Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, undr- ast fullyrðingu borgarlögmanns, Hjörleifs Kvaran, um eigið fé Orku- veitu Reykjavíkur, OR. Að sínu áliti beri að nota tölu sem fram komi í árshlutauppgjöri fyrirtækisins sjálfs en „ekki hentugleikatölu við gerð lögfræðilegs álits“, eins og hann orðar það. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær liggja fyrir andstæð álit lögmanna um skyldu stjórnar OR til að bera ákvarðanir vegna kaupa á ljósleiðarakerfi Línu.Nets fyrir um 1,8 milljarða króna undir eigendur fyrirtækisins. Bæði Reykjavíkurborg og Garðabær hafa látið gera lögfræðiálit um málið. Borgarlögmaður telur að ekki hafi verið þörf á fyrirfram samþykki. Lögmaður Garðabæjar telur hins vegar að skuldbindingar OR á árinu hafi farið yfir 5% af eigin fé fyrir- tækisins og því þurfi samþykki allra eigenda. Hefur bæjarstjórn Garða- bæjar óskað eftir að skuldbindingar OR verði lagðar fyrir sig, lögum samkvæmt. Alvarlegar deilur Björn Bjarnason segir að deilur um stjórnarhætti í Orkuveitu Reykjavíkur séu alvarlegar í ljósi þess að fyrirtækið sé að stíga sín fyrstu skref án þess að vera hefð- bundið borgarfyrirtæki. Ábyrgð stjórnar sé skýr og ótvíræð en stjórnarmenn geti ekki axlað hana nema þeir geti treyst upplýsingum sem fyrir þá séu lagðar. Hann segir borgarlögmann hafa fullyrt að 1. janúar árið 2002 hafi eig- ið fé OR verið 38.375 milljónir króna og lagt þá tölu til grundvallar í minn- isblaði til borgarstjóra um skuld- bindingar og ábyrgð fyrirtækisins. Björn segir að hinn 10. september sl. hafi stjórnarmenn OR á hinn bóginn ritað undir árshlutareikning fyrir- tækisins þar sem fram komi að eigið fé þess hafi verið 34.934 milljónir króna í ársbyrjun 2002. „Í þessu uppgjöri, sem er unnið af Deloitte & Touche, sé ég ekki þessa tölu borgarlögmanns þegar rætt er um eigið fé fyrirtækisins,“ segir Björn og bendir á að Reykjavíkur- borg sé ábyrg fyrir 92,22% af skuld- bindingum Orkuveitu Reykjavíkur. Þær megi ekki fara yfir 5% af eigin fé án heimildar borgaryfirvalda. „Þess vegna skiptir miklu hvaða tala um eigið fé er lögð til grundvall- ar. Að mínu áliti er skýrt, að það er talan í uppgjöri fyrirtækisins sjálfs en ekki hentugleikatala við gerð lög- fræðilegs álits til að komast hjá um- ræðum um efnisatriði málsins í borgarráði og borgarstjórn. Hvað sem líður þekkingu borgarlögmanns á lögum OR notar hann ekki rétta tölu um eigið fé í minnisblaði sínu. Töluna er að finna í staðfestum reikningum fyrirtækisins,“ segir Björn. Hann segir að málinu sé alls ekki lokið og brýnt að stjórn OR fjalli um það. Fyrir liggi andstæð álit lög- manna og stjórnarmenn þurfi að fá upplýst, hvort þeim hafi verið kynnt röng tala yfir eigið fé í uppgjörinu sem staðfestu með undirskrift sinni í september sl. Björn minnir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem deilt er um tölur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Hér sé hins vegar um tölu úr endurskoð- uðu árshlutauppgjöri að ræða og hún eigi ekki að valda ágreiningi. Nokkur umræða hafi farið fram vegna kostnaðar við byggingu höf- uðstöðva fyrirtækisins. Það liggi fyr- ir skjalfest að kostnaður vegna flutnings starfseminnar nemi rúm- um 3 milljörðum króna. Öll kurl vegna höfuðstöðvanna séu þó ekki komin til grafar, þar sem stjórn, eig- endur og viðskiptavinir fyrirtækis- ins hafi ekki verið upplýstir um allan kostnaðinn við höfuðstöðvarnar nýju. „Það verður að sjálfsögðu gengið eftir þeim upplýsingum en fram- kvæmdir við þessi miklu mannvirki hafa tafist meðal annars vegna sí- felldra breytinga á framkvæmda- tíma,“ segir Björn. Björn Bjarnason, oddviti D-listans, um eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur Undrast full- yrðingu borg- arlögmanns ÞRÍR af fjórum sakborningum í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hérlend- is játa sök samkvæmt ákæru ríkissaksóknara, en sá fjórði neitar sök. Gæsluvarðhald hans til 27. nóvember var staðfest í Hæstarétti í gær. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sakborningarnir eru á aldr- inum 26-47 ára og varðar sak- arefnið smygl á 30 kg af hassi frá Danmörku og lagði lög- reglan hald á fíkniefnin hinn 12. mars sl. Tveir hinna ákærðu eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um innflutn- inginn, annar um að hafa út- vegað féð en hinn séð um að kaupa það í Kaupmannahöfn. Sá fyrrnefndi sagðist fyrir dómi hafa tekið okurlán fyrir hassinu og játar sakargiftir. Sá sem ákærður er fyrir sjálf kaupin á hassinu er elstur sak- borninganna og hefur neitað sök í málinu. Sá þriðji er sak- aður um að hafa búið um efnið til flutnings í Kaupmannahöfn og fjórði maðurinn er ákærður fyrir að leggja fram 1,5 millj- ónir til kaupa á hassinu. Báðir játa sök í málinu. Þrír játa aðild að smygli á 30 kg af hassi KARLMAÐUR meiddist illa á mjöðm í hörðum árekstri tveggja fólksbíla í Öxnadal á fimmta tímanum í gær. Bílarnir voru að mætast og varð árekst- urinn þegar þeim var ekið inn í snjókóf frá snjóruðningstæki, skv. upplýsingum frá lögregl- unni á Akureyri. Alls voru fimm manns í bílunum tveimur. Ökumaður annars bílsins hlaut áverka á mjöðm og var fluttur á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Bíl- arnir lentu báðir utan vegar og eru mikið skemmdir. Mikil hálka var í Öxnadal í gær eins og víðar á Norðurlandi og Aust- urlandi. Harður árekstur í mikilli hálku HAGFISKUR ehf. hefur ásamt fleir- um hafið sölu á lífrænt ræktuðu lambakjöti í samstarfi við Kjöt- framleiðendur hf. og sex sauð- fjárbændur af Norður-, Austur- og Suðurlandi. Alls munu um 700 skrokkar fara í þessa framleiðslu, sem fram fer í sláturhúsinu á Hvammstanga, en kjötið verður að- allega selt hjá Hagfiski auk þess að vera á boðstólum hjá Íslenskum markaði í Leifsstöð og í verslunum Lífsins lindar í Kringlunni og Heilsu- horninu á Akureyri. Vörurnar hafa fengið vottun frá Vottunarstofunni Túni samkvæmt alþjóðlegum stöðl- um. Fyrirtækið Hagfiskur var stofnað í byrjun ársins 1993 og hefur sér- hæft sig í sölu á frystum sjávaraf- urðum á innanlandsmarkaði. Við- skiptavinirnir hafa verið um sex þúsund heimili og mötuneyti um allt land. Hagfiskur starfrækir verslun í gegnum Netið og er með símasölu á kvöldin þar sem hringt er út reglu- lega í ákveðinn markhóp. Seldum vörum er svo ekið heim að dyrum daginn eftir, viðskiptavininum að kostnaðarlausu, og sama fyr- irkomulag verður viðhaft vegna líf- rænt ræktaða lambakjötsins. Einnig verður hægt að nálgast kjötið í höf- uðstöðvum Hagfisks við Vagnhöfða í Reykjavík. „Héldum að hann væri að fíflast í okkur“ Aðspurð hvernig lambakjötssalan hefði komið til sagði Jóhanna Sigríð- ur Halldórsdóttir hjá Hagfiski að markaðsstjóri Kjötframleiðenda hefði viðrað þessa hugmynd við þau í upphafi en þau hefðu þá talið hann vera að fíflast í þeim. „Þegar hann hringdi aftur í okkur varð ljóst að honum var fúlasta al- vara. Eftir stutta umhugsun ákváðum við bara að slá til,“ sagði Jóhanna. Hún sagði söluna hafa haf- ist á þriðjudagskvöld og farið mjög vel af stað. Seldur er einn kassi með frystu og sérstaklega fituskornu kjöti af hálf- um lambsskrokki. Kílóverðið er 1.196 krónur og meðalverð á hverj- um kassa í kringum 6 þúsund krón- ur, að sögn Jóhönnu. Í kassanum eru læri, hryggur, hakk, steik af úrbein- uðum framparti og sveskjufyllt kjöt- rúlla, allt í lofttæmdum umbúðum og lífrænt ræktað – sveskjurnar líka. Lífrænt ræktað lambakjöt selt á Netinu og víðar Morgunblaðið/Jim Smart Ólöf Sveinsdóttir, bóndi í Árdal í Kelduhverfi, og Jóhanna Sigríður Hall- dórsdóttir, starfsmaður Hagfisks, með sýnishorn af lambakjötinu. ÚT er komin handbók fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem fjallar um reykleysismeð- ferð og tóbaksvarnir. Þetta er fyrsta íslenska handbók- in sem fjallar um þessi mál. Hún er unnin með hliðsjón af breskri handbók, „Clear- ing the air“, frá Royal Coll- ege of Nursing í Bretlandi og staðfærð miðað við ís- lenskar aðstæður. Handbókin gefur greinar- góðar leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk um hvernig það getur aðstoðað fólk við að hætta að reykja á sem áhrifaríkastan hátt. Megináherslan er á reyk- leysismeðferð. Fjallað er sérstaklega um reyklaust tóbak í bókinni og jafnframt vísað í frekari heimildir. „Það er ekkert launungarmál að tóbaksnotkun er alvarlegasta ógn nútímans við heilbrigði fólks. Hún hefur mikil áhrif á lífsgæði og lífs- lengd einstaklinga. Mikilvæg for- vörn sjúkdóma næst fram með því að byrja aldrei að nota tóbak og styðja þá til reykleysis sem þegar eru byrj- aðir að reykja,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefendum. Handbók þessi er gefin út til minningar um Ingileif Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing og fræðslufull- trúa Krabbameinsfélagsins. Ingileif vann ómetanlegt starf í þágu tóbaks- varna á Íslandi og sýndi mikla þraut- seigju við að brýna heilbrigðisstarfs- menn og yfirvöld í glímunni við tóbakið. Hún lést í ágúst 1999. „Heilbrigðisstarfsfólk er í lykilað- stöðu til að veita ráðgjöf til reykleys- is. Það er gleðiefni að jafnvel ein- staklingar sem eru mjög háðir tóbaki geta hætt að reykja ef hugur fylgir máli, með aðstoð lyfja og stuðningi fagfólks. Að hjálpa reykinga- manni að hætta að reykja gæti verið eitt mikilvægasta framlag heilbrigðisþjónust- unnar til að efla heilbrigði einstaklingsins,“ segir í til- kynningunni. Útgefendur handbókar- innar eru: Samtök hjúkrun- arfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki, Krabbameins- félag Reykjavíkur, Hjarta- vernd, fagdeild lungnahjúkr- unarfræðinga, fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga og fagdeild hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði. Styrktaraðilar: Landspítali – há- skólasjúkrahús, Tóbaksvarnanefnd, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, Rannsóknasjóður lungna- lækningaskorar LSH, Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Loftfélagið, GlaxoSmithKline og Thorarensen-Lyf. Handbókina er hægt að nálgast hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, Skógarhlíð 8, Reykjavík. Einnig má senda tölvupóst á alda@krabb.is. Handbók um tóbaksvarnir gefin út Ritstjóri handbókarinnar, Rósa Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingur, afhenti Jóni Kristjánssyni heilbrigð- isráðherra fyrsta eintakið af Tæru lofti á ráðstefnu um tóbaksvarnir í september sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.