Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 10
H eimsviðburðir gera ekki allt- af boð á undan sér. Þegar ég vaknaði upp að morgni ellefta september í fyrra tók á móti mér, líkt öðrum íbúum á norð- austurströnd Bandaríkjanna, ynd- islegur síðsumarsmorgun. Sól skein í heiði og ekkert benti til að nokkr- um klukkustundum síðar ætti heim- urinn eftir að breytast til fram- búðar. Þegar tvíburaturnarnir í New York hrundu 11. september hrundi samtímis stór hluti hinnar viðteknu heimsmyndar. Það er vart hægt að ofmeta þau djúpstæðu áhrif er þessi atburður hafði á bandarísku þjóðina. Ráðist hafði verið á Bandaríkin á heimavelli, á meginlandi Norður- Ameríku, í fyrsta skipti í sögunni, ef frá er skilin innrás Breta árið 1812. Milljónir um allan heim fylgdust með því í beinni útsendingu er World Trade Center, eitt helsta tákn bandaríska draumsins, breytt- ist í rjúkandi rúst. Einnig hafði ver- ið ráðist á Pentagon, höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins, eina helstu miðstöð bandaríska valda- kerfisins. Um nokkurra klukku- stunda skeið virtist sem allsherjar- árás væri hafin á Bandaríkin. Enginn vissi hvað væri að gerast eða hver stæði að baki árásinni. Fregnir bárust af því að farþega- þota hefði hrapað í Pennsylvaníu, aðrir sögðu vél hafa farist á landa- mærum Ohio og Kentucky. Sjón- varpsstöð sagði frá því að fregnir hefðu borist af sprengingu við bandaríska utanríkisráðuneytið og óðamála fréttamaður lýsti hvernig reykur bærist frá Old Executive Building skammt frá Hvíta húsinu. Önnur sagði sprengju hafa sprungið skammt frá þinghúsinu. Því var haldið fram að árás hefði verið gerð á sumarhús forsetans í Camp David. Einungis fréttin um flugvélina í Pennsylvaníu reyndist eiga við rök að styðjast. Öngþveitið var algjört. Á því ári, sem síðan er liðið, hafa miklar breytingar átt sér stað. Eitt af fórnarlömbum ellefta sept- ember var það sakleysi sem að mörgu leyti einkenndi bandarískt samfélag. Það sakleysi lýsti sér lík- lega best í því hvernig öryggisgæslu á flugvöllum var háttað til skamms tíma. Allt skipulag flugvalla mið- aðist við þægindi farþega og skil- virkni, öryggismál voru aukaatriði. Opinberar byggingar og mannvirki voru sömuleiðis að miklu leyti ber- skjölduð gagnvart þeirri ógn er stærstu ríki Evrópu höfðu fyrir löngu orðið að takast á við. Varnir Bandaríkjanna beindust út á við, enginn bjóst við að óvinurinn myndi þora að ráðast gegn innviðum bandarísks samfélags. Raunar litu fæstir svo á að hryðjuverkasamtök á borð við Al-Qaeda ógnuðu Banda- ríkjunum, þrátt fyrir árásir liðs- manna samtakanna á herskipið USS Cole í Jemen og sprengjutilræðin gegn sendiráðunum í Tansaníu og Kenýu og herstöðinni Khobar Tow- ers í Sádí-Arabíu. Áhrif árásanna voru gífurleg. Þrjú þúsund manns lágu í valnum. Ekki hermenn, heldur einstaklingar sem ekkert höfðu gert af sér annað en að mæta til vinnu eða stíga upp í flugvél. Meðal fórnarlambanna voru jafnt verðbréfamiðlarar sem ræst- ingakonur, hvítir og svartir. Flugsamgöngur og kauphall- arviðskipti lágu niðri dögum saman. Bandaríkin einangruðust frá um- heiminum, milljónir voru stranda- glópar. Herþotur héldu uppi eft- irlitsflugi yfir helstu stórborgum Bandaríkjanna. Allt eins var búist við að fleiri árásir væru í uppsigl- ingu. Nýr heimur, nýtt hættumat Frá upphafi var ljóst að viðbrögð Bandaríkjanna yrðu hörð. Það liðu ekki margar klukkustundir frá árás- inni á World Trade Center þar til að Bandaríkjastjórn taldi sig hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Osama Bin Laden bæri ábyrgð á henni. En þótt árásirnar væru stríðsyfirlýsing var árásaraðilinn ekki ríki heldur samtök. Það voru ekki sovéskar eldflaugar heldur ein- staklingar er rændu flugvélum sem breyttu Manhattan í vígvöll. Ellefti september breytti öllu hættumati Bandaríkjanna og raunar flestra vestrænna ríkja. Það sem mun ógna grundvallarhagsmunum okkar í fyrirsjáanlegri framtíð eru ekki brynvarðar herdeildir er æða áfram yfir sléttur Mið-Evrópu held- ur samtök og einstaklingar er nýta sér nútíma tækni í samskiptum og eru reiðubúin að valda stórfelldu tjóni tjónsins vegna. Þessi nútíma hryðjuverkamenn, samtök á borð við Aum Shinrikyo í Japan er gerðu árás með sarín-gasi á lestarstöð og höfðu áður reynt að dreifa milt- isbrandsveirunni, einstaklingar á borð við Ramzi Youzef, er gerði til- raun til að sprengja World Trade Center árið 1993, og Al-Qaeda sam- tök Osama Bin Laden eru í eðli sínu frábrugðin hryðjuverkasamtökum fyrri ára. Samtökum á borð við RAF, Act- ion Directe, ETA og PLO. Hversu óljós og brengluð sem markmið þeirra kunna að hafa verið héldu fyrrnefnd samtök því fram að að- gerðir þeirra væru liður í baráttu, hvort sem markmiðið var endalok hins borgaralega þjóðskipulags eða sjálfstætt ríki Palestínumanna. Fyr- ir nýja hryðjuverkamanninum vakir ekki að breyta heiminum heldur ein- ungis að tortíma hluta hans. Drif- kraftur hans er hatur en ekki hug- sjónir. Með aðstoð Netsins, farsíma og gervihnattasíma geta þessir hryðjuverkamenn byggt upp sam- skiptanet og samhæft aðgerðir sínar óháð aðstoð hefðbundinna ríkja. Gjarnan nýta þeir sér lönd þar sem ríkisvaldið hefur hrunið sem mið- stöð fyrir starfsemi sína, s.s. Afgan- istan, Sómalíu, Súdan og hluta Jem- en. Hvað ef …? Ellefta september kom í ljós að þessir menn geta valdið gífurlegu tjóni með tiltölulega hefðbundnum aðferðum sem nútíma herafli stend- ur engu að síður berskjaldaður fyr- ir. Það sem heldur vöku fyrir mörg- um sérfræðingum á sviði öryggismála er að fyrr eða síðar kemur að því, líklega fyrr en flesta grunar, að leiðir hinna nýju hryðju- verkamanna og tækniþróunar á sviði gjöreyðingarvopna skerast. Hvað ef það hefði ekki verið breið- þota er sprengdi World Trade Cent- er heldur lítil kjarnorkusprengja, eða svokölluð geislasprengja, hefð- bundin sprengja umlukt geislavirk- um efnum, sem er mun einfaldari í framleiðslu? Dettur nokkrum manni í hug að Al-Qaeda hefði ekki notað gjöreyðingarvopn ef samtökin hefðu ráðið yfir þeim? Jafnvel frumstæð og lítil kjarnorkusprengja hefði get- að lagt Manhattan í rúst að miklu leyti, eða þá tortímt stjórnkerfinu í Washington D.C., London eða Par- ís. Það þarf ekki einu sinni sprengju til að valda ótrúlegu tjóni. Mörgum geislavirkum efnum, s.s. cesi- um-137, væri hægt að dreifa með einföldum úðara í loftræstikerfi bygginga án þess að nokkur tæki eftir því og menga þannig tiltekið svæði um ókomin ár. Hvað með kauphöllina í New York, Disney World eða breska þinghúsið í West- minster? Eða þá neðanjarðarlestina í París? Þótt geislavirkt cesium sé ekki jafn hættulegt og t.d. úran og plútóníum þyrfti líklega að loka Disney World og Métro að eilífu eft- ir slíka aðgerð. Vitað er að samtök á borð við Al-Qaeda hafa lagt mikið á sig til að verða sér úti um geislavirk efni þótt talið sé að þau hafi ekki haft erindi sem erfiði enn sem kom- ið er. Sérfræðinga greinir á um í hverju mesta ógnin felst. Sumir nefna kjarnorkuvopn, er gætu drepið tugi og jafnvel hundruð þúsunda íbúa stórborgar á nokkrum sekúndum og í raun þurrkað borgina út af kort- inu. Í Sovétríkjunum fyrrverandi er að finna birgðir af kjarnkleyfum efnum er myndu duga í um 80 þús- und kjarnorkusprengjur. Einungis brot af þessu magni er í öruggri geymslu. Og með hverju ríkinu er bætist í hóp kjarnorkuveldanna aukast líkurnar á því að efni, þekk- ing og jafnvel vopn fari á flakk. Það er ekki leikur einn að verða sér úti um allt sem þarf til sprengjugerð- arinnar, sem sést kannski best á því að enn hafa engin hryðjuverka- samtök beitt þeim. Flestir sem til þekkja telja hins vegar líkur á því að það muni gerast fyrr eða síðar. Það er hægt að draga úr líkunum með margvíslegum hætti en það verður aldrei hægt að útiloka það. Aðrir óttast lífefnavopn meir en kjarnavopn þegar horft er til fram- tíðar. Kjarnorkuvopn eiga ekki eftir að þróast mikið frá því sem nú er, þau eru nokkurn veginn eins hrika- leg og þau geta orðið. Á sviði líf- efnahernaðar eru möguleikarnir hins vegar óendanlegir. Líftækni og erfðatækni hafa ekki einungis valdið byltingu í læknavísindum mannkyn- inu til heilla heldur ekki síður í skuggaveröld lífefnavopnanna. Nokkur bréf er innihéldu milt- isbrandsveiruna settu bandaríska stjórnkerfið á annan endann síðast- liðið haust, byggingum Bandaríkja- þings var lokað og veruleg röskun varð á póstþjónustu. Almenningur þorði varla að koma nálægt póst- kössum eða opna bréf. Allt sem þurfti til var örlítið af hvítu dufti er sett var í umslög og póstlagt. Enn hefur ekki tekist að upplýsa hver stóð að baki þessum árásum þótt böndin berist frekar að bandarísk- um vísindamönnum heldur en ísl- ömskum ofstækismönnum. Það eru hins vegar til mun hættu- legri veirur en miltisbrandsveiran. Hvað með Marburg eða Ebólu? Eða þá svartadauða eða kúabólu? Þótt kúabólu hafi verið útrýmt fyrir Dagurinn sem Reuters Með hruni tvíburaturnanna í New York hrundi stór hluti hinnar viðteknu heimsmyndar. 11.9. 2001 Eftir Steingrím Sigurgeirsson 10 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.