Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ E IGINLEGA hafði blaðamaður búist við dæmigerðri has- arformúlu í anda Hollywood. En þeg- ar til kastanna kom reyndist stórmyndin „K-19: The Widow- maker“, sem frumsýnd var hérlendis á föstudag, áhrifamikil og sláandi og náði hún hápunkti sínum í afbragðs góðu atriði, sem lætur engan ósnort- inn. Blaðamaður hafði samband við Sigurjón Sighvatsson, einn af fram- leiðendum myndarinnar, og byrjaði á því að lýsa ánægju sinni með fram- göngu Ingvars Sigurðssonar, sem er í veigamiklu hlutverki í myndinni. „Já, okkar maður er frábær,“ tekur Sig- urjón undir. „Hann hefur fengið mjög góða dóma fyrir sína frammistöðu.“ Sigurjón er nýkominn frá kvik- myndahátíðinni í Feneyjum, en þar var Evrópufrumsýning „K-19: The Widowmaker“ fyrir viku. Hann seg- ist ánægður með viðtökurnar: „Við sýndum myndina fyrir troðfullu húsi og fengum fimm mínútna standandi lófaklapp í lokin, sem ég var mjög ánægður með. Síðan hafa mér virst dómarnir jákvæðir í ítölskum fjöl- miðlum.“ Ekki hefðbundin hasarmynd Stórmyndin „K-19: The Widow- maker“ var heimsfrumsýnd vestan- hafs um miðjan júlí. Hún var á fjórða sæti listans yfir mest sóttu myndirn- ar fyrstu vikuna og þá næstu í fimmta sæti og voru tekjurnar komnar í um 35 milljónir dollara um síðustu helgi, eða rúma 3 milljarða króna. Aðsóknin var þó undir væntingum, en myndin kostaði um 100 milljónir dollara í framleiðslu eða um 9 milljarða króna. „Myndin fékk góða dóma í Banda- ríkjunum,“ segir Sigurjón og skír- skotar til þess að flestir helstu gagn- rýnendurnir gáfu henni lofsamlega umsögn, þótt dómarnir skiptust nokkuð í tvö horn. Helsta gagnrýnin var sú að það vantaði upp á hasarinn, en Sigurjón á svör við því: „Aðsóknin var minni en almennt er búist við af mynd með Harrison Ford í aðalhlut- verki. En þá gleymist að þetta er ekki dæmigerð mynd fyrir Ford. Bæði er hlutur [Liams] Neesons stærri en það og svo er hún alvarlegri en þessar hefðbundnu hasarmyndir frá Holly- wood, þó auðvitað notum við spennu- myndaformið.“ Myndir ekki dæmdar eftir aðsókn Að sögn Sigurjóns hefði hann gert sig ánægðan með 50 til 60 milljónir dollara í aðsóknartekjur í Bandaríkj- unum, en líklega eigi myndin eftir að enda í 40 milljónum þar vestra. „Auð- vitað urðum við fyrir vonbrigðum, en aðalatriðið er að verulega vel hefur tekist til með myndina,“ segir hann. „Ég tel þetta bestu mynd sem ég hef gert undanfarin fjögur til fimm ár. Sala á miðum er enginn mæli- kvarði á gæði. Auðvitað er atriði að dýrar myndir gangi sæmilega til að menn tapi ekki, en gæðin ráðast af öðru. Citizen Kane kolféll hjá áhorf- endum á sínum tíma, en er ennþá tal- in besta mynd sem gerð hefur verið.“ Sigurjón segist eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því í hvernig jarð- veg myndin falli í Evrópu. „Ég er svona frekar bjartsýnn, enda fannst mér hún falla vel í kramið á þeim sýn- ingum í Feneyjum sem við héldum fyrir fjölmiðlamenn víða úr Evrópu.“ Cage og Ford slógu báðir til En hvert er framlag Sigurjóns til þessarar bandarísku stórmyndar? „Ég var að vinna að annarri mynd með leikstjóranum, Kathryn Bigel- ow. Þá sýndi hún mér handrit, sem hún hafði verið með í þróun. Mér leist vel á það og keypti handritið. Ég fór svo að vinna að því að setja myndina saman, athuga bæði með fjármögn- unaraðila og leikara og í rauninni gekk allt tiltölulega fljótt fyrir sig miðað við svona stóra mynd. Ég sendi t.d. handritið til tveggja stjarna sem við höfðum áhuga á í að- alhlutverkið, Nicolas Cage og Harri- son Ford, og báðir vildu taka þátt í myndinni. Harrison hafði alltaf verið efstur á blaði, þannig að við völdum hann, enda hefðum við annars þurft að fresta tökum og bíða eftir því að Cage lyki öðru verkefni.“ Að sögn Sigurjóns talaði hann fljótlega upp úr því við tvo fjárfesta, sem báðir slógu til. „Ég endaði á því að gera myndina með Intermedia, sem ég hef unnið töluvert með áður. Meðan á þessu stóð þurfti ég að fjár- magna töluverða undirbúningsvinnu, s.s. við handritið, til að koma mynd- inni af stað. Þetta var á miðju ári 2000 og við ákváðum að við yrðum að hefja tökur á myndinni í ársbyrjun 2001, því leikaraverkfall var yfirvofandi.“ Mótmæli send til Feneyja K-19 lýsir óhugnanlegu óhappi um borð í sovéskum kjarnorkukafbáti á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 1961. Og eru rússnesku hermenn- irnir ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Hvar var Sigurjón sjálfur nið- urkominn í veröldinni um þetta leyti? „Ég var níu ára gamall,“ svarar hann, „þannig að mér þykir líklegt að ég hafi verið að mæla götur Akranes- bæjar og ekki ótrúlegt að ég hafi ver- ið í fótboltaleik.“ Fréttir bárust um að mótmæli frá nokkrum meðlimum kjarnorkukaf- bátsins hefðu borist hátíðinni í Fen- eyjum, m.a. vegna þess að búin er til togstreita milli áhafnarmeðlima kaf- bátsins, sem ekki átti sér stað í raun og veru. „Það er erfitt að meta hvernig á þessum mótmælum stendur. Af þeim 120 manns sem voru á bátnum á sín- um tíma er um helmingur fallinn frá. Við höfum verið í sambandi við full- trúa þeirra, sem er búinn að sjá myndina og gefa henni gott orð. Það hafa nú ekki allir séð hana og þeir eru eitthvað að vekja athygli á sér, vilja ef til vill fá meira borgað. Öll þessi rússnesku samskipti hafa einkennst af því að menn hafa aðal- lega viljað hagnast á Ameríkönum í þessu tilviki. Þótt öllum væri borgað fyrir sína sögu og boðið að lesa hand- ritið, þá settu tungumálaörðugleikar strik í reikninginn og maður nær aldrei utan um allt, enda er Rússland á vissan hátt orðið þriðja heims ríki. Maður talar kannski við fulltrúa hópsins, en síðan kemur í ljós að hann er ekki lengur fulltrúi allra, bara sumra. Við lentum líka í því að einhver kona sagði að við hefðum stolið af sér handritinu. Hún fór í mál við okkur, þótt við hefðum aldrei hitt hana og þá kom í ljós að hún hafði aldrei skrifað neitt handrit. Hvernig gátum við þá stolið því?“ Framleiðsluferlið flóknara Harrison Ford er ekki einungis í aðalhlutverki í „K-19: The Widow- maker“ heldur líka einn af framleið- endum myndarinnar. „Hann hafði lesið handritið, vildi ákveðnar breyt- ingar og hafa eitthvað að segja um framgang myndarinnar,“ segir Sig- urjón. „Það færist í vöxt að stór- stjörnur, sem hafa verið í faginu í 30 til 40 ár, taki þátt í framleiðslunni. Þá er líklegra að verkefnið sé þeim kær- komið og reynsla þeirra nýtist sem mikill akkur er í. Það er alltaf best að þungavigtarmaður eins og Harrison Ford sé ekki bara launamaður, held- ur eigandi að fyrirtækinu.“ Annars er framleiðsluferlið orðið mun flóknara en áður, að sögn Sig- urjóns. „Ef framleiðandi hafði áhuga á að gera mynd í gamla daga, þá réði hann til sín handritshöfund, síðan leikstjóra og loks leikara án þess að ræða um það við leikstjórann. Svo hófust tökur. Nú er allt flóknara. Það koma svo margir að myndunum nú orðið, þær eru orðnar svo tæknilega fullkomnar og framleiðslu- og mark- aðsferlið er orðið svo gífurlega dýrt.“ Það tók marga mánuði að ljúka við tæknibrellurnar í „K-19: The Wid- owmaker“. Sem dæmi um umfangið má nefna að notast var við fjóra kaf- báta í myndinni. Fyrst má telja raun- verulega kafbátinn, sem var breytt fyrir tökur úti á hafi. Síðan kafbátinn sem byggður var og notaður fyrir tökur innanborðs. Þá líkan af kafbát 10 metra langt sem sigldi neðansjáv- ar. Og loks var búinn til grafískur kafbátur. „Síðan þarf að setja þá saman til að allir sjái að þetta sé einn og sami kafbáturinn, en ekki fjórir ólíkir,“ segir Sigurjón. Tökur íhugaðar í Hvalfirði Sigurjón segir að Karl Júlíusson hafi verið í einu mikilvægasta hlut- verkinu sem leikmyndahönnuður. „Þegar við vorum að byggja kafbát- inn fyrir innitökurnar, þá vorum við með 300 manns að störfum í verk- smiðju í Calgary á tólf tíma vöktum í tvo mánuði, bara til að koma saman skipinu. Þannig að það þurfti heldur betur verkstjórn. Á sama tíma und- irbjuggum við tökur í Rússlandi, Halifax, Toronto og Winnipeg. Þann- ig að við vorum með fimm mismun- andi svæðisstjóra. Síðan kom aðal- hópurinn á staðinn og gekk í verkið.“ Það tók sex mánuði að leita að réttu tökustöðunum fyrir myndina. „Ísland kom sterklega til greina, en það reyndist of flókið, m.a. vegna flutninga bæði á kafbátnum sem við bjuggum til og rússneska kafbátnum sem við notuðum í útitökur. En við vorum búnir að finna mjög fína tökustaði. Atriðin með kafbátahöfn- Íslendingar í lykilhlutverkum í stórmyndinni K-19: The Widowmaker Veistu hvar ég get leigt rússneskan kafbát? Kafbáturinn K-19 afhjúpaður í kafbátahöfninni í Múrmansk. Tökurnar fóru fram í Halifax, en Hvalfjörður hafði komið til greina sem tökustaður. „K-19: The Widowmaker“ er stórmynd á banda- rískan mælikvarða og kostaði um 9 milljarða króna í framleiðslu. Pétur Blöndal talaði við einn af framleiðendunum, Sigurjón Sighvatsson, um viðtökurnar, þátt Íslendinga í myndinni, samstarf- ið við Harrison Ford og fleira sem bar á góma. Morgunblaðið/Þorkell Kafbátamyndir eru í eðli sínu krefjandi viðfangsefni, segir Sigurjón Sig- hvatsson. SJÁ SÍÐU 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.