Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÓNAR ungrar söngkonubárust yfir hálfanhnöttinn og hrifu Balt-asar Kormák, sem vará leið í bakaríið að kaupa kleinur. Fyrir vikið valdi hann að nota lagið Itchy Palms í myndinni Hafið, sem frumsýnd verður á föstudaginn. Jafnframt verður lögum söngkonunnar dreift með myndinni til þeirra 24 landa, sem hafa keypt sýningarréttinn á myndinni. Hera Hjartardóttir heitir þessi unga íslenska söngkona og býr hún á Nýja-Sjálandi. Hera er stödd hér á landi og með ýmislegt á prjón- unum. Fyrir utan að vera síprjón- andi, sem verður að teljast óvenju- legt fyrir 19 ára stúlku, er hún þessa dagana í upptökum á frum- sömdum lögum sínum í Stúdíó Sýr- landi og Grjótnámunni og á leið í tónleikaferð með Bubba um land allt. Las ljóð á kránni 14 ára Þetta er aðeins brot af því sem vekur áhuga í léttu spjalli við þessa geðþekku en óvenjulegu stúlku, sem þegar hefur gefið út tvær plötur með frumsömdum lög- um og textum. Hera segist núna vera að vinna að upptökum á fimm lögum með hljómsveitinni Stríði og friði, en hana skipa Guðmundur Pétursson gítarleikari, sem útsetur lögin, Jakob Magnússon bassaleik- ari og Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, en upptökum stjórnar Ívar Ragnarsson. Lögin eru hugsuð fyrir erlendan markað. Eru þetta lög sem þú hefur tekið upp áður eða ný lög? „Eitt lag er nýtt og tvö eru af plötunni Not So Sweet og heita Naughts and Crosses og Precious Girl. Síðan eru tvö lög gömul, al- veg frá því ég byrjaði, enda á ég engar almennilegar upptökur af þeim.“ Alltaf sungið og samið ljóð Hvað varstu gömul þegar þú „byrjaðir“? „Þegar ég byrjaði að syngja, þegar ég byrjaði að semja eða þeg- ar ég byrjaði að koma fram?“ svar- ar Hera spyrjandi. „Við getum tekið þetta í þessari röð,“ segir blaðamaður og kímir. „Ég hef alltaf sungið og samið ljóð, en ég kom í fyrsta skipti fram þegar ég var 14 ára. Þá flutti ég ljóð á krá á Nýja-Sjálandi. Ári síð- ar var ég farin að syngja með, semja lögin sjálf og gaf út heima- gerða plötu með 15 lögum, sem hét Homemade 99.“ Það hefur verið metnaðarfullt verkefni fyrir 15 ára stúlku að gefa út plötu. „Já, og ég seldi fullt af eintökum af henni. Svo tók ég upp aðra plötu, Not So Sweet, í stúdíói í fyrra og útsetti hana sjálf.“ 19 tónleikar á þremur vikum Nú ert þú á leiðinni í tónleika- ferð með Bubba Morthens. Hvern- ig kom það til? „Það var í gegnum Denna [Þor- stein Kragh, umboðsmann Heru]. Þegar ég kom hingað um jólin, þá hitaði ég upp fyrir Bubba á Þor- láksmessutónleikunum. Það tókst bara vel og nú stendur til að við leggjum af stað út á land 16. sept- ember í þriggja vikna ferð. Það verða í það minnsta 19 tónleikar.“ Þannig að nú fá Íslendingar að kynnast þér fyrir alvöru. Ertu eitt- hvað stressuð fyrir þetta? „Nei, ég hlakka bara til.“ Hvernig kom það til að lag eftir þig var valið í myndina Hafið? „Það var alveg út í bláinn. Ég var í viðtali við Rás 2 á Nýja- Sjálandi í beinni útsendingu; það var kvöld þar og morgunn hér. Baltasar var að fara út í bakarí að Söngkonan Hera Hjartardóttir í tónleikaferð um landið með Bubba Líður eins og á tískusýningu í París Ekki verður þverfótað fyrir söngkonunnni Heru Hjartardóttur á næstunni. Hún verður í sjónvarpinu, á yfirreið um landið og í kvik- myndahúsunum. Hún sem er vön því að vera hinumegin á hnett- inum. Pétur Blöndal skoðaði hvaða læti þetta væru eiginlega. Morgunblaðið/Þorkell Hera Hjartardóttir syngur á 19 tónleikum með Bubba um allt land. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Windstar árgerð 1998 7 manna, vél V-6 (ekinn 43 þús. mílur), Dodge Intrepit árgerð 1994 með bilaða sjálfskiptingu og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 10. september kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Ford F-350 4x4 árgerð 1990 6 manna P/U. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Farangursrými Fiesta Brimborg Reykjavík Brimborg Akureyri brimborg.is RC húsin og sumarhúsin eru öll byggð úr KJÖRVIÐI, sem er sérvalin, hægvaxin og þurrkuð, norsk fura af 1. sorteringu. Það fylgir allt með, sem til þarf til að byggja RC húsin og þú þarft því aldrei út í búð á byggingartímanum. Efnið í RC húsin kemur tilsniðið. Teikningar koma númeraðar og með sömu númerum og efnispakkarnir. Það fylgja einnig frágangs-og smíðateikningar fyrir smiðina. „RC hús þar sem gæðin skifta máli“ RC Hús Sóltún 3, 105 Reykjavík Sími: 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil „RC hús þegar gæðin skifta máli“ IDÉ HUS& TEGNING NÝTT Á ÍSLANDI RC Hús bjóða nú NÝJA „Royal“ þrýstifúavörn, þar sem allt útitimbur, er nú soðið í náttúruvænum olíum, í þrýstitönkum, við 300° hita og í þeim lit sem þú villt hafa húsið þitt. Eftir þetta þarfnast timbrið ekki eftirmeðferðar fyrr en eftir 6-10 ár. TENGIGRIND Hentugt í sumarbústaðinn! Fyrir 80m2 rými miðað við 75-35°c hitaveitu 70-30°c hringrásarkerfi og 30% frostlög. Breiddin er 65cm og hæðin 75cm Heildsala - Smásala VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins. G æ ð i á N e tt o ve rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 Fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.