Morgunblaðið - 24.10.2002, Side 24

Morgunblaðið - 24.10.2002, Side 24
MENNTUN 24 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STOFNUN Barnaskólans áEyrarbakka fyrir 150 árumvar svolítið óvænt því nútím-inn var þá ekki hafinn á Ís- landi, og aðstæður voru oft erfiðar. Ungbarnadauði var t.d. mikill og dó annað hvert fætt barn á Stokkseyri sem var með því mesta sem þekktist á Íslandi. Hvers vegna tókst að stofna barnaskóla fyrir börn á Eyrarbakka og Stokkseyri árið 1852 og búa svo vel um hnútana að hann starfar enn? Umræða um gildi menntunar fyrir nauðsynlegar framfarir í þjóðfélaginu var lifandi, og á Eyrarbakka og Stokkseyri voru það réttu mennirnir sem tóku saman höndum á réttum tíma og framkvæmdu verkið. Þetta voru sr. Páll Ingimundarson, Guð- mundur Thorgrímsson, verslunar- stjóri á Eyrarbakka, og Þorleifur Kol- beinsson, hreppstjóri og kaupmaður á Háeyri. Óvenju framsýnir Árni Daníel Júlíusson sagnfræð- ingur, sem nú vinnur að bók um barnaskólana á Eyrarbakka og Stokkseyri, segir að þessir menn hafi verið óvenju framfarasinnaðir og að samvinna þeirra hafi verið til fyrir- myndar. Um Guðmund stendur t.d. í sögu Eyrarbakka: „…kom þangað nýr verslunarstjóri, fyrirmynd að reglusemi, háttprýði og höfðingsskap á allan hátt. Veitti hann verzlun Eyr- arbakka forstöðu með forsjá og heiðri um 40 ára skeið og vann að margs konar framförum kauptúnsins.“ Guð- mundur var formaður skólanefndar fyrstu 35 árin. Heimili hans, konu og sjö barna var í Húsinu og var rómað fyrir háttprýði og höfðingsskap. Barnaskóla hafði áður verið komið á fót í Reykjavík árið 1826 en hann lagðist niður 1848. Einnig starfaði barnaskóli um miðja 18. öldina í Vest- mannaeyjum en hann hætti sökum fjárskorts. Þá voru svokölluð barna- hús á Þingeyrum, Grund og Hólum. Sennilega hefur barnaskólinn á Eyrarbakka ekki átt neinn sinn líkan fyrstu tíu árin, en þá var barnaskóli stofnaður aftur í Reykjavík. Áhrifa- mikill þáttur í tilurð hans var, að mati Árna Daníels, að eftir miðja 18. öld var kaupmönnum leyft að setjast að í íslenskum þorpum árið um kring. „Segja má að með þessu hafi forsend- ur fyrir nútímavæðingu landsins orðið til,“ segir hann og að borgarastéttin hafi haldið innreið sína í íslenskt sam- félag. Kaupmenn komu með ýmsar nýjungar, m.a. menningarlegar á borð við stofnun skóla. Staðreyndin er samt að Eyrarbakki og Stokkseyri voru langfyrst þorpa hér á landi til að fá skóla, og telst 150 ára afmælishá- tíðin því merkileg í sögu menntunar á Íslandi. Goðsögnin um alþýðufræðslu Áðurnefndir félagar voru í farar- broddi þessa máls en öll heimili í Stokkseyrarsókn studdu skólastofn- unina með fjárframlögum. Goðsögnin um hina þekktu íslensku alþýðu- fræðslu heimilinna skaut þó upp koll- inum og ritaði 41 bóndi í Stokkseyr- arhreppi bréf árið 1851 um að þeir væru orðnir afhuga hugmyndinni um skóla fyrir börnin. Þeir báru fyrir sig fátækt og að tapa af gagninu sem þau gerðu heima, einnig að þeir væru fær- ir um að kenna börnunum heima. Í bréfinu stóð m.a.: „fyrir það erum við óvæntanlegir að láta nokkurt okkar barn í hann, heldur ásetjum vér okkur með guðs hjálp og aðstoð, að kenna þeim sinn kristinndóm og ærleg erviði þeim til lífsuppeldis.“ Frá þessu segir Jón Hjaltalín landlæknir í Nýjum fé- lagsritum árið 1852. Upphafsmenn skólans létu þessa mótbáru ekki trufla sig og héldu starfi sínu ótrauðir áfram, enda voru þeir fyrst og fremst að hugsa um æskuna en ekki foreldrana. Þeir Páll, Guð- mundur og Þorleifur skrifuðu í tíma- ritið Bónda árið 1851: „Einn af þeim stöðum, sem hefur flest þau einkenni til að bera, sem vjer höfum nú ávikið, er Eyrarbakki í Árnessýslu. Þar hag- ar svo til, að á ekki lengra svæði, en svo sem nemur einni bæjarleið, í nánd við kaupstaðinn, eru allt að 50 býlum, og eru þar, nú sem stendur, á milli 30 og 40 barna frá 7 til 14 vetra; þar skammt í burtu er hið svonefnda Stokkseyrarhverfi og eru þar hjerum- bil 30 býli, og 20 börn, á sama aldri og hin.“ Áherslan á vísindin Það sem gerist með barnaskólan- um á Eyrarbakka er að áherslan í fræðslu barna á forsendur vísindanna leysa forsendur kirkjunnar af hólmi. Árni Daníel segir að greinilega megi rekja áhersluna á veraldlegt hlutverk menntunar til upplýsingarinnar og frönsku byltingarinnar. Einnig ríkti sú hugsjón að nauðsynlegt væri að ráða bót á þeim menntunarskorti sem ríkti í þéttbýlum sjóþorpum og við kaupstaði. „Byltingarandinn kom svo frá Danmörku til Íslands,“ segir hann og að Íslendingar hafi bætt við hann fórnfýsi og löngun til að þjóna land- inu. Bæði stúlkur og drengir stunduðu nám í barnaskólanum og voru þau flest á aldr- inum 10 til 14 ára. Þau hlutu almenna mennt- un eins og í íslensku, reikningi, skrift, sögu, landafræði, náttúru- fræði, dönsku og krist- infræði. Konurnar í Húsinu sinntu svo aukagreinum eins og handavinnu, tónlistar- kennslu, söng, ofl. Eng- um blöðum er um það að fletta að börnin vildu í skólann. Skólagangan var góð forsenda þess að skapa sér möguleika og brjótast síðar til mennta. Í bók Árelíusar Níelssonar um sögu barnaskólans á Eyrarbakka rifjar Daníel Ágústínusson upp minn- ingar sínar: „Vorið 1922 mætti ég 9 ára við lestrarpróf í skólann [...] Lesturinn gekk víst ágætlega og spurði skóla- stjórinn mig strax, hvort ég vildi ekki koma í skólann í haust, þar sem ég væri alveg orðinn læs. Ég svaraði því játandi, en var samt ekkert upplits- djarfur. Ég var léttstígur heim úr skólanum með þessa frétt og hlakkaði til skólans allt sumarið [...] Næstu fimm veturna dvaldi ég í skólanum.“ (bls. 160). Menntaðir kennarar Skólamenn þurftu vissulega að glíma við ýmiss konar vanda, t.d. að menntaðir kennarar voru ekki á land- inu. Kennarar voru því fengnir úr prestaskólanum og stöldruðu þeir iðu- lega stutt við. Fyrstu atvinnukennar- arnir voru Pétur Guðmundsson sem var skólastjóri barnaskólans 1893 til 1920, og Guðmundur Sæmundsson. Kona Péturs fékk stundum að heyra þá skoðun frá bændum og fiski- mönnum að maðurinn hennar væri ekki að vinna. Þeir hafa sennilega of- metið líkamlega vinnu, því þeir höfðu ekki hugmynd um að kennsla er púl. Pétur var gagnfræðingur og var einn fyrsti kennarinn í Gerðum, Grindavík og Keflavík og einn sá fyrsti sem gerði starfið að ævistarfi sínu. Hann flutti á Eyrarbakka árið 1893 og var þar kennari allt til 1919, og lést 8. maí 1922. Meðal barna hans er Pétur Pét- ursson þulur. Guðmundur kenndi og stjórnaði á Stokkseyri 1891–1917. Hvor um sig var skólastjóri í 26 ár. Íslensk heimili breyttust Áður er búið að nefna þá höfuð- breytingu að menntun barna var nú reist á heimsmynd vísindanna en ekki biblíunni einni saman. Önnur höfuð- breytingin var sú að skólinn breytti hlutverki heimilanna. „Heimilið hætti að vera bæði framleiðslu- og neyslu- eining, og varð nú eingöngu neyslu- eining,“ segir Árni Daníel, „en þá er átt við að áður bjó fólk, vann, mataðist og hvíldist á heimilinu, allt í senn, en eftir að nútímavæðing hófst breyttist þetta.“ Framleiðslan færðist út á vinnu- staði, söltunarplön, verksmiðjur, frystihús, skrifstofur og aðra slíka staði, og skólinn undirbjó fólk fyrir slík störf utan heimilis frá unga aldri. „Barnaskólinn á Eyrarbakka var því mikilvægt tákn nýrra tíma, þess að þurrabúðahverfin og hjáleiguhverfin væru að breyta um ímynd, úr menn- ingarsnauðu fátæktarbæli í sjávar- þorp með sjálfsvirðingu,“ segir hann. Mjólkurskákmótið. Blað. ritstj. Hrafn Jök- ulsson. Saga barnaskólans á Eyrarbakka. Árelíus Níelsson. 1952. Árborg/ Áhrif barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eru sennilega meiri en margir gera sér grein fyrir. Þau voru til dæmis að hlutverk íslenskra heimila breyttist og einnig að guðfræðin vék fyrir vísindaiðkun nemenda. Gunnar Hersveinn og Sigurður Jónsson fréttaritari tóku saman efni úr sögu skólans og töluðu við kunnuga. Langfyrst þorpa til að fá skóla Ljósmynd/Aðalsteinn Sigmundsson. Eigandi/ Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Barnaskólinn á Eyrarbakka sem reistur var árið 1913 á Flötunum. Börnin eru hér í hringleik sunnan við skólahúsið.  Styrkur upphafsmanna skólans dugði gegn öllu mótlætinu  Stofnunin var næstum á skjön við veruleikann, hún var hugsjón Ljósmynd/Anne LuunBörn að leik á Eyrarbakka í nánd við danskt vöruhús. Teinarnir voru notaðir til að flytja vörur. guhe@mbl.is ’ Rekja má áherslu áveraldlegt hlutverk menntunar til upplýs- ingarinnar og frönsku byltingarinnar. Bylt- ingarandinn kom svo frá Danmörku og Ís- lendingar bættu við hann löngun til að þjóna landinu. ‘ Pétur Guðmundsson Guðmundur Thorgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.