekki skynrænu
hliðina að baki vinnuferlisins, hvort
heldur viðfangsefnið sé hlutvakið eða
huglægs eðlis. Þannig hafa málarar
módernismans skilgreint hið síð-
arnefnda sem tilhneigingu til að kom-
ast burt frá hinu sýnilega (áreiti) og
staðsetja sitt innra sjálf og reynslu-
heim á léreftið sem fjórðu víddina. Að
öllu samanlögðu tómt mál að tala um
málverk sem list hins tvívíða flatar
einvörðungu, sem beri ekki í sér
neina tegund af hugmyndafræði, list-
heimspeki eða rúmtaki. Það er öllu
frekar yfirmáta flókið ferli og á það
má yfirfæra orðspekina: því meira
sem þú veist því minna skilur þú. Það
sem helst skal lofað við gerð bók-
arinnar og lyftir henni hátt, er lit-
greining málverkanna og hve lifandi
þau eru yfirleitt á síðunum. Hér hefur
verið unnið mjög gott verk og er sóm-
inn Körlu Kristjánsdóttur sem mér
er tjáð að hafi farið sex sinnum yfir
hverja litgreiningu. Ekkert er þó full-
komið og þannig truflar letrið undir
myndunum sjóntaugarnar eilítið, sem
menn geta sannfærst um með því að
setja hendina eða autt blað yfir það.
Í heildina er að sjálfsögðu ótvíræð-
ur ávinningur af útgáfunni og ritið
vekur upp áleitna spurningu nær haf-
ist verði handa um markaða röð
handhægra kynningarrita um ís-
lenzka myndlistarmenn á breiðum
grundvelli. Jafnfram marktæka ritun
íslenzkrar sjónlistasögu frá upphafi,
allt hér enn í sundurlausum brota-
brotum ...
– Samtímis útgáfu ritsins var opn-
uð sýning á málverkum Jóhannesar,
eins konar þverskurður og úttekt á
ferli listamannsins í tveim sölum
Listasafns Kópavogs. Einnig högg-
myndum Gerðar Helgadóttur, sem
safnið er kennt við og telst ásamt Ás-
mundi Sveinssyni helstur brautryðj-
andi nýrra viðhorfa í rýmislist á landi
hér, jafnframt fyrst að vinna í járn. Á
neðri hæð sýnir svo Valgerður Haf-
stað, lengi búsett í París og síðustu
áratugi í New York, myndverk er
spanna allan feril hennar. Þó að búið
sé að gera öllum þessum sýningum
skil á síðum blaðsins, og ég hyggst
ekki bæta hér neinu við, þykir mér
margra hluta vegna rétt að vekja sér-
staka athygli á þeim, þar sem rýnin
um bókina birtist væntanlega fyrir
lokun þeirra um helgina og síðustu
forvöð að mæta á vettvang. Þá þykir
mér fjölmiðlar ekki hafa veitt þessum
listviðburðum verðskuldaða athygli
eða hafa rýnt verið í þá í samræmi við
vægi þeirra.
Vafalítið komið í minn hlut að
skrifa ítarlega um þær allar ef ég
hefði ekki verið erlendis þar sem um
samtíðarmenn mína er að ræða.
Fylgdist með þróun listar Jóhann-
esar frá fyrstu Septembersýningunni
fram til hins síðasta og vorum á mik-
ilvægu tímaskeiði samverkamenn í
sýningarnefnd FÍM. Gerður var
tveim árum á undan mér í Hand-
íðaskólanum, hafði lokið námi en
hafði vinnuaðstöðu í svonefndri
Svínastíu í bakgarði skólans á Grund-
arstíg 2. Valgerður Hafstað hins veg-
ar samtíða mér í skólanum er hann
var til húsa á efstu hæðinni á Lauga-
vegi 118 ...
Af bók og sýningum
Ekki vonum fyrr að út kæmi rit sem kynnti landsmönnum list
Jóhannesar Jóhannessonar er var í innsta kjarna Septembersýn-
inganna svonefnda 1947–52, sem löngu seinna gengu í nýja
lífdaga með Septem-hópnum. Í tilefni útkomu bókarinnar rýnir
Bragi Ásgeirsson í hana og víkur aðeins að þrem athyglisverðum
sýningum í Gerðarsafni sem lýkur um helgina.
Ljósmynd/Jóhannes Jóhannesson
Japanskur dans 1975–76, olía 86 x 90 cm.
Norræna húsið Norska teikni-
myndin Solan, Ludvig og Gurin með
tófuskottið verður sýnd kl. 14.
Myndin, sem er í fullri lengd, er
byggð á verðlaunaðri barnabók eftir
rithöfundinn Kjell Aukrust um úti-
hússálfinn Gurin sem getur ekki
stillt sig um að vera óttalegur refur
og vaknar einn daginn með tófuskott
á rassinum. Leikstjórn er John M.
Jacobsen og Nille Tystad. Handrit:
Kjell Aukrust og Vibeke Idsøe.
Aðgangur er ókeypis.
Stykkishólmskirkja Páll Óskar
poppsöngvari og Monika Abendroth
hörpuleikari halda tónleika kl. 20.30.
Tónleikarnir eru liður í sumar-
tónleikaröð sem kirkjukór Stykk-
ishólmskirkju stendur fyrir og með
þessum tónleikum lýkur tónleika-
röðinni að þessu sinni.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
TRÍÓ Reykjavíkur hefur vetrar-
starf sitt með tónleikum í Hafnar-
borg í kvöld kl. 20.00. Tríóið er skip-
að Pétri Máté píanóleikara, Guðnýju
Guðmundsdóttur fiðluleikara og
Gunnari Kvaran sellóleikara. Gestur
tríósins á tónleikunum er bandaríski
sellóleikarinn Nina Flyer, en Gunn-
ar Kvaran leikur ekki með að þessu
sinni. Á efnisskrá verða tríó eftir
fjögur 20. aldar tónskáld: Tríó í d-
moll eftir tékkneska tónskáldið
Bohuslav Martinu, Tríó nr. 1 í einum
þætti eftir Rússann Dmitri Sjost-
akovitsj, annar einþáttungur eftir
Tékkann Josef Suk, Elegie op. 23,
og að lokum tríó eftir Frakkann
Claude Debussy en hann samdi að-
eins þetta eina píanótríó og heyrist
það fremur sjaldan á tónleikum.
Nina Flyer, er íslensku tónlistar-
fólki vel kunn, en hún starfaði sem
fyrsti sellóleikari Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands um skeið á áttunda
áratug síðustu aldar.
„Tildrög þess að ég kom hingað á
sínum tíma voru þau, að við Guðný
vorum herbergisfélagar þegar við
vorum í námi í Bandaríkjunum. Hún
spurði mig eitt sinn hvort ég vildi
ekki koma til Íslands. Ég sagði bara
já og kom. Héðan fór ég til Ísraels
og leiddi sellódeild sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Jerúsalem í sex ár. Nú
bý ég í Bandaríkjunum og er enn að
spila.“
Nina Flyer er vel þekkt í tónlist-
arheiminum og kemur víða fram
bæði sem einleikari, í kammermúsík
og sem leiðandi sellóleikari með
hljómsveitum. Ein þeirra hljóm-
sveita sem hún hefur leikið með í
Bandaríkjunum er Kvennafílharm-
óníusveitin, sem hefur þótt afar
merkilegt fyrirbæri.
„Það er rétt, þessi hljómsveit hef-
ur alltaf þótt merkileg, ekki bara í
San Francisco og nágrenni þar sem
við störfum, heldur um allan heim.
Þetta eru allt konur, og við flytjum
eingöngu verk eftir konur. Þar hefur
mikilvægi hljómsveitarinnar verið
augljóst.
Í vetur erum við þó ekki með
neina tónleikaröð vegna peninga-
leysis. Hins vegar heldur Kvennafíl-
harmónían enn úti tónverkamiðstöð
með verkum kvenna. Þetta er orðið
stórt safn, og þangað sækja hljóm-
sveitir mjög mikið til að leita að
verkum eftir konur. Fólk þekkir
Clöru Schumann og Fanny Mend-
elssohn, en svo eru það allar hinar
líka!
Við erum þó með miklu meira af
verkum núlifandi kvenna og kvenna
á 20. öld, enda voru konur síður en
svo hvattar til að semja tónlist á öld-
um áður. En þó eru þarna líka verk
kvenna frá barrokktímanum innan
um, þótt þau séu ekki mörg. Hljóm-
sveitin hefur gefið út fjölda geisla-
diska og hefur boðið kventónskáld-
um að starfa með hljómsveitinni og
semja fyrir hana. Ein þessara
kvenna er Chen Yi. Hún er eitt besta
tónskáld dagsins í dag. Hún var með
okkur í þrjú ár og samdi fyrir okkur
stórkostlega tónlist. Svo höfum líka
fengið styrki til að kynna kvenkyns
hljómsveitarstjóra.“ Nina er bjart-
sýn á framtíð Kvennafílharmóníu-
sveitarinnar, því stjórnarmenn
hennar eru að vinna að tónleikaröð
fyrir næsta vetur.
„Flyer“ fyrir Flyer
Nina Flyer leikur með ýmsum
tónlistarhópum, kennir við Pacific
Conservatory of Music. En svo er
það samtímatónlistin.
„Samtímatónlistin er það sem ég
er sérfræðingur í og ég vinn mikið
með tónskáldum og tónlistarhópum
sem leika nýja tónlist. Ég er búin að
gefa út nokkra geisladiska, síðast
með verkum eftir Lou Harrison,
sem er eitt skemmtilegasta tónskáld
sem ég hef unnið með. Sum tónskáld
eru erfið í samvinnu, en hann var al-
gjör draumur. Ég lít svo á að þegar
tónskáld eru búin að semja sé þeirra
hlutverki lokið. Ég er túlkandi lista-
maður og tónskáldin verða að
treysta mér fyrir verkum sínum.“
Nina er að vinna að fjölskyldu-
geisladiski með verkum um dýr og
hefur fengið leikarann David Ogden
Stiers sem lék í M.A.S.H.-þáttunum
til að vera sögumaður.
„Svo er maður að semja fyrir mig
verk sem heitir Flyer,“ segir Nina
Flyer og hlær. „Alan Crossman er
tónskáld en líka flugáhugamaður.
Það er reyndar aldarminning flugs
Wright-bræðra á Kiddyhawk 1903
sem hann er að minnst í verkinu.
Þetta hljómar kannski hálfskrýt-
ið … ég elska Brahms, ég elska
Bach og ég elska Beethoven, en
samt er það svo að mér fer að leiðast
ef ég er ekki að gera eitthvað nýtt og
spennandi. Það er gott fyrir hugann,
sjóndeildarhringurinn víkkar, mað-
ur þjálfast í nýrri tækni og þarf að
beita huganum á annan hátt, og það
besta er að öll eldri tónlist verður
létt í höndum manns þegar maður er
búinn að spila mikið af nýrri tónlist.“
Nina Flyer kveðst elska að koma
til Íslands, og koma eins oft og hún
mögulega getur.
„Hvernig ætti manni ekki að líka
við Ísland, hér er frábært að vera.“
Nina Flyer er gestur á fyrstu vetrartónleikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg í kvöld
„Hvernig ætti manni
ekki að líka við Ísland?“
Morgunblaðið/Jim Smart
Tríó Reykjavíkur: Pétur Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Nina Flyer.