Morgunblaðið - 24.10.2002, Page 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 23
ÞÝZKA tennisstjarnan Boris Becker
viðurkenndi fyrir rétti í München í
gær að hafa orðið á mistök en vísaði
því á bug að hann hefði vísvitandi
svikið undan skatti.
Becker er ósvikin þjóðhetja í
Þýzkalandi og æsifréttablöð lands-
ins hafa fylgt lífi hans hvert fótmál
frá því hann vann alþjóðlega
Wimbledon-tennismótið í fyrsta sinn
árið 1985, er hann var 17 ára að
aldri. Að hann skyldi nú vera dreg-
inn fyrir rétt fyrir meint skattsvik
hans á árunum 1991–1993 vekur því
gríðarmikla athygli, bæði í heima-
landi hans sem og um víða veröld,
enda ná vinsældir Beckers langt út
fyrir landsteina Þýzkalands.
Í vitnisburði sínum fyrir réttinum
í gær sagðist hann hafa haft hugann
við tennisleik og kvennafar á því
tímabili sem hann er sakaður um að
hafa dregið 1,7 milljónir evra undan
skatti, sem honum hefði borið að
greiða í Þýzkalandi.
Viðurkenndi Becker að það hefðu
verið mistök af sinni hálfu að halda
íbúð sem hann átti í München á tíma-
bilinu, er hann var skráður til lög-
heimilis í skattaparadísinni Mónakó.
Hann vísaði því þó á bug að hafa vís-
vitandi farið á svig við lögin.
„Ég gengst við ábyrgð minni á
mistökum sem ég gerði fyrir tíu ár-
um. Ég mun þurfa að gjalda þeirra,“
sagði Becker, sem var blindaður af
orrahríð ljósmyndavélablossa er
hann mætti, íklæddur gráum tízku-
jakkafötum, í réttarsalinn í gær-
morgun. Er þess vænzt að rétt-
arhaldið standi í þrjá daga. Sak-
sóknarar fara fram á að Becker
verði dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi, en verjendur hans æskja
skilorðsbundins dóms.
„Það komst ekkert annað að hjá
mér en tennis – og ein og ein stúlka
af og til, líka,“ tjáði Becker réttinum
í gær. Hann sagðist aðeins fáeinum
sinnum hafa dvalið í „bráðabirgða-
íbúð“ sinni í München og bar að
hann hefði ekki gerzt sekur um að
brjóta þýzk skattalög vísvitandi. Gaf
hann upp hið íburðarmikla Palace-
hótel í München sem heimili sitt um
þessar mundir og að starf hans væri
framkvæmdastjórn á sviði tenn-
isíþróttarinnar.
Huberta Knöringer, forseti dóms-
ins í máli Beckers, vísaði á bug frétt-
um sem birzt hefðu í fjölmiðlum þess
efnis að stjarnan hefði gert sam-
komulag við dómsyfirvöld um að
hún gengist við vissum hluta skatt-
svikasynda sinna og fengi fyrir vikið
aðeins skilorðsbundinn dóm. Becker
sagðist hafa reynt að ná sam-
komulagi við yfirvöld en þau hefðu
virt þá viðleitni hans að vettugi.
Lýsti hann því yfir fyrir réttinum að
hið flókna skattakerfi Þýzkalands
væri enn þann dag í dag ráðgáta í
hans augum. „Ég skil varla upp né
niður í skattkerfinu, og ég vissi enn
minna um það þá,“ sagði hann með
bros á vör.
Skattrannsóknayfirvöld í Þýzka-
landi hafa verið á hælum Beckers
undanfarin fimm ár, en pen-
ingaverðlaunin ein sem hann vann
sér inn á virkum tennisferli sínum
voru í kringum 25 milljónir evra,
andvirði um 2,2 milljarða króna.
Eru þá ótaldar tekjur hans af aug-
lýsingum og öðru sem frægð hans
hefur fært honum. Á tímabilinu
1985–1993 var Becker óslitið á topp
10 listanum yfir sterkustu tenn-
isleikara heims. Wimbledon-
meistari varð hann þrisvar sinnum.
Æsifréttablöðin hafa gert sér
mikinn mat úr einkalífi hans; árið
2000 skildi hann við eiginkonu sína,
Barböru Feltus, en þau eiga tvo syni,
eftir að hafa viðurkennt að hafa
barnað rússneska fyrirsætu inni í
kústaskáp á veitingastað í London.
Hann átti síðar í sambandi við þýzka
poppsöngkonu, en hin ágenga fjöl-
miðlaathygli átti sinn þátt í að
ganga af því sambandi dauðu.
Að vera svo mikið milli tannanna
á fólki hefur þó sízt dregið úr vin-
sældum Beckers meðal þýzks al-
mennings. „Við ólumst upp með
Boris. Við vorum stolt af honum
þegar hann vann á Wimbledon 17
ára. Hann var litli bróðir okkar. Við
fylgdumst með því þegar hann eign-
aðist sinn fyrsta bíl, fyrstu jakkaföt-
in og fyrstu ástina,“ skrifaði Bild
Zeitung, sem gefið er út í stærsta
upplagi þýzkra dagblaða.
Þjóðhetja fyrir rétti
Þýzka tennisstjarnan Boris Becker ákærð fyrir skattsvik
München. AFP.
Reuters
Becker var umkringdur fréttaljósmyndurum er hann mætti í réttarsalinn í München í gær.
’ Það komst ekkertannað að hjá mér
en tennis – og ein
og ein stúlka af
og til, líka. ‘
BANDARÍSKA dagblaðið The
New York Times er orðið eini
eigandi dagblaðsins International
Herald Tribune, sem New York
Times hefur rekið í samvinnu við
The Washington Post í hartnær
40 ár. Var kaupverð 50% hlutar
Washington Post innan við 75
milljónir dollara. Aðalritstjóri
Herald Tribune, David Ignatius,
sagði að Washington Post hefði
sætt miklum þrýstingi að selja
hlut sinn, og í frétt sem birtast
mun í Herald Tribune í dag segir,
að New York Times hafi hótað að
grafa undan Herald Tribune ef
New York Times fengi ekki full
yfirráð yfir blaðinu.
Fulltrúi útgáfufélags New
York Times, Catherine Mathis,
sagði að ekki stæði til að hætta
útgáfu Herald Tribune og hefja í
staðinn útgáfu á alþjóðaútgáfu af
The New York Times. „Það verð-
ur engin breyting á yfirstjórn og
rekstri eða nafni International
Herald Tribune,“ sagði Mathis
við AFP.
Erfiðleikar í rekstrinum
New York Times og Wash-
ington Post, tvö áhrifamestu dag-
blöð Bandaríkjanna, hófu sam-
starf um útgáfu Herald Tribune
1966, og 1991 keyptu þau út
þriðja samstarfsaðilann, John
Hay Whitney, og urðu þar með
einu eigendur blaðsins.
Auglýsingum í Herald Tribune
hefur farið fækkandi undanfarið
vegna samdráttar í efnahagskerfi
heimsins. Ritstjórn blaðsins er
staðsett í París, en í því birtast
fréttir og greinar frá New York
Times, Washington Post og
fréttariturum þess sjálfs. Það er
prentað á 22 stöðum í heiminum
og selt í 180 löndum. Upplagið
var í fyrra 264 þúsund eintök.
New York Times hafði eftir
ónafngreindum heimildarmanni
að árlegt tap á rekstri Herald
Tribune væri fimm milljónir doll-
ara af um 100 milljóna veltu.
Herald Tribune á í harðri sam-
keppni á alþjóðamarkaði við Fin-
ancial Times og Wall Street
Journal. Undanfarið hálft annað
ár hefur starfsfólki verið fækkað
úr 390 í 335.
Breytt eignarhald á Inter-
national Herald Tribune
París. AFP, AP.
Hönnun
...fyrir flitt heimili!
flar sem stíllinn byrjar!
Sófabor› 66.800,-
Bæjarlind 4 • 201 kópavogur • Sími 544-5464
Pú›ar 5.900,-
POCO sófasett 3+2
Sérlega fallegt og vanda› fl‡skt sófasett.
Húsgagnadagar!
laugardag kl. 11-16 & sunnudag kl. 13-16
Bor›stofusett
Max stóll 22.800,-
Block bor› 140x140cm
kr. 85.000,-
Block skenkur 139.900,-
Ver› a›eins kr.169.900,-
BALTIC WOOD parket
í miklu úrvali
Verðdæmi: Eik Unique 14mm 3ja stafa
Tilboð kr. 2.790,- m2