Morgunblaðið - 24.10.2002, Síða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 27
MEÐAN við hér á Fróninjótum norðurljósanna íallri sinni dýrð, kvöldeftir kvöld á þessum
köldu og fallegu haustdögum, situr
tónskáld í sólskini og tuttugu stiga
hita úti á svölum íbúðar sinnar í Graz
í Austurríki, og semur tónlist. Tón-
skáldið er Austurríkismaður, en þó
Íslendingur, og norðurljósin okkar
hafa orðið honum yrkisefni í stórt
verk; – sinfóníu, sem leikin verður á
tónleikum Sinfóníuhjómsveitar Ís-
lands í kvöld. Tónskáldið er Páll
Pampichler Pálsson og verkið heitir
Norðurljósasinfónía. Páll samdi
Norðurljósasinfóníuna af mjög sér-
stöku tilefni. Árið 1998 var honum
boðið að semja stórt hljómsveit-
arverk fyrir heimsmeistaramót í nor-
rænum greinum skíðaíþrótta í Rams-
au am Dachstein í Austurríki. Hann
þáði boðið, og verkið var frumflutt á
heimsmeistaramótinu af Sinfón-
íuhljómsveitinni í Graz undir stjórn
Arild Remmereit, 25. febrúar 1999.
Páll segir að það hafi aldrei verið
meiningin að lýsa norðurljósunum; –
til þess séu þau alltof falleg. Hins veg-
ar voru það hughrif þeirra sem hann
langaði að fanga. Hann vildi líka
reyna að tengja saman þá tvo heima
sem hann hefur lifað í um ævina, Ís-
land og Austurríki. „Ramsau er lítið
þorp nálægt Dachstein, sem er hæsta
fjallið í Steiermarkhéraði og þar var
heimsmeistaramótið haldið. Í Dach-
stein er til lítið lag, sem er kallað
Dachstein Lied, – þetta er eiginlega
þjóðsöngur staðarins, og ég notaði
stef úr þessu lagi í verkið.“ Hoch von
Dachstein an syngur Páll, til að
minna blaðamann á lagið góða, og viti
menn, þetta er þá lag sem einhvern
tíma hefur ratað til Íslands; – við
munum eftir því sungnu við íslenskan
texta þótt hann sé löngu gleymdur.
Hver veit nema hann rifjist upp fyrir
einhverjum tónleikagesta í kvöld.
Sinfónía Páls er í fjórum þáttum,
sem allir heita nöfnum í anda verks-
ins: Glitrandi, Glóandi, Lýsandi og
Geislandi. „Það var skemmtileg til-
viljun tengd nafni verksins. Um það
leyti sem ég var að byrja á því kom
Haraldur Noregskonungur til Steier-
mark og gaf styttu í tilefni af heims-
meistaramótinu. Styttan hét Nord-
lys, eða Norðurljós! Annars er þetta
fullskipuð sinfónía hjá mér og fyrir
fullskipaða hljómsveit. Aðalstefið
gegnum allt verkið eru þessir upp-
hafstónar úr Dachstein Lied. Það var
alveg meðvitað hjá mér að blanda
saman áhrifum frá Austurríki og Ís-
landi. Hér er ég álitinn íslenskt tón-
skáld, og það eru þarna íslensk ein-
kenni líka, eins og fimmundir, en það
er ekkert mjög auðvelt að semja tón-
list á íslensku,“ segir Páll. Hann
gleðst yfir því að Sinfóníuhljómsveit
Íslands skuli hafa tekið verkið á dag-
skrá hjá sér, og hæstánægður með að
Petri Sakari skuli hafa verið fenginn
til að stjórna því. „Hann þekkir verk-
in mín svo vel og er bæði vandvirkur
og samviskusamur stjórnandi. Hann
var að stjórna Útvarpshljómsveitinni
hér í Vín um daginn, og kemur aftur
nú í nóvember til að stjórna í sal Mus-
ikverein. Ég þekki fólk í þessari
hljómsveit og það lætur allt mjög vel
af Petri.“
Miklu persónulegra að
handskrifa tónverkin
Það sem Páll situr við á svölunum í
Graz þessa dagana er stórt hljóm-
sveitarverk eða tvíkonsert saminn í
tilefni af því að á næsta ári verður
Graz menningarborg Evrópu. „Ég er
með tvo einleikara í huga, píanóleik-
arann Markus Schirmer, sem hefur
spilað heima á Íslandi, og sellóleik-
arann Fiedrich Kleinhappel, en þeir
eru báðir mjög góðir. Það er erfitt að
komast að hér í Graz með að fá hljóm-
sveitarverk flutt, en hver veit. Senni-
lega var ég ekki nógu ýtinn með að fá
verkið flutt á næsta ári, en þeir eru að
vinna að því að það verði frumflutt
2004. Markus Schirmer hefur gert
mikið fyrir mig og mína tónlist hér í
Graz. Hann er orðinn mjög frægur,
enda fínn píanisti, og hann hefur allt-
af verið mjög hrifinn af tónlistinni
minni, og svo er hann blátt áfram og
alveg laus við stjörnustæla. Það sem
ég er að gera einmitt núna er að
hreinskrifa raddskrána, og ég skal
segja þér að það er miklu meiri vinna
en að semja verkið. Ég er nefnilega
svo gamaldags að ég handskrifa allt,
þrjátíu nótnalínur á síðu, og maður
þarf að vanda sig mikið til að þetta sé
læsilegt og fallegt. Ég hef aldrei not-
að tölvu við að setja tónlistina mína,
og á ekki einu sinni tölvu. Fólk er
auðvitað undrandi: Páll ertu snarvit-
laus? – en mér finnst það bara miklu
persónulegra að hafa verkin mín
handskrifuð.“
Páll segir það upphefð að Norður-
ljósasinfónían skuli vera á dagskrá
með Fimmtu sinfóníu Mahlers. „Ég
hef aldrei verið mikill Mahler-
aðdáandi sjálfur, en þetta er glæsi-
legt verk. Og svo er það nú gaman, að
við erum báðir Austurríkismenn.“
Maður verður alltaf jafn hissa á
Páli þegar talið berst að aldri og
heilsu. Hann er kominn á áttræð-
isaldur, en þeir sem þekkja hann vita
að hann er miklu, miklu yngri en árin
segja til um; – hann er persóna sem
verður alltaf ung. Hann kom hingað
liðlega tvítugur árið 1949 til að spila á
trompet með Útvarpshljómsveitinni.
Hann sá Sinfóníuhljómsveit Íslands
verða til; – spilaði á trompet, en varð
síðar fastur stjórnandi hljómsveit-
arinnar, allt þar til hann lét af störf-
um fyrir nokkrum árum. Hann kom
víða við í íslensku tónlistarlífi og
stjórnaði bæði Lúðrasveit Reykjavík-
ur og Karlakór Reykjavíkur um ára-
bil. Síðari árin hefur hann snúið sér æ
meir að tónsmíðum, og býr að mestu í
fæðingarborg sinni Graz, þótt hann
komi oft heim til Íslands.
Petri aftur á pallinn
Petri Sakari er í flokki þeirra fjöl-
mörgu finnsku hljómsveitarstjóra
sem gert hafa garðinn frægan á und-
anförnum árum og þáttur hans í
framþróun Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands er vel þekktur. Sextán ára að
aldri hóf hann nám í hljómsveit-
arstjórn, fyrst í Tampere og síðar við
Síbelíusarakademíuna í Helsinki, þar
sem kennari hans var Jorma Panula,
prófessor í hljómsveitarstjórn við
akademíuna, galdramaðurinn sem
hefur kennt flestum þessum frægu
ungu finnsku hljómsveitarstjórum.
Árið 1988 tók Sakari við aðal-
hljómsveitarstjórastöðu Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands og gegndi
henni til 1993 og síðan aftur á árunum
1996 til 1998, en í millitíðinni var hann
aðalgestastjórnandi hljómsveit-
arinnar. Samstarf Petris og SÍ hefur
verið einstaklega farsælt og bera fjöl-
margir geisladiskar frá hinum þekktu
útgáfufyrirtækjum Chandos og Nax-
os því glæsilegt vitni.
Í dag er Petri Sakari aðalstjórn-
andi Sinfóníuhljómsveitarinnar í
Gävle í Svíþjóð, en kemur fram víða
um heim sem gestastjórnandi. Meðal
verkefna hans núna upp á síðkastið
má telja tónleika með útvarps-
hljómsveitinni í Vín, sem Páll Pamp-
ichler minntist á, tónleika með BBC-
þjóðarhljómsveitinni í Wales, Sinfóní-
unni í Bern og útvarpshljómsveitinni
í Stuttgart. Næsta verkefni Petris er
að stjórna Útvarpshljómsveitinni í
Vín í Musikverein á tónlistarhátíðinni
Wien Modern. Tónleikarnir í kvöld
hefjast að vanda kl. 19.30.
Ekki auðvelt að semja
tónlist „á íslensku“
Norðurljós, sinfónía eftir Pál Pampichler Pálsson, verður flutt á
Sinfóníutónleikum í kvöld, í fyrsta sinn á Íslandi. Bergþóra Jóns-
dóttir hringdi í tónskáldið til Austurríkis og ónáðaði það frá miklu
vandaverki sem fram fer úti á svölum í yndislegu haustveðri.
Páll P. Pálsson Petri Sakari Gustav Mahler
begga@mbl.is
Elín Hansdóttir nemi á lokaári
myndlistardeildar Listaháskóla Ís-
lands opnar sýningu á gagnvirkri
innsetningu í Gallerí nema hvað, við
Skólavörðustíg kl. 18.
Sýningin er opin alla daga frá 15–18
til 30. október.
Súfistinn, bókakaffi Bókabúð
Máls og menningar Lesið verður
úr bókum frá ýmsum heimshornum
kl. 20. Bækurnar
eru: Rokkað í
Vittula eftir
Mikael Niemi,
Páll Valsson les;
Ísbarnið eftir El-
isabeth McGreg-
or, Þórey Frið-
björnsdóttir les;
Hlálegar ástir eft-
ir Milan Kundera,
Friðrik Rafnsson
les; Alveg dýrlegt land, eftir Frank
McCourt, Árni Óskarsson les; Stúdíó
sex eftir Lizu Marklund, Anna Ing-
ólfsdóttir les og Áform eftir Michel
Houellebecq, Friðrik Rafnsson les.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Milan Kundera
GRO Kraft hefur verið ráðin for-
stöðumaður Norræna hússins í
Reykjavík og tekur hún við starfinu
1. janúar 2003 af núverandi for-
stjóra, Riittu Heinämaa. Kraft er 47
ára og frá Noregi. Hún er cand.
phil. í listasögu frá háskólanum í
Ósló og hefur lokið prófi í menning-
armiðlun frá Háskólanum í Stokk-
hólmi.
Gro Kraft starfaði síðast sem
kynningarstjóri við Nútímalista-
safnið í Ósló. Þar var hún andlit
safnsins út á við í daglegum sam-
skiptum sínum við almenning, jafnt
við safnskoðun sem uppeldisverk-
efni og faglega og menningarlega
viðburði, auk þess sem hún annaðist
upplýsinga- og kynningarstarfsemi
og bar ábyrgð á bókaverslun safns-
ins sem sérhæfir sig í listbókmennt-
um. Hún er ein af þremur í stjórn-
unarteymi safnsins.
Gro Kraft annast einnig útgáfu á
hinni vinsælu smáritaröð safnsins
en þau rit koma út í tengslum við
allar sýningar þar og hún hefur
samið mörg þeirra. Hún hefur einn-
ig samið kennsluleiðbeiningar og
tekið þátt í að semja listaskrár yfir
farandsýningar og listræn verkefni,
auk þess sem hún hefur átt þátt í
samningu handrita í tengslum við
ýmis kvikmyndaverkefni. Loka-
verkefni hennar til cand.phil.-prófs
var víðtæk umfjöllun um listrænar
fyrirmyndir og sögulegar og fé-
lagslegar forsendur mósaíkverk-
anna í Gyllene Salen í
Ráðhúsinu í Stokk-
hólmi.
„Ég hlakka mjög til
að takast á við verk-
efnin í Norræna hús-
inu. Ég hef oft komið
til Íslands og heillast
ætíð jafnmikið af nátt-
úrunni, sögunni og
þjóðarsálinni þar. Ég
heillast þó kannski
mest af aðdáunar-
verðu framlagi þjóð-
arinnar til nútímalist-
ar og vettvangs
listalífs á Norðurlönd-
unum og í Evrópu allri. Verkefnin í
Norræna húsinu eru mjög áhuga-
verð, bæði fyrir mig persónulega og
sem þáttur í samstarfi og samskipt-
um landa á milli í heimi sem sífellt
opnast meira og meira,“ segir Kraft
í samtali við Morgunblaðið.
Í nýju starfi segist Kraft hafa
hug á að efla Norræna húsið sem
vettvang fyrir samtímalistir. „Það
er kannski of snemmt að fara út í
lýsingar á verkefnum
sem ég hyggst taka
mér fyrir hendur í
starfinu, en stefna mín
mun tvímælalaust mót-
ast af áhuga mínum á
samtímalistum og og
því alþjóðlega samstarfi
sem liggur þeim til
grundvallar. Síðustu tíu
árin hef ég unnið á því
sviði, og gerði ég m.a.
grein fyrir því í umsókn
minni um starfið, að
áhugi minn væri fyrst
og fremst á sviði sam-
tímalista. Í stefnumót-
un minni mun ég ganga út frá þeirri
staðreynd að listir eru alþjóðleg
grein, og mun ég ekki aðeins líta til
Norðurlanda, heldur einnig Evrópu.
Byrjunarpunktur í því starfi verður
líklegast Eystrasaltslöndin og
svæðið í kringum Norðursjó. En ég
hlakka sem fyrr segir mjög til þess
að takast á við þetta verkefni,“ seg-
ir Gro Kraft, tilvonandi forstjóri
Norræna hússins í Reykjavík.
Nýr forstöðumaður Norræna hússins í Reykjavík tekur til starfa um áramót
Áhersla lögð á
samtímalistir
Gro Kraft
LITLA lirfan ljóta, fyrsta íslenska
tölvuteiknimyndin, vann á dög-
unum til fyrstu verðlauna í flokki
tölvuteiknimynda og stafrænna
hreyfimynda á hátíðinni Comput-
er Space 2002 í Sofíu, höfuðborg
Búlgaríu.
Gunnar Karlsson, höfundur
myndarinnar, tók við verðlaun-
unum við hátíðlega athöfn í Menn-
ingarsetri Tékklands í Sofíu. Frið-
rik Erlingsson er höfundur
sögunnar.
Litla lirfan ljóta er 26 mín. löng
teiknimynd, sem var frumsýnd í
Smárabíói 29. ágúst síðastliðinn.
Hún var valin til þátttöku á Chic-
ago International Children Film
Festival og verður sýnd 2. nóv-
ember næstkomandi kl. 15 í Facet
Video Theatre. Chicago-hátíðin er
eina barnakvikmyndahátíðin sem
er tengd Óskarsverðlaunahátíð
bandarísku kvikmyndaakademí-
unnar (Academy Qualifying
Festival).
Myndir sem sigra í Chicago
koma sjálfkrafa til álita við til-
nefningar til Óskarsverðlaunanna
í flokki stuttmynda.
Morgunblaðið/Kristinn
Aðstandendur myndarinnar: Gunnar Karlsson og Friðrik Erlingsson.
Litla lirfan ljóta í
fyrsta sæti í Sofíu