Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 23 Við þurftum svo auðvitað að koma textanum yfir í sérstakt orðabókar- forrit til vinnslu og það var að meg- inhluta smíðað hjá forlaginu. Í upp- hafi keyptum við þó færeyskt forrit, en Færeyingar voru þá að semja fyrstu orðabók sína, reyndar með Ís- lenska orðabók Árna að fyrirmynd. Það forrit löguðum við, eða réttara sagt tölvumenn okkar, Axel V. Ein- arsson og Marinó Njálsson, að þörf- um okkar og nú hefur opnast nýr heimur við vinnslu bókarinnar miðað við seðlasöfn og prentsmiðjuhandrit fyrri tíma. Tölvutæknin veitir hins vegar ekki bara svigrúm og frjáls- ræði, heldur kallar hún líka á aga og samræmingu sem forverar okkar þurftu ekki að búa við.“ Viðskipti, tölvur, tónlist og grös Þegar endurbætur hófust var fyrsti verkþátturinn augljós, að bæta inn orðum sem ekki voru til í málinu árið 1983. „Við höfum reynt að hafa uppi á þessum orðum í al- mennum textum og mæltu máli. Söfn Orðabókar Háskólans hafa hjálpað okkur mikið, en þetta er að lokum verk sem orðabókarhöfundar verða að vinna sjálfir, vera vakandi og hlusta hvar sem þeir eru staddir og skrifa hjá sér strax. Netið hefur reyndar nýst okkur vel − oft höfum við til dæmis notað leitarvélina „leit- .is“ til að skoða ný orð í margs konar samhengi. Síðan höfum við frá upp- hafi unnið að endurskoðun á mörg- um fagsviðum. Hjá Árna Böðvars- syni eru margs konar sérsvið tilgreind, til dæmis dýrafræði, jarð- fræði, tækni, flugmál, uppeldisfræði og svo framvegis, með sérstökum táknum og merkjum. Við settum okkur að sjálfsögðu fyrir að endur- skoða rækilega allan þennan orða- forða en höfum ekki haft ráðrúm til að vinna við sérhvert þessara sviða af jafnmikilli alvöru. Dæmi um slík- an orðhóp sem við þurftum að leggja talsverða vinnu í að endurskoða er orðfæri í viðskiptum og hagfræði. Það var fátæklegt í fyrri útgáfum, en að auki hafa á síðustu áratugum orð- ið miklar breytingar og framþróun á því sviði eins og menn þekkja. Sama á til dæmis við um tölvuheiminn. Einstaka tölvuorð rataði í bókina 1983 en nú hefur þeim fjölgað feiki- lega. Við höfum meðal annars farið í gegnum íðorðasöfn og haft sérfræð- inga okkur til ráðgjafar. Reynsla okkar er hins vegar sú að við notum aðeins um 5−10% af orðaforða íð- orðasafnanna í Íslensku orðabókina. Þetta hlutfall er eðlilegt, því það er ekki hlutverk almennrar orðabókar að upplýsa um allt sérfræðimálfar. Það á heima í sérstökum handbókum og íðorðasöfnum hverrar fræði- eða atvinnugreinar. Viðmiðun okkar er sú að taka upp það orðfæri á sérsvið- unum sem við rekumst á hvert og eitt sem hluti almennings í daglegu lífi, í samræðum við vini eða á vinnu- stað, í fjölskyldunni, í blöðunum og í fréttum.“ Mörður nefnir einnig að farið hafi verið rækilega yfir tónlistarorð, mál- fræði, heimspeki og bókmenntir, heilsufar og stjórnsýslu, svo nokkuð sé nefnt. „Við eigum auðvelt með að samræma skýringar á þessum orð- um af því að við vinnum bókina í tölvu. Með því að kalla fram öll orð sem tengjast tónlist getum við at- hugað þann flokk allan í einu í stað þess sem gömlu mennirnir bjuggu við, að vera meira og minna bundnir af stafrófsröðinni með sinn seðilinn í hverjum stafabunka.“ Náttúrufræði, einkum grasa- og dýrafræði, er enn einn flokkurinn, sem þurfti að endurskoða vel. „Í þessum greinum hafa orðið miklar framfarir, bæði með endurbótum í flokkunarkerfi og ýmsum fræðileg- um landvinningum. Þekkingu okkar um lífríki sjávar hefur fleygt fram síðustu áratugi, og ekki síður um vatnadýr, fæðu vinsælla veiðifiska. Nýir varpfuglar koma til landsins og þekking á skordýrum og smáverum á landi og í vötnum hér á landi hefur stóraukist. Svo er náttúran auðvitað sífellt að breytast. Við teljum það sérstaka skyldu Íslenskrar orðabók- ar að fylgja þessari þróun eftir − það hlýtur að vera eitt af sérkennum orðabókar fyrir tungumál sem er jafnbundið einum tilteknum reit á jarðkúlunni og raunin er um hið ást- kæra ylhýra.“ Orðabókin er heimilisbók Mörður segir að Íslensk orðabók sé heimilisbók og orðfæri í henni þurfi ekki síður að ná til hversdags- legra hluta en fornrar gullaldar eða sérstakra tæknisviða. „Það verður að segjast eins og er að ýmsu því orðfæri sem tilheyrir bæði heimilinu og reynsluheimi kvenna hafði ekki verið sinnt eins og okkur þykir nú við hæfi. Á þessu sviði hafa líka orðið miklar breytingar. Hérlendis hefur orðið matarbylting á síðustu tuttugu árum, bæði á veitingastöðum og heimilum. Þeirri byltingu fylgja orð sem áður var lítil þörf á í orðabók, eins og spaghettí, pasta og pítsa. Nú notum við líka alls konar krydd sem fáir þekktu áður.“ Í þriðju útgáfu orðabókarinnar verður einnig fjallað meira um fatn- að, saumaskap og ýmsar handíðir en í fyrri útgáfum. „Þar vil ég sérstak- lega nefna ómetanlega hjálp Elsu E. Guðjónsson sem er fremsti fræði- maður okkar um handíðir fyrri alda.“ Mörður segir skiljanlegt að for- verar hans í orðabókarsmíðinni hafi lagt litla áherslu á þessa hlið mann- lífsins, þeir hafi verið börn síns tíma og haft lítið af matargerð, heimilis- haldi, uppeldi og fatasaum að segja. Sennilega hafi þetta svo ekki þótt brýnasta verkefnið þegar kom að því að smíða orðabók fyrir íslenska lýð- veldið. „Á okkar tímum var einboðið að bæta úr þessu. Eitt dæmið af þessu tagi er að nú fjöllum við þokkalega um snyrtivörur kvenna og karla. Við höfum haft gaman af að finna orð og semja skýringar um þessa hversdagslegu hluti − og við þá vinnu kom í ljós að þekking karl- manna á snyrtivörum kvenna er ákaflega takmörkuð. Maskarar, vax- meðferð, gloss, krullupinni, hyljari. Nú geta þeir flett þessu öllu upp.“ Enn eina leið við endurskoðunar- verkið segir Mörður vera að fylgja innra kerfi tungumálsins, fara yfir efnið eftir einstökum orðflokkum og undirhópum þeirra. „Við höfum lagt mikla áherslu á að fara í gegnum sagnorðin, bæta við skýringarnar og setja þau betur upp. Mikil notkun sagna er helsta sérkenni íslenskunn- ar og sagnirnar hafa ýmis merking- arblæbrigði sem erfitt getur verið að henda reiður á þegar hratt er farið yfir sögu. Þau blæbrigði eru einmitt eitt af því sem gerir útlendingum erfitt fyrir að læra íslenska tungu til fullnustu. Þessi sérstaki sagnaleikur íslenskunnar á við á öllum öldum málsögunnar. Hvað þýðir það til dæmis þegar maður er á samtíma- íslensku hvattur til að „láta sjá sig“? Þá á hann ekki að færa sig í ljósið eða fara úr fötunum, eins og einhver gæti haldið, heldur koma í heimsókn eða mæta á samkomu. − Kristín Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Orða- bók Háskólans veitti ómetanlegt lið- sinni við nýsmíði sagnflettnanna, og hinn reyndi orðabókarmaður og ís- lenskukennari Aðalsteinn Davíðsson hefur líka verið betri en enginn við skilgreiningar og nýsamningu í sögnunum. Ég á von á að fagmenn í orðabókargerð og íslenskukennslu taki þessum breytingum fagnandi.“ Mörður var einn ritstjóra Slang- urorðabókarinnar sem kom út fyrir 20 árum, 1982. „Já, sú bók spratt úr sínum samtíma, en margt slangur á hvergi heima nema í sérstökum slangurorðabókum. Ýmislegt sem rataði inn í þá bók hefur hins vegar fest sig í sessi í daglegu máli og á núna erindi í almenna orðabók. Sum orðanna eru sérmerkt sem slangur, en önnur eru á okkar tímum orðin venjuleg íslenska, oftast þó óform- legt mál einhvers konar. Við höfum bætt inn ýmsu af þessu tagi en um leið tekið út orð sem Árni Böðvars- son og félagar höfðu sett inn sem slangur eða talmál, en hafa ekki náð að festast í málinu. Orðabækur eiga að breytast á þennan hátt.“ Íhaldssöm bók í eðli sínu Mörður Árnason segir að orðabók af þessu tagi sé fræðilegt verk. „Höf- undar orðabókar af þessu tagi geta ’ Íslensk orðabók er hin eina sanna orða-bók í hugum þeirra sem hafa alist upp við hana, og er að öllu samanlögðu ein helsta metsölubók lýðveldistímans. ‘ ’ Hvort sem okkur líkar betur eða verr hafalandamæri góðrar eða réttrar íslensku ann- ars vegar og vondrar eða rangrar íslensku hins vegar tekið breytingum og eru ekki jafnskýr og áður. ‘ SJÁ SÍÐU 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.