Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 9
RÚMLEGA tvítugur maður var í
Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag
dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir of-
beldisrán í söluturni í Reykjavík í
mars, þjófnað í íbúð í Árbæjarhverfi í
janúar og hótanir í garð eiganda
hennar vegna skýrslu um innbrotið til
lögreglu.
Sannað þótti að í ráninu í söluturn-
inum hafi maðurinn ráðist með of-
beldi að stúlku sem var þar ein við af-
greiðslu, en hann hafði á brott með
sér um 16.700 krónur í reiðufé, 20 inn-
stæðusímakort að andvirði 10.500
krónur, 33 kveikjara að verðmæti
3.300 krónur, 5 vindlapakka og 53 síg-
arettupakka að verðmæti kr. 26.795.
Þá hafði hann á brott með sér far-
tölvu, myndbandstæki, fjarstýringu,
tvö hleðslutæki, matarvigt, 9 geisla-
diska, tréstyttu, snyrtivörur og per-
sónulega muni, samtals að verðmæti
um 245.400 krónur, úr íbúð kunn-
ingjakonu sinnar í Árbæjarhverfi í
janúar og sendi henni síðan nokkur
SMS-skilaboð með hótun um að beita
hana ofbeldi vegna skýrslu hennar til
lögreglu um þjófnaðinn.
Refsing mannsins var skilorðs-
bundin til þriggja ára og fellur hún
niður að þeim tíma liðnum haldi hann
almennt skilorð. Var honum gert að
greiða allan sakarkostnað, þar með
talin 60.000 króna málsvarnarlaun
verjanda síns.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
kvað upp dóminn. Verjandi ákærða
var Hreinn Pálsson hrl. Málið sótti
Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hjá
ríkissaksóknara.
Dæmdur í 15 mán-
aða fangelsi fyrir
rán og þjófnaði ELDUR kom upp í kofa á
bænum Kolbeinsstöðum í
Kolbeinsstaðahreppi í
Hnappadal í fyrrakvöld.
Sverrir Björnsson, bóndi á
Kolbeinsstöðum, var að
reykja kjöt þegar glóðin læsti
sig í kofann.
„Þetta var nú eiginlega
bara gamalt kofaræskni, sem
ég notaði meðal annars til
reykingar, sem brann. Eina
tjónið er að þarna var smá-
vegis af kjöt sem ætlað var til
jólanna,“ sagði Sverrir.
Sverrir sagði að nágrannar
sínir hefðu komið sér til
hjálpar og slökkt eldinn. Kof-
inn var langt frá öðrum hús-
um á bænum og því var engin
hætta á frekara tjóni.
Jólakjötið
eldi
að bráð
Alltaf á þriðjudögum
Kringlunni, sími 588 1680,
v. Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
Glæsilegt
úrval af
ullarkápum
frá
Ný sending
Jólalínan frá
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Mörkinni 6, sími 588 5518
Nýjar vörur
Opið virka
daga frá kl. 9-18.
Laugardaga
frá kl. 10-15.
Úlpur, ullarstuttkápur,
hattar, húfur og
kanínuskinn
Ullar
síðbuxur
og peysur
Laugavegi 56, sími 552 2201
NÚ KÓLNAR
ÚTIGALLAR
ÚLPUR OG
KULDABUXUR
KULDASKÓR
HÚFUR OG
VETLINGAR
FRÁBÆR GÆÐI
FALLEGIR LITIR
LAUGAVEGI 53,
SÍMI 551 4884
Peysur
Gott
úrval
100%
Merino ull
Sængurgjafir
í miklu úrvali
Ítölsk barnafataverslun
Laugavegi 53, s. 552 3737
Mikið úrval
af ullarpeysum
fyrir krakka frá 0-12 ára
Jólafötin
streyma inn
Laugavegi 84, sími 551 0756
Stuttar og síðar
ullarkápur
www.oo.is
Opið alla laugard.
frá kl. 11-16
Mikið úrval
af ungbarnafatnaði
BARNAVÖRUVERSLUN