Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITAÐUR er kominn aðeins á áttræðis aldur og vaknar stundum tímanlega að morgni. Þá eru stund- um skoðaðar fréttarásir BBC, CNN og Sky. Ef ekkert er þar sem vekur áhuga skipti ég oft á Vilhelm G. á Gufunni eða „Í bítið“ á Stöð 2 meðan ég les Moggann. Svo var þriðjudag- inn 15. okt. síðastliðinn. Þar var þá auglýst viðtal við Jó- hannes í Bónus. En viðtal getur svona nokkuð varla kallast. Það var helst á stjórnendum þáttarins að heyra að þeir teldu sig vera að ljóstra upp um eitthvað glæpsamlegt í versl- unarháttum fyrirtækisins. Sönnun- argögnin voru tölur um prósentu- álagningu sem hægt er að prenta í hvaða tölvu sem er. Og gögnin voru sögð komin frá ónafngreindum starfsmanni Baugs. Hver var svo glæpurinn? Jú, upp- ljóstrarinn hafði upplýst að smásölu- álagning á tómatsósu í flösku hefði verið 44% fyrir um það bil ári – að mig minnir – þegar Bónus-menn segja meðalálagningu 15–20%. Þetta gátu reiknihöfuð stjórnendanna ekki skilið og atgangurinn í þeim var slík- ur að Jóhannes komst ekki að. Og ef hann reyndi að koma að andsvari meðan stjórnendur drógu andann gripu þeir strax fram í. Ég man vart eftir öðrum eins yf- irgangi og ókurteisi í garð viðmæl- anda í ljósvakamiðlum. Svona nokkuð eykur ekki vinsældir Stöðvar 2. Þegar Bónus opnaði fyrir 13–14 ár- um voru Hagkaup og Mikligarður stærstu matvöruverslanirnar. Ýmsar keðjur fóru á hausinn um þetta leyti. Þá var Bónus oft 30–40% ódýrari og maður var hissa á að mjólkurvörur voru líka talsvert ódýrari þar og velti því fyrir sér hvernig þetta gæti geng- ið og margir spáðu Bónusi stuttri ævi. En staðgreiðsla vöru, takmark- aður fjöldi vörutegunda, stuttur opn- unartími, gjörnýting húsnæðis og mikil velta vegna hagstæðs verðs gerði þessa spádóma að engu. Og maður sá lækkun vöruverðs í stóru verslununum. Á þessum tíma hef ég talað við marga sem telja að þeir feðgar Jó- hannes og Jón Ásgeir hafi með verð- lagi í Bónus aukið kaupmátt lágra launa meira en nokkurntíma hefði verið hægt að þakka baráttu nokkurs verkalýðsforingja. Ég held að verð á grænmeti og ávöxtum sé nú í sögulegu lágmarki. Sumt er undir 100 kr. kg og paprikur eru innan við 200 kr. kg í Bónus. Þetta er að nálgast verð á útimörk- uðum á Spáni sem í fyrra var algengt 60–150 kr. kg. Þeir sem vilja versla í stórum verslunum með miklum fjölda vöru- tegunda og löngum opnunartíma og mikilli þjónustu verða að sjálfsögðu að greiða hærra verð. Við hin sem viljum eða verðum að spara verslum í lágvöruverðs-búðunum þar sem lægsta verðið er ávallt í Bónus sam- kvæmt öllum könnunum sem ég hefi séð. ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON, Frostafold 2, Reykjavík. Álagning í Bónusi Frá Þresti Sigtryggssyni: ÞAÐ ER margt sem hefur yfir landið okkar dunið frá því að frumherjarnir sóttu austan um hyldýpis haf, til að leita þess frelsis sem ekki var lengur á lausu í Noregi. Menn flýðu fyrri ætt- jörð sína undan því konungsvaldi sem vildi sitja yfir hvers manns hlut. En svo kom að því að þetta konungsvald lagði kalda krumlu sína yfir nóttlausa voraldar veröld svo víðsýnið skein þar ekki lengur. Fyrir þrauthugsuðum klækjabrögðum konungs, og kirkju- valds sem þjónaði undir hann, létu helstu höfðingjar þjóðveldisins undan og gerðust málaliðar útlends valds. Jón Loftsson var látinn og eftirmenn hans meðal íslenskra höfðingja voru ekki af hans stærðargráðu. Það voru aðeins eftir menn sem vildu heyra konungs fyrirmæli og erkibiskups boðskap og hlýða í einu og öllu. Ís- lenska þjóðveldið var því ofurselt þá- verandi Haraldi hárfagra af innlendu höfðingjavaldi. Hið frjálsa eyland var með því gert að nýlendu og þýlendu og þar við sat. Það hafði þótt ósann- legt af prelátum og hirðmönnum ytra, að Íslendingar þjónuðu ekki undir konung eins og aðrar þjóðir og þá eins og nú voru ýmsir til sem vildu taka við erlendu helsi. Hver treystir sér til að mæla allar þær Íslands hörmungar sem af hruni þjóðveldisins leiddu? Framundan voru myrkar aldir þar sem konungsvaldið og kirkjuvaldið lögðust á eitt með að sjúga allan þrótt úr þjóðinni. Það lá við að það tækist að drepa úr henni alla mannrænu, en hún þraukaði samt og náði því að lok- um að endurheimta fullveldi sitt, en það tók 656 ára baráttu. Enn þurftum við að bíða í 26 ár þangað til við gátum að fullu losað okkur við þá leiðu fylgju ófrelsisaldanna sem kóngurinn var. Þegar við náðum því marki 1944 var kátt í næstum hverjum bæ á Íslandi, en að sama skapi lítið um gleði í höll- inni ytra. Næstu áratugi vissi meg- inhluti þjóðarinnar vel hvað það var þýðingarmikið að halda sem fastast í hið endurheimta frelsi. En nú er hinsvegar farið að syrta í álinn og sjálfstæðið í hættu ef málalið- ar erlends valds fá sínu framgengt. Þjóðin verður því að halda vöku sinni því það er skylda hennar við áa sína jafnt sem afkomendur að varðveita áfram fjöregg frelsis og manndáða. Hún hefur gengið í gegnum konungs og kirkjuvalds þrælkun, svartadauða og verslunareinokun, stórubólu og Móðuharðindi, hafísár og hungurs- neyðir, Lurkavetur og landflótta, og hún lifir enn. Hún mun einnig komast í gegnum yfirstandandi plágur, hið siðlausa kvótakerfi og þá svikamyllu sem þar er í gangi gegn eðlilegum, arfgengum íslenskum mannréttindum og aðför fimmtu herdeildarmanna að íslensku sjálfstæði. Það stríðir að fullu og öllu leyti gegn íslenskum anda að ganga á mála hjá erlendum kóngum. Þeir sem það gera hafa með öllu afsalað sér frum- burðarrétti sinnar þjóðlegu vitundar og eru því orðnir siðvilltir einstakling- ar á eyðimörk andlegs umkomuleysis. Seljum ekki íslenska þjóðarsál, vörumst lygaáróðurinn frá Brussel. Köllum ekki ófrelsið yfir okkur aft- ur og höldum sjálfstæði okkar og sér- stöðu til frambúðar. RÚNAR KRISTJÁNSSON Bogabraut 21, Skagaströnd. Plágur Íslands Frá Rúnari Kristjánssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.