Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 19 RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Rafiðnaðarsambandið er starfsgreinasamband 10 félaga rafiðnað- armanna. Félagar eru þeir sem starfa í rafiðnaði hvort sem þeir hafa sveinspróf eða ekki; rafiðnfræðingar, rafvirkjar, rafveituvirkjar, raf- vélavirkjar, rafeindavirkjar, símsmiðir, símamenn, sýningarmenn, tölvu- og kerfisumsjónarmenn og tæknifólk í mynd- og hljóðverum. Rafiðnaðarskóli Íslands Samtök rafiðnaðarmanna eiga og reka Rafiðnaðarskólann. Hann býður upp á fjölbreytt starfsmenntunarnámskeið. Kynntu þér málið: www.raf.is Rafiðnaðarsamband Íslands gætir hagsmuna rafiðnaðarmanna um land allt Hlutverk Rafiðnarsambands Íslands Gerð kjarasamninga og túlkun þeirra, varsla starfsréttinda og vinnu- vernd. Að tryggja félagsmenn og fjölskyldur þeirra þegar áföll dynja á. Að annast fræðslu- og útgáfustarfsemi. Að gefa félagsmönnum og fjölskyldum þeirra kost á góðri orlofs- aðstöðu. Orlofsaðstaða fyrir félagsmenn Rafiðnaðarsambandið á og rekur 39 orlofshús á 15 stöðum á land- inu (auk 2 húsa á Spáni), 11 tjaldvagna, 2 fellihýsi og leigir nokkur orlofshús. Við sofum ekki á verðinum P & Ó LEIKSKÓLINN Barnaból á Þórs- höfn var löngu orðinn heldur lítill fyrir barnafjöldann svo kærkomin viðbót við hann var tekin formlega í notkun og vígð fyrir skömmu við há- tíðlega athöfn og barnafjöld. Viðbót- arbyggingin er einbýlishús í eigu Þórshafnarhrepps og stendur við lóð Barnabóls svo ekki þurfti annað en taka niður girðinguna og gera nýjan inngang á bakhlið hússins til móts við eldri leikskólann. Nú eru því tvær deildir við Barnaból; eldri byggingin hýsir yngri deildina og nefnist Smábær en þau eldri eru í nýja húsinu og þeirra deild heitir að sjálfsögðu Stóribær. Bílskúrinn við húsið verður nýttur sem málningar- og fönduraðstaða fyrir börnin sem eru hæstánægð með nýja leikskól- ann. Að vígslu lokinni var tertuveisla í boði og veitingar runnu ljúflega nið- ur hjá stórum og smáum leikskóla- gestum. Morgunblaðið/Líney Ungur leikskólamaður vill bjarga sér sjálfur á veisluborðinu en hjálpar- hendur eru skammt undan og afstýra yfirvofandi tertuslysi. Nýr leik- skóli vígður Þórshöfn UNDIRBÚNINGUR fyrir Þjóðahá- tíð Austfirðinga stendur nú sem hæst, en hún verður haldin annað árið í röð á laugardag. Það er Rauði kross Ís- lands sem stendur fyrir hátíðinni sem að þessu sinni verður á Seyðisfirði. Mikið undirbúningsstarf hefur farið fram allt síðan ákvörðun var tekin um staðsetningu hátíðarinnar. Að sögn Alberts Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar, mæðir starfið að mestu á miklum fjölda sjálf- boðaliða víðs vegar um fjórðunginn. Hátíðin verður fjölbreytt; hægt verð- ur að bragða á þjóðlegum réttum víða að úr heiminum og viðamikil skemmtidagskrá verður á sviði. Félag eldri borgara á Seyðisfirði mun bjóða upp á íslenska rétti. Heiðursgestur þjóðahátíðar er Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti Íslands, og mun hún flytja ávarp á hátíðinni. Myndlist verður gert nokkuð hátt undir höfði. Sýndar verða myndir úr myndasamkeppni grunnskólabarna í 5.–9. bekk á Austurlandi með kjörorð- unum Fjölmenning á Austurlandi og vinátta ólíkra einstaklinga. Auk þess hefur Skaftfell – menningarmiðstöð tekið að sér að hengja upp samsýn- ingu austfirskra listamanna með al- þjóðlegu ívafi. Unnið er að sjónvarpsmynd um há- tíðina þar sem verður rætt við fjöl- marga aðflutta Austfirðinga, fylgst með daglegum stöfum þeirra og und- irbúningi að þjóðahátíðinni. Undir- búningshópurinn hefur hvatt alla þá, sem eiga þjóðbúninga, til að klæðast þeim og biður Seyðfirðinga sérstak- lega að flagga þá um leið. Þjóðahátíð Austfirðinga í undirbúningi Seyðisfjörður FEGRUNARNEFND Blönduós- bæjar veitti á dögunum viðurkenn- ingar fyrir virðingarvert framtak í ræktun og umhirðu garða og um- gengni við sitt nánasta umhverfi. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu hjónin Kristín Guðjónsdóttir og Snæbjörn Adolfsson, Smárabraut 2, fyrir „lifandi og skemmtilegan garð“, eins og segir í umsögn dóm- nefndar. Fráveita Blönduósbæjar fékk viðurkenningu „fyrir fallega heildarmynd og aðlaðandi um- hverfi við hreinsistöð og ós Blöndu“, svo vitnað sé orðrétt í um- sögn fegrunarnefndar. Guðmundur Ingþórsson formaður skipulags- og byggingarnefndar en sú nefnd er jafnframt fegrunarnefnd bæjarins veitti viðurkenningarnar. Húsráð- endur á Smárabraut 2 og Rolf Árnason bæjartæknifræðingur veittu viðurkenningunum móttöku í kaffisamsæti í upphafi bæjarstjórn- arfundar síðastliðinn þriðjudag. Fráveitan og Smárabraut 2 hlutu við- urkenningar Morgunblaðið/Jón Sig. Frá afhendingu viðurkenninga fegrunarnefndar Blönduósbæjar 2002. Frá vinstri: Jóna bæjarstjóri, Rolf bæjartæknifræðingur, Kristín, Snæ- björn og Guðmundur, formaður fegrunarnefndar. Blönduós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.