Morgunblaðið - 24.10.2002, Page 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 33
kynning
Sérfræðingur Kanebo veitir
faglega ráðgjöf fimmtudag
og föstudag kl. 13-18 Kringlunni
FÁTT skiptir meira máli en hugs-
ana- og tjáningarfrelsi manna. Rétt-
ur þeirra til að lifa eftir þeirri lífs-
skoðun sem þeir sjálfir kjósa, en ekki
eftir lífsskoðunum annarra, er það
sem að mati undirritaðs skilur einna
helst á milli frelsis og þrældóms, um-
burðarlyndis og fordóma. Þess vegna
þarf að aðskilja ríki og kirkju. Öðru-
vísi verður ekki komið í veg fyrir þá
fjárhagslegu, lögbundnu og fé-
lagslegu mismunun sem á sér stað í
dag milli ólíkra lífsskoðanahópa.
Biskupi svarað
Biskup Íslands hefur margsinnis
tjáð alþjóð að hann sé á móti aðskiln-
aði. Nú síðast í miðopnu Morgun-
blaðsins á föstudaginn. Þar fjallar
biskupinn nokkuð ómaklega um mál-
flutning Siðmenntar og finn ég mig
knúinn til að svara nokkrum rang-
færslum sem fram komu í máli hans.
Auk þess vil ég nota tækifærið og
svara nokkrum efasemdarhugleið-
ingum hans er varða aðskilnað ríkis
og kirkju.
Illa upplýst og
fordómafull umræða
Siðmennt hefur lengi staðið fyrir
málefnalegri umræðu um trúfrelsi á
Íslandi og því komu eftirfarandi orð
biskups, í miðopnuviðtali Morgun-
blaðsins, töluvert á óvart:
,,Ungliðahreyfingar stjórnmála-
flokka álykta um [aðskilnað ríkis og
kirkju] svo og samtök eins og Sið-
mennt sem ganga mjög hart fram.
Þetta er slagorðakennd umræða, illa
upplýst og fordómafull, því miður.“
Þessi orð biskupsins eru undarleg,
meiðandi og svo virðist vera sem
hann sé illa upplýstur um starfsemi
og verk Siðmenntar en hikar þó ekki
við að dæma félagsskapinn. Sumir
myndu kalla svona málflutning for-
dómafullan. Biskup bendir ekki á eitt
einasta atvik þar sem Siðmennt hefur
staðið fyrir fordómafullri og illra upp-
lýstri umræðu um trúfrelsismál. Í
stjórnartíð undirritaðs hefur hann í
það minnsta ekki orðið var við það. Á
vefsíðu félagsins má lesa ítarlega
stefnuskrá okkar í trúfrelsismálum,
og dæmi nú hver fyrir sig hvort sú
stefna sé fordómafull. Sjá www.sid-
mennt.is/trufrelsi.
Hins vegar þótti mörgum félögum
mínum innan Siðmenntar vont og
sorglegt að verða líkt, af kirkjunnar
mönnum, við nasista vegna málefna-
legrar gagnrýni okkar á því hvernig
var staðið að Kristnitökuhátíð. Slík
ummæli sem reyna að meiða persón-
ur í stað þess að gagnrýna rök þeirra
eru aðferð sem Siðmennt hafnar al-
gerlega! ,,Sá yðar er syndlaus er,
kastið fyrsta steininum.“
Í öðru viðtali fyrir um ári, sagði
biskup eftirfarandi: ,,Hvað merkir
aðskilnaður ríkis og kirkju með þjóð
þar sem níu af hverjum tíu tilheyra
kirkjunni, níu af hverjum tíu börnum
eru skírð í þjóðkirkjunni, ámóta mörg
eru fermd og nánast allir kvaddir
hinstu kveðju innan vébanda henn-
ar?“
Það merkir einfaldlega að borin er
virðing fyrir þeim sem eru í minni-
hluta, algjörlega óháð því hve fjöl-
mennur eða fámennur sá minnihluti
er. Það þýðir að tíu prósentum þeirra
manna sem hér búa þarf ekki að líða
eins og þau séu annars flokks borg-
arar vegna lífsskoðana sinna. Hvern-
ig skyldi hákristnum biskupinum t.d.
líða ef önnur trúarbrögð en kristni
nytu þeirrar sérstöku verndar hér á
landi sem hin lúterska trú hans nýtur
nú? Myndi biskupinn og trúbræður
hans sætta sig við að búa á Íslandi ef
Allah sæti í því hásæti sem Guð situr í
nú? Einhvern veginn á ég erfitt með
að trúa því. Stundum er besta leiðin
til að átta sig á nauðsyn aðskilnaðar
ríkis og trúar sú að setja sig í spor
annarra og tileinka sér hina Gullnu
reglu sem eitt sinn var eignuð Jesú.
Í sama viðtali spurði biskup:
,,[Merkir aðskilnaður ríkis og kirkju]
að kristinfræðikennsla í skólum verði
bönnuð[?]“
Já og nei. Almenn fræðsla um
helstu trúarbrögð heimsins á vissu-
lega heima í skólastofum. Enda hafa
trúarbrögð haft geipilega mikil áhrif
á líf manna í gegnum tíðina. Að því
leyti á kennsla um kristni heima í
skólum. En sérstök kristinfræði-
kennsla og trúaráróður, eins og sá
sem stundum á sér stað í skólum nú,
eiga að sjálfsögðu að vera bönnuð.
Stranglega bönnuð. Ef kirkjunnar
menn skilja ekki af hverju, bendi ég
þeim aftur á Gullnu regluna og á að
læra að setja sig í spor Íslendings
sem er ekki kristinn.
,,Merkir aðskilnaður ríkis og
kirkju að trúfélög og sóknir þjóð-
kirkjunnar innheimti sín meðlima-
gjöld sjálf? Þá myndu hinir sterku og
ríku halda velli, svo og þeir sem geta
þegið styrki frá erlendum trúboðum.
Kirkjan í dreifbýlinu myndi vart lifa
það af.“
Já, að sjálfsögðu eiga trúfélög að
sjá sjálf um að innheimta sín með-
limagjöld, rétt eins og öll þau áhuga-
lífsskoðanafélög sem starfrækt eru
hér á landi. Ef menn geta starfrækt
matvöruverslanir og myndbandaleig-
ur í dreifbýli þá hljóta menn einnig að
geta sinnt trú sinni og starfrækt trú-
félög og kirkjur. Svo einfalt er það
nú. Ef biskupi þykir ósanngjarnt að
trúfélög rukki fyrir starfsemi sína
sjálf þá hlýt ég að spyrja hvort hon-
um þyki núverandi fyrirkomulag á
einhvern hátt sanngjarnt. Í dag er
lagður sérstakur trúskattur, u.þ.b.
6.800 krónur, á alla landsmenn sem
rennur í það trúfélag sem viðkomandi
er skráður í. Ef einstaklingur stend-
ur hins vegar utan trúfélaga renna
þessir peningar óskertir til Háskóla
Íslands. Hér er því um sérstakan
refsiskatt að ræða á þá sem ekki vilja
tilheyra skráðu trúfélagi. Vegna
tengsla ríkis og trúarbragða er trú-
leysingjum því gert skylt að greiða
meira til menntunar en aðrir lands-
menn þurfa að greiða. Hér er um
raunverulegt óréttlæti að ræða.
Berjumst saman
fyrir réttlæti
Fjölmargt annað má tína til sem
sýnir fram á það óréttlæti sem fylgir
tengslum ríkis og kirkju en læt ég
þetta nægja hér. Hvet ég alla sem
hafa áhuga á að kynna sér fordóma-
lausa og gagnrýna umræðu um þessi
mál að lesa stefnuskrá Siðmenntar í
trúfrelsismálum á www.sidmennt.is/
trufrelsi.
Eftir Sigurð Hólm
Gunnarsson
Höfundur er varaformaður
Siðmenntar.
„Stundum er
besta leiðin
til að átta
sig á nauð-
syn aðskiln-
aðar ríkis og trúar sú að
setja sig í spor annarra
og tileinka sér hina
Gullnu reglu sem eitt
sinn var eignuð Jesú.“
Biskupinn og aðskiln-
aður ríkis og kirkju
UMRÆÐAN um stöðu Íslands í
samvinnu við ríkin á meginlandinu
hefur tekið mikinn kipp að undan-
förnu og er það af hinu góða. Er það
ekki síst vegna stækkunar Evrópu-
sambandsins til austurs, mikillar
umræðu um hugsanlegt varnarlegt
gildi sambandsins og síðan en ekki
síst vegna kosninganna hér á landi
næsta vor.
Hörðustu andstæðingar EES
samningsins á sínum tíma viður-
kenna í dag að efnahagslegar fram-
farir hér á landi undanfarin 10 ár má
að miklu leyti rekja til samningsins
um Evrópska efnahagssvæðið.
Frjálst flæði fjármagns, vöru, þjón-
ustu og fólks auk ýmissa félagslegra
réttinda launafólks var grundvöllur
samningsins.
Samkeppni á ýmsum sviðum, með-
al annars í fjarskiptum, samgöngum
og nú síðast í raforkugeiranum hefði
varla gengið svona greiðlega fyrir
sig ef við hefðum ekki tekið yfir
reglugerðir frá Evrópusambandinu.
Það er dálítið kaldhæðnislegt að
ESB er gagnrýnt af mörgum hér á
landi fyrir miðstýringu og skrifræði
– en á sama tíma á ESB mestan þátt
í flestum þeim framförum sem hafa
orðið á flestum sviðum á Íslandi und-
anfarinn áratug.
Hins vegar má ekki gleyma því að
þetta voru atriði sem við sömdum
um í frjálsum samningum en var
ekki troðið upp á okkur. Það er því
skrýtið að lesa þau rök íhaldsmanna
lengst til vinstri og hægri að ef við
semjum um inngöngu í Evrópusam-
bandið verðum við nánast valdalaus
peð þessara ,,illu“ afla í Brussel.
Það lýsir mikilli vanmáttarkennd í
garð Evrópusambandsins að telja að
við getum ekki haft áhrif á gang
mála ef við göngum í sambandið. Þá
er ekki rétt að stilla málum þannig
upp að sífellt er talað um ÞÁ í Bruss-
el. Ef Ísland gengur í ESB verðum
við sjálfkrafa hluti af þeirri heild og
verðum auðvitað VIÐ í Brussel. Ís-
lendingar eiga orðið harðsnúið lið
embættismanna sem komið er með
mikla reynslu í samskiptum við Evr-
ópusambandið og ég treysti þeim
fullkomlega til að verja hagsmuni
lands og þjóðar í Brussel.
Ef gengið er samninga við Evr-
ópusambandið er samið um alla
hluti. Til þess eru samningar, annars
væri umsækjendum bara afhent
staðlað umsóknarblað og þeir beðnir
að fylla það út! Fiskveiðimál eru
samningsatriði sem við semjum um –
á okkar forsendum án þvingana –
með okkar skilyrðum – á sama hátt
og við sömdum um fiskveiðimál inn-
an EES.
Þeir samningar voru ekki unnir
fyrirfram – frekar en neinn annar
samningur eða knattspyrnuleikur.
Okkar er hinsvegar að ákveða hvort
samningur sé viðunandi eða ekki. Ef
ekki, þá hætta menn við. Það er því
ekkert í húfi – engu að tapa – ef við
hefjum samninga við ESB – um inn-
göngu – heldur allt að vinna – og það
eru gríðarlegir hagsmunir í húfi.
Við og þau í Brussel
Eftir Andrés
Pétursson
„Okkar er að
ákveða
hvort samn-
ingur sé
viðunandi
eða ekki.“
Höfundur er stundakennari við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands og á sæti í stjórn
Evrópusamtakanna.
RÁÐNING á framkvæmdastjóra
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er
tilefni greinar frá Jórunni Tómas-
dóttur sem birtist í Mbl. í gær.
Hún er ósátt við ákvörðun ráðherra
og ræðst á hann og framsóknar-
menn almennt með stóryrðum og
fúkyrðum. Sakar hún heilbrigðis-
ráðherra um siðblindu og fram-
sóknarmenn um siðleysi, svindl og
svínarí.
Jórunn hefði betur hugsað sig
tvisvar um áður en hún skrifaði
þessa dæmalausu grein; þótt sam-
býlismaður hennar hafi ekki fengið
stöðu sem hann sótti um er ekki
þar með sagt að hún geti leyft sér
að ráðast á framsóknarmenn eins
og Finn Ingólfsson sem hvergi
koma að málinu. Slíkt er pólitískur
ofstopi og er ekki greinarhöfundi
til framdráttar í máli sínu.
Málið er einfalt: Sérstök nefnd
hefur metið hæfni umsækjenda og
skilaði af sér því áliti að allir væru
hæfir, en tveir hæfastir. Stjórn
heilbrigðisstofnunarinnar valdi
milli þeirra hæfustu og fékk annar
4 atkvæði en hinn 1. Stjórnin hefur
ekki rökstutt niðurstöðu sína. Skv.
lögum um heilbrigðisþjónustu veit-
ir heilbrigðisráðherra stöðuna og
ber að leggja sjálfstætt mat á um-
sækjendur sbr. álit Umboðsmanns
Alþingis í öðru máli. Hér ber hver
ábyrgð á sinni ákvörðun. Eðlilegt
er að kalla eftir rökstuðningi
stjórnarmanna fyrir sínu vali og
sama á við um hina aðilana í mál-
inu. Það er forsenda málefnalegrar
umfjöllunar.
Jórunn gerir afar lítið úr Sigríði
Snæbjörnsdóttur og kallar hana
gæðing ráðherra og fullyrðir að
stöðunni hafi verið ráðstafað fyr-
irfram. Um hana er vitað að hún
var um tíma varaborgarfulltrúi fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík
og því fráleitt að gera því skóna að
Sigríður sé „pólitískur gæðingur
Framsóknarflokksins“. Þá var hún
hjúkrunarforstjóri um margra ára
skeið á Borgarspítalanum og hefur
auk þess masterspróf í hjúkrun.
Í grein sinni gerir Jórunn Tóm-
asdóttir enga tilraun til þess að út-
skýra hvers vegna hún telur að
Skúli Thoroddsen eigi að fá stöð-
una, aðra en þá að hann sé heima-
maður. Það eru ekki gild sjónarmið
þegar ríkið á í hlut. Þannig hafa
„heimamenn“ í Reykjavík engan
forgang til starfa á vegum ríkisins
þótt starfið sé í Reykjavík og
„heimamenn“ á Sauðárkróki hafa
engan forgang til starfs forstjóra
Byggðastofnunar, sem nýlega var
auglýst. Búseta er einfaldlega ekki
lögum samkvæmt atriði sem ræður
um hæfni manna.
Ráðning í stöðu framkvæmda-
stjóra Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja er mál sem ég kem ekki að
og hef takmarkaðar upplýsingar
um. Það er hlutverk annarra að
leysa úr því. Ákvörðun, hver sem
hún er, er að sjálfsögðu ekki hafin
yfir gagnrýni. En ég ætlast til þess
að gagnrýni sé byggð á staðreynd-
um og rökum en grein Jórunnar
uppfyllir hvorugt. Hún er ómál-
efnaleg, hún lítilsvirðir þann sem
fékk starfið og hún er ómerkilegur
fúkyrðaflaumur um framsóknar-
menn. Það læt ég mig varða og sit
ekki undir.
Eftir Kristin H.
Gunnarsson
„Stjórn
heilbrigðis-
stofnunar-
innar valdi
milli þeirra
hæfustu.“
Höfundur er formaður þingflokks
Framsóknarflokksins.
Pólitískur
ofstopi