Morgunblaðið - 24.10.2002, Page 8

Morgunblaðið - 24.10.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þú getur bara hallað þér aftur á þitt græna, góði. Ég er búinn að fá löglegan frest í það minnsta til 2006. Spegillinn gegn átröskunum Engin úrræði eða meðferð ÁDÖGUNUM vorustofnuð samtökinSpegillinn þar sem fórnarlömb átröskunar hvers konar og aðstand- endur þeirra tóku sig til og fylktu liði og ætla að láta gott af sér leiða um kom- andi ár. Kolbrún Marels- dóttir, þroskaþjálfi í Sand- gerði, er í hópi aðstandenda, en hún á 15 ára dóttur sem er á bata- vegi eftir að hafa veikst al- varlega af anorexíu. Hún er í 14 manna stjórn Speg- ilsins og svaraði á dögun- um nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Kolbrún ræddi fyrst á almennum nótum um til- gang samtakanna og sagði m.a.: „Samtökin heita Spegillinn og ná til allra sem eiga við átraskanir að glíma og að- standenda þeirra. Þetta er miklu stærri hópur en sem nemur þeim sem eru með anorexíu og búlemíu. Við getum sagt að öll átröskun sem hefur alvarleg áhrif á venju- legt líferni fólks heyri undir sam- tökin okkar. Við ætlum síðan að vinna á ýmsum sviðum, stuðla m.a. að forvörnum, bættri að- hlynningu og fræðslu svo ég nefni eitthvað.“ Hvað bar til að þið fóruð af stað? „Sjálf á ég 15 ára dóttur sem var orðin og er enn alvarlega veik af anorexíu. Hún léttist um 30 kg á 11 mánuðum og kom okkur ger- samlega í opna skjöldu. Hún er nú á batavegi, en uppúr þessari lífs- reynslu settumst við niður fimm saman, einn sálfræðingur, ein óvirk anorexía, ein virk anorexía og tvær mömmur. Við fórum yfir þessi mál með það markmið að stofna samtök. Var hugmyndin að komast síðan með hópinn í Um- hyggju, sem eru regnhlífarsamtök fyrir hópa sem hafa með ýmiss konar langveik börn að gera. Ég og dóttir mín fórum síðan í Ísland í dag á dögunum og eftir það hafði samband við mig Ægir Örn Sig- urgeirsson, en fyrrverandi maki hans, Gerða Sandholt, lést af völd- um anorexíu sl. vor. Þá vildi svo til að hópur fólks, ættingjar og að- standendur Gerðu, var einnig að undirbúa stofnun samtaka og úr varð að við runnum saman og héldum síðan stofnfund sl. fimmtudag.“ Og hvernig gekk? „Þetta hefur greinilega vakið mikla athygli og augljóst að mál- efnið höfðar til margra, því það voru alls 130 manns á stofnfund- inum og við hefðum hæglega get- að haldið áfram að fara yfir mál- efni okkar alla nóttina, slík var stemmningin.“ Það hefur sum sé ekki verið vanþörf á svona samtökum? „Nei, það er vægt til orða tekið. Fyrir utan alla þá sem eru með át- raskanir og vita af því og viður- kenna það, eru mjög margir úti í þjóðfélaginu sem ganga um með mikil vandamál og viður- kenna það ekki. Hvort sem það er anorexía eða ofát, eru úrræðin ekki mikil og erfitt að finna þau. Kerfið er okkur ekki hagstætt. Ef barn greinist með krabbamein, bíður þess þjónusta og meðferð, en ekkert slíkt er til greinist barn eða unglingur með átröskun, sem getur þó í verri tilvikunum verið gríðarlegt vandamál eins og við þekkjum. Tryggingarfyrirtækin eru á sama plani, átraskanir eru ekki nefndar í sjúkra- og líftrygg- ingum. Barnageðdeildin sinnir þessu eftir bestu getu, en það er meira af vilja en mætti. Það er einvörðungu vegna áhuga starfs- fólks þeirrar deildar, en vegna að- stæðna eru þessi málefni bara hliðarpakki, deildin fer í sumarfrí og þá er ekkert gert og ef mikið hleðst upp af öðru er okkar mál- efnum ýtt til hliðar. Svona getur þetta ekki gengið og augljóst að það vantar sárlega fræðslu og for- varnarstarf.“ Og þar ætlið þið að bæta úr? „Já, það er ætlunin. Verkefnin sem bíða okkar eru margþætt. Margir af skjólstæðingum okkar eru svo veikir að þeir vilja ekki hjálp. Slíku fólki þarf að koma undir læknishendur. Jafnframt þarf að benda fólki á valkosti og úrræði sem kunna að vera fyrir hendi. Það þarf að aðstoða fólk þegar það grunar að ekki sé allt með felldu. Þegar barn léttist hratt á stuttum tíma er hætta á ferðum. Þetta er heilt helvíti að lenda í, bæði fyrir sjúklinga og að- standendur. Í tilviki anorexíu byrjar sjúklingurinn fyrst að grennast, en síðan svelta heili og líffæri og þá byrjar vitlaus hugs- un. Orsökin er svelti og lausnin er að borða.“ Hafið þið fengið góða bak- hjarla? „Tal hefur stutt okkur myndar- lega og brátt opnum við heima- síðu, www.spegillinn.is. Geðrækt hefur einnig reynst okkur velviljuð og boðið okkur aðstöðu í húsnæði sínu á Tún- götunni.“ Hvað viltu sjá gerast á næst- unni? „Ég vil sjá samtökin okkar vaxa og dafna og að markmið okkar ná- ist, að létta á aðstandendum og finna lausnir. Ég vil einnig sjá stjórnvöld taka við sér. Þau hafa ekki komið að þessum málaflokki þótt hann hafi alltaf verið til stað- ar.“ Loks er hér sími Spegilsins, 661 0400 Kolbrún Marelsdóttir  Kolbrún Marelsdóttir er fædd 21. júní 1962 í Sandgerði. Kol- brún er þroskaþjálfi og var for- stöðumaður Skammtímavistunar fyrir börn í tíu ár, auk þess sem hún starfaði um tíma sem tóm- stunda- og æskulýðsfulltrúi á Eg- ilsstöðum og var sérkennari við grunnskólann í Sandgerði. Í seinni tíð er hún deildarstjóri starfsdeildar Fjölbrautaskólans í Keflavík. Hún er gift Ragnari Kristjánssyni vélfræðingi og eiga þau fjögur börn, Kristján Þór 20 ára, Maríu Rán 15 ára, Marel 12 ára og Magnþór Breka þriggja ára. Vil sjá stjórn- völd taka við sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.