Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ L ÍKT og innvígðir vita kemur hið gróna mál- gagn Heimilisiðn- aðarfélags Ísland, Hugur og hönd, út einu sinni á ári, þó ekki bundið ákveðinni tímasetningu hvenær það berst í hendur áskrif- enda. Um hugsjónastarf áhugafólks að ræða, stórum fremur litið til vægi þess og gildi fyrir íslenzkar sjón- menntir og þjóðmenningu að halda því gangandi en stundlegan hagnað. Litið til aðstæðna er óhjákvæmilegt að nokkrar tafir geti orðið á útkom- unni, en með ósérhlífni og seiglu hafa hlutirnir blessunarlega gengið eftir. Þótt ekki sé um listrit í viðteknum skilningi að ræða, frekar að með full- tigi blandaðs efnis sé öðru fremur verið að miðla uppbyggjandi fræðslu um staðbundin gildi út í þjóðfélagið hefur útgáfan ekki gengið sem skyldi. Er líkast sem fólk haldi að á ferðinni sé fræðirit sem höfði til fámenns hóps, fremur en viðvarandi samræða um mikilsverða hluti sem marga varðar. Gerist samtímis og víða hefur orðið mikil fjölgun á útgáfu veglegra listtímarita austan hafs sem vestan og áhuginn á þjóðlegri geymd jafn- framt stóraukist, líkt og bein tengsl séu á milli. Ekki er þetta þó einhlýtt, einkum þar sem gerviheimur, sýnd- arveruleiki og hátækni byrgja sýn til nærtækra og jarðbundinna verð- mæta allt um kring. Raunhæft að vísa hér til list- tímarita, því ókunnugir gætu haldið að um eitt slíkt væri að ræða eftir hinni framúrskarandi útlitshönnun í ár að dæma, en forsíðuna prýðir lauf- létt og frjáls pensilskrift Torfa Jóns- sonar á dökkbláum fleti. Grunnföng myndheildarinnar ævaforn listritun, kalligrafía, sem margur núlistamað- urinn hefur gengið í smiðju til. Menn hafa meðtekið og skilgreint athöfnina sem þróað upplifað sköpunarferli, tjá- hátt í óformlegri frjálsri mótun, sem til marktæks árangurs útheimtir í senn mikla andlega þjálfun og verk- legan aga. Ennfremur rekur lesand- inn fljótlega augun í greinar um hreina myndlist er hann flettir ritinu, hér leikmenn en þó menntaðir tals- menn listíða að baki skrifanna. Innri hönnun ritsins er ekki alveg í samræmi við hreina og tæra forsíð- una, sem ber í sér óformlega en þó skipulega reisn, því niðurröðun efnis- ins er nokkuð á reiki sem rýrir sjón- rænan áhrifamátt lesefnisins. Þannig hefði sumt mátt hafa meiri slagkraft, taka meira í sjónhimnurnar, ef svo má að orði komast, en annað vera aft- ar í ritinu eins og almennar upplýs- ingar, til að mynda um Heimilisiðn- aðarskólann, nýskipað þjóðbúningarráð, og karla sem yrkja um vef, hins vegar fræðandi grein um Blómaprinsessuna og önnur um afr- ísk áhrif á amerískan bútasaum fram- ar. Jafnframt eiga greinar um hreina myndlist, sem ekki tengjast beinlínis stefnumörkum ritsins, naumast að hafa forgang fram yfir veigamikil föng í heimilisiðnaði og listíðum, hver sem ágæti þeirra kann að vera. Upphafsgrein Þórs Magnússonar, fyrrum þjóðminjavarðar, um víra- virki er á réttum stað og hefði verið góður inngangur að upplýsandi grein Áslaugar Sverrisdóttur um þá mik- ilhæfu og merku konu, Halldóru Bjarnadóttur, og heimilisiðnaðarsýn- inguna 1930. Þarnæst hin þarfa grein Stefáns Aðalsteinssonar um liti á ís- lenzku sauðfé. Að öðru efni ólöstuðu er þetta veigamesta framlagið að þessu sinni, og ef menn vilja eins kon- ar bil á milli á það helst að gerast með efni sem á einhvern hátt skarar heim- ilisiðnað, eins og t.d pistlarnir um Margréti Jakobsdóttur Líndal, handavinnukennara og tóvinnufræð- ing, og Elsu E. Guðjónsson, sérfræð- ings í textíl og búningahönnun. Ekki er ég að gera því skóna að veigamesta efnið eigi að vera fremst en síðan stig af stigi niður (!), því er víðs fjarri, en hér þarf meiri skilvirkni í niðurröðun innihaldsins að koma til, gerir sjálft lesefnið í senn hnitmiðaðra og áleitn- ara. Nú má kannski á einn hátt halda því fram, að víravirki sé hreinn list- iðnaður sem skari ekki heimilisiðnað, en eins og Þór upplýsir í sínu ágæta framlagi, er íðin eða smíðatæknin langtum eldri en Íslandsbyggð, sennilega komin hingað frá býsanzka ríkinu og Márum snemma á miðöld- um. Segir ennfremur vel að merkja; ...enn á síðustu öld var það eins konar alþýðuhandíð í Balkanlöndunum og Ítalíu, Portúgal, Þýskalandi og Nor- egi. Víravirki er samkvæmt þessum orðanna hljóðan frábært dæmi um þróun frá heimilisiðnaði og alþýðulist til markaðs listhandverks af hárri gráðu ... Hugsjónakonan og dugnaðarfork- urinn Halldóra Bjarnadóttir vann ómetanlegt starf á vettvangi heimilis- iðnaðar og handíða, var eldhugi um framgang þjóðlegrar geymdar á þessum sviðum sem og listiðnaði. Hún hvatti til útgáfu íslenzkrar handavinnubókar og varaði við notk- un erlendra leiðbeiningabóka, átti hér að sjálfsögðu við að ekki skyldi lapið upp úr þeim en að íslenzk hugsun og hugkvæmni hafa forgang. „Íslenzk alþýða þarf að eiga aðra uppsprettu en Nordisk Mönstertidende, hún má ekki láta leiðast út á þá glapstigu að álíta silkisaumaðar myndir eftir bréf- kortum æðsta takmark íslenzks list- saums, þær ættu að vera gersamlega útilokaðir frá landssýningunni, og það þótt þær séu í logagylltum römm- um. Í sama númeri ættu hinar svo- kölluðu, gobelin, myndir að vera.“ Hér var átt við veggmyndir saum- aðar í útlendan ullarjava með útlendu ullargarni, eftir útlendum fyr- irmyndum. Halldóra Bjarnadóttir var hér að kalla á íslenzkt hugvit og íslenzkt blóð, að þjóðin stæði í þessum efnum á eigin fótum, eggjunarorð hennar í fullu gildi enn í dag og vægi þeirra trúlega aldrei meira. Hefði ekki verið ónýtt að njóta starfskrafta og leið- sagnar valkyrjunnar við uppbygg- ingu listiðnaðarskóla að norrænum hætti, en slíkir áttu drjúgan þátt í að móta grunninn að framsókn og fremd norræns listiðnaðar um heim allan. Hér sátum við eftir eins og í fleiru varðandi sjónmenntir, glutruðum nið- ur öruggri sjálfbærri tekjulind og at- vinnuskapandi iðnaði um land allt. Halldóra hafði lög að mæla þegar hún sagði nokkurn veginn orðrétt, að hlutverk sýningarinnar 1930 ætti að vera að vekja aðdáun þeirra útlend- inga sem vit hefðu á hlutunum. Þeir myndu þykjast þar sjá einkenni göf- ugrar menningar engu síður en í bók- menntum. En hér voru rykfallin bók- fell í formi stjórnmálamanna ekki sem skyldi með á nótunum um líf- rænar grunneiningar sjálfstæðs og rismikils þjóðríkis ... Það er langt síðan listamenn og aðrir vöktu athygli á litbrigðunum í íslenzku sauðfé og báru saman við ís- lenzka náttúru og fundu hér nokkra samsvörun. Í áranna rás verið rann- sóknarvettvangur veflistakvenna eins og Vigdísar heitinnar Kristjánsdóttur og Áslaugar Sverrisdóttur, jafnfram hið mikilvæga svið að lita ullina með íslenzkum náttúrulitum. Frumkvæði þeirra þó hvergi nærri hlotið þann hljómgrunn sem skyldi í þessu mikla landi sauðfjárræktar og ullariðnaðar. Sjálfir litirnir í sauðfénu stór- merkilegt rannsóknarefni og mikil býsn að ekki skyldi hér með kyn- blöndun ákveðin einkenni og lita- sambönd ræktuð til hagnýtingar í listiðnaði sem ætti erindi í hásali klæðaheimsins. Í höndunum höfðu menn mikla möguleika til sjálfbærrar verðmætasköpunar og að framleiða hluti með alíslenzku yfirbragði, líkt og frændþjóðirnar hafa gert í sínum heimsþekkta listiðnaði og lengi hefur malað þeim gull. Og þótt sambærileg litaheiti á sauðfé á Hjaltlandi og Ís- landi séu einnig merkileg fyrirbæri, sem varpa ljósi á söguna, er það ekki meginveigurinn. Ekki frekar en hver sé höfundur Njálu og annarra forn- sagna, heldur er allt kemur til alls að þær voru færðar í letur. Jafnframt sjáum við nokkurn mun á litarafti sauðfénaðarins í löndunum, sem ekki er síður merkilegt rannsóknarefni í sögulegu samhengi og skarar sjón- menntir í vissum skilningi. Af hand- mennt Litir í íslenzku sauðfé eru merkilegt rannsóknarefni. Hið gróna tímarit Hugur og hönd, sem kemur út einu sinni á ári, er eina málgagnið er markvisst sinnir ýmsum þeim mikils- verðu þáttum tómstundaiðju og handverks, sem telja má frjóanga skapandi listíða og hönnunar. Bragi Ásgeirsson rýnir í vett- vanginn og gerir úttekt á ritinu í ár sem er efnisríkt að vanda.  Sjónmenntavettvangur VITASKULD er það að bera í bakkafullan lækinn að hrósa Bláa hnettinum hans Andra Snæs, en það er bara ekki hægt annað. Ótrúlega efnisríkt ævintýri um gott og illt, æsku og elli, réttlæti og rangindi, stjórnmál, einstaklingshyggju og samhygð, siðleysi, þroska og fórnar- lund. Eins og öll góð ævintýri er sag- an margræð mjög, og mig grunar jafnvel að hún sé eigi sér fleiri hliðar en höfundur ætlaði sér. Sagan er sem sagt góð, en leikgerð höfundar er hins vegar ekki sérlega metnaðargjarnt verk. Hún fylgir söguþræðinum afar nákvæmlega og einhvern veginn næst ekki að nýta meðul leikhússins sem skyldi til að skila galdri sögunnar. Ef efnið væri ekki svona magnað er ég hræddur um að athyglin færi fljótt á flakk. Sýning Leikfélags Sauðárkróks er sú fyrsta sem áhugaleikfélag ræðst í eftir að verkið var frumflutt í Þjóð- leikhúsinu, og örugglega ekki sú síð- asta. Leikgerðin ber þess samt nokkur merki að vera skrifuð með tækni- möguleika stóra sviðsins í huga og í ljósi þess, og með aðra annmarka hennar í huga, hvet ég snjalla leik- húsmenn til að skoða möguleikann á að gera nýja leikgerð sem hentaði betur þeim aðstæðum og möguleikum sem minni svið, minni tækni og meiri nálægð bjóða upp á. Tæknilausnir Þrastar Guðbjarts- sonar í sýningunni á Sauðárkróki eru einfaldar en nokkuð snjallar; sól og tungl, úlfar og lömb og síðast en ekki síst börn fljúga á einfaldan hátt og trúverðugan í samhengi sýningarinn- ar. Örlítið meira nostur við fyrsta flugtak barnanna og innkomu úlfsins hefði þó gert þau andartök að meiri spennupunktum, og á það reyndar við víðar í sýningunni. Stundum eru lyk- ilandartök ekki undirstrikuð nægi- lega með hlustun og fókus, meira lagt upp úr stuði og fjöri í hópsenunum. Ómarkviss notkun áhrifatónlistar hjálpar síðan ekki. Þar sem sýningin hins vegar vinn- ur sigur er í þéttum samleik hópsins og ágætri frammistöðu þeirra þriggja leikara sem mest mæðir á. Sigurður Halldórsson er sannfærandi Gleði- Glaumur, andstyggilegt mannkerti sem engir nema sakleysingjar gætu látið blekkjast af. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Árni Jónsson ná vel að túlka þau Huldu og Brimi, bæði ungæðislegt stjórnleysið og sársauk- ann sem kviknar þegar afleiðingar gerða þeirra mæta þeim. Í heild nær hópurinn vel að skapa trúverðug börn, og eins að sýna okkur ellimörk- in á þeim þegar Gleði-Glaumur hefur klófest æsku þeirra. Framsögn er þó upp og ofan og ekki hjálpar þegar tónlist er spiluð undir samtalsatriðum án sýnilegs til- gangs. Búningar og gervi eru ágætlega af hendi leyst, sérstaklega búningar sól- skinsbarnanna. Ég er ekki eins sann- færður um að börnin í myrkrinu eigi að vera svartklædd, og eins voru þau meira skítug en föl. Það hefði verið gaman að sjá þau verulega óhugnan- leg og augljóst að félagið hefur á að skipa öflugri förðunar- og gervadeild sem hefði áreiðanlega komist vel frá því verkefni. Sýning Leikfélags Sauðárkróks á Bláa hnettinum er býsna vel heppnuð sýning, þrátt fyrir fyrrnefnda ann- marka. Hún hittir í mark þar sem máli skiptir; í samsömun áhorfenda við hetjurnar tvær og í efniviðnum sjálfum, sem er magnaður, tímalaus og á erindi við alla. Dýrmætt ævintýri LEIKLIST Leikfélag Sauðárkróks Höfundur: Andri Snær Magnason, leik- stjóri: Þröstur Guðbjartsson, leikendur: Agnes Skúladóttir, Árni Jónsson, Elva Hlín Harðardóttir, Eva Karlotta Ein- arsdóttir, Guðbrandur J. Guðbrandsson, Guðdís María Jóhannsdóttir, Guðný Katla Guðmundsdóttir, Gunnar Egill Sæv- arsson, Inga Margrét Benediktsdóttir, Ragna Dís Einarsdóttir, Sigurður Hall- dórsson og Sigurlaug Vordís Eysteins- dóttir. BLÁI HNÖTTURINN Þorgeir Tryggvason Tvístirni – Saga Svanhvítar Egils- dóttur hefur Guðrún Egilson skrifað. Svanhvít Egils- dóttir er án efa með- al þeirra Íslendinga sem mest áhrif hafa haft í tónlistar- heiminum. Hún hélt utan á viðsjárverðum tímum og stund- aði söngnám og störf í Þýskalandi í skugga Hitlers og heimsstyrjaldarinnar síðari. Einkalíf hennar þótti frjálslegt, sérstaklega á Íslandi, en þar bjó hún um tíma eftir lok stríðsins. Svanhvít hélt aftur utan, hætti söngnámi og hóf söngkennslu. Hún kenndi mörgum af helstu söngvurum þess tíma og var fyrst íslenskra kvenna prófessor við er- lendan háskóla. Guðrún Egilson styðst við fjölda heimilda af ýmsu tagi, meðal annars einkabréf og viðtöl við samferðafólk hennar hérlendis sem erlendis. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 272 bls. og prýdd fjölda ljós- mynda. Bókarkápan er hönnuð hjá Næst og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Verð: 4.690 kr. Ævisaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.