Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ORKUVERÐIÐ EITT EFTIR Samninganefndir Landsvirkjunar og Alcoa voru á fundi fram á nótt en óvíst er hvort tekst að árita alla samninga í dag eins og að var stefnt. Mun þó vera búið að semja um næst- um allt nema orkuverðið. Spenna á Kóreuskaga Viðbrögð hafa verið hörð við þeirri yfirlýsingu N-Kóreustjórnar, að hún ætli að taka aftur til við kjarnorkuáætlun sína. Hafa Banda- ríkin, Rússland, Japan og S-Kórea fordæmt hana og búist er við, að henni verði svarað frekar. Seðlabanki lækkar vexti Seðlabanki Íslands lækkaði í gær stýrivexti sína um 0,5 prósentustig og eru þeir nú 5,8%. Búist er við, að bankarnir lækki óverðtryggða vexti en óvissa er um lækkun verðtryggðu vaxtanna. Mikilvægur fundur Sögulegur leiðtogafundur Evr- ópusambandsins hófst í Kaup- mannahöfn í gær en þar verður 10 nýjum ríkjum boðin aðild. Helstu hnútarnir eru hugsanlegar viðræður við Tyrki og miklar fjárkröfur Pól- verja. Launin hækkuðu um 50% Launaútgjöld ríkisins hafa aukist um 50% á síðustu fimm árum. Hafa laun opinberra starfsmanna hækkað frá upphafi árs 1998 um 50,9% en launavísitalan, sem Hagstofan mæl- ir, hefur á sama tíma hækkað um 35,7%. Flakkað í fimleikum Björk Óðinsdóttir er á fleygiferð í fimleikum norðan og sunnan heiða, á Akureyri og í Hafnarfirði. Er hún hálfan mánuð í Hrafnagilsskóla og annan í Víðistaðaskóla. Æfir hún fimleika á báðum stöðum, með Fim- leikaráði Akureyrar og Björkunum, tuttugu tíma á viku. F Ö S T U D A G U R 1 3 . D E S E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B  STARFSDAGAR FJÖLSKYLDUNNAR/2  JÓLAKORT Á FERÐ OG FLUGI/4  BÝR, NEMUR OG ÆFIR BÆÐI Í EYJAFIRÐI OG HAFNAR- FIRÐI/6  PIPARKÖKUR, JÓLASKRAUT OG BOLIR/6  AUÐLESIÐ/8  ÍDAG er föstudagurinn 13. des-ember. Mörgum kann aðbregða við þessi tíðindi enda sú hjátrú ríkjandi að það boði ekki gott þegar föstudaga ber upp á þrett- ánda dag mánaðar, svo ekki sé minnst á ósköpin ef fullt tungl er í þokkabót. Þau Ólöf Margrét Snorradóttir og Bárður Örn Bárðarson líta hins vegar svo á að föstudag- urinn þrettándi sé mikill happa- og hamingjudagur í þeirra lífi. Báðar dætur þeirra fæddust ein- mitt þegar föstudag bar upp á þrett- ánda dag mánaðanna. Sú eldri, Edda Sólveig, fæddist föstudaginn 13. apríl árið 2001, á föstudaginn langa. „Ég viðurkenni að ég vildi síður að hún fæddist þann þrettánda,“ segir Ólöf Mar- grét. „Ég hugsaði méð mér að ég vildi heldur að hún kæmi ellefta, tólfta eða þá fjórtánda apríl. En sú litla kom bara þegar henni hentaði, á föstudaginn langa, 13. apríl 2001.“ Yngri dóttirinn, Fríða Valdís, fæddist föstudaginn 13. september síðastliðinn. „Ég held að konan hafi stjórnað því að hún kom nákvæm- lega þann dag,“ segir Bárður Örn. „Lóa vildi endilega að sama ljós- móðirin og tók á móti fyrri stelp- unni, Guðrún Böðvarsdóttir, tæki einnig á móti þeirri seinni og ég held að hún hafi komið því svo fyrir að fæða ekki fyrr en Guðrún ljós- móðir hafði tök á að taka á móti barninu. Ég held því fram að hún hafi haldið barninu í sér þangað til ljósmóðirin kom úr sumarfríi,“ segir hann og virðist viss í sinni sök. „Já, ég kunni afskaplega vel við Guð- rúnu og vildi fá hana aftur,“ bætir Ölöf Margrét við. „Guðrún hafði verið í fríi úti á landi dagana á und- an og fyrsta daginn sem hún kom aftur til vinnu dreif ég mig upp á fæðingadeild og eign- aðist Fríðu Valdísi. Þetta var nú ekki skipulagt neitt sérstaklega upp á þennan tiltekna dag heldur hittist bara svo á að það var föstudagurinn 13. sept- ember.“ Þau Ólöf Margrét og Bárður Örn eru sammála um að í ljósi þessara stað- reynda um fæðing- ardag dætranna beri þau engan ugg í brjósti þótt föstudaga beri upp á þrettánda mán- aðardag. Þvert á móti telja þau fæðingardaga dætranna mestu ham- ingjudaga í sínu lífi. Hins vegar kvaðst Bárður Örn hafa meiri áhyggjur af fullu tungli. „Ég er ekki frá því að fullt tungl geti ruglað menn í ríminu. Ég var eitt sinn að vinna sem vaktmað- ur á geðdeild og tók þá næturvakt á fullu tungli. Kunningi minn einn sagði að það yrði örugglega mikið að gera þessa nótt, en ég blés á það tal allt saman og sagði að þetta væri bara vitleysa. En svo brá við að það var svo brjálað að gera þessa vakt að ég man ekki eftir öðru eins.“ Þetta kemur heim og saman við sögu sem sögð var af lögregluvarð- stjóra í Reykjavík, sem í nokkra ára- tugi hafði haldið skrá um atburði sem gerst höfðu á fullu tungli. Sam- kvæmt þeirri skýrslu var mun meira að gera þær nætur sem tungl var fullt og um þverbak keyrði ef allt þrennt fór saman, fullt tungl, föstu- dagur og þrettándi dagur mánaðar- ins. Þetta hefur ekki fengist staðfest og er því ekki selt hér dýrara en það var keypt. Mikill ham- ingjudagur Morgunblaðið/Golli Ólöf Margrét Snorradóttir með Fríðu Valdísi og Bárður Örn Bárð- arson með Eddu Sólveigu, en dæt- urnar eru fæddar þrettánda dag mánaðar. Sumir telja að á fullu tungli sé mönnum hættara en ella við að rugl- ast í ríminu og enn verra sé ef við bætist föstudagurinn þrettándi. svg@mbl.is FÖSTUDAGURINN Fullt tungl gæti ruglað menn í ríminu 13.2002  FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EGILL MÁR KEMUR Í GÓÐRI ÆFINGU HEIM FRÁ KOSOVO / C4 JAKOB Jóhann Sveinsson hafnaði í 14. sæti af 16 keppendum í undan- úrslitum í 100 m bringusundi í 25 m laug á Evrópumeistaramótinu í Riesa í austurhluta Þýskalandi, norð-vestan við Dresden í gær. Jak- ob synti á 1.01,03 mínútum og var 51/100 úr sekúndu frá eigin Ís- landsmeti sem hann setti á EM fyrir ári. Í gærmorgun synti Jakob á 1.01,11 í undanrásum í sömu grein. Þeir sem fengu átta bestu tímana komust í úrslit. Jakob Jóhann var í síðari riðli undanúrslitanna og átti á brattann að sækja allt sundið og varð síðast- ur í sínum riðli en tveir keppendur í fyrri riðlinum voru með lakari tíma en hann. Jakob keppir í 200 m bringusundi á sunnudaginn, en hann komst í úr- slit í þeirri grein á EM í fyrra. KRISTÍN Rós Hákonardóttir vann til gull- verðlauna á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í gær er hún kom fyrst í mark í 100 metra bringusundi. Keppnin fer fram í Mar del Plataí í Argentínu og eru þetta þriðju verðlaun henn- ar á mótinu, en hún sigraði í 100 metra bak- sundi og varð önnur í 100 metra skriðsundi. Kristín náði ekki að bæta eigið heimsmet í greininni en hún synti á 1.36,63 mínútum en met hennar er 1.35,64 mínútur. Kristín Rós keppir í 200 metra fjórsundi á laugardag og 50 metra skriðsundi á sunnudag. Bjarki fékk brons Bjarki Birgisson fékk bronsverðlaun í 100 metra bringusundi í gær er hann kom í mark á 1.37,52 mínútum en hans besti tími í greininni er 1.34,43 mínútur. Kristín Rós með annað gull á HM TVÖ Íslandsmet voru sett í undanrásum Evrópumótsins í sundi í gærmorgrun.  Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, bætti metið í 100 m bak- sundi þegar hún kom í mark á 1.03,67 mínútum, en gamla metið átti hún ásamt Eydísi Konráðsdóttur, Keflavík, 1.03,77. Kolbrún varð í 20. sæti af 22 keppendum.  Hitt metið setti karlasveitin í 4x50 m fjórsundi. Hún synti á 1.40,82 og varð í 13. sæti, en gamla metið setti sveit Íslands á EM í Lissabon fyrir þremur árum, 1.44,44. Metsveitin nú var skipuð Erni Arnarsyni, Jóni Oddi Sigurðssyni, Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Heiðari Inga Marinóssyni. Anja Ríkey Jakobsdóttir varð í 22. og síðasta sæti í 100 m baksundi á 1.05,91. Þá varð Heiðar Ingi í 33. sæti af 38 keppendum í 50 m skriðsundi á 23,20 sek. Íris Edda Heimis- dóttir náði sér ekki á strik í 50 m bringusundi og varð næstsíð- ust á 34,09 sek. Jón Oddur varð í 30. sæti í 100 m bringusundi á 1.03,11 en keppendur voru 33. Met í bak- og boðsundi Annar varð Bretinn StephenParry á 1.54,11 og þriðja sætið kom í hlut Evrópumethafans, Goran Kozulj frá Króatíu. Kozulj er jafn- framt Evrópumeistari í 200 m bak- sundi í 50 m laug. Örn átti besta viðbragðið í sund- inu en tókst ekki að fylgja því eftir sem skyldi. Hann var í fjórða sæti þegar 50 og 100 m voru búnir og þriðji þegar 150 m voru að baki. Á síðustu 50 metrunum sýndi hann hins vegar styrk sinn og kom í mark hálfri sekúndu á undan Evrópumet- hafanum, Goran Kozulj, frá Króat- íu, sem hafði forystu fyrstu 150 metrana. „Ég er bara virkilega ánægður með að vinna. Ég hóf sundið of hægt að mínu mati og það virðist ætla að loða við mig, þrátt fyrir að ég hafi ætlað mér að synda hraðar fyrstu 150 metrana. Ég hef ekki enn skoð- að sundið aftur á myndbandi en ég var þriðji eða fjórði þegar 50 metrar eru eftir og keppinautar mínir „dóu“ eins og sagt er á sundmáli á lokasprettinum,“ bætti Örn við. Kozulj varð að gera sér þriðja sætið að góðu þar sem Bretinn Stephan Perry komst upp í annað sætið á síðustu metrunum, tími hans 1.54,11. Evrópumet Kozulj er 1.51,62. Millitímar Arnar í sundinu voru; 27,23 eftir 50 metra, 55,99 að lokn- um 100 metrum, 1.25,20 þegar 150 m voru að baki. Í undanúrslitum í gærmorgun náði Örn einnig besta tíma keppenda, 1.54,40 og var því á fjórðu braut þegar kom að úrslita- sundinu. Örn vann einnig gullverðlaun í 200 m baksundi á Evrópumeistara- mótinu í Sheffield 1998, í Lissabon 1999 og í Valencia fyrir tveimur ár- um. Hann tók ekki þátt í mótinu fyr- ir ári vegna meiðsla í öxl. Örn keppir í 50 m baksundi og 100 m skriðsundi í dag en á laug- ardaginn í 100 m baksundi sem hann vann einnig á mótinu fyrir tveimur árum. „Þær greinar sem eftir eru geta ekki talist til minna aðalgreina, 50 metra baksund er einfaldlega of stutt fyrir mig en ég hef æft vel í haust með því markmiði að standa mig í 200 metra baksundi og 400 metra fjórsundi sem ég keppi reyndar ekki í að þessu sinni,“ sagði Örn. Þess má einnig geta að Örn vann silfurverðlaun í 50 m baksundi á EM fyrir tveimur árum. Örn sagði að meiðslin í öxlinni væru ekki að angra hann lengur og þakkaði hann breyttum áherslum í æfingum sínum árangurinn. „Ég lyfti lóðum meira en áður, þetta eru engar kraftlyftingar en styrkja mig engu að síður. Að auki er ég farinn að einbeita mér að 400 metra fjór- sundi, æfingarnar eru fjölbreyttari fyrir vikið og álagið á axlirnar öðru- vísi en áður,“ sagði hinn 21 árs gamli Örn en þess ber að geta að hann var næst yngstur keppenda í úrslitasundinu. Örn Arnarson varð Evrópumeistari í 200 m baksundi í fjórða sinn á fimm árum AP Örn Arnarson var sterkastur á endasprettinum í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Riesa í Þýskalandi. „Náði þeim á síð- ustu metrunum“ ÉG átti nóg eftir á meðan keppinautarnir hægðu á sér. Þetta stóð nú ansi tæpt og ég náði þeim á síðustu tveimur metrunum,“ sagði Örn Arnarson, eftir að hann varð Evrópumeistari í 200 m baksundi í 25 m laug á Evrópumeistaramótinu í Riesa í Þýskalandi í gær. Þetta er í fjórða sinn á sl. fimm árum sem Örn vinnur til gullverðlauna í þess- ari grein á Evrópumeistaramóti, en hann missti af mótinu í fyrra vegna meiðsla. Örn synti í gær á 1.54,00 mín., sem er 1,1 sekúndu frá Íslands- og Norðurlandameti hans. Jakob fjórtándi Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 46/56 Viðskipti 16/18 Staksteinar 70 Erlent 20/29 Bréf 72/73 Höfuðborgin 30/31 Þjónusta 70 Akureyri 32/33 Dagbók 74 Suðurnes 34 Kirkjustarf 75 Landið 35 Leikhús 76 Listir 36/41 Fólk 76/81 Umræðan 57/66 Bíó 78/81 Forystugrein 42 Ljósvakamiðlar 82 Viðhorf 46 Veður 83 * * * Morgunblaðið/Axel Jón 70 hross flutt til Noregs Í VIKUNNI voru 70 íslensk hross flutt út til Noregs, en áhugi fyrir ís- lenskum reiðhrossum í Noregi hef- ur verið að aukast. Markaðir fyrir útflutning á hrossum hafa dregist mikið saman á undanförnum árum. Í lok október á þessu ári var búið að flytja út um 1.300 hross, en til sam- anburðar voru um 2.840 hross flutt út allt árið 1996. Mikill samdráttur Mestur samdráttur hefur orðið á Þýskalandsmarkaði, en hann var í mörg ár stærsti markaðurinn fyrir íslensk hross. Verulega dró úr sölu þangað í kjölfar lögreglurann- sóknar á innflutningi hrossa til landsins. Allgóð sala hefur hins ver- ið á hrossum í Danmörku og Nor- egi. Í fyrra voru 1.623 hross flutt út og verðmæti þeirra var um 320 milljónir. IÐNAÐARRÁÐHERRA, Valgerður Sverrisdótt- ir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til raforku- laga en afgreiðsla þess hefur tekið alllangan tíma. Frumvarpið var fyrst lagt fram snemma á árinu 2001 en var síðan vísað til iðnaðarnefndar. Nokkr- ar breytingar voru gerðar á frumvarpinu og það síðan lagt fram á síðasta þingi en var ekki afgreitt þá þar sem ekki náðist samstaða um það í rík- isstjórn. Með frumvarpinu er verið að innleiða tilskipun vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en stefnt er að koma á innri markaði með orku inn- an ESB og átti að vera búið að innleiða tilskipun- ina nú í sumar. Nokkur ágreiningur hafði verið um frumvarpið í stjórnarflokkunum, m.a. hvernig standa ætti að jöfnun á raforkukostnaði og eins voru uppi efa- semdir um að til virkrar samkeppni í dreifbýli gæti komið. Segja má að þessi ágreiningur hafi verið leystur í bili með sérstökum bráðabirgðaákvæðum í frum- varpinu þar sem kveðið er á um að við gildistöku laganna skuli iðnaðarráðherra skipa nefnd sem gera á tillögur um fyrirkomulag flutnings á raf- orku og móta tillögur um uppbyggingu gjaldskrár fyrir flutning á raforku og hvernig jafna eigi kostnað vegna flutnings og dreifingar á raforku. Er nefndinni gert að skila tillögum sínum í formi lagafrumvarps til iðnaðarráðherra í síðasta lagi í lok árs 2003. Þá er og að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að gjaldskrár dreifiveitna, sem eru í gildi, skuli halda gildi sínu til 1. júlí 2004 en þær geti fengið leyfi til lækkunar eða hækk- unar með staðfestingu Orkustofnunar. Þá er tekið fram að gjaldskrársvæði dreifiveitna eigi að vera hin sömu og starfsvæði þeirra fram til 1. júlí 2004. Frumvarp um breytta skipan raforkumála lagt fram á ný HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær þrjá karlmenn til að greiða sektir fyrir að varpa bensínsprengju á bandaríska sendiráðið í Reykjavík í apríl árið 2001. Mennirnir voru sýknaðir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur en meirihluti Hæstaréttar taldi að þeir hefðu með þessu smánað opinberlega erlent ríki í skilningi almennra hegningarlaga. Sannað þótti að einn þremenning- anna hefði útbúið bensínsprengjuna og varpað henni á sendiráðið en að hinir tveir hefðu verið með honum í för. Allir voru mennirnir mjög ölv- aðir þegar atburðurinn átti sér stað. Lenti rétt hjá skjaldarmerki Meirihluti Hæstaréttar taldi að með því að ráðast að sendiráðinu með bensínsprengju hefði for- sprakkinn ætlað að skilja eftir um- merki, frekar en að valda verulegum spjöllum. Tilgangurinn hefði verið sá að smána Bandaríkin, þjóðina sjálfa eða ráðamenn hennar en sprengjan lenti á framhlið sendiráðsins, ör- skammt frá skjaldarmerki og þjóð- fána Bandaríkjanna. Þetta teldist opinber óvirðing í garð hinnar er- lendu þjóðar enda framið á almanna- færi og á opinberri byggingu sem er tákn ríkisins hér á landi og hluti þess samkvæmt viðurkenndum þjóðrétt- arreglum. Sá sem útbjó og kastaði bensín- sprengjunni var dæmdur til að greiða 250.000 króna sekt en hinir tveir 150.000 krónur. Hæstaréttar- dómararnir Garðar Gíslason, Har- aldur Henrysson, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein mynduðu meirihluta dómsins. Illa drukknir Hrafn Bragason skilaði séráliti og vildi sýkna mennina. Taldi hann að ekki yrði við annað miðað en að ásetningur þeirra hefði verið sá að vinna skemmdir á sendiráðinu, án þess að í verknaðinn yrði lögð önnur frekari og dýpri merking. Ljóst væri þó að sendiráðið varð fyrir atlögu vegna skoðana a.m.k. forsprakkans á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Pilt- arnir hefðu á hinn bóginn allir verið illa drukknir og því erfitt að ráða í hvað þeim gekk til. Þá hefði verkið verið unnið seint um nótt þegar fáir voru á ferli og enginn fylgst með því nema öryggisverðir í gegnum eftir- litsmyndavélar. Því yrði ekki talið að ákvæði laganna um opinbera óvirð- ingu í garð erlendrar þjóðar gæti átt við verknað ákærðu. Þar sem hvorki hefði verið ákært fyrir skemmdar- verk né íkveikju væri ekki hægt að dæma mennina til refsingar. Í sératkvæðinu kemur fram að þessu ákvæði hegningarlaga hefur ekki verið beitt í dómum Hæstarétt- ar frá því fyrir miðja síðustu öld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sótti málið en hæstaréttarlögmennirnir Sigurmar K. Albertsson, Brynjar Níelsson og Haraldur Blöndal voru til varnar. Hlutu dóm fyrir að lítilsvirða erlenda þjóð Hæstiréttur hefur ekki dæmt eftir ákvæðinu í yfir 50 ár EIGANDI Borgarbakarís hyggst fá lögbann á notkun borgarinnar á nafninu Hressó en hann hefur einka- leyfi á notkun þess. Sem kunnugt er rekur Reykjavíkurborg nú einskon- ar jólamiðstöð í gamla Hressingar- skálanum við Austurstræti undir nafninu „Litlu jólin á Hressó“. Haukur L. Hauksson, bakari í Borgarbakaríi, sem einnig gengur undir nafninu Heildsölubakarí, fékk fyrir nokkru skráð einkaleyfi á nafn- inu Hressó en hann bakar meðal annars svokallaðar Hressótertur og rekur kaffihús sem heitir Café Hressó í bakaríi sínu við Grensás- veg. Hann segist ósáttur við notkun borgarinnar á Hressó-nafninu. „Hún ruglar fólk og það var ekki óskað eftir samstarfi við mig um að fá nafnið lánað eða leigt. Eins eru þeir að bjóða þarna upp á tertur sem eru ekkert í líkingu við það sem var á Hressó í gamla daga en ég er aftur að bjóða upp á í dag. Þannig að mér finnst þetta vera villandi.“ Hann segist hafa viljað að borgin hefði sett sig í samband við hann vegna þessa en þvert á móti hafi ekki verið hægt að greina samningsvilja hjá borginni þegar hann ræddi við lögmann hennar. Hyggst fá lögbann á notkun Hressó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.