Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 25
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 25
SKÓLAHALD á Eyrarbakka og
Stokkseyri á 150 ára afmæli 25.
október næstkomandi, en þann dag
1852 hófst skólahald í Stokkseyr-
arhreppi hinum forna. Þegar skól-
inn var stofnsettur fór kennsla í
honum fram bæði á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Kennt var fjóra daga á
Eyrarbakka og tvo á Stokkseyri.
Byggt var yfir kennsluna á Eyr-
arbakka en skólahaldið á Stokkseyri
var í heimahúsi til að byrja með.
Skólinn var fyrst um sinn að mestu
rekinn á skólagjöldum og gjafafé.
Þó var ætlast til að sveitarsjóður
greiddi fyrir þá sem voru efnalitlir
og skólagjöldin voru há, um það bil
einn ríkisdalur á mánuði fyrir barn-
ið, en þá var verð á loðinni og
lembdri á 5 ríkisdalir. Það voru
framsýnir menn í hreppnum sem
stóðu að skólahaldinu og lögðu því
lið. Á þessum fyrstu árum var skól-
anum gefin jörðin Efrivallahjáleiga
og á skólinn hana enn þann dag í
dag.
Í tilefni af afmælinu verður saga
skólans gefin út og það er Árni
Daníel Júlíusson sem annast hefur
ritunina.
Sagnastefna og sýning
Núna í október stóð Mjólk-
urskákmótið yfir á Selfossi, eða af-
mælismót Barnaskólans á Eyr-
arbakka og Stokkseyri, en það
erviðamesta skákmótið á landinu sl.
11 ár. Skáklist hefur alltaf verið í
hávegum höfð í skólanum.
Sagnastefna með fyrirlestraröð
undir heitinu Skóli, byggð og menn-
ing verður í Húsinu á Eyrarbakka,
gamlar skólamyndir verða til sýnis í
Óðinshúsi á Eyrarbakka 24. okt – 3.
nóv.
Þemavika verður í skólanum sem
starfsfólk og nemendur taka þátt í.
Síðan munu barnakórar skólans
syngja í Eyrarbakkakirkju í tilefni
Kirkjuþings, þar munu biskup Ís-
lands og menntamálaráðherra flytja
ávörp. Föstudaginn 25. október nær
hátíðardagskráin hámarki með dag-
skrá á Eyrarbakka og Stokkseyri
þar sem forseti Íslands og mennta-
málaráðherra verða viðstaddir.
Fyrsti kvenkyns skólastjórinn
Skólahaldið hefur að vonum
breyst í áranna rás en er eins að því
leyti að það fer fram bæði á Eyr-
arbakka og Stokkseyri og hefur svo
verið síðan 1997. Skólastjórinn, Arn-
dís Harpa Einarsdóttir réðst að hin-
um sameinaða skóla og stýrir hon-
um, en hún hafði áður verið
skólastjóri skólans á Eyrarbakka
um eins árs skeið, og er fyrsta kon-
an í starfi skólastjóra barnaskólans í
150 ár.
„Í skólanum eru 160 börn og við
erum með 1. – 5. bekk á Stokkseyri
og 6. – 10. bekk á Eyrarbakka. Við
sameiningu skólanna var haft að
leiðarljósi að auðveldara yrði að
uppfylla lög um grunnskóla og
menn sáu sér hag í því að samnýta
húsnæði og mannauð skólanna.
Þessi breyting leiddi til þess að hag-
kvæmar bekkjastærðir fengust, um
15 börn að meðaltali í bekk,“ sagði
Arndís Harpa, en skrifstofa skóla-
stjóra er á Stokkseyri og aðstoð-
arskólastjórinn er með skrifstofu
sína á Eyrarbakka.
„Við erum með rútu í ferðum á
milli staðanna og tvö tímabelti í
gangi, byrjum skólastarfið klukkan
8 á Stokkseyri og 8.15 á Eyr-
arbakka. Við kennum síðan flestar
sérgreinar nema íþróttir hérna og
þess vegna er rútan stöðugt í förum
á milli staða en fjarlægðin er ekki
mikil, aðeins 5 kílómetrar,“ segir
hún.
Nokkur húsnæðisekla er hjá skól-
anum en horft er fram til úrbóta í
húsnæðismálum. „Það sem við telj-
um mikils virði er að vinna upp
skólamenningu í kringum þennan
sameinaða skóla okkar,“ segir Arn-
dís og að sem leið í því efni hafi verið
unniðað þróunarverkefnum, eins
ogmeð skólasamningum og í upplýs-
ingatækni sem miðar að því að nýta
tæknina í skólastarfinu.
Nemendasamningarnir styðja svo
við nemendur sem einstaklinga í
leik og starfi og styrkja samstarf við
þá og fjölskyldur þeirra. Upplýs-
ingatækni er nú viðhöfð í flestum
námsgreinum sem kenndar eru í
skólanum, auk þess sem kennarar
og nemendur skólans eiga öflug
samskipti við umheiminn með þess-
ari samskiptatækni.
„Ég tel að þetta starf og fleira,
auðvitað, hafi hjálpað okkur að búa
til eina stofnun úr gömlu skólunum
tveimur. Ég held að fólk í báðum
þorpunum líti á skólann sem sinn
skóla og vilji veg hans sem mestan
og sjá hann eflast,“ segir hún.
Enn í fararbroddi
Það er nú svo að allt skólastarf
þarf tíma til að sanna sig, eflast og
festa rætur. Sjálf segist Arndís vera
mjög bjartsýn og hafa trú á að skól-
inn muni halda áfram að eflast og
dafna. „Við erum núna með rétt-
indafólk í öllum kennarastöðum og
vinnum markvisst að því að styrkja
hina ýmsu þætti skólastarfsins.
Markmiðið er að allir, nemendur og
foreldrar, séu stoltir af skólanum og
glaðir yfir því starfi sem þar er unn-
ið. Við vorum í fararbroddi fyrir 150
árum og teljum okkur vera það enn
þann dag í dag og erum hvergi
bangin,“ segir Arndís Harpa.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nemendur á Eyrarbakka munu taka þátt í hát́íðarhöldunum sem hefjast á morgun, 25. október .
Sagnasýning um skólastarfið
Nemendur 3. bekkjar á Stokkseyri kunna einnig leikreglurnar.
Arndís Harpa skólastjóri með nokkrum nemendum á Stokkseyri.
1850 Undirbúningsfundur á
Stokkseyri.
1851 Fjölmennur framhaldsfundur.
1952 Skólahús reist á Eyrarbakka;
timburhús með íbúð fyrir kennara á
lofti. Hús fyrir skólahald leigt á
Stokkseyri.
1852 Hinn 25. október er skólinn
settur í fyrsta sinn.
1868 Kennsla felld niður vegna ör-
birgðar fólks.
1874 Makaskipti á húsum. Skólinn
fer í svonefnt Kræsishús til 1880.
1875 Skólinn fær 200 kr. styrk úr
landsjóði.
1878 Sjálfstæður skóli settur á
Stokkseyri.
1880 Stærra skólahús reist á grunni
Kræsishúss á Eyrarbakka.
1885 Skólahús byggt á Stokkseyri;
„Götuskóli“.
1887 Sveitarstjórn tekur að sér um-
ráð yfir fjármálum skólans.
1907 Fræðslulög sett; skólaskylda
frá 10 ára aldri.
1909 Skólaskyldan á E. og S. leiðir
af sér fjölgun nemenda.
1909: Skólahús byggt í túni Eystri-
Móhúsa á Stokkseyri.
1913 Byggt skólahús á Eyrarbakka
sem stendur enn.
1926 Handavinna verður fastur lið-
ur í kennslu. Áður höfðu konur
kennt hana kauplaust.
1936 Ný fræðslulög; skólaskylda
frá 7 ára aldri.
1943 Unglingaskóli Stokkseyrar
starfar til 1949. Hann er einkaskóli.
Starfaði einnig 1933–1935.
1950 Kennsla hafin í nýju skólahúsi
á Stokkseyri. Er enn í notkun.
1951 Skólarnir eignast kvikmynda-
vélar á árinu 1951 til 1960.
1965 Skólinn á Stokkseyri eignast
nýja Husqvarna-saumavél og átta
notaða hefilbekki. Síðar voru gefnar
fleiri vélar af Kvenfélagi og For-
eldrafélagi, sem stofnað var 1975.
1973 Vestmannaeyingar flytja á
svæðið vegna gossins í Heimaey.
Nemendum fjölgar.
1973 Byrjað að kenna 6 ára börnum
og leyfi fengið fyrir kennslu 9.
bekkjar.
1980 Skólarnir eignast ljósrita, og
fljótlega myndvarpa.
1982 Byggt við skólahúsið á Eyr-
arbakka.
1989 Tvær tölvur keyptar til skól-
ans á Stokkeyri.
1990 Skólaskylda 6 ára barna.
Skólaskyldan verður 10 ár.
1993 Einsetning skóla á Stokkseyri.
1994 Tölvuútskrift einkunna.
1994 Íþróttahús Stokkseyrar og
Eyrarbakka vígt.
1996 Skólarnir sameinaðir undir
nafninu Barnaskólinn á Eyrarbakka
og Stokkseyri.
1998 Sameining sveitarfélaga í Ár-
borg.
1999 Skólinn verður þróunarskóli í
upplýsingatækni.
2000 Skólastjórinn, Arndís Harpa
Einarsdóttir, hefur aðstöðu á
Stokkseyri, en aðstoðarskólastjór-
inn, Birgir Edwalds, á Eyrarbakka.
Heimild: Theodór Guðjónsson, skólastjóri á
Stokkseyri 1971–1997.
Saga skólanna
býlisstaða landsins, séu þeir taldir saman, svip-
aðir að stærð og Hafnarfjörður, Ísafjörður og
Akureyri. Aðeins Reykjavík var stærri. Hefði
vöxtur Eyrarbakka og Stokkseyri orðið svip-
aður og t.d. Hafnarfjarðar og Akureyrar hefðu
þorpin tvö í Flóanum væntanlega fljótlega vax-
ið saman og orðið að einum bæ.
Áhrifamiklir kennarar
Um 1920 urðu miklar breytingar á skóla-
málum á Eyrarbakka, en þá voru þangað ráðn-
ir þrír nýir kennarar, og var einn þeirra hinn
Ungbarnadauði
Almenn lífskjör voru afar bágborin á okk-
ar mælikvarða allt fram undir lok 19. aldar.
Ungbarnadauði var ótrúlega mikill, allt að 40%
barna á fyrsta ári lést, og virðist hann hafa ver-
ið afar hár á Stokkseyri og Eyrarbakka, jafn-
vel hærri en víðast annars staðar allt fram und-
ir 1900, en þá gerðu stjórnvöld átök sem á
skömmum tíma leiddu til byltingar á þessu
sviði. Ungbarnadauði minnkaði hratt og varð
fljótlega með því minnsta sem þekkist. Batn-
andi húsnæði átti þátt í þessu.
Áhrif á fræðslulögin
Barnaskólinn á Eyrarbakka var einn af
þeim skólum sem Guðmundur Finnbogason
landsbókavörður heimsótti þegar hann var að
undirbúa lög um skólaskyldu, en þau voru sett
árið 1907. Þá voru öll börn á aldrinum 10–14
ára gerð skólaskyld, um allt land.
Þorpin í Flóanum. . .
Eyrarbakki og Stokkseyri voru á tíma-
bilinu 1880–1920 meðal fimm stærstu þétt-
ungi og hæfileikaríki skólastjóri Aðalsteinn
Sigmundsson, þá 22 ára. Hinir kennararnir
voru þau Ingimar Jónsson og Jakobína Jak-
obsdóttir úr Mývatnssveit, dóttir Jakobs Hálf-
dánarsonar kaupfélagstjóra Kaupfélags Þing-
eyinga. Bæði Aðalsteinn og Ingimar urðu síðar
hátt settir í menntakerfinu, en öll sögðu þau
upp starfi 1929 og var þá kennurum fækkað á
ný niður í tvo á Eyrarbakka.
Lýsandi viti
í umræðunni
“…sú stofnun, sem…hefur orðið eins og
lýsandi viti í hversdagsdumbungi síðustu
hundrað ára er Barnaskóli Eyrarbakka. Hann
hefur ekki látið mikið yfir sér, en þrautseigja
og stefnufesta þeirra, sem þar hafa ráðið og
starfað, ásamt óbilandi trú þeirra á hlutverk
þekkingar og vísinda hefur sigrað alla örðug-
leika,“ skrifaði Árelíus Níelsson í tilefni af 100
ára afmæli skólans árið 1952. Ekkert var til
sparað til að gera afmælishátíðina sem glæsi-
legasta. Haldin var afmælishátíð með ræðu-
höldum og veislu og mættu til hennar ýmis
stórmenni, t.d. Ásgeir Ásgeirsson forseti, sem
áður hafði meðal annars gegnt störfum
fræðslustjóra landsins.
Óskar og Theodór
Síðustu þrír áratugir 20. aldar, allt fram
að 1997, í sögu skólanna á Eyrarbakka og
Stokkseyri einkenndust m.a. af því að allan
þennan tíma sátu sömu menn við stjórnvölinn.
Það voru þeir Óskar Magnússon og Theodór
Guðjónsson. Tímabilið undir stjórn þeirra ein-
kenndist af vexti og breytingum. Miklar breyt-
ingar urðu á tækjabúnaði, ljósritunarvélar
komu til sögunnar, sprittfjölritarar, og loks
upp úr 1985 hófst tölvubyltingin.
Nemendur í rútu
Á afmælisárinu 2002 eru um 20 kennarar
starfandi við skólann í 16 og hálfri stöðu. Nem-
endur eru um 160, og stundar 1.–5. bekkur
nám í skólahúsinu á Stokkseyri og 6.–10. bekk-
ur í skólahúsinu á Eyrarbakka. Nemendur eru
keyrðir á milli, eldri nemendur frá Stokkseyri
til Eyrarbakka og yngri nemendur frá Eyr-
arbakka til Stokkseyrar.
Heimildir: Árni Daníel Júlíusson.
Merkir viðburðir úr sögu skólanna á Eyrarbakka og Stokkseyri; börn, kennarar og annað fólk
Jakobína Jakobsdóttir kennari og nemendur.