Morgunblaðið - 28.09.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kári, er það ekki óheppilegt að ÍE
skuli á sama andartakinu þurfa að
tilkynna ákvörðun um uppsagnir
200 starfsmanna og upplýsa um
samning við bandaríska lyfjafyrir-
tækið Merck sem gæti gefið fyr-
irtækinu yfir 90 milljónir dala í
tekjur?
„Nei, og það er engin tilviljun að
við segjum frá þessu á sama augna-
bliki. Vegna þess að þegar við erum
að ákveða hvernig við hagræðum
innan fyrirtækisins, þá er mjög
mikilvægt að hafa sýn á það hvers
konar tekjur við verðum með á
næstu árum.
Þessi samningur við Merck bætir
töluvert við okkar tekjur og hjálpar
okkur við að sníða þann ramma,
sem við verðum að vera innan.
Það er í rauninni tvennt sem
veldur því að við getum nú minnkað
fyrirtækið talsvert: Við erum búin
að vinna mjög mikla grundvallar-
vinnu, sem snýr að mannerfðafræði.
Við erum búin að búa til mjög mikið
af niðurstöðum sem gagnast okkur
við rannsóknir. Ekki bara rann-
sóknir á sjúkdómum sem við höfum
verið að vinna við hingað til, heldur
líka sjúkdómum sem við komum til
með að rannsaka í framtíðinni. Við
erum því búin að safna mjög mikið í
sarpinn. Í öðru lagi erum við búin
að setja saman hugbúnað og vinnu-
ferla, sem gera það að verkum að
við getum unnið erfðafræðivinnuna
mun hraðar og með miklu færra
fólki en við gátum áður. Það að við
verðum að gera þetta núna helgast
af því að við búum í hörðum heimi,
þar sem við verðum að hafa tekjur
til þess að standa undir þeim
rekstri sem við erum með.
Þegar við vorum síðast að ráða
fólk inn í fyrirtækið, þá var um-
hverfið allt annað. Markaðirnir í
þessum iðnaði voru miklu gjöfulli en
þeir eru í dag. Þó svo að mönnum
hafi verið tíðrætt á Íslandi um þá
meðferð sem okkar fyrirtæki hefur
fengið á markaði, þá vil ég benda á
það, að þetta er ekkert einsdæmi
sem gerst hefur með okkur, því það
sama hefur gerst með allan þann
iðnað sem við vinnum í. Nú síðast,
bara fyrir tveimur dögum, þá var
þýska hátæknimarkaðnum, Neue
Markt, lokað eins og hann leggur
sig, vegna þess að hann hafði tapað
96% af þeim verðmætum sem þar
voru fyrir tveimur árum. Þannig að
hvarvetna í heiminum er þetta um-
hverfi mjög hart og við verðum eins
og aðrir að reikna með því að það
verði mjög erfitt að sækja þangað
fé, til þess að standa undir rekstri.
Reksturinn okkar verður að standa
undir sér sjálfur.
Með því að fækka innan fyrirtæk-
isins, eins og við erum að gera
núna, þá erum við að búa okkur
undir það og lítum svo á, að það séu
raunverulega framkvæmanlegar
áætlanir sem við höfum gert, þann-
ig að reksturinn á næsta ári verði
að minnsta kosti í járnum, eða skili
í besta falli einhverjum hagnaði.
Þetta verðum við að gera, þetta
er hið eina ábyrga sem við getum
gert, til að sjá til þess að fyrirtækið
verði hér um einhverja framtíð.“
Þú segir verðum að skila hagnaði.
Þið hafið verið að reka ykkur með
umtalsverðu tapi fram á þennan
dag...
„Þú segir að við höfum verið
reknir með miklu tapi. Ef hér hefði
verið um að ræða virkjun eða álver,
hefðu menn sagt að um fjárfestingu
væri að ræða og hér væri um stofn-
kostnað að virkjuninni eða álverinu
að ræða.
Það sem hefur verið fjallað um í
íslenskum fjölmiðlum, sem tap á
rekstri Íslenskrar erfðagreiningar,
hefur að mestu leyti verið fjárfest-
ing við að byggja upp hugverk inn-
an fyrirtækisins. Þessi verðmætu
hugverk verða að vera til innan fyr-
irtækisins, sem grundvöllur áfram-
haldandi starfsemi og rannsókna
okkar. Í mínum huga er þetta því
ekki taprekstur, heldur fjárfesting
við uppbyggingu.“
Gott og vel, en í bókhaldi heitir
þetta nú samt sem áður tap og
spurning mín er þessi: Þið hafið
fjármagnað þennan taprekstur eða
fjárfestingu við uppbyggingu fyr-
irtækisins með sjóðum í eigu fyr-
irtækisins. Eru sjóðir Íslenskrar
erfðagreiningar að verða uppurnir?
„Nei, við eigum vel yfir hundrað
milljónir dollara í okkar sjóðum í
dag. Það sem við erum að gera, er
að myndast við að hafa stjórn á
okkar framtíð, með því að skera
niður og herða sultarólina núna,
þegar aðstæður krefjast þess. Við
erum að endurskipuleggja fyrirtæk-
ið, þegar við getum gert það, án
þess að ytri öfl þrýsti of mikið á
okkur. Við erum að gera þetta á
okkar hátt og á okkar forsendum á
meðan við höfum styrk til þess.
Þetta er gert á nákvæmlega réttum
tíma og að nákvæmlega réttu
marki. Ég held að okkar fyrirtæki
sé betra og sterkara eftir en áður.
Að því sögðu, þá er alveg hræðilegt
að þurfa að fara í gegnum þetta.
Þetta er mun erfiðara en mig hefði
nokkurn tíma grunað, þótt ég hafi
alltaf talið að það hlyti að vera mjög
erfitt að þurfa að ráðast í svo rót-
tækar aðgerðir sem þessar upp-
sagnir eru. Það er afar hryggilegt
að þurfa að sjá á bak öllu þessu vel-
menntaða og hæfa unga fólki, sem
þurfti að hverfa héðan í morgun og
þarf nú að leita sér að vinnu annars
staðar.“
Hefur ímynd fyrirtækisins ekki
beðið hnekki við mestu fjöldaupp-
sagnir sem nokkurn tíma hafa átt
sér stað hér á landi?
„Ekki veit ég hvort þessi stað-
hæfing þín er rétt. Okkar hlutverk
er ekki að vera í einhverju ímynd-
arkapphlaupi. Vel má vera að mörg-
um þyki þetta sárt, sem eðlilegt er.
Þetta getur einnig haft áhrif á það
hvernig einhver hópur manna lítur
á okkur, en ef við hefðum ekki gert
þetta, þá hefðum við verið að reka
fyrirtækið á mjög óábyrgan hátt og
mjög líklegt að það hefði ekki verið
neina ímynd að verja að lokum, ef
þetta hefði ekki verið gert. Það
verður á stundum að gera fleira en
gott þykir.“
Þið segið upp 200 manns í dag –
hagræðið og stefnið að hagnaði þeg-
ar á næsta ári. – Hversu miklum
sparnaði mun þessi aðgerð skila
fyrirtækinu á ársgrundvelli?
„Ég get ekki gefið þér nákvæma
tölu þar að lútandi, en í grófum
dráttum reikna ég með að það sé í
kringum 2,5 milljarðar króna sem
fyrirtækið sparar á ársgrundvelli
við þessar uppsagnir.“
Hversu margir Íslendingar eru í
þessum 200 starfsmanna hópi?
„Ég lít ekki á starfsmenn þessa
fyrirtækis sem Íslendinga og út-
lendinga. Þetta eru starfsmenn Ís-
lenskrar erfðagreiningar.“
Samt sem áður, Kári, lesendur
Morgunblaðsins hafa ugglaust
mikinn áhuga á að vita hversu
margir Íslendingar misstu vinnu
sína hjá Íslenskri erfðagreiningu í
morgun.
„Á ég að segja þér nokkuð. Mitt
hlutverk er ekki að þjóna lesendum
Morgunblaðsins. Mitt hlutverk er
að reka þetta fyrirtæki og ég lít á
starfsmennina hér, sem einn sam-
stæðan hóp manna.“
Þú neitar þá að svara þessari
spurningu.
„Algjörlega, gjörsamlega. Agnes,
ég hef engan áhuga á að veita þér
þessar upplýsingar. Ég brýt ekki
starfsmenn fyrirtækisins niður í
karla eða konur, Íslendinga eða út-
lendinga, gamla eða unga. Hér er
hópur manna að vinna að ákveðnu
verkefni og mér ber skylda til þess
að líta á þá sem einn hóp.“
Þið gerðuð þessum starfsmönn-
um ykkar það kl. 10 í morgun að yf-
irgefa vinnustaðinn þegar í stað. –
Hvers vegna var þetta gert með
þessum hætti?
„Vegna þess að hagsmunaráð
starfsmanna hafði beðið um að
starfsmönnum yrði gert kleift að yf-
irgefa vinnustaðinn þegar í stað.
Við tókum ákvörðunina, en að
beiðni hagsmunaráðsins. Ég
ímynda mér að hugsunin að baki
þessari ósk hagsmunaráðsins hafi
verið sú, að reyna að hlífa fólki,
bæði þeim sem sagt var upp og
þeim sem starfa áfram hjá fyrir-
tækinu, við þeim tilfinningalegu
árekstrum sem upp gætu komið, við
það að menn sem sagt hafði verið
upp störfuðu áfram við hlið þeirra
sem halda starfi sínu.
Það væri sjálfsagt hægt að út-
færa starfslok þeirra sem sagt var
upp á ýmsa vegu. Ég hef enga sér-
staka skoðun á því hvernig ætti að
gera það. Þetta er sú leið sem var
valin og ég sá enga ástæðu til þess
að fetta fingur út í það.“
Hvaða menntun hafa þessir 200
starfsmenn sem sagt var upp í
morgun?
„Þetta er hópur af fólki með alls
konar menntun. Þarna eru starfs-
menn með læknismenntun og dokt-
orsgráðu og þarna eru starfsmenn
með aðrar háskólagráður og eins
starfsmenn sem eru minna mennt-
aðir. Það sem réð því hvernig þessi
hópur var valinn voru ákvarðanir
hópstjóra þeirra, sem voru að vinna
hin ýmsu verkefni. Þar var lagt til
grundvallar mat á þeirri þekkingu,
getu og reynslu sem starfsmenn-
irnir bjuggu yfir, auk þess sem
starfsaldur hjá fyrirtækinu réð
nokkru.
Það þarf auðvitað ekki að leiða
neinum getum að því, þegar verið
er að segja upp svo stórum hópi
starfsmanna, í fyrirtæki sem er þó
ekki stærra en þetta, að þá er fullt
af fólki sem er sagt upp, sem við
hefðum viljað leggja mikið á okkur,
til þess að geta haldið hér áfram.
Það skiptir í raun og veru ekki svo
miklu máli, þegar svona sársauka-
full aðgerð er ákveðin, hvernig hún
er framkvæmd. Þetta er alltaf sárs-
aukafullt og það er engin aðferð
rétt, þegar grípa þarf til svona úr-
ræða. Þetta er í einu orði sagt
vont.“
Þið gefið það út, að erfðafræði-
rannsóknir ykkar og ýmsar þjón-
usturannsóknir fyrir lyfjageirann
skili ÍE umtalsverðum tekjum sem
gert sé ráð fyrir að dugi til að ná
jafnvægi í rekstri með um 450
starfsmenn í stað 650 áður. Hvaða
starfsemi er verið að leggja af við
uppsagnir þessara 200 starfs-
manna?
„Við erum enga starfsemi að
leggja af – enga. Við erum engin
verkefni að leggja af, eða hætta
neinum rannsóknum. Við erum að
breyta um vinnulag að töluverðu
leyti og vinna á miklu sjálfvirkari
hátt heldur en við gerðum. Við eig-
um grunn sem við getum farið í aft-
ur og aftur og ég stend á því fastar
en fótunum, að afköst okkar í þessu
smækkaða fyrirtæki koma ekki til
með að minnka.
Á síðustu sex árum höfum við
verið að þenjast út, með ótrúlegum
hraða. Ef við hefðum haldið þessum
Kári Stefánsson segir að
ÍE eigi yfir hundrað millj-
ónir dollara í sjóðum
Hryggileg en bráð-
nauðsynleg aðgerð
Íslensk erfðagreining sagði í gær upp 200
starfsmönnum, þannig að hér eftir verða þeir
um 450 í stað 650. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
dregur á engan hátt úr því hversu sársaukafull
aðgerð þetta er. Hann segir Agnesi Bragadóttur
frá ástæðum uppsagnanna, sem á ársgrundvelli
munu líklega spara fyrirtækinu um 2,5 milljarða
króna. Hann rekur einnig þýðingu þess samstarfs-
samnings sem Íslensk erfðagreining gerði við
bandaríska lyfjafyrirtækið Merck í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
Kári Stefánsson. „Líður eins og refnum sem nagaði af sér fótlegginn, þegar hann festist í gildrunni.“