Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 17
Skákfélag Akureyrar verður með
15 mínútna mót í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 24. október og hefst það kl.
20. Mótið hafði verið auglýst á föstu-
dagskvöld, en verður sem fyrr segir
í kvöld.
Í DAG
Málstofa um nýtingu auðlinda
verður haldin í stofu L203 á Sólborg,
Háskólanum á Akureyri í dag,
fimmtudaginn 24. október frá kl. 15
til 17. Nemendafélög auðlindadeild-
ar og rekstrar- og viðskiptadeildar
standa fyrir málstofunni ásamt
Landsbanka Íslands. Erindi flytja
Geir Oddsson auðlindafræðingur frá
Landmati sem fjallar almennt um
nýtingu auðlinda og Stefán Pét-
ursson framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs hjá Landsvirkjun sem
fjallar um stóriðju á Íslandi.
UMFERÐARSLYS varð á Öxna-
dalsheiði eftir hádegi í gær, er jeppi
fór út af veginum í Giljareitum og
valt 4–5 veltur. Tvennt var í bílnum
og samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði Akureyrar slapp fólkið
ótrúlega vel miðað við aðstæður en
þó ekki alveg við meiðsli. Jeppinn er
mjög illa farinn ef ekki ónýtur.
Bílvelta á
Öxnadalsheiði
ÞORSTEINN Bachmann, leikhús-
stjóri Leikfélags Akureyrar, hefur
sent kvörtun til umboðsmanns Al-
þingis, þar sem hann gerir athuga-
semdir við málsmeðferð og niður-
stöðu kærunefndar jafnréttismála í
kærumáli Hrafnhildar Hafberg
gegn Leikfélagi Akureyrar um
meint brot á jafnréttislögum við
ráðningu leikhússtjóra LA.
Þorsteinn sagðist með kvörtuninni
vilja koma sínum sjónarmiðum á
framfæri. Hann hefði ekki fengið að
tjá sig um efni máls fyrir kærunefnd-
inni en sjónarmið hans hefðu ekki
verið komin fram áður en málið fór
fyrir nefndina. Kærunefndin hefði
leyft sér að leggja sjálfstætt mat á
hvaða sjónarmið hafi vegið þyngst
við veitingu starfsins og þá telur
Þorsteinn að nefndin hafi brugðist
rannsóknarskyldum sínum við að
kanna feril sinn og Hrafnhildar.
Þorsteinn var ráðinn leikhússtjóri
í febrúar sl. en Hrafnhildur Hafberg,
sem einnig var á meðal umsækjenda
kærði ráðninguna til kærunefndar
jafnréttismála. Að mati kærunefnd-
ar braut LA jafnréttislög við ráðn-
ingu leikhússtjóra.
Leikhússtjóri LA
kvartar til umboðs-
manns Alþingis
SÝNINGIN „Rembrandt og samtíð-
armenn hans“ í Listasafninu á Ak-
ureyri hefur slegið aðsóknarmet, en
hátt í 10 þúsund manns hafa séð sýn-
inguna. Það jafngildir því að um 70%
bæjarbúa á Akureyri hafi heimsótt
Listasafnið. Sýningargestir hafa þó
komið frá öllum hornum landsins og
ekki látið vegalengdir aftra sér í að
njóta verkanna.
Sýningunni lýkur nú um helgina
og verður hún ekki sett upp annars
staðar á landinu og þrátt fyrir ítrek-
aðar óskir hefur ekki reynst unnt af
framlengja henni. Þetta er í fyrsta
sinn sem sýning frá gullöld hol-
lenskrar myndlistar er sýnd á Ís-
landi, en verkin koma frá lettneska
heimslistasafninu í Riga. Þar eru
málverk, ætingar og koparstungur,
eða alls um 15 olíumálverk og 27
grafíkverk.
Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 12 til 17. Ókeypis
verður á safnið næsta laugardag, 26.
október, en þann daga býður sjón-
varpsstöðin Aksjón gestum á sýn-
inguna. Eins er ókeypis inn á safnið
á fimmtudögum, en annars kostar
350 krónur inn fyrir aðra en börn og
eldri borgara.
Hátt í 10 þús-
und sýning-
argestir
NÝJAR, SANNAR
FRÉTTIR FRÁ B A L I
Reykjavík, 23. október 2002
Ágætu farþegar til Bali.
Ég hef reynt að fylgjast með ástandinu á BALI með upplýsingum beint frá fólki á staðn-
um, enda ágætlega staðkunnugur eftir meira en tuttugu ára kynni af landi og þjóð, frem-
ur en að láta stjórnast af æsingafréttum fjölmiðla, sem farið hafa offari og dregið upp
einhliða svarta hlið mála gegn ferðamönnum og horft framhjá því sem máli skiptir, ró-
semi, friði, jafnvægi og stjórn á því ástandi sem skapaðist við örlagaríkan ógnaratburð.
Mér er það ánægjuefni að geta nú sent ykkur nýjustu upplýsingar beint frá landsstjóra
BALI, þar sem hann lýsir yfir að almennt ástand sé með venjulegu móti. Ennfremur
segir: „HIÐ BALINÍSKA ÞJÓÐFÉLAG HEFUR HALDIÐ YFIRVEGUN SINNI, RÓ
OG FESTU EFTIR HINN HÖRMULEGA ATBURÐ OG SÝNIR ÁFRAM STILLINGU
OG JÁKVÆÐNI Í STAÐ VONLEYSIS OG KVÍÐA EN FORÐAST AÐ LÁTA VIÐ-
BURÐINN HAFA NEIKVÆÐ ÁHRIF Á LÍF SITT. STJÓRNVÖLD HAFA BRÝNT
FYRIR LÖGREGLU OG ÖRYGGISVÖRÐUM AÐ EFLA VARNIR OG BEITA FAG-
LEGUM AÐFERÐUM TIL AÐ TRYGGJA AÐ SLÍK HÖRMUNG HENDI ALDREI
AFTUR UM ÓKOMNA TÍÐ. ÖLL ÞJÓNUSTA Á BALI ER MEÐ EÐLILEGUM
HÆTTI EINS OG FYRR, OG BALI ÁFRAM EFTIRLÆTISÁFANGASTAÐUR
FERÐAMANNA ALLS STAÐAR ÚR HEIMINUM.“
Við þetta má bæta, að í bréfi frá hótelstjórninni á NIKKO BALI RESORT í morgun er
lýst öryggisráðstöfunum í grennd við hótelið. Gerð hefur verið öryggisgirðing kringum
hótellóðina, og eru allir bílar sem koma að rannsakaðir. Forstjórar eru á vakt allan sól-
arhringinn ásamt öryggisvörðum og lögreglu. Þetta ber ekki að túlka sem hættumerki,
því engin hætta er á ferðum, en eftirlitsmenn eru á verði, án þess að vera áberandi eða
trufla á nokkurn hátt ró og næði farþega í hinu fagra, friðsama umhverfi, EN EINUNG-
IS GERT TIL AÐ AUKA ÖRYGGISTILFINNINGU GESTA.
Til þess að tryggja enn betur vellíðan farþeganna, hefur NIKKO BALI nú boðist til að
bjóða gestum okkar uppfærslu gistingar, þ.e. bestu herbergin, í álmunni sem snýr út að
7 sundlaugum og hinum yndisfögru görðum, sem kosta annars þriðjungi meira.
Enginn hefur hér formlega afturkallað ferð sína til Bali, og gerir það vonandi ekki héð-
an af, enda tel ég ferðina alveg í höfn og mun hún reynast betur en nokkurn hafði órað
fyrir. Með þessum nýju fréttum hefur verðmæti hennar einnig aukist verulega.
Með Heimsklúbbskveðju og bestu óskum.
Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri
HEIMSKLÚBBS INGÓLFS
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is