Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Jónssonfæddist í Lang- ekru á Rangárvöllum 25. september 1908. Hann lést á Landspít- alanum hinn 19. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Jónsson, f. í Fróð- holtshjáleigu 2. okt. 1867, d.í Reykjavík 7. okt. 1950, og Stein- unn Pálsdóttir, f. í Eystra-Fróðholti 21. jan. 1868, d. í Reykja- vík 13. sept. 1948. Foreldrar Jóns voru Jón Ólafsson bóndi í Fróðholtshjá- leigu, f. 27. feb. 1824, d. 30. mars 1887, og kona hans, Hallbera Niku- lásdóttir, f. 4. des 1838, d. 30. okt. 1903. Foreldrar Steinunnar voru Páll Pálsson bóndi í Eystra Fróð- holti, f. 7. ág. 1833, d. 24. feb. 1916, og kona hans, Þorgerður Guð- mundsdóttir, f. á Uxahrygg 19. maí 1834, d. 14. júní 1874. Jón Jónsson og Steinunn bjuggu í Fróðholtshjá- leigu, síðan í Vestra-Fróðholti og síðast á Langekru á Rangárvöllum en fluttu til Reykjavíkur árið 1922. Jón stofnaði síðar ásamt nokkrum börnum sínum verslunina Rangá árið 1931 og rak hana til dauða- dags. Systkini Jóns voru Páll Jóns- son, f. 30. mars 1894, d. 10. júlí sama ár; Jónína Steinunn Jónsdótt- ir, f. í 10. ág. 1895,verslunarmaður í Rvík, d. 26. nóv. 1985, ógift og barn- laus; Sigurður Jónsson, f. 24. jan. 1897, verslunarm. og síðar inn- kaupastjóri S.Í.S í Rvík, d. 10. júlí 1950. Kona hans var Björg Þórð- ardóttir, f. 5.ap. 1886, d. 17. júlí 1968. Þau eignuðust eina dóttur, sem átti einn son og tvo sonarsyni; Hallbera Jónsdóttir, f. 9. ág. 1898, d. í Rvík. 31. júlí 1944. Maður henn- ar var Þórður Halldórsson múrari, f. 31.okt. 1905, d. 22. maí 1977. Þau eiga tvo syni, Gunnar Bjarna og Hlyn. E: Páll Guðjón, lögfræðingur, kvæntur Ásdísi Gíslason. Þau eiga tvö börn, Arnar og Fanney. Þór- hallur átti áður Steinunni með Þor- gerði Árnadóttur. Steinunn á þrjú börn, Eirík, Söru Sif og David. 2) Steinunn Jónsdóttir, f. 6. nóv. 1933. Maður hennar er Þorvaldur S. Þor- valdsson, borgararkitekt. Þeirra börn eru: A: Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt, kvæntur Guðrúnu Önnu Ingólfsdóttur. Þau eiga tvær dæt- ur, Steinunni og Elinu Maríu. B: Herdís Þorvaldsdóttir, flugfreyja, gift Finni O. Thorlacius. Þau eiga tvö börn, Sindra Snæ og Snædís Sunnu. C: Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, tónlistamaður, kvæntur Þórunni Geirsdóttur. Þau eiga eina dóttur, Herdísi Hlíf. 3) Hallbera Kolbrún Jónsdóttir, skrifstofumað- ur, f. 14. maí 1944. Fyrri maður hennar var Jens Peter Sörensen, f. 6.ap. 1944. Dóttir þeirra er Birna Lísa, sem á tvö börn, Hákon Frey og Kolbrúnu Siv með fyrra manni sínum, Frey Frankssyni. Núverandi maður Birnu Lísu er Kjartan Grét- arsson. Saman eiga þau Kjartan Pétur. Seinni maður Kolbrúnar var Pétur Gylfi Axelsson, tæknifræð- ingur, f. 11. okt. 1938, d. 11. ág. 1999. Þau áttu ekki börn saman. Jón sat í Verzlunarskóla Íslands 1926 til 1928 og lauk þaðan prófi með 1. ágætiseinkunn. Hann starf- aði hjá Akurgerði hf. í Hafnarfirði 1929 til 1942, hjá Shell á Íslandi 1942 til 1945, stofnaði og rak með öðrum Sportvörur hf. og Hólmgarð hf. á sama tíma. Hann starfaði hjá Hraðfrystihúsinu Innri Njarðvík, sem framkvæmdastjóri og síðan meðeigandi, 1945 til 1971, hjá S.Í.S, sem umsjónarmaður fasteigna, 1971 til 1979. Síðast starfaði hann hjá Hringbraut 112 við umsjón og eignasýslu 1971 til 1990. Útför Jóns verður gerð frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudaginn 9. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. eignuðust ekki börn; Páll Jónsson, f. 15. jan. 1950, sjómaður, d. 20. mars 1933. Kona hans var Sigríður Eiríks- dóttir, f. 15. júlí 1897, d. í júlí 2001. Þau eign- uðust þrjú börn, fimm barnabörn og 15 barnabarnabörn; Þor- gerður Jónsdóttir, f. 25. ap. 1901, d. 15. mars 1999. Maður hennar var Þórður Þórðarson, verkamað- ur, f. 6. maí 1888, d. 20. mars 1963. Þau eign- uðust tvö börn, fjögur barnabörn og 11 barnabarnabörn; Þórunn Jónsdóttir, f. í Vestra-Fróðholti 2. sept. 1902, d. 15. okt. 1979, ógift og barnlaus; Ólafur Jónsson, f. í Vestra-Fróðholti 21. sept. 1903, d. 23. sept. 1904; Guðbjörg Jónsdóttir, f. 20. mars 1906, d. 19. mars 2002, ógift og barnlaus. Jón kvæntist 15. maí 1930 Björn- eyju Jakobínu Hallgrímsdóttur, f. í Baldursheimi í Mývatnssveit, f. 26. apríl 1908, d. 25. apríl 1995. Þau bjuggu í Hafnarfirði, lengst af á Öldugötu 12, en á Kópavogsbraut 1B í Kópavogi frá 1991. Börn þeirra eru: 1) Þórhallur Þrastar Jónsson, f. 7. feb. 1931. Kona hans er Elín Guðjónsdóttir, f. 11. ág. 1928. Þeirra börn eru: A: Sólveig Þór- hallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gift Lárusi Einarssyni. Þau eiga sex börn, Elísabet Björney, Einar Þór, Elínu Mjöll, Lárus Inga, Sigrúnu og Þórhall. B: Björn Þrastar Þórhalls- son, tannlæknir, kvæntur Heiðrúnu Hákonardóttur. Þau eiga þrjú börn, Björney Ingu, Hákon Þrastar og Hörpu Ósk. C: Ella, meinatækn- ir, gift Pétri Hjaltasyni. Þau eiga þrjú börn, Þórhall Pál, Hallgrím Jón og Pétur. D: Sigríður, ljósmóð- ir, gift Guðbirni Samsonarsyni. Þau Nú er Jón móðurbróðir minn horfinn á braut, tæplega 94 ára og að vonum orðinn nokkuð ellimóður. Hann bjó við allgóða heilsu fram á efri ár og hélt sér vel, lagði kapp á útiveru, göngur og sund. Heilsu- farsáfall fyrir nokkrum árum dró með tímanum úr hreyfifærni hans og tjáningarfærni en hugur hans var skýr eftir sem áður. Afleiðing þessa var óhjákvæmileg breyting á lífsstíl. Athafnamaðurinn Jón var aldrei sáttur við þær hindranir sem breyt- ingin hafði í för með sér. Jón var af aldamótakynslóðinni svokölluðu en til hennar heyrðu þeir sem fæddir voru kringum aldamótin 1900. Um þá kynslóð er ávallt rætt og ritað með ómældri virðingu sem hún á vissulega skilið. Sú kynslóð lagði grunninn að stórbættum efna- hag landsmanna og kom því í kring að íslenska þjóðin varð fullvalda á ný í sjálfstæðu ríki. Í mínum huga var Jón dæmigerður einstaklingur í hópi jafningja af þessari kynslóð. Á þessum árum var ekki fátítt í barnmörgum fjölskyldum að ein- ungis yngstu börnunum gafst kostur á skólagöngu fram yfir barna- fræðsluna. Svo var um Jón. Hann nam við Verslunarskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi á sínum tíma. Starfsævi hans var farsæl og fengsöm sem byggðist á árvekni hans, vinnusemi og trúverðugleika. Jón ástundaði símenntun, ekki svo mjög á námskeiðum eða kúrs- um, heldur á eigin vegum með lestri og fræðagrúski. Ég minnist ekki hafa komið að tómum kofanum hjá Jóni. Á hinn bóginn var hann óspar á spurningar, ef því var að skipta, ekki til að reka á gat heldur fræðast. Satt best að segja spurði hann, í mínu tilviki, gjarnan um læknis- fræðileg álitamál sem ég hlaut að svara með ótal fyrirvörum. Jón var yngstur barna hjónanna Steinunnar Pálsdóttur og Jóns Jónssonar sem eignuðust tíu börn á árabilinu 1894–1908, fimm dætur og fimm syni. Tveir sonanna létust í frumbernsku, hin komust á legg. Að Jóni gengnum eru þessi systkini öll látin. Niðjar Steinunnar og Jóns munu nú vera um eitt hundrað tals- ins. Tengsl mín við móðurforeldra mína voru náin, e.t.v. nánari vegna þess að föðurforeldrar mínir voru báðir látnir þegar ég kom í heiminn. Sömuleiðis voru tengslin við móð- ursystkinin mikil og góð. Nú þegar allt þetta góða fólk er horfið er mér söknuður í huga en jafnframt þakk- læti fyrir langa samveru og fyrir það sem ég gat af þeim lært og tileinkað mér. Blessuð sé minning þeirra allra. Jón var ekkjumaður, kona hans, Björney, lést fyrir nokkrum árum. Við María og Steinar bróðir minn sendum börnum þeirra, Þórhalli, Steinunni, Kolbrúnu og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Haukur Þórðarson. JÓN JÓNSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri                      !"                #$ %#&'()  ! *+* ,- +$ $' '( ,-+* .$$ $ #$) %# * #$+* %  #$) /&'( $0+* 1- $0+* # $$+*)2                          ! "                     !      "   "!  #$   #$$%   ##$ %& !  #  '  ##$   ###  ( $ )* + #  $# ## ,##$    #  !  !- $ !  !  !  ,                      ! "#"                      !     "    #   $$     $%&& $%% &'#% %(()** % & % %(% +,%( & %(% %( &'% %(% )% &" -%% &. /# &%()** *%,(0-% 0%0-% , 0%0%0-%                                                   !! "#    !! !$%& ' ! (& )   (&  &!$%&  !!    *    (& +  &    (&  )& ,- !! .  %   (& / #&&(0&  !! 0 & 0#&()0 & 0 & 0#&              ! "#  $  % & #' ( )*+&,!-   .( )*+&,!(                  / 0   ' 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.