Morgunblaðið - 24.10.2002, Side 41

Morgunblaðið - 24.10.2002, Side 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 41 RÓBERT Rósmann, árnefndarmað- ur í Tungufljóti fyrir SVFR, veiddi 18 punda sjóbirtingshæng í síðasta kasti á síðasta veiðideginum, sl. mánudag. Er það annar tveggja stærstu fiska úr Fljótinu á þessari vertíð. Mjög kalt hafði verið í veðri, ís- hröngl í ánni og skarir með bökkum og hollið á undan árnefndinni, sem var að loka ánni, hafði aðeins fengið þrjá fiska við þessar kringumstæð- ur. Árnefndinni gekk ívið betur, sér- staklega Róberti, sem náði sex fisk- um, m.a. þeim stóra í síðasta kastinu. „Ég var í Breiðufor og það var komið að ljósaskiptum. Ég hefði lík- lega verið með maðk nema að ég hafði nýslitið í botni og átti enga sökku. Það varð því úr að ég setti á þyngda Black Ghost með keilu og í miðjum hylnum á milli klettanna tveggja, var tekið með þessum líka hrikalega krafti.“ Svo surgaði hátt „Síðan lét fiskurinn sig vaða niður úr hylnum, fyrir utan neðri klettinn, og línan lagðist yfir grjótið svo surg- aði hátt í. Mér tókst að losa hana með rykkjum og þá tók við rosalegur sprettur ofan í smáhyl einhverjum 60 metrum neðar og þar varð honum ekki haggað næstu 10 mínúturnar. Hann bara lá eins og ég væri með fast í botni. Mér var orðið svo kalt að ég fór niður fyrir fiskinn og tók fast á honum. Hann þokaðist þá aftur upp í Breiðufor og ég á eftir og gat vaðið að neðanverðu út á neðri klett- inn þannig að línan festist ekki aftur. Þarna paufaðist fiskurinn, en sneri sér loks og leitaði niðurúr á ný. Þá var hann svo þreyttur að ég gat stýrt honum og rennt honum á ferðinni upp á grynnra vatn þar sem hann nánast strandaði. Þó var ég hræddur um að línan myndi skerast á ísskör- inni, en fiskurinn var svo stór og þungur að hann bara braut hana niður og fór yfir hana. Þetta var mikill hængur, 88 cm og einhverjum grömmum yfir 9 kg eða 18 pundum, en ég hirti ekki um það og skráði hann slétt 9 kg í veiðibókina. Þessi fer upp á vegg, ég er bú- inn að bíða lengi eftir svona fiski,“ sagði Róbert í samtali við Morgunblaðið. Góð vertíð Alls voru færðir til bókar 502 fiskar í Tungufljóti og er það fjölbreytt veiði, sjóbirt- ingar á niðurleið í maí, stað- bundinn urriði og sjóbleikja um hásumar og síðan sjóbirt- ingur um haustið, auk nokk- urra laxa. Birtingar voru alls um 270–280 sem er nánast sama talan og undangengin ár. Tungufljótið hefur því haldið sínu á meðan hinar bergvatnsárnar í Skaftafells- sýslum skiluðu lakari veiði. Fékk 18 punda birting í síðasta kasti Ljósmynd/Hrafn Karlsson Róbert Rósmann með níu kílóa sjóbirting sem veiddist í Tungufljóti við veiðilok, 21. október. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R ATVINNA ÓSKAST Trésmiður Trésmiður óskar eftir atvinnu til lengri tíma. Upplýsingar í síma 855 2691. Arðbær aukavinna Bandarískir dollarar, íslensk orka, asískt hugvit og þýsk mynt Byggðu upp þínar eigin lífeyristekjur. Hafið samband við Björn, s. 820 5788 eða beg@isl.is Blaðamennska í Hafnarfirði Óskum að ráða blaðamann/fréttastjóra til starfa á nýju vikublaði sem er að hefja göngu sína í Hafnarfirði. Útgefandi er traust, tuttugu ára fjölmiðlafyrirtæki. Leitum eftir duglegum einstaklingi sem þarf að vera tilbúinn að leggja sig fram í krefjandi starfi, geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Kostur ef viðkomandi býr í Hafnarfirði eða nágrenni. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á netfangið pket@vf.is . Eftirtalin kennarastörf eru laus til umsóknar fyrir vorönn 2003 Heil staða í rafiðnadeild. Heil staða á sjúkraliðabraut. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. janúar 2003. Ekki þarf að sækja um starfið á sérstökum eyðu- blöðum, en í umsókn þarf að greina frá menntun og fyrri störfum. Öllum umsóknum verður svarað. Laun sam- kvæmt samningum viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2002. Nánari upplýsingar veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 570 5600. Veffang: www.fb.is Netfang: fb@fb.is Skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI ÓSKAST Sundfélagið Ægir óskar eftir einstaklingsíbúð til leigu fyrir aðal- þjálfara félagsins. Skilvísum greiðslum og reglusemi heitið. Upplýsingar veitir formaður félagsins í síma 892 1951 eftir kl. 17.00 á daginn. Einnig er hægt að senda tilboð á skrifstofu félagsins, Engja- vegi 6, Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bjarg, Selfossi, fastanr. 218-7740, þingl. eig. Guðbjörg Edda Árnadótt- ir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 31. október 2002 kl. 9.30 Grænamörk 1C, Hveragerði, þingl. eig. Jón Magnús Harðarson, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær, fimmtudaginn 31. október 2002 kl. 13.30. Heiðmörk 42, Hveragerði, fastanr. 221-0438, þingl. eig. Steindór Gestsson, gerðarbeiðendur Gróðurvörur ehf., Hveragerðisbær og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 31. október 2002 kl. 14.00. Jörðin Þórustaðir 2, Ölfushreppi, þingl. eig. Gamalíel ehf., gerðarb- eiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. og Lánasjóður landbú- naðarins, fimmtudaginn 31. október 2002 kl. 11.45. Laufhagi 14, Selfossi, eingarhl. gerðarþ., fastanr. 218-6683, þingl. eig. Gunnar Emil Árnason, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 31. október 2002 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 23. október 2002. SMÁAUGLÝSINGAR EINKAMÁL 42 ára Spánverji, 165 cm á hæð og 75 kg, óskar eftir að kynnast íslenskri konu, 22— 30 ára, með alvöru og stofn- un fjölskyldu á Spáni í huga (helst barnlausa). Tala dálitla ensku. Mynd æskileg. Sendið bréf til: Section Post office, N 22 Briviesca, Burgos, Spain. FÉLAGSLÍF Landsst. 6002102419 VIII I.O.O.F. 11  18310248½  Bk. Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðarsamkoma. Umsjón: Majór Inger Dahl. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Jón Þór Eyjólfsson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is SAFNARAR Bítlarnir, Stones, Elvis og fleiri, popp, rokk og þungarokk, breiðskífur, smáskífur og plaköt frá ca 1950—'70. Sérstaklega söfn. Gott verð í boði. Tölvup. leariderz@hotmail.com . ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.