Morgunblaðið - 24.10.2002, Síða 46
DAGBÓK
46 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Bjarni Sæmundsson
kemur í dag. Arnarfell
og Goðafoss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Goðafoss fer frá
Straumsvík í dag.
Marschenland kemur í
dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12 op-
in handavinnustofa, kl.
9–12.30 bókband og
öskjugerð, kl. 9.45–10
helgistund, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl. 13
opin smíða og handa-
vinnustofa, kl. 10 pútt.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 13 bók-
band, kl. 14–15 dans.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kórs
eldri borgara í Damos.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
íkonagerð, kl. 10–13,
verslunin opin, kl. 13–16
spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslu- og handa-
vinnustofur opnar, kl.
10.30 dans, kl. 14–15
söngstund.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 10 leik-
fimi, kl. 15.15 samkvæm-
isdansar, kl. 15.15 dans-
kennsla.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 10.30 guðþjón-
usta sr. Kristín Páls-
dóttir, kl. 13 föndur og
handavinna. Bingó kl.
15.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Vetrarfagn-
aðurinn verður í Tónlist-
arskólanum í Garðabæ í
kvöld kl. 20. Fimmtud.:
kl. 10.30 boccia, kl. 13
leikfimi karla, málun og
bútasaumur. Föstud: kl.
11 námskeið í skyndi-
hjálp, kl. 14.15 spænska.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Bingó í Gull-
smára 25. okt. kl 14.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Púttað í
Hraunseli kl.10, bingó
kl. 13.30, glerskurður kl
13. Á morgun tréút-
skurður kl 13, brids kl
13.30, púttað á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Félagið hefur
opnað heimasíðu
www.feb.is. Kaffistofan
er lokuð vegna breyt-
inga í Glæsibæ.
Fimmtud: Brids kl. 13,
framsögn kl. 16.15, söng-
félag FEB kóræfing kl.
17, bridsnámskeið kl.
19.30.
Föstud.: Félagsvist kl.
13.30. Heilsa og ham-
ingja Ásgarði Glæsibæ
laugardaginn 26. októ-
ber kl. 13. Erindi flytja:
Tómas Helgason skýrir
frá rannsókn sinni um
samband heilsu og lífs-
gæða á efri árum og Júl-
íus Björnsson sálfræð-
ingur um svefnþörf og
svefntruflanir aldraðs
fólks. Allir velkomnir.
Félagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB s. 588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 10.30 helgistund, um-
sjón Lilja G. Hallgríms-
dóttir djákni Fella- og
Hólakirkju. Frá hádegi
spilasalur og vinnustofur
opin, veitingar í kaffi
Berg, Fimmtud. 31. okt.
„Kynslóðir saman í
Breiðholti“ félagsvist í
samstarfi við Seljaskóla.
Föstud. 1. nóv. dans-
leikur, frá 20–23.30, hús-
ið opnað kl. 19.30, hljóm-
sveit Hjördísar Geirs
skemmtir.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik-
fimi, handavinnustofan
opin, leiðbeinandi á
staðnum kl. 9.30–15, kl.
9.30 keramik og leir-
mótun, kl. 13 ramma-
vefnaður, gler og postu-
línsmálun, kl. 15 enska,
kl. 17 myndlist, kl. 17.15
kínversk leikfimi, kl. 20
gömlu dansarnir, kl. 21
línudans. Í tilefni al-
þjóðaviku í Kópavogi
verður fjölþjóðlegur
dansdagur í Gjábakka,
frá kl. 14. Sýndir verða
ýmsir dansar.
Erindi um dansinn í tím-
ans rás flytur Ingibjörg
Björnsdóttir, Dagskráin
er án endurgjalds, allir
velkomnir, Íslenskt
kaffihlaðborð.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl.
13 brids, kl. 13–16
handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum.
Fjölskyldudagur í Gull-
smára laugard. 26. okt
kl. 14, leikherbergi fyrir
yngstu börnin, til afnota
verða litir, pappír og
leir. Unglingakór Digra-
neskirkju syngur undir
stjórn Heiðrúnar Há-
konardóttur. Brúðuleik-
hús fyrir fólk á öllum
aldri. Leikritið Loð-
inbarði í umsjá Hall-
veigar Thorlacíus. Ragn-
ar Bjarnason rifjar upp
gamlar perlur. Vöfflu-
kaffi. Allir velkomnir.
Takið börn og barna-
börn með.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 10–
11 boccia, kl.13–16 kór-
æfing og mósaík.
Þriðjud. 29. okt. kl.13.30
verður félagsráðgjafi
með fræðslufund. Nýtt
heimili – húsnæði fyrir
eldri borgara. Fyr-
irspurnum svarað. Dag-
skráin kynnt kl.14.30,
m.a. sýnd brot úr döns-
um, og unnið að hand-
verki. Frá kl. 13 verður
handverkssala. Mynd-
listarsýning Sigrúnar
Huldar Hrafnsdóttur er
opin virka daga á af-
greiðslutíma þjónustu-
miðstöðvarinnar og
stendur til 8. nóv.
Bankaþjónusta föstud. 1.
nóv. kl. 13.30–14.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna og keramik,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
bútasaumur, kl. 10
boccia, kl.13 handavinna,
13.30 félagsvist.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmtud.: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 13–16.45
leir, kl. 10–11 ganga, kl.
14–15 jóga.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9.30 glerskurður,
körfugerð og morg-
unstund, kl. 10 boccia, kl.
13 handmennt og spilað.
Þorrasel dagdeild,
Þorragötu 3. Laug-
ardaginn 26.10. verður
opið hús og basar frá
kl.13–17. Úrval muna til
sölu, kaffisala á staðn-
um. Allir velkomnir.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl. 11.
Háteigskirkja eldri
borgarar. Kl. 14 í Setr-
inu, samverustund
„vinafundur“ fólk hjálp-
ast að við að vekja upp
gamlar og góðar minn-
ingar, sr. Tómas og Þór-
dís þjónustufulltrúi sjá
um stundina.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra, Hátúni 12, kl. 19.30
tafl.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Fundur kl. 17 í
umsjá Valdísar Magn-
úsdóttur. Allar konur
velkomnar.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45, spil hefst kl. 13.
Kvenfélag Kópavogs.
Fundur fimmtud. 24 okt.
Venjuleg fundarstörf.
Upplestur og bingó.
Eskfirðingar og Reyð-
firðingar. Vetrarkaffi
fyrir eldra fólk frá Eski-
firði og Reyðarfirði á
höfuðborgarsvæðinu
verður sunnud. 17 okt.
kl. 15 í Félagsheimili
eldri borgara í Gull-
smára 9, Kópavogi. Ath.
nýr staður.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ.
Spænskunámskeið verð-
ur á þriðjud. kl. 20–21.30
í fjögur skipti í Selinu,
Vallarbraut 4, Kennari
Guðbjörg Sigríður
Hauksdóttir. Skráning í
s. 861 2085.
Í dag er fimmtudagur 24. október,
297. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Og sólin rennur upp, og sólin geng-
ur undir og hraðar sér til samastað-
ar síns, þar sem hún rennur upp.
(Préd. 1, 5.)
K r o s s g á t a
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
FLUGLEIÐIR tilkynntu í liðinniviku um lækkun á ódýrustu
fargjöldunum til Evrópu og Banda-
ríkjanna. Nú er hægt að komast til
Kaupmannahafnar fyrir tæplega
20.000 kr. og til annarra áfanga-
staða í Evrópu fyrir um 25.000.
Ódýrasta fargjaldið til Bandaríkj-
anna kostar tæplega 48.000 kr. Ekki
er annað hægt en að fagna þessum
lækkunum þótt Víkverja hafi reynd-
ar fundist að fargjöldin hafi verið
heldur dýr til að byrja með. Sá
böggull fylgir skammrifi að panta
verður með þriggja vikna fyrirvara
og er einungis hægt að bóka á Net-
inu. Þetta ætti nú ekki að vefjast
fyrir mörgum og er Víkverji viss um
að lækkun fargjaldanna muni verða
til þess að farþegum Flugleiða
fjölgi. Sama dag og frétt um lækkun
á fargjöldum Flugleiða birtist í
Morgunblaðinu var frétt á baksíð-
unni um að Ryanair væri að kanna
möguleika á Íslandsflugi og stutt er
síðan fregnir bárust af því að nýtt
flugfélag í eigu íslenskra athafna-
manna ætli að bjóða upp á ódýr far-
gjöld milli Evrópu og Bandaríkj-
anna, að sjálfsögðu með viðkomu á
Íslandi. Það er því batnandi tíð með
blóm í haga fyrir ferðaglaða frón-
búa.
x x x
Í HAUST endurnýjaði Víkverjikynni sín af Kaupmannahöfn og
varð ekki fyrir vonbrigðum. Alltaf
finnst honum jafngaman að koma í
Tívólí og Danir eru sem fyrr vin-
gjarnlegri og glaðlegri en flestar
aðrar þjóðir sem Víkverji hefur
komist í kynni við. Hvað veldur því
að Danir virðast svo glaðsinna er
ekki gott að segja. Þeir teljast þó
líklega eiga Evrópumet í að „hygge
sig“ sem er athöfn sem Víkverji get-
ur ekki fundið íslenskt nafn fyrir.
Kannski er ein ástæðan fyrir þessu
áhyggjulausa yfirbragði Dananna
að tungumálið er eitthvað svo kæru-
leysislegt. Þeir virðast hafa litlar
áhyggjur af kórréttum framburði
og víla ekki fyrir sér að taka orð að
láni úr öðrum tungumálum, aðallega
úr ensku. Þetta léttir e.t.v. á þeim í
daglegu amstri en Víkverji vill þó
ekki fyrir nokkra muni að Íslend-
ingar fari að dæmi sinna dönsku
frænda. Framburður Dana er kapít-
uli út af fyrir sig og allt öðrusvísi en
danski framburðurinn sem Víkverji
lærði í skóla. Íslendingar sem Vík-
verji ræddi við í Kaupmannahöfn
voru honum algjörlega sammála.
Einn þeirra flutti til Kaupmanna-
hafnar síðla sumars og féll kylliflat-
ur fyrir dönsku pylsunum. Sérstak-
lega þykir honum svonefndar
Frankfurter pylsur gómsætar og
telur að hann hafi keypt og borðað
vel á annað hundrað slíkar pylsur á
þeim rúmlega tveimur mánuðum
sem hann hefur búið í borginni.
Ekkert smáræði það! Þrátt fyrir
mikla æfingu í að biðja pylsusalana
um Frankfurter bregst það varla að
þeir svara með hinu aldanska:
„Hva!“ og skilja ekkert hvað hann á
við. Enda samskiptin iðulega með
því að Íslendingurinn þarf að benda
á mynd af pylsunni. Víkverji ræddi
þessi mál við vinnufélaga sinn sem
hafði skýringu á reiðum höndum.
„Það vantar stuðið í framburðinn,“
sagði hann. Ekki dugi að bera
dönskuna fram eins og hún er skrif-
uð líkt og Íslendingar gera gjarnan
heldur verður að bæta inn tilþrifa-
miklum áherslum á réttum stöðum.
Það sé t.d. alls ekki það sama að
panta „en Tuborg“ og að panta
„eeen TúBBOOrgggh“.
Stjórnmálafræðingur
á villigötum
SUNNUDAGINN 13. októ-
ber var viðtal við Svan
Kristjánsson, prófessor í
stjórnmálafræði, í sjón-
varpsþættinum Silfri Egils.
Rætt var við hann um próf-
kjör og einnig hvernig kjós-
andi getur breytt röð fram-
bjóðenda á þeim lista, sem
hann kýs í alþingiskosning-
um. Í máli hans var fólgið,
að frambjóðandi í tilteknu
sæti hljóti óskerta tvo þriðju
hluta þeirra atkvæða, sem
sætinu hlotnast, án nokkurs
tillits til breytinga eða út-
strikana. Hér skýtur heldur
betur skökku við.
Reglan, sem Svanur lýsti,
var afnumin árið 1984, og á
lýsing hans alls ekki lengur
við. Málflutningur hans, þar
sem hann lagði út af þessu,
var því úr lausu lofti gripinn.
Mig furðar að prófessor í
stjórnmálafræði, sem fylgist
ekki betur með en raun ber
vitni, skuli tjá sig opinber-
lega um þetta mál.
Baldur Símonarson.
Bróður leitað
FRANK W. Stissi hafði
samband við Velvakanda og
bað um aðstoð við að finna
bróður sinn, Anthony Stissi,
sem er fæddur í Bandaríkj-
unum. Anthony fór mjög
ungur, fyrir næstum 30 ár-
um, til Íslands með móður
sinni. Biður hann þá sem
geta aðstoðað hann og gefið
honum upplýsingar að hafa
samband á netfangið: im-
cookoobird@aol.co.
Vinar leitað
COLIN Maxwell hafði sam-
band við Velvakanda og er
hann að leita að vini sínum,
Jóni Óskari Fredrikssyni.
Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar vinsamlega hafið sam-
band við Colin á netfanginu:
cam22+@pitt.edu.
Kárahnjúkavirkjun
Í MORGUNBLAÐINU 16.
október sl. er grein um
Kárahnjúkavirkjun eftir
Ástu Arnardóttur. Mig
langar til þess að hvetja alla
Íslendinga til þess að lesa
þessa grein og mynda sér
skoðun um málið áður en illa
fer.
Þórunn Sif.
Lokuð klassísk stöð
NÚ er búið að loka einu
klassísku útvarpsstöðinni,
FM100,7 sem rekin var af
Norðurljósum. Eini auglýs-
andinn á þeirri stöð var
Gámaþjónustan og hefur
það líklega ekki verið nóg til
að halda henni opinni. Ég vil
hér kasta fram þeirri hug-
mynd að Ríkisútvarpið
sendi út klassíska tónlist á
sérrás. Þeir hljóta að eiga
mjög mikið af klassískri tón-
list sem auðvelt væri að
senda út, jafnvel ókynnta af
böndum ef þarf. Það er nú
svo að líklega er ekki auð-
velt að reka slíka stöð með
auglýsingatekjum en marg-
ir efalaust sammála um að
það væri nauðsynlegur
menningarauki að hafa
a.m.k. eina sígilda útvarps-
rás. Í von um að útvarps-
stjóri reyni að koma til móts
við okkur unnendur klass-
ískrar tónlistar.
Sigríður Einarsdóttir.
Tapað/fundið
Reiðhjólahjálmur
í óskilum
REIÐHJÓLAHJÁLMUR
fannst í Öskuhlíðinni sl.
laugardag. Upplýsingar í
síma 552-5319.
Ljósbrúnt seðlaveski
SÁ SEM fann ljósbrúnt
sðelaveski fyrir viku og
reyndi að skila því vinsam-
legast hafðu aftur samband
í síma 867 5494.
Guðmundur.
Gullhálsmen týndist
GULLHÁLSMEN með
stöfunum HS týndist líklega
í Kringlunni eða Smáranum.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 553 6351 eða
581 4898.
Reiðhjól í óskilum
26" kvenreiðhjól í Glæsibæ í
Árbæjarhverfi í óskilum.
Upplýsingar í síma
587 1468.
Dýrahald
Sólon er týndur
SÓLON, sem er svartur
með lítinn hvítan blett á
kviði, týndist frá Haðarstíg í
síðustu viku. Hann er ólar-
laus en eyrnamerktur.
Hann er líklega týndur á
svæði 101. Þeir sem geta
gefið upplýsingar vinsam-
lega hafið samband í síma
891 9991, 820 2100 eða
551 3252.
Hvolpur óskast
ÓSKA eftir hvolpi gefins af
chihuahua-kyni, má vera
blendingur. Upplýsingar í
síma 867-0797 eftir kl. 13.
Páfagaukur týndist
Dísarpáfagaukur, lítill ungi
grábrúnn á lit, týndist frá
Gullengi í Grafarvogi sl.
þriðjudag. Hann er með lít-
inn járnhring á vinstra fæti.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í síma
586 2151 og 899 8212.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 flækingur, 8 ekils, 9
blása, 10 reið, 11 flýtinn,
13 peningar, 15 hafa eft-
ir, 18 ægisnálin, 21 mis-
kunn, 22 spilið, 23 fiskar,
24 vantar vatn.
LÓÐRÉTT:
2 ást, 3 óþétt, 4 óþokka, 5
fiskar, 6 ósvikinn, 7 nagli,
12 læri, 14 ótta, 15 ósoð-
inn, 16 léleg skepna, 17
hinn, 18 stétt, 19 sveru,
20 skass.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 jökul, 4 snökt, 7 skóli, 8 lokki, 9 tól, 11 feit, 13
þrái, 14 ámæli, 15 óþol, 17 ljót, 20 ótt, 22 ískur, 23 ræður,
24 tinna, 25 syrpa.
Lóðrétt: 1 Jósef, 2 krógi, 3 leit, 4 soll, 5 öskur, 6 teiti, 10
ófært, 12 tál, 13 þil, 15 óvíst, 16 orkan, 18 jaðar, 19 terta,
20 óróa, 21 tros.