Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 1
249. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. OKTÓBER 2002 HÓPUR Tsjetsjena, líklega nokkrir tugir manna og kvenna, réðst í gær- kvöld inn í leikhús í Moskvu þar sem hann tók alla leikhúsgesti, leikara og starfsmenn í gíslingu, hugsanlega um 700 manns. Hótuðu þeir að sprengja húsið í loft upp ef rússnesk- ar öryggissveitir reyndu að ráðast inn eða ef ekki yrði orðið við þeirri kröfu þeirra, að Rússar flyttu allan sinn her frá Tsjetsjníu tafarlaust. Hundruð rússneskra hermanna og sérsveitarmanna umkringdu húsið en höfðu ekki ráðist til inngöngu þegar síðast fréttist. Haft er eftir vitnum, að mennirnir hafi komið að húsinu alvopnaðir í nokkrum bílum, lokað öllum út- gönguleiðum þess og ógnað síðan fólkinu með skothríð. Breska útvarp- ið BBC greindi frá því að ótiltekinn fjöldi fólks hefði komist út úr húsinu með því að stökkva út um glugga á þriðju hæð. Skotið hefði verið að fólki er það flúði út úr húsinu. Í viðtölum Tsjetsjenanna við fréttastofur sögðust þeir tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn og reiðubúnir að sprengja upp húsið, Menningar- höllina, sem er í suðausturhluta Moskvuborgar, yrði ekki orðið við kröfum þeirra. Sögðust þeir vera undir forystu frænda tsjetsjneska stríðsforingjans Arbi Barajevs, sem féll í fyrra, og vera í „sjálfsmorðs- sveit 29. deildar“. Í fyrstu var talið, að Tsjetsjenarnir væru 20 talsins en síðar voru þeir sagðir vera 40 til 50. Leyfðu þeir allt að 150 manns að yf- irgefa leikhúsið, börnum, útlending- um og múslimum. Gífurlegur viðbúnaður Rússneskar sérsveitir, svokallað- ar Alpha-sveitir, sérþjálfaðar í bar- áttu við hryðjuverkamenn, girtu af húsið og nágrenni þess og rússneska öryggislögreglan og innanríkisráðu- neytið gerðu virka áætlun, sem kall- ast „Þrumuveður“ og kallar alla for- ingja til deilda sinna. Skothvellir heyrðust við bygg- inguna seint í gærkvöldi og töldu sjónarvottar að þeir hefðu ekki bor- ist úr leikhúsinu. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fylgdist náið með framvindunni og fréttir voru um, að tsjetsjneskur þingmaður á rússneska þinginu hefði farið inn í leikhúsið til viðræðna við gíslatökumennina. Gíslar, sem leyft var að hringja þaðan, vöruðu hins vegar við því, að reynt yrði að ráðast til inngöngu í leikhúsið. ITAR-Tass-fréttastofan rúss- neska sagði, að Tsjetsjenarnir hefðu komið fyrir sprengjum í leikhúsinu en sjónvarpsstöðin TV6 hafði eftir gíslum, sem hringdu þaðan, að Tsjetsjenarnir væru sjálfir með sprengjurnar bundnar við sig. Þá sagði útvarpsstöðin Echo í Moskvu, að Tsjestsjenarnir hefðu hótað að drepa 10 gísla fyrir hvern einn, sem félli úr þeirra röðum. Heimasíða tsjetsjneskra skæru- liða staðfesti í gærkvöld, að gísla- tökumennirnir væru tsjetsjneskir og væri krafa þeirra sú, að Rússar flyttu her sinn frá Tsjetsjníu. Ekki var ljóst hve margt fólk var í leikhúsinu og var fjöldinn talinn á bilinu 500 til 1.000. Var verið að sýna þar mjög vinsælan söngleik, Nord- Ost, sem alltaf hefur verið sýndur fyrir fullu húsi. Tugir vopnaðra Tsjetsjena með yfirfullt leikhús í Moskvu á valdi sínu Hóta að verða hundr- uðum manna að bana Krefjast þess, að Rússar flytji her- inn frá Tsjetsjníu AP Hundruð her- og lögreglumanna biðu fyrirskipana fyrir utan leikhúsið þar sem tsjetsjneskir skæruliðar halda hundruðum manna í gíslingu. Hótuðu þeir að sprengja húsið upp ef reynt yrði að ráðast til inngöngu. Moskvu. AP, AFP. ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðið, hefur lagt til, að þorskveiði í Norð- ursjó og Skagerrak verði hætt í því skyni að bjarga stofninum. Eru vís- indamenn á vegum Evrópusam- bandsins samþykkir tillögunni og líklegt, að hún verði höfð til hliðsjón- ar við kvótaákvörðun fyrir næsta ár. Í nýrri skýrslu ICES, sem verður birt á morgun, er ekki aðeins lagt til, að þorskveiðunum verði hætt, heldur er einnig hvatt til mikils niðurskurð- ar í öðrum veiðum þar sem þorskur er aukaafli. Talið er, að framkvæmdastjórn ESB muni fallast á tillögurnar en þær munu óhjákvæmilega hafa í för með sér atvinnuleysi þúsunda manna. Elliot Morley, sjávarútvegs- ráðherra Bretlands, sagði í gær, að ekki yrði lengur komist hjá sárs- aukafullum aðgerðum en einn tals- manna danskra sjómanna sagði, að yrði farið eftir þessu, myndi það valda hruni í dönskum sjávarútvegi. Norðursjór og Skagerrak Þorskveiði verði hætt „HANN byrjaði hérna og nú er hann kominn aftur,“ sagði Alfred Love, íbúi Montgomery-sýslu í Maryland, þegar hann frétti af því að leyni- skyttan hefði framið 10. morðið, í þetta sinn nálægt heimili hans. „Satt að segja tel ég að hann búi hérna.“ Sálfræðihernaður raðmorðingjans hefur hvergi borið jafnmikinn árang- ur og í Montgomery-sýslu. Þar hóf- ust morðin og hann hefur nú snúið þangað aftur eftir að hafa herjað á tvö ríki og bandarísku höfuðborgina. „Allir eru reiðir“ Íbúar sýslunnar eru skapstyggir af látlausum áhyggjum, orðnir þreyttir á því að halda kyrru fyrir innandyra, hafa fengið nóg af sírenu- væli og drunum frá þyrlum frétta- manna sem fylgjast með leitinni að raðmorðingjanum. Ef til vill er það verst að þeir telja nær allir að morð- inginn búi á meðal þeirra. „Öllum finnst þeir vera fastir í gildru,“ sagði Mario Villalta, sextán ára nemi sem komst ekki í skólann vegna þess að lögreglan lokaði göt- unum við heimili hans. „Við getum ekki farið neitt og allir eru reiðir. Kennararnir segja okkur að hafa ekki áhyggjur vegna þess að morð- inginn náist en við trúum því ekki.“ Morðingjanum hefur tekist að við- halda mikilli skelfingu meðal fimm milljóna íbúa Washington-borgar og nágrennis í þrjár vikur. Lögreglan hefur oft þurft að loka götum til að leita að morðingjanum og hefur það orðið til þess að fólk hefur ekki kom- ist leiðar sinnar, jafnvel klukku- stundum saman. Hefur þetta valdið mörgum fyrirtækjum skaða. „Þetta hefur valdið mér miklum tekjumissi,“ sagði Ron Shipley, eig- andi pípulagnafyrirtækis í Mary- land, og benti á að bílferðir sem tækju yfirleitt 45 mínútur tækju nú að minnsta kosti þrjár klukkustund- ir. Ákveðið var að loka mörgum einkaskólum eftir síðasta morðið sem framið var á þriðjudag vegna þess að margir nemendanna og kennaranna mættu mörgum klukku- stundum of seint eða komust ekki í skólann sinn. Margir ríkisreknir skólar voru nánast mannlausir. Flestir skólanna voru opnaðir í gær en börnum hefur verið bannað að leika sér utandyra og öllum skóla- ferðum hefur verið aflýst. Reuters Kona fylgir dóttur sinni í skóla í Montgomery-sýslu í Maryland en skammt þar frá varð morðinginn strætisvagnsbílstjóra að bana í fyrradag. Óttast að morðinginn búi á meðal þeirra Aspen Hill. Los Angeles Times.  Leyniskyttan/22 ER rúm vika er til þingkosninga í Tyrklandi hefur ríkissaksóknari landsins krafist þess, að framboð flokks, sem spáð eru mestu fylgi, hófsams, íslamsks flokks, verði lýst ólöglegt þar sem leiðtogi hans hafi ekki löglegt umboð til að gegna flokksformennskunni. Dómur í málinu mun að öllum lík- indum ekki falla fyrir kosningarnar 3. nóvember næstkomandi. Að baki kröfunni býr ótti margra við, að trú- aðir múslimar nái auknum áhrifum í stjórnmálalífi landsins. Formaður flokksins, Recep Tayyip Erdogan, fordæmdi hana í gær og sagði, að ætlunin væri sú ein að veikja stöðu flokksins á endasprettinum. Vilja banna stærsta flokkinn Ankara. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.