Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 13  HINN 10. júní síðastliðinn varði Ólöf Garðarsdóttir sagn- fræðingur doktorsritgerð sína við háskólann í Umeå í Svíþjóð. Ritgerðin hefur komið út á prenti og nefnist Saving the Child. Regional, cultural and social aspects of the infant mortality decl- ine in Iceland, 1770–1920. Bókina er hægt að fá hjá Háskólaútgáfunni, hjá Sögu- félagi í Fishersundi og í Bóksölu stúdenta. Undanfarinn áratug hefur Ólöf sinnt rannsóknum í félagssögu og liggja eftir hana allmargar grein- ar á því sviði. Aðstæður barna og unglinga hafa skipað mikilvægan sess í rannsóknum hennar; var doktorsverkefnið liður í norrænu rannsóknarverkefni um þróun ungbarna- og barnadauða á Norð- urlöndum á tímabilinu 1750–1950. Í ritgerðinni fjallar Ólöf um þann mikilvæga árangur sem náð- ist í baráttunni við mikinn ung- barnadauða á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Fyrir þann tíma var ungbarnadauði á Íslandi með því mesta sem gerðist í Evrópu og um miðbik 19. aldar gátu aðeins um tveir af hverjum þremur ný- burum á Íslandi vænst þess að lifa fyrsta afmælisdaginn sinn. Eftir 1870 dró mjög ört úr ung- barnadauða á Íslandi og fljótlega eftir aldamótin 1900 var hann með því allra minnsta sem gerðist í heiminum. Að baki mikils ungbarnadauða á Íslandi liggja margþættar ástæð- ur. Ekki fer þó að milli mála að óvenju mikinn ungbarnadauða á Íslandi má helst rekja til þess að nýburar voru ýmist alls ekki lagð- ir á brjóst eða hafðir á brjósti í mjög skamman tíma. Á aðeins ör- fáum stöðum var brjóstagjöf al- menn og þar var ungbarnadauði afar lítill á evrópskan mælikvarða. Hér er einkum um að ræða Þing- eyjarsýslur og Reykjavík. Ólöf sýnir að á þessum stöðum voru menntaðar ljósmæður fleiri en annars staðar á landinu og marg- ar þessara ljósmæðra höfðu menntast í Danmörku þar sem brjóstagjöf var mjög almenn. Ólöf færir rök fyrir því að auknar lífslíkur nýbura á Íslandi megi að verulegu leyti þakka fjölgun menntaðra ljósmæðra. Ljósmæður sinntu sængurkonum í um hálfan mánuð eftir fæðingu og fræddu þær meðal annars um brjóstagjöf. Einnig eru leiddar að því líkur að aukinn áhugi á þjóð- félagsmálefnum og bætt menntun kvenna almennt eigi ríkan þátt í því hve mjög dró úr ung- barnadauða hér á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. For- eldrar Ólafar eru Garðar I. Jóns- son og Guðrún Freysteinsdóttir. Börn hennar eru Katla Ísaks- dóttir og Guðrún H. Ísaksdóttir. Doktor í sagnfræði Ólöf Garðarsdóttir BJÖRGUNARSVEIT Slysavarna- félagsins Landsbjargar í Rangár- vallasýslu fann um þrjúleytið í fyrri- nótt mælingarmanninn sem leit hófst að á miðnætti. Maðurinn var heill á húfi og var í bíl sínum á þeim slóðum sem talið hafði verið að hann hefði verið að vinna á. Ástæða þess að hann skilaði sér ekki til byggða var sú að bíll hans hafði bilað. Því komst hann ekki til baka frá vinnu sinni á Holtamannaafrétt eins og til stóð. Maðurinn brást hins veg- ar rétt við aðstæðum og beið við bíl sinn eftir að aðstoð bærist, að sögn Landsbjargar. Leit að mæl- ingamanni RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð- ið að gefa ekki út ákæru á hendur starfsmönnum nektarstaðarins Bóh- em sem kærðir voru fyrir að reyna að fá nokkrar starfsstúlkur staðarins til að stunda vændi. Að lokinni rannsókn var málið lát- ið niður falla hjá ríkissaksóknara þar sem ekki var talið líklegt að saksókn myndi leiða til sakfellis. Meint vændis- mál fellt niður ♦ ♦ ♦ VERSLUNIN Krónan ætlar að bjóða íbúum á Stokkseyri og Eyrar- bakka ókeypis rútuferðir í verslunina á Selfossi. Matvöruverslunum á Stokkseyri og Eyrarbakka hefur ver- ið lokað og eiga sumir í erfiðleikum með að komast í verslun til að kaupa til heimilisins. Ferðirnar verða einu sinni í viku frá þessum stöðum. Fyrsta ferðin verður 31. október. Um verður að ræða tilraun, fyrst í stað, til áramóta. Þessi ferð verður í samvinnu við Hópferðabíla Guð- mundar Tyrfingssonar hf og verður á fimmtudögum. Farið verður frá fyrr- verandi verslunum á báðum stöðum frá Stokkseyri kl 10.40 og frá Eyr- arbakka kl 10.50. Komið verður á Sel- foss kl. 11 og farið af stað til baka kl 12. „Það er von forsvarsmanna Krón- unnar að fólk notfæri sér þessa þjón- ustu, sérstaklega fólk sem ekki hefur bíl til umráða og getur ekki farið hve- nær sem er í verslun til matarinn- kaupa,“ segir í fréttatilkynningu frá versluninni Krónunni á Selfossi. Frá og með sama tíma munu starfsmenn Krónunnar á Selfossi gera tilraun til áramóta með breyttan afgreiðslutíma og verður opnað klukkan 11:00 á morgnana. Ókeypis rútuferðir í búð á Selfossi Þumalína Allt fyrir mömmuna og barnið Skólavörðustíg 41 Póstsendum, s. 551 2136 David P. Norton Ráðstefna Samhæft árangursmat Ráðstefna Teymis 1. nóvember – í samstarfi við Landsbankann Dr. David P. Norton mun halda heilsdags ráðstefnu um Samhæft árangursmat á vegum Teymis. Hann er höfundur aðferðafræðinnar á bak við Samhæft árangursmat, ásamt dr. Robert S. Kaplan. Dr. Norton er virtur fræðimaður í sinni grein og einn eftirsóttasti ráðgjafi veraldar á sviði fyrirtækjastjórnunar. Samhæft árangursmat er aðferðafræði sem hefur þann tilgang að greina stefnu fyrirtækja og stofnana niður í lykilþætti og mælanleg markmið. Í kjölfarið er viðeigandi hugbúnaður notaður til að fylgjast nákvæmlega með því hvernig gengur að framfylgja stefnunni og ná yfirlýstum markmiðum í rekstri. Vinsældir Samhæfðs árangursmats fara stöðugt vaxandi og hefur innleiðing þess hafist hjá tæplega 50% af stærstu fyrirtækjum Norður-Ameríku og Evrópu. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Creating Breakthrough Performance in Strategy-Focused Organizations“ og er henni skipt í fjóra hluta: • The Strategy-Focused Organization • Strategy Maps and Balanced Scorecards • Building an Organization to Execute Strategy • Implementing a Balanced Scorecard Program Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 1. nóvember næstkomandi í Eldborg, ráðstefnuhúsnæði Orkuveitu Suðurnesja við Svartsengi. Teymi veitir allar nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 550 2500, með tölvupósti á netfangið skraning@teymi.is eða á vef Teymis, teymi.is/norton. Teymi // Borgartúni 30 // 105 Reykjavík // 550 2500 // www.teymi.is Teymi hf. er umboðs- og þjónustuaðili Oracle Corporation á Íslandi. Meðal öflugustu lausna Oracle er Oracle Balanced Scorecard, sem byggt er á Samhæfðu árangursmati og er vottað af höfundum aðferðafræðinnar, þeim Kaplan og Norton. A B X / S ÍA 9 02 15 35 B al an ce d S co re ca rd með höfundi Samhæfðs árangursmats

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.