Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is.
BRYNDÍS Hlöðversdóttir er í hópi
framsæknustu þingmanna þjóð-
arinnar, ein fárra sem hefur hvort í
senn; skýra pólitíska
framtíðarsýn og nægj-
anlegan slagkraft til að
vinna að framgangi
góðra mála. Þingstarfið
getur verið annasamt
og í hinu daglega póli-
tíska argaþrasi gerist
það iðulega að efnilegir þingmenn
missa sjónar af þeim málum sem til
framfara heyra fyrir samfélagið allt.
Það er því eftirtektarvert að Bryndísi
hefur tekist að hreyfa við fjölmörgum
grundvallarmálum og verið boðberi
nýrra hugmynda á ýmsum sviðum.
Til að mynda hefur hún lagt ríka
áherslu á frjálslynd viðhorf, aukið og
virkara lýðræði, og haftalaus sam-
skipti við alþjóðasamfélagið. Ef Sam-
fylkingin ætlar að ná árangri í kom-
andi kosningum er brýnt að hún stilli
fram sínu allra besta liði. Með því að
velja Bryndísi til að leiða annað
Reykjavíkurkjördæmið er verið að
leggja áherslu á hugmyndalega ný-
sköpun og bjóða upp á framtíðarsýn
sem er frjálslyndum jafnaðarmönn-
um að skapi.
Bryndísi í leiðtogasæti
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmála-
fræðingur, skrifar:
FYRIR tæpum fjórum árum fóru
sjálfstæðismenn mikinn í umræðu um
málefni eldri borgara og mikið átti að
gera. Árangurinn varð enginn í bar-
áttumálum eldri borgara. Nú á enn að
koma á nefnd rétt fyrir Alþingiskosn-
ingar í málefnum eldri borgara, fyrr-
verandi forstjóri Símans, Þórarinn V.
Þórarinsson, skipaður formaður, ja
flott skal það vera. Hver trúir því að
Sjálfstæðisflokkurinn, eftir allan
þann tíma er hann hefur haft til að
leiðrétta kjör eldri borgara, geri eitt-
hvað af viti?
Nei, góðir Íslendingar, við þurfum
enga sérstaka ríkisskipaða nefnd með
fyrrverandi framkvæmdastjóra at-
vinnuveitanda í fararbroddi. Við þurf-
um að skipta um ríkisstjórn á þessu
landi, fá ríkisstjórn sem skilur fólkið í
landinu, sem skilur þarfir eldri borg-
ara, ríkisstjórn er vill eitthvað gera
fyrir eldri borgara þessa lands. Til að
tilætluðum árangri í baráttumálum
eldri borgara verði náð þarf að hafa
fólk á framboðslistum stjórnmála-
flokkanna sem veit hvar skórinn
kreppir, þekkir þarfir og hugsana-
gang eldri borgara. Það er eitt af for-
gangsatriðum að lækka skatta af eft-
irlaunum hér á landi, við greiðum 38%
en Svíar greiða 15% í skatt af eftir-
launum sínum og fjármagnstekju-
skattur hér á landi er 10% – hvaða
réttlæti er þetta eiginlega? Ég myndi
segja þetta væri á mæltu máli stuldur
á eftirlaunum eldri borgara, þótt lög
heimili þetta. Ég hef verið á eftirlaun-
um í nokkur ár og kona mín einnig,
við þekkjum þessa skattlagningu af
eigin raun.
Til að vinna á raunhæfan hátt og
þekkingu á þessum málum hef ég
ákveðið að gefa kost á mér í flokksvali
Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi
og stefni á 4.–6. sæti á lista flokksins
þar, en vissulega má setja mig ofar.
Eftir Jón Kr.
Óskarsson
„Við þurfum
að skipta
um rík-
isstjórn á
þessu landi,
fá ríkisstjórn sem skilur
fólkið í landinu …“
Höfundur er þátttakandi í flokksvali
Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Réttlát skattlagning
eftirlauna?SÍÐASTA þriðjudag var sögð súfrétt á Stöð 2 að Davíð Oddsson hefði
viljað ræða við Hallgrím Helgason
um grein sem hann ritaði um fyrr-
nefndan. Í þeirri grein réðst Hall-
grímur raunar mjög harkalega að
forsætisráðherra og sakaði hann um
siðleysi og alvarlega misnotkun
valds. Hann hafði ekkert fyrir sér í
þeim ásökunum. Þar af leiðandi er
ljóst að það var Hallgrímur sjálfur,
sem hafði gerst sekur um alvarlegt
siðleysi.
Davíð hafði sýnt Hallgrími þann
óverðskuldaða heiður að vilja tala við
hann, þrátt fyrir þetta. Hann hefur
kannski talið Hallgrím þess verðan
að ræða málið við hann.
Í fréttum Stöðvar 2, og á útvarpi
Sögu, kom svo fram að Davíð hefði
boðið Hallgrími á fund sinn. Gefið var
í skyn að það væri stóralvarlegt. Að
vísu upplýsti Hallgrímur ekkert um
hvað þeim hefði farið á milli. Í þeirri
þögn fólust samt greinilegar dylgjur
því hann skreytti hana með því að
segjast hafa heyrt svipaðar sögur frá
öðru fólki og það væri óttaslegið.
Nú kannast ég við fólk sem hefur
talað við Davíð Oddsson. Ég veit ekki
til þess að því hafi orðið meint af. Ég
skil ekki hvernig menn geta talið boð
um samtal vera fréttaefni, hvað þá
ógnun af nokkru tagi.
Þessi málflutningur afhjúpar Hall-
grím Helgason jafnvel betur en grein
hans gerði áður. Rökleysan kemur
upp um hann. Af einhverjum sökum
vill hann sverta mannorð forsætis-
ráðherra, sem raunar er mjög heið-
arlegur maður. Hann virðist treysta
á, að með því að segja frá þessum
fundi, án þess að segja frá efni hans,
geti hann náð markmiði sínu.
Ef satt skal segja má telja það lofs-
vert en ekki ámælisvert, að maður
sem orðið hefur fyrir slíkum árásum,
sem birtust í grein Hallgríms, skuli
vilja hitta hann til að ræða málið. Með
því sýnir hann árásarmanninum
meiri virðingu en hann á skilið. Það
lýsir svo þessum manni vel að hann
skuli nota þessi viðbrögð ráðherrans
sem tilefni nýrra dylgna um hann.
Má Davíð
tala við fólk?
Eftir Gunnlaug
Jónsson
Höfundur er fjármálaráðgjafi.
„Davíð hafði
sýnt Hall-
grími þann
óverðskuld-
aða heiður
að vilja tala við hann.“
ÞESSA dagana er Samfylkingin
að brjóta blað í þróun flokkalýð-
ræðis. Við sem erum félagsbundin í
flokknum kjósum um afstöðu hans
í einu stærsta álitamáli sem uppi
er, til umsóknar um aðild að Evr-
ópusambandinu. Síðustu vikurnar
hafa um fjörutíu fundir verið
haldnir þar sem kostir og gallar
hugsanlegrar aðildar voru ræddir
og reifaðir og bæði flokksmönnum
og öðrum borgurum landsins kynnt
hvað í aðild gæti falist. Svanfríður
Jónasdóttir alþingismaður fór fyrir
ferlinu og á hún heiður skilið fyrir
þá afbragðs vinnu sem hún innti af
hendi og er bæði henni og Sam-
fylkingunni allri til sóma.
Flokksmenn fá að ráða
Það, að flokksmenn taki ákvörð-
un í stóru máli að undangenginni
ítarlegri umræðu og upplýsinga-
gjöf, er vonandi leið sem íslenskir
stjórnmálaflokkar temja sér í rík-
ari mæli. Evrópukosningunni lýkur
næstkomandi föstudag og skora ég
á flokksmenn að skila seðlunum á
réttum tíma og taka þannig þátt í
þessu lýðræðislega ferli. Með þátt-
töku félagsmanna stjórnmálaflokks
í slíkum ákvörðunum felst jafn-
framt aukinn tilgangur þeirra með
aðild að þeim. Enda hefur fjöldi
fólks gengið til liðs við flokkinn að
undanförnu til að hafa sitt að segja
um afstöðu Samfylkingarinnar til
Evrópumálanna. Þessi aðferð er
nýstárleg og vekur umræður, enda
róttæk framþróun í flokkslýðræð-
inu sem fram að þessu hefur al-
mennt verið býsna frumstætt og af
skornum skammti. Hefðin í gömlu
flokkunum er sú að klíkur og
flokkseigendafélög ráði ferðinni.
Það eru vond vinnubrögð sem eru
að ganga af stjórnmálastarfinu
dauðu og löngu kominn tími til að
breyta þeim. Það gerir Samfylk-
ingin og stígur þannig stórt skref í
rétta átt til lýðræðisvæðingar
innra starfs flokksins.
Skiptar skoðanir
Þó að vísbendingar hnígi að því
að við héldum óbreyttri stöðu varð-
andi yfirráð yfir fiskimiðunum eru
skiptar skoðanir um hvað aðild
hefði í för með sér varðandi þau.
Hvort sem fólk hefur skipað sér
með eða á móti aðildarumsókn
virðist auðvelt að finna formælend-
ur ólíkra sjónarmiða. Eina leiðin til
að fá svar við spurningunni um
hvað aðild hefði raunverulega í för
með sér er að skilgreina samnings-
markmið út frá ítrustu hagsmunum
Íslendinga, sækja um aðild í fullri
alvöru, og láta svo þjóðina greiða
atkvæði um niðurstöðuna í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Fólkið á að
taka þessa ákvörðun en ekki
stjórnmálamenn. Davíð Oddsson á
ekki að semja við sjálfan sig í
stjórnarráðinu og tilkynna svo að
samningurinn sé ómögulegur.
Allir vita að ástandið í Sjálfstæð-
isflokknum stappar nærri einræði
og raddir um umsókn að Evrópu-
sambandinu eru þaggaðar niður
með hörkunni. Förum leið Sam-
fylkingarinnar, sem er leið lýðræð-
isins, þar sem fólkið fær að ráða.
Eftir Önnu Kristínu
Gunnarsdóttur
Höfundur er í framkvæmdastjórn
Samfylkingarinnar.
„…skora ég
á flokks-
menn að
skila seðl-
unum á rétt-
um tíma og taka þannig
þátt í þessu lýðræð-
islega ferli.“
Tökum þátt
í Evrópu-
kosningunni
Á ALÞINGI hef ég beitt mér
fyrir því að þingmenn stjórnar- og
stjórnarandstöðu sameinist um að
flytja tillögu um úttekt á skipulagi
löggæslumála og skilgreiningu á
lágmarksþjónustu vegna löggæslu.
Niðurstaðan er sú að þingmenn
allra flokka nema Sjálfstæðis-
flokksins flytja málið. Tillagan sem
er unnin í samvinnu við stjórn
Landssambands lögreglumanna
gæti gjörbreytt skipulagi og fram-
kvæmd lögreglumála í landinu nái
hún fram að ganga.
30% fækkun óbreyttra
lögreglumanna
Umræður og deilur hafa staðið
um það í þjóðfélaginu hvort hin al-
menna löggæsla sé fullnægjandi og
hvort fjárframlög til lögreglunnar
á undanförnum árum hafi fylgt
verðlagsþróun og þeim auknu
verkefnum sem lögreglan þarf að
takast á við í dag.
Á s.l. áratug hefur samfélagið
allt orðið fólknara og alþjóðlegra.
Samfara þessum breytingum hefur
afbrotum fjölgað ekki síst auðg-
unar- ofbeldis- og fíkniefnabrotum
sem oft tengjast innbyrðis. Einnig
hefur kærum vegna kynferðisbrota
fjölgað og nýir brotaflokkar orðið
til, svo sem skipulögð glæpastarf-
semi, efnahagsbrot, tölvubrot og
brot gegn ýmsum sérrefsilögum. Á
sama tíma hefur óbreyttum lög-
reglumönnum á landinu öllu fækk-
að um tæp 30% þrátt fyrir að íbú-
um hafi fjölgað um rúmlega 30
þúsund.
Bætt þjónusta
Með tillögunni er dómsmálaráð-
herra falið að skipa nefnd sem skil-
greini, meti og geri tillögur um
skipulag og framkvæmd löggæsl-
unnar í landinu. Móta á sem skil-
greini lágmarksþjónustu og lág-
marksfjölda lögreglumanna í
hverju umdæmi fyrir sig, svo og að
tryggja betur menntunarmál
þeirra. Markmiðið er að ná fram
hagræðingu, aukinni skilvirkni og
samhæfingu innan lögreglunnar til
að tryggja aukna þjónustu og ör-
yggi íbúanna. Leggja á mat á
hvort hægt sé að auka hagkvæmni
með því að aðgreina lögregluum-
dæmin frá sýslumannsembættun-
um, jafnframt því sem lögreglu-
umdæmin yrðu stækkuð og
rannsóknardeildir styrktar eða
stofnaðir við hvert embætti. Jafn-
framt á að kanna kosti þessi og
galla að flytja tiltekin verkefni lög-
relgunnar til sveitarfélaga. Það er
miður að sjálfstæðismenn sé eini
stjórnmálaflokkurinn á Alþingi
sem ekki er reiðubúinn til ná
breiðri sátt um skipan lögreglu-
mála í landinu ekki síst í ljósi
þeirrar góðu samstöðu sem tekist
hefur við stjórn Landssambands
lögreglumanna um framgang þessa
mál.
Breytt
skipan
löggæslu-
mála
Eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
„Tillagan
sem er unn-
in í sam-
vinnu við
stjórn
Landssambands lög-
reglumanna gæti gjör-
breytt skipulagi og
framkvæmd löggæsl-
unnar.“
Höfundur er alþingismaður.
UNDIRSTAÐA velferðar á Ís-
landi er að við nýtum auðlindir lands-
ins, hvort sem um er að ræða nátt-
úruauðlindir eða
mannauð. Bryndís
Hlöðversdóttir er
ábyrgur jafnaðar-
maður sem styður
skynsamlega upp-
byggingu stóriðju og
virkjanaframkvæmdir
samfara áherslu á varðveislu nátt-
úruverðmæta. Hún leggur jafnframt
ríka áherslu á að auka fjölbreytileika
atvinnulífsins með því að styðja við
bakið á einyrkjum og fólki sem stend-
ur í rekstri minni fyrirtækja.
Bryndís hefur einnig beitt sér í
málefnum sem varða velferð almenn-
ings. Þar hefur hún lagt áherslu á að
auka tengsl Íslands við Evrópusam-
bandið enda komi það til með að efla
samkeppni á matvælamarkaði og
lækka matvælaverð. Einnig hefur
hún verið ötull talsmaður réttinda
launafólks og þess að komið verði
betur til móts við barnafjölskyldur
sem margar hverjar berjast í bökkum
við að láta enda ná saman.
Ég hvet því alla sem greiða at-
kvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar
til að styðja þennan öfluga talsmann
jafnaðarstefnunnar í 2. sæti í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
og veita hugmyndum hennar þannig
brautargengi inn í næstu ríkisstjórn.
Ábyrgð
og framsýni
Rúnar Geirmundsson, fyrrv. formaður
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, skrifar:
Félagar í Samfylkingunni fá tæki-
færi til að ákveða hver á að leiða
framboðslistann í Suðvesturkjör-
dæmi í Alþingiskosn-
ingunum næsta vor.
Rannveig Guð-
mundsdóttir er í hópi
11 hæfra einstaklinga
sem gefa kost á sér.
Hún sækist eftir því
að leiða listann eins
og hún gerði fyrir fjórum árum.
Rannveig hefur verið afar farsæll
stjórnmálamaður, fyrst sem sveit-
arstjórnarmaður í Kópavogi og síðar
sem þingmaður og ráðherra. Hún er
góður málsvari í félags-, heilbrigðis-
og neytendamálum og hefur sýnt
frumkvæði og málflutning sem tekið
hefur verið eftir. Rannveig hefur
einnig sýnt framsýni og fyrirhyggju í
umhverfis- og náttúruvernd-
armálum.
Rannveig er sannur liðsmaður sem
leggur áherslu á vandaðan málflutn-
ing og lýðræðislega umfjöllun. Hún
heldur uppi víðtækum samskiptum
við fólkið í kjördæminu og hefur góða
innsýn í vandamál og viðfangsefni
samfélagsins. Rík réttlætiskennd og
samhygð einkenna hennar málflutn-
ing.
Ég hvet samfylkingarfólk í Suður-
kjördæmi að taka þátt í kosningunum
9. nóvember nk. og kjósa Rannveigu í
1. sæti listans.
Rannveig
áfram í forystu
Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri
í Kópavogi, skrifar: