Morgunblaðið - 24.10.2002, Qupperneq 51
TÓNLEIKAR til styrktar þeim
sem urðu illa úti í flóðunum í
Tékklandi fyrr á árinu verða
haldnir á Broadway næstkomandi
sunnudag, 27. október, en það er
útvarpskonan kunna, Anna Krist-
ine Magnúsdóttir, sem stendur
fyrir þessari söfnun.
Yfir 200 listamenn muna koma
fram á tónleikunum, bæði frá Ís-
landi og Tékklandi, þar á meðal
Stuðmenn, Geir Ólafsson og Big
Band, Páll Óskar Hjálmtýsson og
Monika Abendroth, Milljónamær-
ingarnir, Gospelsystur Reykjavík-
ur undir stjórn Margrétar Pálma-
dóttur, Petr Muk, Michaela og
Olga Barduhka og fleiri.
Undirbúningur fyrir tónleikana
hefur staðið síðan um miðjan sept-
ember en Anna Kristine, sem er
hálfur Tékki, segir að henni renni
blóðið til skyldunnar að rétta
fram hjálparhönd en þetta er í
annað sinn sem hún stendur fyrir
styrktartónleikum fyrir Tékkland.
„Neyðin er miklu stærri en
nokkurn óraði fyrir þegar flóðin
brutust út. Núna beinum við sjón-
um okkar að framtíð Tékklands,
unga fólkinu, og þá sérstaklega
því sem býr í litlu þorpunum en
það á eiginlega enga von um að
koma undir sig fótunum að nýju
án hjálpar. Við þurfum að sjá til
þess að Tékkar haldi áfram að
njóta þeirrar menntunar sem þeir
hafa haft og endurbyggja grunn-
skóla sem fóru illa út úr flóð-
unum,“ segir Anna.
Allir sem koma að þessum tón-
leikum gefa vinnu sína, „þannig
að það er víða gott fólk í sam-
félaginu,“ segir Anna.
Styrktartónleikarnir hafa vakið
mikla athygli í Tékklandi en
ásamt tékknesku tónlistarfólki
koma til landsins fjölmiðlamenn
sem ætla að taka upp heimild-
armynd um land og þjóð og fjöldi
tímarita hefur óskað eftir grein-
um um Ísland.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 en miðasalan hefst kl. 15
sama dag og miðinn kostar 1.500
kr.
„Þegar neyðaróp kemur ein-
hvers staðar frá þá vaknar neyð-
arhjálp úr norðri. Íslendingar eru
fljótir að átta sig á að margt
smátt gerir eitt stórt,“ segir
Anna.
Þeim sem vilja styrkja þetta
málefni er bent á bankabók
702000 í aðalbanka Búnaðarbank-
ans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Anna Kristine Magnúsdóttir,
þriðja til hægri, ásamt lista-
mönnum fyrir utan gistihúsið
Kríunes við Elliðavatn.
Neyðar-
hjálp úr
norðri
Styrktartónleikar
vegna flóðanna
í Tékklandi
ORGELKVARTETTINN Apparat
hefur framið sín orgelverk hér heima
og erlendis um nokkurt skeið og getið
sér gott orð fyrir. Fyrstu breiðskíf-
unnar hefur því verið beðið með
nokkurri eftir-
væntingu. Org-
elkvartett er í
sjálfu sér frum-
legt fyrirbæri en
það fyrsta sem
grípur athyglina
er samt umslagið sem er með því
flottara sem sést hefur lengi: glæsileg
malerísk túlkun á meðlimum sveitar-
innar sem Playmo-karlar – góð hug-
mynd (með kraftwerskri tilvísun?) og
á Markús Þór Andrésson heiðurinn af
útfærslunni. Einhvern veginn býst
maður við hátíðlegum lagasmíðum
þegar maður heyrir orðið „orgel-
kvartett“ en hér er þvert á móti farið
óhátíðlegum en fimum fingrum um
ýmsar rokkklisjur sem fá óneitanlega
sérstakt yfirbragð vegna orgelhljóm-
sins. Sveitin hefur notað sér græjur
sem aðrir hafa fyrir löngu hent út í
geymslu, gamla heimilisskemmtara
o.fl., og knýja út úr þessu dóti glymj-
andi fín stef sem eru skrítin blanda af
klisjum og tilraunamennsku. Tékk-
neskar teiknimyndir, lélegar SF-bíó-
myndir og „prog“rokk kemur upp í
hugann þegar hlustað er á diskinn,
hljómurinn er skemmtilega gamal-
dags sem helgast væntanlega af eðli
og aldri hljóðfæranna. Trommuleik-
urinn er líka ómissandi, gefur þessu
þéttari grunn og drifkraft.
Upphafslagið „Romantika“ gefur
tóninn, ýmis furðuleg tíst og ýl
hljóma yfir föstum takti, mjög þétt og
skemmtilegt lag, og stuðið heldur
áfram í „Stereo Rock & Roll“ þar sem
næstum hallærislega einfalt en mjög
grípandi stef nær tökum á manni og
fær mann til að taka undir með vél-
röddinni sem biður kurteislega um
meira tvírásarokk – þetta lag hlýtur
að verða klassík. Orgelið sýnir á sér
grófari hliðar í „Cruise Control“ sem
er óhefluð, blússandi keyrsla með
rifnum undirtóni og mjög kröftugt.
Af öðrum meiði en engu síðra er
„Global Capital“. Það gæti orðið
framtíðarsöngur orgeleigenda allra
landa en í því syngur vélröddin um
hina ýmsu hópa þjóðfélagsins sem
meðlimir sveitarinnar eru fulltrúar
fyrir, t.d. aristókrata, próletara o.fl.,
og síðan koma menn og vélar saman í
hátíðlegu og upphöfnu viðlagi sem
gæti sómt sér vel í auglýsingu fyrir
tryggingafélag. Orgelhljómnum er
beitt af fullum þunga í „Seremonia“
sem virkar eins og undirspil við got-
neska kastala„hrollvekju“ og hér
ákallar vélmennið Apparat (Alpha –
Party – Party – Alpha – Radio –
Alpha – Tango) með dramatískum
áhrifum. Stemmningin dettur nokkuð
niður í „Charlie Tango #2“, sem er
fremur þunglamalegt, og einnig verð-
ur vélraddarhljómurinn dálítið leiði-
gjarn þegar á líður. Góð tilbreyting
frá honum er reyndar í „The Anguish
of Space-Time“ þar sem Adda Ing-
ólfsdóttir leggur til engilbjarta rödd
sem myndar skarpa andstæðu við
vélrænan hljóminn og hæga stígand-
ina.
Í það heila er þetta mjög heilsteypt
og fín plata, sem dregur fram allar
þær hliðar á orgelum sem maður get-
ur kært sig um – organdi stuð á köfl-
um og fínlegri fingralipurð þess á
milli.
Tónlist
Orgelvélin vaknar
Orgelkvartettinn Apparat
Apparat Organ Quartet
Thule/TMT
Meðlimir eru Hörður Bragason, Jóhann
Jóhannsson, Sighvatur Ómar Kristinsson
og Úlfur Eldjárn orgelleikarar og Arnar
Geir Ómarsson trommuleikari. Upptökur
fóru fram í Thulestúdíói og NT&V 1999–
2002. Upptökustjórn Jóhann Jóhannsson
og Orgelkvartettinn, hljóðblöndun Viðar
Hákon Gíslason.
Steinunn Haraldsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 51
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14.
Hverfisgötu 551 9000
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2 Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.40 og 8.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. .
1/2HL MBL
SG DV
ÓHT Rás2
„ARFTAKI BOND
ER FUNDINN!“
HK DV
Frábær spennutryllir með Heather
Graham úr Boogie Nights og Joseph
Fiennes úr Enemy at the Gates.
Sýnd kl. 6, 8,30 og 10.50. B. i. 16. .
Sýnd kl. 5.30.
Forsýnd kl. 10.
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú
munt nokkurn tíman sjá.
Gott popp styrkir
gott málefni
betri innheimtuárangur
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6.
SK. RADIO-X SV Mbl
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
2
VIKUR
Á TOP
PNUM
Í USA
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. .
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
SK RadíóX
SV Mbl
Orgelkvartettinn Apparat dregur
fram „allar þær hliðar á orgelum
sem maður getur kært sig um“.