Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MAÐUR á hreinlega ekki til auka- tekið orð yfir fréttaflutningi fjöl- miðla hvað rannsókn lögreglunnar á Baugi varðar á undanförnum miss- erum. Undirliggjandi boðskapur er sá að lögreglan hafi skemmt fyrir Baugi með áhlaupi sínu á aðalstöðv- ar félagsins og eyðilagt kauptilboð Baugs á Arcadia, en það kauptilboð hafa fjölmiðlar mikið fjallað um á undanförnum misserum. Ég spyr nú bara svona: Er lög- reglan vondu karlarnir í þessu máli? Er enginn að spyrja sig hvað varð til þess að lögreglan fékk áhuga á Baugi svo úr varð sem varð? Er það virkilega svo hér á Íslandi að hluta- bréfamarkaðurinn gangi lögunum framar hvað löglega viðskiptahætti varðar? Á ég að túlka framgang fjöl- miðla þannig að svo lengi sem gengi hlutabréfa sé hátt, þá sé allt réttlæt- anlegt sem innan fyrirtækjanna á markaðnum gerist? Ég held að menn verði nú aðeins að fara að staldra við! Sú peningageðsýki sem gripið hef- ur um sig í íslensku þjóðfélagi eftir að Verðbréfaþing Íslands tók að skrá hlutabréf á opnum markaði í kringum 1994 er fulllangt gengin. Það var alveg fyrirsjáanlegt að nokkur þensla yrði hérlendis í kjöl- farið, enda fá fyrirtæki í fyrstu skráð á markaðinn og til mikið sparifé til að fjárfesta í þeim. Það þurfti því ekkert að koma á óvart að gengi hlutabréfa gerði lítið annað en að hækka, enda eftirspurn mun meiri en framboð sem ýtti genginu stöðugt upp á við. Það sem kemur mér mest á óvart er hvernig bankakerfið í landinu gat leyft sér að lána fólki há- ar upphæðir í þeim tilgangi einum að fjárfesta í hlutabréfum. Maður hefur heyrt ótrúlegustu sögur hvað þetta varðar og eru dæmi þess að menn séu enn að borga af slíkum offjár- festingum, hálfu öðru ári eftir að ból- an sprakk. Núna er hins vegar nær ómögulegt að fá fyrirgreiðslu, sama hversu skilvís skuldarinn er, einfald- lega vegna gamalla synda lánara og skuldara í „góðærinu“ svokallaða. Það hlaut að koma að því að mark- aðurinn yrði stöðugur eftir því sem framboð bréfa mismunandi fyrir- tækja jókst á meðan spariféð stóð í stað. Svo fóru afkomutölur að berast, afkomutölur sem enginn átti von á að gætu staðist miðað við allt það fjár- magn sem búið var að fjárfesta í við- komandi fyrirtækjum, hlutabréf féllu í verði og allir urðu brjálaðir. En eins og máltækið segir: Margur verður af aurum api. Ég ætla ekki að segja að þessum fyrirtækjum hafi endilega verið illa stjórnað, en þó verður að teljast að það gríðarlega aðgengi að peningum á ákveðnu tímabili hafi gert menn kærulausari en þeir ella hefðu verið hefðu að- stæður verið krappar. Man einhver eftir frasanum „Góð- æri“ sem haldið var að landanum við hvert tækifæri sem gafst? Það var saman hvaða ávörp voru, alltaf var góðærið í hávegum haft. Man ein- hver hver það var sem notaði þennan frasa meira en góðu hófi gegndi? Finnst virkilega engum neitt at- hugavert við það að forsvarsmenn þjóðarinnar gefi falskar vonir sem af sér leiða óábyrgar aðgerðir þeirra sem trúa því sem sagt er? Eru allir óábyrgir orða sinna á endanum hér- lendis? Svo ég hverfi aftur að upphafi greinar þessarar vil ég bara á end- anum biðla til fjölmiðla þessa lands að passa sig á því að láta órökstudd- an áróður flæða of frjálst um sig í þeim tilgangi að beina athyglinni frá kjarna málsins sem hlýtur að vera spurningin: Hvernig byrjaði þetta allt saman og af hverju? KRISTJÁN RAGNAR ÁSGEIRSSON, viðskiptafræðingur, kra@isl.is. Fjölmiðlafár Frá Kristjáni Ragnari Ásgeirssyni: ÉG VAR í hópi eldri flugvirkja sem fór, í boði Flugvirkjafélags Íslands, í frábæra tveggja daga ferð að Hnjóti í Örlygshöfn þar sem hið merkilega safn, sem Egill Ólafsson bóndi kom upp, var skoðað. Kennir þar margra grasa, en flugsafnið vakti hvað mesta athygli hópsins. Gist var í Breiðuvík sem er einkar aðlaðandi staður, enda fjölsóttur. Leiðin vestur lá um Búðardal, firðina, yfir Trölla- háls til Bíldudals, um Hálfdán fyrir Tálknafjörð og Patreksfjörð i Ör- lygshöfn. Daginn eftir voru menn ræstir snemma og eftir góðan morg- unverð var ekið að Bjargtöngum í ágætis veðri. Þar var gengið fram á bjargbrún og hugað að fuglinum. Lundinn virðist að mestu farinn út á sjó. Nú var haldið til baka og þar sem leið liggur yfir Kleifaheiði eftir Barðaströndinni í átt að Brjánslæk. Þar ók rútan okkar um borð í ferjuna og skartaði Breiðafjörðurinn sínu fegursta á leið til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Frá Stykkishólmi var svo ekið í Bjarnarhöfn, en þar var vel tekið á móti hópnum með há- karli, harðfiski og rúgbrauði á borð- um og fylgdu sögur af hákarlaveið- um og verkun. Frá Bjarnarhöfn var síðan ekið í einum áfanga til Reykja- víkur og endaði þetta frábæra ferða- lag þar sem það hófst, fyrir framan félagsheimili FVFÍ í Borgartúni. Rútan var vel birg af vistum, og af og til var gerður stans á fallegum stöð- um þar sem menn fengu hressingu! Tengsl eldri flugvirkja við félagið eru mjög náin, enda margir þeirra stofnendur þess. Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði hittast þeir í fé- lagsheimilinu og ræða og rifja upp gamalt og nýtt sem tengist fluginu. Ávallt eru góðar veitingar á borð- um. Þessi ferð verður vafalaust lengi í minnum höfð og á stjórn FVFÍ, og þeir aðrir meðlimir og starfsmenn sem að henni stóðu, miklar þakkir skildar. STEFÁN VILHELMSSON, Vesturtúni 27b, Álftanesi. Frábær ferð eldri flugvirkja að Hnjóti Frá Stefáni Vilhelmssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.