Morgunblaðið - 24.10.2002, Síða 32
LISTIR
32 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
K
ennarar komast ekki
hjá því að kenna
nemendum sínum
um tilfinningar og
dyggðir. En
kennsla um mannleg gildi hefur
verið dulin í skólastofunni og
markmið með henni oft á tíðum
óljós. Undanfarin tíu ár hefur
þessi þáttur orðið æ sýnilegri í
skólum og skólastarfið er helgað
völdum gildum.
Ástæðan er þörf samfélagsins
fyrir þessa kennslu og viðbrögð
akademíunnar á þá leið að fræði-
menn hafa lagt sérstaka stund á
rannsóknir á gildum. Núna er
þessi vinna að skila sér bæði inn
í skólana og stjórnmálin. Norð-
urlandaráð ákvað t.d. að helga 50
ára afmæli sitt gildum lýðræð-
isins í skólastarfi.
Þörfin er vissulega mikil því
það er eins og
lögmál að
þjóðir sofni á
verðinum eft-
ir að hafa öðl-
ast eitthvað;
sá sem býr
við áralangan
frið hættir að rækta friðinn og
gleymir sér yfir óþarfa. Sá sem
býr við velferð hættir að finna til
samábyrgðar. Sá sem býr við
margvísleg réttindi gleymir
skyldum sínum. Sá sem hefur fá-
ar áhyggjur, hættir að kjósa full-
trúa sinn til þings. Sá sem verð-
ur sjálfhverfur hættir að vera
öðrum umburðarlyndur. Sá sem
býr við frelsi, jafnrétti og
bræðralag en getur ekki sett sig
í spor annarra, hefur orðið firr-
ingunni að bráð. Loks líður lýð-
ræðið undir lok, og deyr í hönd-
unum á fólki.
Vegna þessa er mikilvægt að
gildin séu háttskrifuð í skóla-
starfinu og svo virðist sem góð
hreyfing sé í þá átt núna.
Í Morgunblaðinu eru iðulega
fréttir af skólum sem setja valin
gildi í öndvegi til að gera gott
fólk úr börnum og kennurum.
Áherslan er nefnilega á að stúd-
era gildin með öllu starfsfólki
skólanna; hverjum einum og ein-
asta. Þessi vinna er oft kennd við
fagið lífsleikni, sem er nafn yfir
efni um mannleg gildi, og er
kennt í leik-, grunn- og fram-
haldsskólum.
Ég hef bæði séð í leikskólum
og grunnskólum góða viðleitni til
að draga fram ákveðin gildi og
vinna með þau í skólastarfinu.
Sem dæmi má nefna að í Vest-
urbæjarskóla í Reykjavík unnu
kennarar, foreldrar og nemendur
að því að velja skólanum gildi
fyrir þetta skólaár og urðu þau
virðing, metnaður, ábyrgð, sam-
kennd, traust, jákvæði og gleði.
Hverju gildi er gefin sérstök at-
hygli í ákveðinn tíma og er t.d.
októbermánuður helgaður hug-
takinu virðingu. Ég ætla einnig
að gefa virðingunni hér gaum og
spyrja um gildi hennar.
Gildið virðing er eitt það mik-
ilvægasta í mannlegum sam-
skiptum, hvort sem er milli ein-
staklinga, hópa eða þjóða, og er
einn af máttarstólpum lýðræðis.
Um það sagði dr. Sigrún Að-
albjarnardóttir á ráðstefnu
Norðurlandaráðs um lýðræðið:
„Sjálfstæðið og umhyggjan sam-
einast í ábyrgð við að deila rétt-
indum og skyldum. Þessi gildi
eru grunnur virðingar, bæði
sjálfsvirðingar nemenda og virð-
ingar fyrir öðrum. Þessi gildi eru
grunnur lýðræðishugsjónarinnar
um frelsi, jafnrétti og bræðra-
lag.“ Því er ekki að undra að
stéttir sem starfa með fólki setji
virðinguna í öndvegi í siðareglum
sínum. Hún kemur t.d. oft fyrir í
siðareglum kennara, dæmi:
„Kennari leitast við að vekja með
nemendum sínum virðingu fyrir
umhverfi sínu og menningar-
legum verðmætum.“
Skipta má virðingunni í innri
og ytri virðingu. Innri virðing
fæst þegar einstaklingurinn hef-
ur lært að virða sjálfan mig.
Hann hefur sjálfsvirðingu og er
ekki sama um andlega og lík-
amlega líðan sína og hæfileika.
Ytri virðing er að bera virðingu
fyrir öðrum og að hafa lært að
setja sig í spor annarra og finna
til með þeim. Að rækta virð-
inguna er því forsenda góðs sam-
félags manna.
Lögmál virðingarinnar er í
raun hin sígilda setning: „Allt
sem þér viljið að aðrir menn
gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra“, því manneskja sem
skilur þetta og fer eftir því hefur
bæði sjálfsvirðingu og ber virð-
ingu fyrir öðrum. Við þetta má
bæta að aðeins sá sem ber virð-
ingu fyrir öðrum, getur öðlast
virðingu annarra. Þekking og
djúpur skilningur á þessu gildi
er því í raun forsenda velgengni í
lífi og starfi. Sá sem vill öðlast
virðingu annarra, verður fyrst að
læra að bera virðingu fyrir þeim,
og allra fyrst fyrir sjálfum sér.
Ég held að galdurinn á bak við
virðinguna sé afleiðingin, vel-
gengnin, og að boðorð eins og
„Heiðra skaltu föður þinn og
móður“ búi yfir leyndum boð-
skap: Forsenda þess að ganga
vel í lífinu er að læra að meta
aðra til jafns við sjálfan sig og
heiðra þá. En foreldrar sem
virða ekki barn sitt geta ekki
heldur vænst virðingar þess. Hið
sama á við um annað fólk; börn
læra aðeins að virða aðra ef þau
eru virt.
Málið er að virðing er ekki
meðfædd heldur lærð eins og
aðrar dyggðir. Allir vita að virð-
ing er megingildi í mannlegum
samskiptum, en hún kemur ekki
af sjálfu sér, það þarf að rækta
hana með börnum og kenna,
bæði á heimilum og í skólum.
Enda er gildi virðingar í aðal-
námskrá grunnskóla mikið:
„Helstu gildi lýðræðislegs sam-
starfs eru: jafngildi allra manna,
virðing fyrir einstaklingum og
samábyrgð.“
Það er ekki aðeins brýnt að
rækta virðinguna með börnum
heldur skylda, og eina leiðin til
að viðhalda lýðræðinu. Sigrún
Aðalbjarnardóttir segir: „Í hnot-
skurn er hér um að ræða mik-
ilvægi þess að skapa andblæ
virðingar sem berst með börnum
með því að sýna þeim virðingu
og ætlast til þess að þau sýni
öðrum virðingu. Þannig myndast
gagnkvæm virðing í sam-
skiptum.“
Virðingin felst því í því að hafa
jafnmikinn áhuga á vellíðan ann-
arra og eigin og að gera eitthvað
til að svo megi verða.
Andblær
virðingar
Sá sem býr við frelsi, jafnrétti og
bræðralag en getur ekki sett sig í spor
annarra, hefur orðið firringunni að
bráð. Loks líður lýðræðið undir lok.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
FÆST orð bera minnstu ábyrgð,
segir máltækið. Hvað þá á prenti. En
varla óttuðust stafnbúar framherj-
anna í CAPUT þess að lofa upp í erm-
ina á sér þó að Kolbeinn Bjarnason
léti nægja að kynna munnlega mark-
mið nýju „Nærmynda“-tónleikaraðar
sveitarinnar á velsóttum tónleikum
hópsins á Nýja sviði Borgarleikhúss-
ins á laugardag, enda var þá þegar
nafngreindur næsti tónhöfundur í
röðinni. Fylgdi og sögu að frá upphafi
yrði leitazt við að frumflytja nýtt
verk eftir viðkomandi höfund sér-
staklega samið fyrir hvert tækifæri,
auk þess sem hann yrði beðinn um að
velja til flutnings eitt verk eftir annan
höfund, innlendan eða erlendan, and-
lega skyldan eða gjörlólíkan – til e.k.
viðmiðunar eða tilbreytingar, nema
hvort tveggja væri eða hvorugt. Að
þessu fyrsta sinni reyndist aðfengna
stykkið píanóverk eftir Þjóðverjann
Helmut Lachenmann, en hið frum-
samda eftir porttretthöfundinn
sextettinn Höfuðstafir fyrir flautu,
óbó, klarínett, fiðlu, selló og kontra-
bassa.
Þetta frumkvæði CAPUT-manna
var vel til fundið og verður án efa til
að unnendur nútímalistmúsíkur
glöggvi sig auðveldlegar á sérkenn-
um núlifandi islenzkra tónskálda. Og
þó að nú eigi að heita jafnréttistímar,
var samt notalega gamaldags „dam-
erne først“ hæverskleiki yfir vali
fyrsta tónskáldsins. Jafnvel þótt Kar-
ólína Eiríksdóttir hefði sjálfkrafa
komið til álita sem eitt af kannski tíu
afkastamestu tónskáldum landsins af
báðum kynjum frá síðustu áratugum
20. aldar.
Það er kannski bezt að segja frá
þeirri niðurstöðu undirritaðs strax,
að jafnvel í torræðri listgrein sem nú-
tímatónlist óneitanlega er skipta
bæði reynsla höfundar og flytjenda
greinilega afgerandi máli. Þetta er
ekki sízt sagt í ljósi nýliðinnar UNM-
hátíðar þar sem báðir aðiljar voru að
vonum háðir hlutfallslega skömmum
ferli. Því þó að sá er hér ritar eigi örð-
ugt, eftir aðeins eina heyrn, með að
festa hönd á nákvæmlega það sem
t.a.m. batt tónsmíðar Karólínu sam-
an, voru heildaráhrifin oftast á þá
lund að dæmið gengi undravel upp.
Dálítið eins og í sögunni kunnu af
stjörnuleikaranum Laurence Olivier,
er kvöld eitt læsti sig inni búnings-
klefanum eftir frábæra frammistöðu,
dapur í bragði. Hann kvaðst ekki vita
hvernig hann hefði farið að – né held-
ur hvort hann gæti gert það aftur.
Eins var að þessu sinni. Nema
hvað túlkunarábyrgðin hvíldi auðvit-
að ekki á höfundi heldur á viðkom-
andi spilurum. Og hvað sem segja má
um fyrri reynslu manns af tónverk-
um Karólínu, þá var nú ástæða til að
spyrja hvort maður hefði nokkru
sinni fyrr heyrt jafnmörg verk henn-
ar flutt jafn vel við eitt og sama tæki-
færi og hér varð raunin. Snörp og
þróttmikil túlkun CAPUT-manna
myndaði einmitt þann elixír sem
kammertónverk Karólínu þörfnuðust
– í samanburði við ýmsa kannski
óþarflega varfærna meðhöndlun sem
þau kunna að hafa hlotið stundum áð-
ur. Þau öðluðust bókstaflega hold og
blóð.
Sú umbreyting var e.t.v. mest slá-
andi í fyrsta verkinu, IVP (= „Four
Pieces“(?), 1977), fjórum örstuttum
þáttum fyrir flautu, fiðlu og selló frá
framhaldsnámsárum Karólínu í
Michigan, enda hefur fyrrum nærri
glertær rithátturinn þétzt töluvert
síðan. En þó að fínlegu drættir þessa
æskuverks hafi vel getað freistað
fyrri flytjenda til ofurfágunar, er ekki
hægt að segja annað en að kröftug en
markviss nálgun Kolbeins, Zbign-
iews Dubik og Sigurðar Halldórsson-
ar hafi farið stykkinu afskaplega vel.
Þótt væri fárra strika,
var það því fleiri lita, en
þoldi samt dável með-
höndlun gjörvra karl-
mannshanda.
Gradus ad Profund-
um fyrir kontrabassa
án undirleiks var samið
fyrir og frumflutt af
Þóri Jóhannssyni s.l.
febrúar. Hávarður
Tryggvason lék hið
elskulega litla (um 8
mín.) lágtíðniverk af
stakri natni og yfirveg-
un. Valgerður Andrés-
dóttir lék þá Rhapsódíu
fyrir píanó, er samin
var fyrir Skerpluhátíð
Musicae Novae 1986 þar sem Guð-
ríður St. Sigurðardóttir frumflutti.
Titillinn var orð að sönnu, því efn-
islegt samhengi þessa tiltölulega
langa verks (um 10 mín.) fór að mestu
fram hjá undirrituðum enda virtist
stöðugt verið að fara úr einu í annað.
Kom því aftur upp með manni áður-
getin nagandi frústrasjón leikarans,
því smíðin hélt engu að síður ágætu
athygli, og heildin verkaði undarlega
sannfærandi – vel að merkja án þess
að mann óraði nokkurn tíma fyrir því
nákvæmlega hvernig.
Tildrög Impromtu fyrir minnsta
númer af „salon“-hljómsveit – flautu,
fiðlu, selló og píanó – voru spaugilegri
en menn eiga að venjast um alvarlega
fagurtónlist eftir daga uppákomu-
hyggju 7. áratugar. Það var eitt 22
norrænna verka sem sænskir hljóð-
færaleikarar pöntuðu 1994 til flutn-
ings á börum[!], en kvað hafa farið
fyrir ofan garð og neðan á barnum
sem varð fyrir valinu í Reykjavík –
vegna „óheppilegra aðstæðna“, eins
og það var orðað. Væri því hér um
hálfgerðan frumflutning að ræða.
Ekki skal útilokað að téðar forskýr-
ingar í tónleikaskrá hafi beint hug-
myndatengslum hlustenda í rétta átt,
og jafnvel flytjenda líka, en samt var
maður ekki frá því að sjálft tónskáld-
ið hafi notið þess í laumi að fá smá
tækifæri til að sletta úr klaufunum.
Fastur púlrytmi fyrri hlutans sem
leiddi yfir í reykmettað barflugnasuð
í funkís-stíl verkaði enda víða stólpa-
kerskinn og til marks um að jafnvel
vammlaus framsækinn nútímatón-
keri þyrfti ekki að vera hafinn yfir
húmor.
Tinna Þorsteinsdóttir, dóttir tón-
skáldsins, lék eftir hlé Ein Kinder-
spiel, dálítið skringilegt píanóverk frá
1981 eftir Helmut Lachenmann (f.
1935) í sjö þáttum. Ragnar Tómasson
lagði þriðju hönd á plóginn bassa-
megin sem „hljómhaldari“ í 3. þætti,
Akiko, hugsanlega til að laða fram
pentatónískan undiróm sympatískra
silkistrengja í japanska þjóðarsítran-
um koto. Verkið lýsti lifandi áhuga
höfundar á sjaldheyrðari, og stund-
um anzi sláandi, litbrigðum slaghörp-
unnar og var öldungis
ófeimið við mínímal-
ískulegar ítrekanir. Það
var jafnframt sízt til
þess fallið að „brillera“
á að hefðbundnum
hætti rómantískra pí-
anóljóna, en Tinna náði
samt að draga skýrt
fram allt sem máli skipti
innan hins smásjársér-
hæfða stíls af óskiptri
einbeitni og röggsemi.
Miniatures fyrir klar-
ínett og píanótríó var að
því loknu frumflutt á Ís-
landi, pantað af sviss-
neskum tónlistarunn-
endum og frumflutt þar
í Baden 1999. Það var í fjórum stutt-
um þáttum. I. var í smágerðum hend-
ingum, aðskildum af mælskum al-
þögnum. II. þáttur var ljóðrænt
líðandi og bráðfallegur (enn var
manni hulið af hverju), III. mótaður
af skírlífum punktastíl með útmáluð-
um löngum hnígandi glissandó-
„geispum“ til mótvægis inn á milli, og
IV. lék sér að andstæðum langra of-
urveikra stakra tóna (skiptum milli
flytjenda) og meiri atgangs. Var hætt
við að norrænu ungskáldin í UNM
hefðu hér getað lært sitthvað um
áhrifamikil tjábrigði („gestík“) á há-
afströktu tónmáli. Sama gilti um tví-
þætt lokaverkið, Höfuðtóna, sem bor-
ið var uppi í I. þætti af stigmagnandi
atburðaframvindu frá kyrrlægum
inntínsluhljómum upphafsins yfir í æ
styttri hendingar, hraðari hreyfingar
og aukinn styrk. II. þáttur var sem
næst fjörugt scherzó sem þó færði sig
á köflum yfir í líðandi hvíld, víða
ísprengt gáskafullum „gos“-innskot-
um og tveim sólóum fyrir flautu og (í
bláenda) fyrir óbó. Einnig hér gætti
fjölda litríkra alþagna.
Sem fyrr var að ýjað var ekki
heiglum hent að stika út leyndu lykl-
ana að tóngaldri Karólínu Eiríksdótt-
ur, sem eftir þessa portretttónleika
stóð eftir sem kannski eitt torræð-
asta tónskáld lýðveldisins í dag.
Frumleikadýrkun hefur að vísu verið
keppikefli tónskálda í vaxandi mæli
allt frá dögum Beethovens og að
margra hyggju farin að verða drag-
bítur á eðlilega og óhefta sköpun. En
ef frumleika má skilgreina sem hæfi-
leikann til að minna sem minnst á
þekktar fyrirmyndir, þá þurfti hér
varla lengra að leita.
Hinn torræði
tóngaldur frumleikans
TÓNLIST
Borgarleikhúsið
Caput – Nærmynd. Karólína Eiríksdóttir:
IVP. Gradus ad Profundum. Rhapsódía.1
Impromtu.2 [Lachenmann: Ein Kinder-
spiel.3] Miniatures.2 Höfuðstafir
(frumfl.). Kolbeinn Bjarnason flauta,
Guðni Franzson klarinett, Eydís Franz-
dóttir óbó, Zbigniew Dubik fiðla, Sig-
urður Halldórsson selló, Hávarður
Tryggvason kontrabassi; Tinna Þor-
steinsdóttir 3, Helga Bryndís Magn-
úsdóttir 2 og Valgerður Andrésdóttir 1
píanó. Borgarleikhúsið laugardaginn 19.
október kl. 15:15.
KAMMERTÓNLEIKAR
Karólína Eiríksdóttir
Ríkarður Ö. Pálsson
HÓPI rithöfunda sem hlotið hafa
bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs var nú í vikunni boðið
að taka þátt í eins konar bókaveislu
í Det Norske Teatret-leikhúsinu í
Osló. Tilefni bókaveislunnar má
rekja til þess að Norðurlandaráð
fagnar hálfrar aldar afmæli sínu
um þessar mundir og eiga bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
sér orðið 40 ára sögu á sama tíma.
Meðal þátttakenda í bókaveisl-
unni, sem nefnd var „Norden i
Oslo“, voru verðlaunahafarnir Her-
bjørg Wassmo (1987), Dag Solstad
(1989), Jan Kjærstad (2001) og
verðlaunahafi ársins í ár, Lars
Saabye Christensen, sem hlýtur
verðlaunin fyrir verk sitt Halv-
broren, sem útleggja má sem Hálf-
bróðirinn.
Auk þátttakendanna fjögurra
fengu áhorfendur einnig að hitta
finnsku verð-
launahafana Bo
Carpelan (1977)
og Antti Tuuri
(1985), Danana
Peer Hultberg
(1993) og Piu
Tafdrup (1999),
Svíann Kerstin
Ekman (1994) og
hinn íslenska
Einar Má Guð-
mundsson, sem fræddi áhorfendur
um að þeir skyldu ekki taka það
sem rithöfundar segja alvarlega,
því frægir rithöfundar segja sig
lengja eftir þeim tíma er þeir voru
ungir, óþekktir og fengu litla at-
hygli, en er sú var staðan dreymdi
þá um annað.
Formleg verðlaunaafhending fer
fram í Helsingfors á þriðjudaginn
kemur.
Rithöfundaveisla
Einar Már
Guðmundsson