Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Grettir Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1945. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Gunn- laugur Ólafsson bif- reiðastjóri, f. 10. nóv. 1919, d. 3. júní 1979, og Ingibjörg Mar- grét Jónsdóttir bóka- vörður, f. 3. júní 1923, d. 2. sept. 1998. Systkini Grettis eru Jón Steinar hæstaréttarlögmað- ur, f. 27. sept. 1947, Ingibjörg, f. 12. nóv. 1958, d. 29. jan. 1960, og Ingibjörg Margrét leikskólakenn- ari, f. 8. nóv. 1961. Hinn 17. okt. 1964 kvæntist Grettir Þuríði Ingimundardóttur leikskólaleiðbeinanda, f. 26. feb. 1945 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ingimundur Guð- mundsson verkamaður, f. 17. maí 1906, d. 29. ág. 1981, og Guðrún Elísabet Ólafsdóttir húsmóðir, f. 2. maí 1915, d. 4. jan. 1985. Grett- ir og Þuríður eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Elísabet, ritari, f. 7. apr. 1964. Eiginmaður henn- ar er Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir, f. 6. maí 1959. Börn þeirra eru Karl, f. 9. apr. 1984, Ír- is, f. 7. nóv. 1986, Hrönn, f. 18. nóv. 1990, og Erna, f. 30. maí. 1994. 2) Gunnlaugur skrifstofu- stjóri, f. 4. mars 1966. Eiginkona hans er Dröfn Ólöf Másdóttir snyrtifræðingur, f. 5. jan. 1970. Dætur þeirra eru Kristín Rós, f. 10. okt. 1995, og Andrea, f. 7. mars 2002. 3) Ólafur Ingi, slökkviliðsmaður, f. 8. apr. 1972. Eigin- kona hans er Ingunn Þóra Hallsdóttir leikskólakennari, f. 31. maí 1973. Synir þeirra eru Axel Ingi, f. 15. nóv. 1996, og Emil Grettir, f. 9. feb. 2002. 4) Ingi- björg, leikskóla- kennari, f. 21. maí 1977. Maður hennar er Sölvi Þór Berg- sveinsson landfræð- ingur, f. 7. nóv. 1976. Dóttir þeirra er Sunna Þuríður, f. 21. sept. 2001. Grettir lauk húsasmíðanámi við Iðnskólann í Reykjavík 1967 og meistaranámi 1972. Hann vann við smíðar og verkstjórn, m.a. í Búrfells- og Sigölduvirkj- unum og um skeið í Svíþjóð og Nígeríu. Grettir starfaði einnig að meðferðarmálum, bæði heima og erlendis, m.a. hjá SÁÁ. Síðustu árin var Grettir sjálfstætt starf- andi verktaki í byggingariðnaði. Grettir var félagi í Stangaveiði- félagi Reykjavíkur, formaður Landssambands stangaveiði- félaga og formaður NSU (Norræn samtök stangaveiðifélaga). Hann var félagi í Sjálfstæðisfélagi Bakka- og Stekkjahverfis, sat í stjórn og var formaður þess um tíma. Þá var hann ötull stuðnings- maður knattspyrnufélagsins Fram. Á yngri árum var Grettir félagi í skátahreyfingunni. Útför Grettis fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 9. september, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, hans Grettis. Margar minningar skjót- ast upp þar sem ég sit og pára þessar línur. Gretti kynntist ég fyrir rúmum tólf árum og það kom mjög fljótt í ljós að ég yrði alveg einstaklega heppin með tengdaföð- ur því skemmtilegri og vandaðri mann hittir maður ekki oft. Ég held þó að honum hafi ekki alveg litist á blikuna þegar hann sá mig fyrst, í það minnsta hafði hann mjög gaman af að rifja upp okkar fyrstu kynni þar sem þessi lands- byggðarstúlka sat við hlið sonar hans, Gulla, á frjálsíþróttamóti í Laugardalnum í gauðrifnum galla- buxum og lopapeysu. Þessa sögu sagði hann öllum er heyra vildu og fleiri til. En hann sá nú fljótt að ég gat verið betur til fara svo ég var samþykkt inn í fjölskylduna. Grettir var mjög skemmtilegur og vel lesinn maður og sagði mjög skemmtilega frá enda hafði hann þvílíka útgeislun að hann hélt orð- inu mjög auðveldlega hvar sem hann var þótt stundum bæði mað- ur um „stuttu útgáfuna“. Mér fannst líka mjög athyglisvert til að byrja með hvað honum var tamt að teikna allt upp. Ef einhvern vant- aði leiðbeiningar þá var náð í blað og blýant og snarað fram mjög ít- arlegu korti. Hvar væri besti veiði- staðurinn í ánni eða hvernig ætti að komast í bakaríið. Grettir var mikill veiðikarl og ekki hægt að sleppa því að minn- ast á það. Var hann búinn að töfra alla fjölskylduna, börn, tengda- börn og svo barnabörnin, með sér í það sport. Við fórum í góða fjöl- skylduveiðiferð einu sinni til tvisv- ar á sumri þar sem hann var í ess- inu sínu að kenna veiðimennsku. Held ég að þær ferðir hafi skipt hann óskaplega miklu máli því þar sameinaði hann tvö af sínum stærstu áhugamálum, fjölskylduna og stangveiðina. Grettir var mikill fjölskyldumaður og afabörnin voru honum mikils virði og þau skynj- uðu það og sóttu mikið í hann. Hann var mjög ríkur því hann átti níu afabörn. Það yngsta Andrea dóttir okkar Gulla, fædd núna í mars á þessu ári. Þrjú þau yngstu, Sunna Þuríður, Emil Grettir og Andrea, fá ekki að kynnast afa sín- um mikið en minningu hans verður haldið á loft og þau fá að heyra sögur af afa í Kóngsbakkanum. Grettir var mjög bóngóður og snaraði sér í hlutina án þess að vera að velta þeim of mikið fyrir sér. Hann var hamhleypa til verka eins og ég varð kannski best vör við þegar við Gulli byggðum húsið okkar. Þar átti hann ófá handtökin og verkstjórn alla. En hún fórst honum mjög vel úr hendi. Hann var stríðinn alveg fram í fingur- góma og fékk maður oft að kenna á því. Hafði hann í mínu tilfelli al- veg sérstaklega gaman af að skjóta á Vestmannaeyinga í von um að ná að æsa mig upp. Hann var mikill tilfinningamaður og gat orðið heitt í hamsi þegar hann rök- ræddi hin ýmsu mál, sérstaklega pólítík. Þá borgaði sig ekkert að flagga sínum skoðunum ef þær voru ekki í takt við hans, þá varstu í vondum málum. Eins og fram hefur komið var hann tengdafaðir minn mörgum góðum kostum búinn sem hafa sem betur fer erfst til barna hans. Hafa þau öll sterk einkenni frá föður sínum. Elísabet tilfinninga- næmið, góða skapið og áhugann á að rækta fjölskyldutengslin; Gulli taktana, skapið og lundarfar; Óli smiðshendurnar, stríðnina og prakkaraskapinn og Ingibjörg … litla stúlkan hans, alveg sama hvað hún stækkaði og stækkaði, svo lík pabba sínum. Hún var alltaf á postulínsstalli hjá honum. En gull- molinn hans Grettis var hún Þura. Eina ástin hans. Ótrúlega samhent hjón í 38 ár sem hefðu átt að verða miklu fleiri ef þessi óvægni sjúk- dómur hefði ekki gripið í taumana. Elsku Þura. Þú varst honum allt. Síðustu mánuðir voru honum erfiðir og þá varst þú kletturinn sem hélst öllu gangandi. Hagg- aðist ekki. Missir þinn er mikill. Lífsförunauturinn góði farinn en þú stendur ekki ein því þú átt sterka fjölskyldu sem stendur allt- af með þér. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ég met það mikils. Bjarma stafar líkt og logi laufrautt kjarr hjá bláum vogi. Bráðum verður svalt hjá Sogi, söngvalaust og dauðahljótt. Þó að hreinn sé himinbogi, hver veit nema fjallið togi hvítan serk á sig í nótt. Gestur heima hættir veiðum, horfir á tæran strauminn freyð’um móbergsrif á mjóum eiðum meðan hann raular gamalt lag. Anganhöfug átti leið um unglingsbrjóst á þessum heiðum hamingjan einn horfinn dag. Reifist hrími runninn gljúpi, rjóðrið bleika nóttin hjúpi, merli vetur mjöll á núpi, minning sú fer aldrei burt. Sorgarblíð í sefans djúpi söm er hún löngum – eins og drúpi í tunglskinsmóðu mjaðarjurt. … Eins og hvít í húmi drúpi hamingjunnar granna jurt. (Ólafur Jóhann Sig.) Megi Guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Minningin um þennan góða mann mun lifa og ylja okkur. Dröfn Ólöf. Mig langar til að það skíni í gegnum þennan texta hversu ein- stakur maður Grettir Gunnlaugs- son föðurbróðir minn var. Það er illmögulegt. Til að kynnast þessum manni varð að hitta hann. Þeir sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi búa að því allt sitt líf. Ég þekkti Gretti frá því ég man eftir mér og hafði meiri mætur á honum en flestum öðrum. Hann var fjölskyldumaður og leið best í þeim góða hópi. Þur- íður eiginkona hans stóð með hon- um í gegnum súrt og sætt öll þessi ár. Vinskapur þeirra var jafn sannur og vinskapur verður. Þau eignuðust fjögur börn, hvert öðru efnilegra. Helsta afrek Grettis í lífinu var einmitt hversu ríkum litum hann málaði fólkið í kringum sig. Allt ber það sterk einkenni hans. Það er glaðvært, heiðarlegt, hjarta- hlýtt og heilsteypt á allan hátt. Sennilega er ekkert æðra takmark með lífinu en að skilja eftir sig því- líkan hóp. Svartá í Austur-Húnavatnssýslu var Gretti afskaplega hjartfólgin. Þangað fór hann að veiða, eins oft og auðið var. Gjarnan var besti vinur hans, Karl Björnsson, með í för. Stundirnar með þeim félögum í veiðihúsinu á síðkvöldum eru ómetanlegar. Þá var slegið á létta strengi. Gretti varð tíðrætt um vin sinn eftir að Karl féll frá í blóma lífsins á þessu ári. Grettir sagði sjálfur að líklega hefði hann verið einn af fáum sem skildu til hlítar óvenjulega kímni- gáfu Karls. Þeir voru sálufélagar og miklir vinir. Næsta veiðiferð í Svartá verður erfið. Ugglaust á ég eftir að sjá Gretti bregða fyrir kastandi flug- unni á Brúnarhylinn, þegar komið verður inn fyrir hliðið að vegslóð- anum. Eitt er víst; í huga mér verður Svartárdalur ávallt dalur- inn hans Grettis Gunnlaugssonar og minnismerki um farsælan og góðan mann. Ég votta Þuru, El- ísabetu, Gulla, Óla og Ingibjörgu innilega samúð mína. Grettir lifir í ykkur. Ívar Páll Jónsson. GRETTIR GUNNLAUGSSON  Fleiri minningargreinar um Grettir Gunnlaugsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                         !"# $                   % &   &&'   &  (  $   &(  )  *+ ,' &'   &   &(  - . *+  &'   + (      + /                               ! "        #    #      $      "  %  &    &      ! ""# $% &# #'"  ( '($% )%" #'" ! ""#  *" #'" +," -# #'" " ., / $% '(( -#,( #$% 01 #" '" .".," ' .".".,"2                                             !     "    !# $  %    &  ''         !  "#$$  % &   %  $'"#$$   ()% " * "#$$  ++,) )+++,-                                       !   "#  $ %!& & !  ' (# !  ( ) *+ $    !   ! ,!  $     $ " &- ! !  . )   $ /!! 0 !  1     $ 20!& 2  !   $    #          !  "#                        !  "   # $ !  !%  &    & '    (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.