Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 11
nokkrum áratugum er veiran enn til
í rannsóknarstofum í Bandaríkj-
unum og Rússlandi. Enginn treystir
því fyllilega að eitthvað af birgðum
Rússanna hafi ekki farið á flakk í
kringum upplausn Sovétríkjanna er
allt var falt fyrir vestrænan gjald-
eyri.
En þótt kúabóla sé með hrikaleg-
ustu veirum sem herjað hafa á
mannkynið er hætt við að hún verði
harla lítilfjörleg í samanburði við
þær er gætu litið dagsins ljós í
framtíðinni. Með erfðabreytingum
má skraddarasauma veirur þannig
að þær nái tilteknum árangri. Viltu
vana alla karlmenn í tilteknu ríki?
Drepa alla með tiltekna erfðafræði-
lega eiginleika? Það er ekki óhugs-
andi að það verði hægt innan
skamms. Sumir halda því fram að í
framtíðinni geti kjarnorkuvopn orð-
ið lítilfjörleg í samanburði við skelfi-
legustu lífefnavopnin.
Breyttar áherslur
Þótt það hafi kannski verið talið
efniviður í Hollywood-mynd en ekki
raunverulegur möguleiki fyrir ein-
ungis ári að hópur einstaklinga
myndi gera árás með kjarn-
orkuvopnum eða lífefnavopnum á
Bandaríkin eru aðstæður nú breytt-
ar. Hættan er raunveruleg og hefur
leitt til umfangsmikillar end-
urskipulagningar á bandaríska
stjórnkerfinu og ekki síður viðhorfs-
breytingu Bandaríkjanna gagnvart
umheiminum.
George W. Bush hefur í nokkrum
ræðum á undanförnum mánuðum
lagt grunninn að því sem kalla
mætti Bush-kenninguna. Með því að
beita mikilli einföldun má segja að í
henni felist í fyrsta lagi að „ef þú ert
ekki með okkur, þá ertu á móti okk-
ur“ og í öðru lagi að Bandaríkin
áskilja sér rétt til að grípa til að-
gerða hvar og hvenær sem er ef þau
telja hagsmunum sínum ógnað og
jafnvel ráðast á önnur ríki að fyrra
bragði. Heimurinn er samkvæmt
þessari kenningu orðinn svartur og
hvítur á nýjan leik og höfuðóvin-
urinn er „öxull hins illa“, Íran, Írak
og Norður-Kórea.
Bandalag í tilvistarkreppu
Þann tíunda september 2001 var
skipulag heimsins enn markað af
kalda stríðinu og endalokum þess.
Bandaríkin og Vestur-Evrópu störf-
uðu saman á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins þótt enginn gerði sér
fyllilega grein fyrir því lengur hvert
hlutverk þess ætti að vera. Flestir
voru þó sammála um að bandalagið
væri mikilvægt, þó ekki væri nema
til þess að viðhalda hinum sterku
pólitísku tengslum yfir Atlantshafið
og viðveru bandarískra hermanna í
Evrópu. Ríkin í austurhluta Evrópu
voru smám saman að tínast inn í
NATO og ESB en menn voru tví-
stígandi varðandi Rússland. Vladim-
ír Pútín hafði tekið við af Borís
Jeltsín í byrjun ársins og enginn var
búinn að átta sig almennilega á hon-
um. Var hann KGB-maður af gamla
skólanum eða nútímalegur umbóta-
sinni? George W. Bush Bandaríkja-
forseti hafði jafnvel verið sakaður
um barnaskap er hann lýsti því yfir,
eftir fund með Pútín sumarið 2001,
að hann hefði horft í augu hans og
ákveðið að treysta honum. Menn
hristu hausinn og ranghvolfdu aug-
unum.
Eftir ellefta september þjöppuðu
NATO-ríkin sér saman að baki
Bandaríkjunum og Atlantshafsráðið
lýsti því yfir á grundvelli fimmtu
greinar stofnsáttmála NATO að
árásin jafngilti árás á öll aðild-
arríkin. Það varð hins vegar fljót-
lega ljóst að Bandaríkjastjórn hafði
takmarkaðan áhuga á því að byggja
upp breiðfylkingu í þeirri baráttu
sem framundan var. Að minnsta
kosti ekki þegar kom að hern-
aðarþættinum. Áhrifamenn í Wash-
ington litu margir svo á að með því
væri verið að binda hendur Banda-
ríkjanna óþarflega mikið, einfaldara
væri að gera hlutina upp á eigin
spýtur. Gífurlegar yfirburðir
Bandaríkjanna á sviði hern-
aðartækni og hernaðarmáttar auð-
velduðu ekki málið. Þótt margar
þjóðir hafi vissulega tekið þátt í að-
gerðunum í Afganistan voru þær
flestar í aukahlutverki. Hersveitir
annarra ríkja, Bretar eru hugs-
anlega eina undantekningin, hafa
ekki tæknilega burði til að berjast
við hlið Bandaríkjahers. Í Banda-
ríkjunum hefur þeirri skoðun vaxið
ásmegin að Evrópuríkjunum sé ekki
treystandi til að berjast, hins vegar
sé ágætt að kalla á þau til að sinna
verkefnum á borð við friðargæslu og
uppbyggingu að hernaði loknum. Í
Evrópu kvarta menn yfir bandarísk-
um hroka og einleik kúrekanna á
sviði alþjóðamála.
Hugsjónastefna í anda Wilsons
Það er þó vart hægt að saka
Bandaríkin um einangrunarhyggju.
Stjórn George W. Bush virtist fram
að ellefta september líta svo á að
umheimurinn væri aukaatriði. Mið-
Austurlönd voru látin lönd og leið
og í hverju málinu á fætur öðru voru
Bandaríkin og Evrópa á öndverðum
meiði.
Ellefta september kom hins vegar
í ljós að umheimurinn skipti Banda-
ríkin miklu máli og að það sem gerð-
ist utan landamæranna gæti snert
grundvallarhagsmuni Bandaríkj-
anna. Bandaríkin eru vissulega
mesta herveldi mannkynssögunnar.
Ellefti september sýndi hins vegar
fram á hversu berskjölduð þau eru
þrátt fyrir það.
Í stað einangrunarhyggjunnar
sem einkenndi utanríkisstefnu
Bush-stjórnarinnar í fyrstu hefur
komið trú á það að hægt sé að
breyta heiminum, eins konar hug-
sjónastefna í anda Woodrow Wilson.
Á köflum hefur þó virst sem þessi
Wilsonismi hafi ekki byggst á trúnni
á alþjóðlegu samstarfi heldur því að
umheimurinn taki við einhliða fyr-
irmælum frá Washington.
Á grundvelli Bush-kenning-
arinnar hefur heiminum verið skipt í
tvær fylkingar, þeim sem eru með
og þeim sem eru á móti. Skyndilega
voru Pakistanar orðnir nánir banda-
menn Bandaríkjanna og Pervez
Musharaf, sem fram til þessa hafði
verið útskúfaður leiðtogi her-
stjórnar, reglulegur gestur í Hvíta
húsinu. Hins vegar á sér nú stað
endurmat á samskiptunum við Sádí-
Arabíu, sem hefur verið helsti
bandamaður Bandaríkjanna í Mið-
Austurlöndum eftir að Íranskeisari
var hrakinn frá völdum í byltingunni
árið 1979. Það var ekki hægt að líta
fram hjá þeirri staðreynd að meiri-
hluti þeirra er rændu flugvélunum
ellefta september var sádí-arabískir
ríkisborgarar. Áhrifamiklir dálka-
höfundar í Bandaríkjunum fóru að
beina spjótum sínum að Sádí-
Arabíu, wahabismanum og skorti á
lýðræði og virðingu fyrir mannrétt-
indum í arabaheiminum. Þrátt fyrir
að Sádí-Arabar hafi reynt að svara
fyrir sig með rándýrum auglýsinga-
herferðum í bandarísku sjónvarpi,
þar sem dregin var upp mynd af
traustum bandamanni, er greinilegt
að það ríkir kreppa í samskiptum
Sáda og Bandaríkjamanna.
Ef af hernaði gegn Írak verður
mun reyna alvarlega á sambandið.
Sádí-Arabía hefur þegar lýst því yf-
ir að ekki komi til greina að nota
herstöðvar í tengslum við hernað
gegn Írak. Hvort sú verður raunin á
eftir að koma í ljós.
Bandamaðurinn Pútín
Hvað róttækust hafa umskiptin
þó verið í samskiptunum við Rússa.
Hinn ellefta september hringdi
Vladimír Pútín til Bush Bandaríkja-
forseta og bauð honum aðstoð
Rússa. Á því ári sem síðan er liðið
hafa Rússar reynst traustari banda-
maður en nokkur í Bandaríkjastjórn
hefði þorað að vona. Vinátta þeirra
var innsigluð yfir grillinu á búgarði
forsetans í Crawford í Texas.
Rússar gáfu leyfi sitt fyrir því að
Bandaríkjamenn settu upp her-
stöðvar í Kirgistan og Úzbekistan,
fyrrverandi Sovétlýðveldum í Mið-
Asíu, í tengslum við hernaðinn í
Afganistan. Þá hafði sú ákvörðun
Bandaríkjanna að segja upp ABM-
sáttmálanum til að geta haldið
áfram að þróa eldflaugavarnakerfi
lítil sem engin áhrif. Á móti hafa
Rússar verið teknir inn í samfélag
Vesturlanda með beinum hætti og
meira að segja fengið eins konar
aukaaðild að Atlantshafsbandalag-
inu. Það sem helst spillir fyrir eru
þau miklu viðskiptatengsl er Rússar
viðhalda enn frá gamalli tíð við „öx-
ulveldin“ illu, Íran og Írak. Tengsl
Sovétríkjanna og Írak voru ávallt
sterk og þeim hefur verið viðhaldið.
Þá hafa Rússar aðstoðað Írana við
að byggja kjarnorkuver. Það eru
hins vegar eftir sem áður söguleg
tímamót er forseti Bandaríkjanna
ræðir um Rússa sem „bandamenn“
en ekki bara vini.
Hinir gömlu vinir og bandamenn
Bandaríkjanna í Evrópu hafa hins
vegar sumir hverjir átt erfittt með
að sætta sig við hinn nýja Wilson-
isma Bandaríkjanna. Talið um öxul
hins illa hefur af flestum evrópskum
sérfræðingum verið afskrifað sem
einfeldningslegt og í fjölmörgum
málum hafa Bandaríkin og Evrópa
verið á öndverðum meiði. Má nefna
Alþjóða sakamáladómstólinn, Írak
og Palestínu sem dæmi um mál þar
sem skoðanir hafa verið skiptar.
Ekki hafa ýmsar ákvarðanir Bush-
stjórnarinnar bætt úr skák, s.s. sú
að stórauka niðurgreiðslur til land-
búnaðar og setja verndartolla á stál.
Að vissu leyti má segja að und-
anfarið hafi komið skýrt í ljós
hversu ólíkt Bandaríkin og Evrópa
skilgreina hagsmuni sína. Banda-
ríkjamenn hafa komist að þeirri nið-
urstöðu að sér stafi grundvallarógn
af útbreiðslu gjöreyðingavopna og
hryðjuverkasamtökum á borð við
Al-Qaeda. Þau eru reiðubúin að
beita öllum ráðum til að verja hags-
muni sína. Evrópuríkin eru hins
vegar í annarri stöðu sökum sög-
unnar og landfræðilegrar legu. Þau
telja íslömsk hryðjuverkasamtök
ekki ógna grundvallarhagsmunum
sínum (enda verður að viðurkennast
að yfirleitt hafa spjótin beinst að
bandarískum skotmörkum en ekki
t.d. sænskum eða hollenskum) og
þau eru treg til að beita valdi. Evr-
ópa hefur líka verið upptekin af eig-
in þróun og samskiptunum við nær-
ríki, hvort sem er ríkin í austurhluta
álfunnar sem nú vinna að því að fá
aðild eða þá púðurtunnunni á Balk-
anskaga. Þegar flóttamenn streyma
frá Bosníu eða Írak fara þeir til
Evrópu en ekki Bandaríkjanna.
Evrópu er líka mikið í mun að við-
halda stöðugleika í ríkjum múslima
enda mörg þeirra rétt handan Mið-
jarðarhafsins. Frakkar óttast lík-
lega flóðbylgju flóttamanna frá Als-
ír meira en Írak.
Sameinaðir stöndum vér …
Eftir stendur að hagsmunir Evr-
ópu og Bandaríkjanna fara saman á
mikilvægum sviðum. Þetta eru þau
ríki heims þar sem mest áhersla er
lögð á lýðræði, virðingu fyrir mann-
réttindum og markaðshagkerfi.
Ekki má heldur gleyma því að
Bandaríkin hafa tryggt öryggi Evr-
ópu í rúmlega hálfa öld. Það væri
því gífurlegt áfall fyrir vestræna
samvinnu ef Evrópuríkin myndu
snúa baki við Bandaríkjunum þegar
þau telja sér vera ógnað.
Bandaríkin geta háð hernað um
allan heim án aðstoðar Evrópu. Þeg-
ar upp er staðið eru þau hins vegar
ekki síður háð aðstoð annarra ríkja.
Eitt af því sem kom í ljós í kjölfar
ellefta september er að leyniþjón-
ustur Bandaríkjanna hafa nær enga
njósnara þar sem máli skiptir í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum. Þær
geta hlerað fjarskipti um allan heim
en hafa enga flugumenn í Afganist-
an, Pakistan og víðar. Raunar kom
einnig í ljós að mjög fáir starfsmenn
stofnana á borð við CIA og NSA
tala arabísku eða farsí. Hér hafa ríki
Evrópu veitt hjálparhönd.
Mikilvægari er þó sá pólitíski
stuðningur sem þau geta veitt. Með
því að slá af ýtrustu kröfum sínum
ættu Bandaríkin að geta náð sam-
stöðu um aðgerðir við bandamenn
sína. Með því að vera samvinnuþýð-
ari á öðrum sviðum myndu banda-
rísk stjórnvöld sömuleiðis auka
áhrif sín til muna. Stríðið gegn
hryðjuverkum er ekki svart og
hvítt. Þótt enginn efist um réttmæti
þess að ráða niðurlögum Al-Qaeda
er hætta á að menn komist fljótt út
á hálan ís þegar lengra er haldið.
Hjá því verður ekki litið að „stríðið
gegn hryðjuverkum“ gæti reynst
álíka torsótt og „stríðið gegn eit-
urlyfjum“ sem Bandaríkjastjórn
lagði eitt sinn út í. Eftir því sem
markmiðin verða almennari verður
erfiðara að ná árangri. Einungis
með því að beita jafnt hern-
aðarmætti sem pólitískum áhrifum
og samstarfi, mun takast að vinna
sigur á þeim öflum sem stóðu að
baki ellefta september og draga úr
líkunum á því að þessi skelfilegi
dagur endurtaki sig.
breytti öllu
AP
BANDAMENN Ellefti september þjappaði Rússum og Bandaríkjamönnum saman. Hér aka þeir George W. Bush og
Vladimír Pútín um búgarð Bandaríkjaforseta í Crawford í Texas.
sts@mbl.is
Það sem heldur vöku fyrir mörgum sér-
fræðingum á sviði öryggismála er að fyrr
eða síðar kemur að því, líklega fyrr en
flesta grunar, að leiðir hinna nýju hryðju-
verkamanna og tækniþróunar á sviði
gjöreyðingarvopna skerast.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 11