Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 33 styrkur Ingibjargar Sólrúnar byggist ekki síst á trúverðugleika. Styrk hennar til að fylgja eigin sannfæringu.“ Öll sú umræða, sem hér hefur aðeins verið rakin að hluta, kviknar ef svo má segja upp úr engu. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að átta sig á því að það yrði akkur fyrir Samfylkinguna að fá Ingi- björgu Sólrúnu til liðs við sig í næstu þingkosn- ingum og þurfti í raun ekki skoðanakönnun til að sýna fram á það. Hún sýndi styrk sinn í stjórn- málum í borgarstjórnarkosningunum í vor og það er eðlilegt að þeir, sem vilja breytt stjórnarmynst- ur, horfi til hennar vonaraugum. Þótt langt kunni að virðast til kosninga styttist sá tími óðum. Yf- irlýsingar um ný framboð eru farin að berast og umræða um prófkjör og uppstillingar á framboðs- lista. Víst er að þeir, sem vilja að Ingibjörg Sólrún fari í framboð, vilja að það gerist áreynslulaust, en ekki með flumbrugangi á síðustu stundu þannig að umræðan um aðdragandann að framboðinu yfir- gnæfi ekki framboðið sjálft. Halldór Ás- grímsson dreg- ur skýra línu Yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar, for- manns Framsóknar- flokksins og utanríkis- ráðherra, á fundi flokksins um kosning- arnar á Selfossi í gær, föstudag, bera því reyndar einnig vitni að styttist í kosningar. Halldór sagði þar að aðalmarkmið flokksins í kosningunum í vor ætti að vera að stýra næstu ríkisstjórn. „Ég er tilbúinn að leiða hann á þeim forsendum,“ bætti ráðherrann við. Halldór tengdi hins vegar þetta markmið úrslitum næstu kosninga og sagði að flokkurinn yrði að koma þeim boðum skýrt til skila að ætluðust menn til mikils af Framsóknarflokkn- um, eins og menn ættu að gera því hann hefði fulla burði til að vera í forystu, yrði hann að fá stuðning: „Án þess stuðnings getum við lítið og það er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið að Framsóknarflokkur- inn verði í ríkisstjórn. Hann verður því aðeins í ríkisstjórn verði honum trúað fyrir því.“ Það er greinilegt af þessum orðum Halldórs að byrjað er að draga línurnar fyrir þá kosningabar- áttu, sem er í vændum. Þótt Halldór hafi hvorki nefnt tölur né viðmið í ræðu sinni er ljóst að hann er tilbúinn til að leggja ýmislegt undir til að Fram- sóknarflokkurinn leiði ríkisstjórn og hljóta að vakna spurningar um það hvernig stjórnarmynst- ur hann sjái fyrir sér að muni verða til þess að markmið hans fái brautargengi – að því tilskildu að kjósendur taki undir þau markmið í kjörklef- anum. Ingibjörg Sólrún mun sömuleiðis draga sína línu bráðlega, en hún hefur lýst yfir því að hún muni gefa ákveðið svar um fyrirætlanir sínar inn- an skamms. Fyrrnefnd grein Dags B. Eggerts- sonar, samherja hennar, hlýtur að vekja til um- hugsunar vegna þess að hann skrifar með mjög afgerandi hætti um að trúverðugleiki Ingibjargar Sólrúnar sé í húfi og hlýtur því að telja litlar líkur á að hún fari í framboð, þótt ekki væri nema vegna þeirrar einföldu ástæðu að byði hún sig fram til þings gæti slíkur málflutningur orðið vatn á myllu andstæðinga hennar síðar meir. Þessi litla spurning í lítilli skoðanakönnun hefur hins vegar dregið ýmislegt fram. Viðbrögðin sýna að innan R-listans hugnast mönnum lítt að Ingi- björg Sólrún hverfi úr stóli borgarstjóra, sem að vissu leyti rennir stoðum undir þau viðhorf að samstarf þeirra flokka sé annars vegar myndað um hana og hins vegar gegn Sjálfstæðisflokki. Dæmin bæði héðan og frá öðrum löndum sýna að það er alltaf erfitt að finna arftaka sterks foringja í stjórnmálum og jafnvel getur fylgt leiðtogakreppa þegar sterkur einstaklingur hverfur úr forystu. Breski Íhaldsflokkurinn eftir að Margaret Thatcher fór frá er iðulega nefndur í þessu sam- bandi þótt arftaka hennar, John Major, hafi tekist að leiða flokkinn til sigurs í næstu kosningum á eftir, en einnig má taka stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir tíð Davíðs Oddssonar í stóli borgarstjóra. Þegar horft er á landsmálin gefur augaleið að hugsanlegt framboð Ingibjargar Sólrúnar skýtur fyrst og fremst framsóknar- mönnum og Vinstri grænum skelk í bringu. Sam- kvæmt könnuninni tæki framboð hennar rúmlega 19% fylgi af framsóknarmönnum og um 20% fylgi af Vinstri grænum. Vitaskuld er ekki hægt að taka slíka könnun bókstaflega, en innan þessara flokka hljóta menn að hugsa til þess að framboð Ingibjargar Sólrúnar til Alþingis myndi ekki að- eins tefla valdastöðu þeirra í Reykjavík í hættu um leið og það myndi veikja samstarfið innan R- listans, heldur einnig veikja stöðu þeirra á lands- vísu um leið og staða Samfylkingarinnar styrktist. Skoðanakannanir eru notaðar í ýmsum tilgangi og nýleg dæmi um það hvernig þær geta orðið að vopnum í röksemdafærslu eru skoðanakannanir um afstöðu Íslendinga til aðildarviðræðna og að- ildar að Evrópusambandinu. Skoðanakannanir geta ýtt undir upplýsta umræðu og gefið stjórn- málamönnum vísbendingu um það hvernig vind- urinn blæs, en um leið segja þær ekki alla söguna og það má aldrei gleyma því að þær endurspegla aðeins viðhorf fólks þegar könnunin er gerð og eru engin ávísun á seinni tíma, til dæmis þegar talið er upp úr kjörkössum. Oft er talað um að stjórnmálamenn láti stjórn- ast um of af skoðanakönnunum. Þeir láti kannanir stjórna gerðum sínum í stað þess að fylgja eigin sannfæringu. En það er einnig hægt að segja að skoðanakannanir þjóni þeim tilgangi að halda stjórnmálamönnum við efnið og niðurstöður þeirra megi nota til að sjá hvort þeir hafi í raun umboð kjósenda til að gera eitt og annað. Einnig geta flokkar notað skoðanakannanir til að finna hentugan tíma til að láta kosningar fara fram. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um það hvort skoðanakannanir hafa áhrif á það hvernig fólk greiðir atkvæði, hvort fólk hafi tilhneigingu til þess að kjósa flokkinn, sem gengur vel í skoð- anakönnunum, eða hvort kjósendur sitji frekar heima ef þeir telji að flokkurinn sinn sé með slíkt forskot að hann geti ekki misst það, eða svo langt á eftir að hann eigi ekki möguleika. Fátt hefur þó komið fram, sem rennir beinlínis stoðum undir slíkar kenningar frekar en kenningar um að veðr- ið hafi áhrif á það hvort fólk kjósi eða ekki. Í Bandaríkjunum má segja að gerð skoðana- kannana hafi náð lengst og um leið að það jaðri við þráhyggju hvernig þeim er beitt, jafnvel þannig að það sé mælt hvernig afstaða almennings sveiflast til og frá frá einum tíma til annars og hvernig al- menningur muni bregðast við ef frambjóðandi segir eitt fremur en annað. Stjórnmálaflokkar hér á landi eru ekki komnir út í slíkar æfingar, enda yrði það heldur fjárfrek tómstundaiðja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun á næstu dögum gefa svar við spurningunni um það hvað hún hyggist gera í næstu kosningum, en skoðanakönnunin, sem hleypti af stað þessari umræðu, hefur í það minnsta reynst haganlega tímasett dægradvöl. Morgunblaðið/RAX Hestar undir Eyjafjöllum. Vitaskuld er ekki hægt að taka slíka könnun bókstaflega, en innan þessara flokka hljóta menn að hugsa til þess að framboð Ingibjarg- ar Sólrúnar til Al- þingis myndi ekki aðeins tefla valda- stöðu þeirra í Reykjavík í hættu um leið og það myndi veikja sam- starfið innan R- listans, heldur einn- ig veikja stöðu þeirra á landsvísu um leið og staða Samfylkingarinnar styrktist. Laugardagur 7. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.