Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 50
RON Jer-emy ereinn af fáum nafntog- uðum „leik- urum“ sinnar tegundar og kannski ekki nema von ef litið er til þess að á ferli sem spannar þrjá áratugi telja myndir hans, þ.e. þessar djörfu, um fjögur þús- und. Jeremy raðar þó ekki öllum eggjunum í sömu körfuna, þó vissulega séu þau flest í þeirri bláu, og starfar hann sem allra handa skemmtikraftur til hlið- ar við meginstarfann. Þessi búlduleiti vinnu- þjarkur kemur til Íslands í fyrsta skipti í dag og sló blaðamað- ur á þráðinn til hans, þar sem hann svaraði svefn- drukkinn í íbúð sinni í Los Angeles. Menntaður kennari „Er það rétt að jarðhiti sé not- aður á Íslandi?“ er það fyrsta sem Jeremy segir og blaðamaður jánk- ar um hæl. – „Það er tilkomumik- ið.“ – Ertu ánægður með heimild- armyndina? „Já, mjög svo. Ég hefði reyndar viljað sjá meira um móður mína og meira um þessar almennu myndir og myndbönd sem ég hef leikið í. Það var aðeins of mikið af klámi.“ – Ég bjóst reyndar við einhverju mjög svo hneykslandi en raunin er ekki sú. Myndin gefur góða innsýn í manninn sjálfan sem um ræðir. „Ég er enginn dópisti eða drykkjumaður og á frekar óflekk- aða fortíð að baki. Ég er t.a.m. menntaður kennari. Mér finnst myndin athyglisverð þar sem klám- ið er ekki endilega í forgrunni.“ – Var erfitt að gera þessa mynd? „Þetta gekk vel en ég var búinn að ýta þessu á undan mér í ár. Þetta eru mjög viðkunnanlegir gaurar sem gera myndina.“ – Í myndinni kemur fram að þér virðist mikið í mun að hasla þér völl í almennum myndum. „Já, það hefur alltaf verið draumurinn.“ – En sérðu þá eftir því að hafa farið út í klámbransann umdeilda? „Nei, alls ekki. Ég er mjög sátt- ur. Ég get ekki kvartað þar sem ég hef lifað mjög skemmtilegu lífi.“ – Þannig að þú hefur enn gaman af þeirri vinnu? „Já. Ég man samt enn hvað ég var hræddur í upphafi ferilsins. En það bráði af mér með tímanum.“ – Ein af einskærri forvitni. Hvað tekur langan tíma að gera eins og eitt stykki djarfa mynd? „Frá degi upp í viku. Einn dag ef það er ódýr mynd en sjö daga ef það er eitthvað lagt í hana. Það fer eftir því hversu mikil áhersla er lögð á söguþráð, leikmuni o.s.frv.“ – Hefur siðferð- iskenndin ein- hvern tíma nagað þig hvað ferilinn varðar? „Nei. Strákar eru aldir upp til að vera frekir, en stelpum er haldið meira til baka. Því virðist sem siðferð- iskenndin sé minni hjá karlmönnum hvað þetta allt saman varðar enda eru klámmynda- leikkonur á mun hærri launum en karlar. Þegar ég labba út á götu t.d. koma um 100 strák- ar að mér og spyrja mig hvernig þeir geti komist inn í þennan bransa.“ – Áttu eftir að fara í fleiri svona kynn- ingarferðir? „Ég veit ekki hversu marg- ar þær verða, vonandi ekki of margar. Mér fannst þetta kjörið tækifæri til að heim- sækja landið en ég hef aldrei komið áður. En ég veit til þess að strákarnir ætla að kynna myndina vel, t.a.m. í Evrópu.“ Á ferð og flugi Jeremy verður á ferð og flugi meðan hann er staddur hér. Heim- ildarmyndin verður sýnd í kvöld og á morgun í Háskólabíói og tekur Jeremy við spurningum úr sal í lok myndar. Þá verður hann með mið- næturuppistand á föstudagskvöld- inu ásamt Jóni Gnarr og Pétri „Ding Dong“ Sigfússyni. Á laug- ardagskvöldið verða svo tónleikar með XXX Rottweiler þar sem Je- remy kemur einnig fram. „Er það rétt að jarðhiti sé notaður á Íslandi?“ Í kvöld verður heimildarmyndin Pornstar: The Legend of Ron Jeremy frumsýnd og fjallar hún um nefndan mann, sem ku vera frægasti klám- myndaleikari samtímans. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við kappann. arnart@mbl.is Goðsögnin Ron Jeremy Ron Jeremy nýtur lífsins. 50 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT 5.30 , 8 og 10.30. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS 1/2Kvikmyndir.is Kl. 4. m. ísl. tali. Kl. 4 og 6. m. ísl. tali  HL Mbl Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 5.30 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. . Forsýnd kl. 8  SK RadíóX Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. Gott popp styrkir gott málefni Sýnd kl. 5.50 og 8. Bi. 16. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Síðustu sýningar Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN 2 VIKUR Á TOP PNUM Í USA Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  HK DV  SK RadíóX HLJÓMSVEITIN Búdrýgindi kom sá og sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar í vetur; aldrei áður hefur hljómsveit skipuð svo ungum tónlistarmönnum sigrað í tilraununum. Meðal sigurlauna voru hljóðverstímar og útgáfusamningur við Eddu útgáfu og miðlun sem skilaði breiðskífunni Kúbakólu sem kom út fyrir stuttu. Með allt á hreinu Búdrýgindi skipa þeir Alex Haraldsson, Benedikt Smári Skúlason, Magnús Ágústsson og Viktor Orri Árnason. Þeir segja að upptökur á skífunni hafi gengið hratt og vel fyrir sig, þeir voru í hálfa þriðju viku að taka lögin upp og svo fóru fjórir dagar í hljóðblöndun. Þeir segjast hafa getað unnið skífuna svo hratt þar sem þeir voru búnir að vinna mikið í lögunum og spila þau mikið á tónleikum. „Þetta er meira og minna eins og við höfum verið að spila lög- in, við vorum með á hreinu hvað við vildum gera,“ segja þeir og bæta við að þeir hafi úr nógu að velja, þeir eigi til talsvert meira af lögum en fóru á diskinn auk þess sem þeir tóku upp þrjú lög til viðbótar sem ekki komust inn þegar raðað var á Kúbakólu. Alex semur öll lögin á plötunni og flesta texta, en þeir segja að sem stendur séu aðrir liðsmenn að koma meira og meira inn í lagasmíðarnar, lagasmíð- ar séu orðnar að samvinnuverkefni og allir eru þeir sammála um að það sé til bóta, lögin verði sterkari og þannig séu nýju lögin best. Ekki eru þó miklar lagasmíðar í gangi sem stendur því þeir félagar eru á hrakhólum með æfingarhúsnæði og á meðan svo er verður lítið samið. Byrjunin á sögu Búdrýginda Þeir félagar hafa verið duglegir við að spila und- anfarið, hafa troðið upp í skólum og félagsmið- stöðvum og stefna á enn meiri spilamennsku til að kynna plötuna. Þeir segja að platan sé bara byrjunin á sögu Búdrýginda, þeir séu rétt að byrja. Ekki treysta þeir sér þó til að spá í hvernig sveitin eigi eftir að þróast á næstu misserum, en þó að þeir vilji halda áfram á sömu rokklínu. „Við spáum svosem ekkert í það hvernig við viljum verða, það er best að láta þetta bara þróast.“ Morgunblaðið/Sverrir Þótt kornungir séu að árum hafa drengirnir í Búdrýg- indum þegar gefið út sína fyrstu plötu. B ú dr ýg in di o g K ú ba kó la

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.