Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 27 kaupa kleinur og heyrði í mér í út- varpinu. Hann varð sér úti um diskinn í gegnum frænku mína í gegnum ömmu mína og bara hringdi í mig.“ Geturðu sagt mér aðeins frá þessu lagi? „Þetta er bara lag sem var samið til manneskju sem ég saknaði. Efniviðurinn í lögunum mínum er alltaf innblásinn af mínu eigin lífi.“ Lögin fjalla einmitt um hvers- dagsleg fyrirbæri, s.s. þynnku og ást, og lýsingarnar eru bersöglar. Þar eru engar málamiðlanir. „Þetta er eins og það kemur. Ég þvinga aldrei sjálfa mig til að semja lög. Ég sem bara ef þau koma upp í hugann á mér.“ Heklar, saumar og prjónar Þú málar líka vel, skilst mér, m.a. líkamsmálningu. „Já, ég er búin að vera að leika mér við það,“ segir hún og hvíslar: „Ég málaði vinkonu mína alla að ofan...“ Svo heldur hún áfram: „Ég hef oft málað andlit og finnst eink- um gaman að mála „moku“, stríðs- málningu maóra, sem sést í mynd- inni Once Were Warriors. Mamma mín er listamaður, Dagný Emma Magnúsdóttir. Hún var nýlega með sýningu og hefur verið mér mikill innblástur. Ég er annars voðalega óþolinmóð þegar ég mála, þarf helst að klára það strax.“ Svo skilst mér að þú heklir og saumir? „Hekla, sauma, prjóna – þetta er allt í ættinni. Maður þarf að hafa eitthvað fyrir stafni til að dreifa huganum. Ég get ekki bundið mig við aðeins eitt viðfangsefni í einu.“ Hvað ertu helst að hekla, sauma og prjóna? „Trefla, peysur, sokka,“ segir hún og hlær. Lag Megasar til Heru Þú segist alltaf hafa samið ljóð? „Já, frá því ég var lítil. Eins og ég sagði áðan kom ég fyrst fram þegar ég var 14 ára. Það var á bar, sem var bannaður yngri en 21 árs. Mér var hleypt inn vegna þess ég var að troða upp. Ég man að ég var í góðum félagsskap, því þarna voru líka Elvis, dragdrottningar, magadansmeyjar, menn með risa- stór plasteyru...“ ...og lítil stelpa að flytja ljóð. Mér er sagt af þeim sem til þekkja að ef álfkona sé til, þá sért það þú. Er það rétt lýsing? „Já, það er pínkulítið til í því,“ svarar hún og hlær. „Nema hvað ég bý hinumegin á hnettinum og ekki í steini.“ Þú og Megas eruð líka góðir vin- ir. „Já, hann er búinn að vera vinur minn frá því ég var 12 ára. Hann bauð mér á frumsýningu á Djúpi daganna og hefur verið að gefa mér bækur frá því ég var lítil. Hann er æðislegur og góður vinur minn.“ Hvernig kynntust þið? „Bara í gegnum mömmu og pabba. Hann kom einu sinni heim í mat og við fórum að kveða ljóð hvort til annars. Það var mjög skemmtilegt, limrur og fleira.“ Samdi hann ekki til þín lag? „Jú, hann samdi til mín lag. Ég hef nú aldrei sagt frá því. Það er á plötunni Fláa veröld og nefnist Hera.“ Eins og nótt og dagur Hversu gömul varstu þegar þú fluttir til Nýja-Sjálands? „Ég var tólf ára.“ Hvernig hefur verið að alast upp hinumegin á hnettinum? „Það er búið að vera draumi lík- ast. Þetta er ósköp líkt Íslandi, en samt ólíkt. Þú sérð að það er dagur hér en nótt þar, sumar hér og vet- ur þar. Allt er öfugt, en samt eru þessir tveir staðir í heiminum með besta vatnið. Þar er miklu heitara, en samt ekki of heitt og engar pöddur.“ Er mannlífið þar svipað og hér? „Já og nei,“ svarar hún. „Það er mun afslappaðri tíska þar og miklu minna um farsíma. Hérna líður mér eins og ég sé á tískusýningu í París.“ Geturðu hugsað þér að flytja til Íslands aftur eða er Nýja-Sjáland orðið þitt heima? „Ég er ekki alveg viss ennþá. Ég á eftir að ákveða hvar ég vil búa.“ Hænur í afmælisgjöf En þú hlýtur að sakna mömmu og pabba þegar þú ert svona langt í burtu. „Já, ég sakna þeirra alltaf. Og kisunnar og hænsnanna og kan- ínunnar og páfagauksins.“ Nú ... búið þið í sveit? „Neineinei,“ svarar hún óðamála og hlær. „Mömmu langaði svo mik- ið í hænur í afmælisgjöf, þannig að við fórum og keyptum handa henni unga. Nú eru tveir ungarnir orðnir að hænum og nýfarnar að verpa eggjum. Þær verptu fyrsta egginu daginn áður en ég fór. Og eru voða sætar. Svo fann ég kanínu sem var að elta köttinn hjá vini mínum og fór með hana heim og við ætt- leiddum hana. Hún heitir Bam- baló.“ Heita hænurnar þá Bíum og Bíum? „Þær ættu eiginlega að heita það – við verðum eiginlega að breyta því,“ svarar hún og hlær. Hvernig gæludýr eru hænur? „Þær eru æðisleg- ar.“ Hundar og kettir fara úr hárum og rífa og tæta heilu sófasett- in. Hvaða vandamál þurftuð þið að glíma við? „Vandamálið við hænur er að þegar þú kaupir þær sem unga, þá veistu ekki hvort þú færð hana eða hænu. Og við keyptum einn hana, sem byrjaði að gala fimm á morgnana og hætti ekki fyrr en þrjú eftir hádegi. Við keyrðum hann á golf- völlinn og slepptum honum þar, því þar eru lausar hænur. Þar er hann ennþá, hávær- asti haninn í hverfinu.“ Syngur á Airwaves Þannig að nú eru bara hænur á heim- ilinu – eða þið geymið þær væntanlega úti í garði. „Já, við erum með einn kofa fyrir kanín- una og annan fyrir hænurnar, sem mér skilst að séu farnar að verpa eins og brjálæð- ingar.“ Þið setjið þá eggin beint á morg- unverðarborðið. „Já,“ svarar hún, „nema fyrsta eggið. Það verður hengt upp ein- hvers staðar.“ Geturðu sagt mér stuttlega að lokum hvað er framundan hjá þér? „Stefnan er að ljúka tökum, ferðast með Bubba og svo er Airwaves-hátíð 17. október, en þá spila ég á Nasa með Landi og son- um, Dead Sea Apple, Daysleeper og bandarísku rokksveitinni Remy Zero.“ Þess má geta að nýjasta plata Heru Hjartardóttur, „Not So Sweet“ fæst í verslunum Skífunnar og er myndband við lagið Itchy Palms, sem spilað er í myndinni Hafinu, komið í spilun á sjónvarps- stöðvunum. Þá hefur Hera komið upp heimasíðunni www.herasings.- com, með myndum og umfjöllun- um. Morgunblaðið/Þorkell Hera kom fyrst fram 14 ára með Elvis, dragdrottn- ingum, magadansmeyjum og mönnum með risastór plasteyru á krá á Nýja-Sjálandi. pebl@mbl.is * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i og íslensk fararstjórn. kr. st.gr. *39.120 á mann í tvíb‡li mi›a› vi› 5.000 kr. VR-ávísun. Sta›grei›sluver› er 44.120 kr. Ver› frá: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí Dublin Nú fer hver a› ver›a sí›astur - fer›ir a› seljast upp Dublin - höfu›borg Írlands er me› líflegri borgum Evrópu. Veitingahúsin og krárnar lífga upp á mi›bæ Dublinar svo um munar. Menning, listir, hef›ir og saga la›a til sín fólk á öllum aldri auk fless sem tápmiki› og fjörugt mannlífi› heillar. Sko›unarfer›ir: • Írskt kráarkvöld. • Borgarfer›. • Ballykissangel, dagsfer›. Fitzwillam Hotel***** Glæsilegt og nútímalegt hótel í hjarta borgarinnar. Burlington Hotel**** Vinsælasta hótel Íslendinga, frábær sameiginleg a›sta›a. Herbert Park Hotel**** Mjög gott hótel me› gó›a veitingasta›i og bari í göngufæri, 1,5 km frá Crafton Street. Camden Court*** Vel sta›sett hótel me› gó›ri sameiginlegri a›stö›u. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 1 85 99 09 /2 00 2 á frábæru ver›i í haust VR-ávísun Nú getur flú nota› VR-orlofsávísun í fer›ir til Dublinar. Ver› frá: Aukafer› 13. oltóber í 3 nætur kr. st.gr. *31.320 á mann í tvíb‡li mi›a› vi› 5.000 kr. VR-ávísun. Sta›grei›sluver› er 36.320 kr. Heilsurækt Sjúkraþjálfarans Hjartahópur Fjölbreytt þjálfun fyrir hjartasjúklinga Tækjasalur Úrval þol- og styrktartækja Kvennaleikfimi Hressileg leikfimi fyrir konur Sjúkraþjálfarinn ehf., Strandgötu 75, sími 555 4449, 220 Hafnarfirði. Einungis fagfólk sem leiðbeinir á Hóte l Lof t le iðum Árshátíðir, brúðkaup, afmæli eða hvers kyns mannfagnaðir Á r s h á t í ð i r Borðapantanir í símum 562 7575 & 5050 925, fax 562 7573, jonf@icehotel.is, www.veitingasalir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.