Morgunblaðið - 24.10.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 24.10.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 11 RÚNAR Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Ís- lands, segir afar mikilvægt að um- kvartanir fólks í heilbrigðisþjónust- unni séu teknar alvarlega. Þótt viss sjúkdómavæðing hafi orðið á Ís- landi á undanförnum árum, eins og kom fram í viðtali við Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum, í Morgun- blaðinu nýlega, sé heimsóknartíðni á heilsugæslustöðvar og læknastof- ur lág á Íslandi í vestrænum sam- anburði. Sagði Jóhann að verið væri að búa til sjúkdóma og sjúk- linga, heilbrigðisþjónustan sé í sumum tilfellum farin að gera meiri skaða en gagn. Rúnar segir ýmis merki um að sjúkdómavæðing hafi átt sér stað á undanförnum árum, þannig að læknar hafi farið að sinna fleiri og fleiri vandamálum. Hann leggur áherslu á að það sé réttmætt að fólk leiti til heilbrigðiskerfisins með sín vandamál, en bendir á að ekki sé alltaf hentugast að læknar sinni þeim sem þangað leiti. Vand- inn sé ekki alltaf sjúkdómur. Á sjúkrahúsum starfi klínískir sál- fræðingar auk þess sem hjúkrunar- fræðingar sinni umönnun og að- hlynningu sjálfstætt. Þá starfi prestar einnig innan heilbrigðis- þjónustunnar. Rúnar tekur hægðatregðu sem dæmi, sem í sjálfu sér sé ekki sjúk- dómur og tengist sjúkdómi sjaldn- ast. „Það er rík tilhneiging hjá al- menningi að læknirinn sé sá sem maður talar fyrst við, jafnvel þó maður þurfi ekki á honum að halda. Fólk fer í of miklum mæli til lækna frekar en annarra, læknarn- ir vísa ekki nægjanlega frá sér og jafnvel aðrir starfsmenn í heil- brigðisþjónustu vísa of mikið á lækna þegar þeir gætu sjálfir tekið að sér vandamál eða vísað á aðra,“ segir Rúnar. Margir séu því þátt- takendur í þessari sjúkdómavæð- ingu. Ímynd annarra heilbrigð- isstétta veik og óskýr „Ímynd annarra heilbrigðisstétta gagnvart almenningi er bæði veik og óskýr og verksvið einstakra starfsmanna mjög óljóst. Þá verður það sjálfgefið að menn fari til læknis með flestalla hluti sem þeir þurfa aðstoðar við. Við erum ekki að tala um að fólk sé að gera sér upp vanda. Ég held að það sé ríkur þáttur í okkar menningu að menn reyni fyrst að bjarga sér sjálfir. Þess vegna þarf að taka það alvar- lega þegar menn leita sér hjálpar innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Rúnar. Heimsóknatíðni á heilsugæslu- stöðvar og læknastofur er lág á Ís- landi að mati Rúnars. „Við erum með um helmingi færri læknaheim- sóknir á Íslandi en t.d. í Bandaríkj- unum. Það má draga af því þá ályktun að hér séum við almenn heldur stóísk gagnvart okkar vanda og förum ekki fyrr en við teljum virkilega ástæða til þess til læknis. Ég held að það gildi um flesta einstaklinga. Það er því vara- samt að yfirfæra erlenda og eink- um bandaríska umræðu um sjúk- dómavæðingu beint yfir á íslenskar aðstæður.“ Rúnar segir að oft geti hið óformlega stuðningskerfi vina og vandamanna skipt miklu máli. Þar fái menn ráð og stuðning til að leysa ýmsan vanda. Hluti af of- notkun heilbrigðiskerfisins geti stafað af því að menn séu hreinlega ekki nægilega vel staddir hvað þetta varðar. Þetta sé sérstaklega áberandi þegar kemur að andleg- um og geðrænum vanda fólks. Sjúkdómavæðing bæði jákvæð og neikvæð Rúnar bendir á að sjúkdómavæð- ing geti bæði verið jákvæð og nei- kvæð. Dæmi um jákvæða sjúk- dómavæðingu sé þegar nýir sjúkdómar sem hægt er að greina og meðhöndla með árangri upp- götvist. Hann bendir t.d. á Creutz- feld-Jakob-sjúkdóminn, sem sé ný- lega uppgötvaður sjúkdómur. Þegar læknar séu farnir að með- höndla umkvartanir og vanda fólks sem sjúkdóma, án þess að lækn- isfræðilegar forsendur séu fyrir hendi, sé sjúkdómavæðingin hins vegar orðin neikvæð. Ýmis merki séu um að neikvæð sjúkdómavæð- ing hafi aukist síðustu ár. Spurður um ummæli Jóhanns Ágústs, að hættan að hinir veiku komist ekki að í kerfinu aukist eftir því sem meiri áhersla sé lögð á hina frísku, segir Rúnar forvarnir hafa verulegan þjóðhagslegan sparnað í för með sér. „Jóhann nefnir þarna dæmi um skimun eða leit að sjúkdómum sem er umdeilt hvort skili árangri, en fjöldi rannsókna hefur sýnt árang- ur af skimun við ýmiskonar sjúk- dómum. Alltaf má deila um hvað við köllum mikinn árangur, en öfl- ugt forvarnarstarf t.d. í formi al- menningsfræðslu getur haft já- kvæðar afleiðingar til langs tíma, sem erfitt er að henda reiður á og meta árangur af. Það er einnig við- urkennt að öflug einkennameðferð á fyrstu stigum í heilsugæslunni getur skilað miklum sparnaði í rekstri spítala með lægri innlagna- tíðni.“ Prófessor í heilsufélagsfræði segir marga taka þátt í sjúkdómavæðingu samfélagsins Í of miklum mæli fyrst leitað til lækna ÞUNGU fargi, eða 102 tonnum, var lyft úr einu skipa Samskipa í gærmorgun, Arnarfelli, þar sem það lá við Holtabakka. Um var að ræða mjölþurrkara sem er á leið- inni til Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Var þetta þyngsti og umfangsmesti farmur sem skipa- félagið hefur landað hér á landi. Þurrkarinn var skráður 97 tonn og 12,5 metrar á lengd og 4,5 metrar á hæð, en þegar á reyndi mældist hann 102 tonn að þyngd . Þess má geta að lyftigeta kranans á hafn- arbakkanum er 104 tonn og hann getur farið með fulla þyngd í 23 metra radíus frá sér. Mikið reyndi því á lyftarann en í lyftiátakinu fór þunginn upp í 104 tonn. Mjölþurrkarinn verður aftur settur um borð í skip í næstu viku og fluttur þá til Vestmannaeyja. Þangað þarf einnig að senda tvo krana og flutningabíl með Herjólfi til að koma þurrkaranum á áfangastað hjá Vinnslustöðinni í Eyjum. Morgunblaðið/Jim Smart 102 tonna mjölþurrkara lyft frá borði í Reykjavíkurhöfn Nýjar vörur 20-40% afsláttur af völdum vörum Dömustærðir: 42-44 Leðurstígvél og leðurskór í miklu úrvali Herrastærðir: 47-50 Margar gerðir Opið í dag í Grundarhvarfi 1 á milli 14 og 19 eða eftir samkomulagi í síma 897 4770 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Stærðir frá 36-60 Gallafatnaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.