Morgunblaðið - 24.10.2002, Page 47

Morgunblaðið - 24.10.2002, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 47 DAGBÓK ÞESSA dagana nýtur lesandinn þeirra forrétt- inda að sjá allar hendur. En vandi fylgir vegsemd hverri – þrautirnar eru enginn barnaleikur: Norður ♠ 832 ♥ Á1064 ♦ KD ♣ÁKG3 Vestur Austur ♠ 975 ♠ KG64 ♥ 832 ♥ DG9 ♦ 654 ♦ ÁG1032 ♣D865 ♣4 Suður ♠ ÁD10 ♥ K75 ♦ 987 ♣10972 Suður spilar fimm lauf og fær út tígul. Austur tekur með ás og spilar aftur tígli. Hvernig á sagnhafi að taka 11 slagi? Greining: Spaðinn ligg- ur vel og hjartað 3-3. En fjórlitur vesturs í trompi er til vandræða, því ef tíg- ull er stunginn í borði virðist vestur hljóta að fá slag á tromp. Austur fær alltaf slag á hjarta, svo það verður einhvern veg- inn að komast hjá því að gefa líka á laufdrottningu. Ekki gengur að dúkka hjarta í þeim tilgangi að losna við tígul niður í fjórða hjartað, því austur svarar með tígulgosa og neyðir sagnhafa til að trompa í borði. Hvað er þá til ráða? Lausn: Sagnhafi tekur trompásinn, svínar spaða- tíu, spilar trompi á gos- ann og svínar spaða- drottningu. Trompar tígul, tekur spaðaásinn og spilar hjarta þrisvar: Norður ♠ -- ♥ 10 ♦ -- ♣K Vestur Austur ♠ -- ♠ K ♥ -- ♥ -- ♦ -- ♦ G ♣D8 ♣-- Suður ♠ -- ♥ -- ♦ -- ♣109 Austur er inni í þessari stöðu og kæfir trompslag félaga síns, hvort sem hann spilar spaða eða tígli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 40 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 24. október, er fertug Dagmar Jensdóttir grunnskóla- kennari, Hvannarima 26. Hún nýtur afmælisdagsins með ættingjum og vinum. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 24. október, er áttræður Hann- es Ingibergsson, íþrótta- kennari og ökukennari, Lá- landi 2, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 24. október, er níræð Þóra G. Þorsteinsdóttir, Lokastíg 18, Reykjavík. Í tilefni af- mælisins tekur Þóra, ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Rósmundssyni, og fjöl- skyldu, á móti vinum og ætt- ingjum laugardaginn 26. október kl. 15 í Safnaðarsal Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13, Reykjavík. Þessar duglegu stúlkur héldu hlutaveltu og söfnuðu 3.185 kr. til styrktar ABC-hjálparstarfi. Þeir heita María Jóna, Berglind og Vaka. LJÓÐABROT DETTIFOSS Syng, Dettifoss. Syng hátt mót himins sól. Skín, hátign ljóss, á skuggans veldisstól. Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lifa, um leik þess mesta krafts, er fold vor ól. Lát snerta andann djúpt þinn mikla mátt, sem megnar klettinn hels af ró að bifa. Ég veit, ég finn við óms þíns undraslátt má efla mannleg hjörtu. Slá þú hátt, fosshjarta. Styrk minn hug og hönd að skrifa. Hér finnst, hér skilst, hve Íslands auðn er stór. Hver ómur brims, er rís þess fljótasjór! Þig, konung vorra stoltu, sterku fossa, ég stilla heyri forsöng í þeim kór. Öll gljúfrahofin hljóma af gulli snauð um héruð landsins undir sólarblossa og færa hæðum hærri, dýrri auð og hreinni fórn en nokkur mannshönd bauð, er byggði turna og reisti kirkjukrossa. - - - Einar Benediktsson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 O-O 10. O-O Bg4 11. f3 Ra5 12. Bxf7+ Hxf7 13. fxg4 Hxf1+ 14. Kxf1 cxd4 15. cxd4 e5 16. Kg1 Db6 17. Hb1 De6 18. dxe5 Bxe5 19. Hb5 b6 20. Hd5 Rc4 21. Bh6 Rd6 22. Rd4 Df6 23. Rf3 Rf7 Staðan kom upp í áskorenda- flokki Mjólkur- skákmótsins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Selfossi. Páll Agnar Þórarins- son (2260) hafði hvítt og tókst að stöðva sigurgöngu Flóvins Þórs Næs (2280) með snyrtilegri fléttu. 24. Hxe5! Hc8 24... Rxe5 25. Dd5+ og hvítur vinnur. 25. Bg5 Rxg5 26. Hxg5 Df4 27. Db3+ Kg7 28. Hd5 Dxg4 29. Db2+ Kg8 30. e5 De4 31. Hd1 Hc2 32. Db3+ Kg7 33. He1 Dc6 34. e6 Hc3 35. Db2 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er sniðugt, snöggt að átta sig og fyrir tilbreytingarfullt og ögrandi líf. Það á auðvelt með að aðlagast aðstæðum hverju sinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þín á þeirri tilhneig- ingu að vilja breyta hátterni annarra, því þótt þér gangi gott eitt til mætir það litlum skilningi þeirra sem fyrir verða. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú færð frábærar hugmynd- ir um hvernig breyta má vinnustaðnum til hins betra án þess að kosta þurfi nokkru til. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hið dulræna, leikir og myndþrautir eiga hug þinn í dag. Því er nú kjörið að horfa á lögreglumynd eða byrja lestur nýrrar glæpa- sögu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ákjósanlegur dagur til að takast á við vandamál heimafyrir tengd pípulögn- um og sorpgeymslu. Láttu til skarar skríða svo vandinn verði úr sögunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Löngun til að siða börn sæk- ir sterkt á þig. Þá er gott að hafa speki Goethe í huga: „Betrun gerir gagn, hvatn- ing bætir enn meira.“ Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nýjar tekju- eða sparnaðar- leiðir skjóta upp kolli í dag. Skoðaðu þær vel áður en þú gerir einhverjar ráðstafanir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver sjálfsbætingarár- átta er þér ofarlega í huga í dag. Og það er um að gera að láta verða af því. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér reynist auðvelt að greina kjarnann frá hisminu í dag, notaðu því tækifærið til að kafa í málin til að hafa sem mest út úr því. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ráðagóður áhrifamaður verður á vegi þínum í dag og góð ráð hans geta gagnast þér. Alla vega er óþarfi að finna hjólið aftur upp. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hlustaðu á tillögur yfir- manns um hvernig þú getur tekið þig á og bætt starfs- aðferðir þínar. Hikaðu ekki við að leggja líka til mál- anna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Löngun til að fræðast meira um alheiminn jafnt sem nán- asta umhverfi sækir á þig í dag. Annað er hvort það valdi hugarfarsbreytingu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð ný tækifæri til að leysa vandamál varðandi skuldir og skatta. Treystu dómgreind þinni og óttastu ekki að grípa þau. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hlutavelta Hveragerði - S. 483-4700 - Booking@HotelOrk.is Kaffibrúsakarlarnir á Hótel Örk föstudagskvöldin 15 og 22 nóvember 2002 Gisting eina nótt þriggja rétta kvöldverður,skemmtun, dansleikur og morgunverður. 8.900.kr.- Þriggja rétta veislukvöldverður, skemmtun og dansleikur 5,500.kr.- Skemmtun og dansleikur 2,500.kr.- xo d u s. is Pantið tímanlega Laugavegi 54, sími 552 5201 20% afsláttur af öllum peysum Grófar - fínar - síðar - stuttar Ótrúlegt úrval Peysudagar í FLASH Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Hárlos það er óþarfi Þumalína, Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.